Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. mars 1977 Dyrhólaey Byggðastefmir og bænaskrár Draumur Skaftfellinga og ann- arra, sem hugsað hafa um hafn- argerð á suðurströndinni, hefur verið, að fá hér fiskihöfn fyrst og fremst. Og það er ekkert óeölilegt þótt menn velti fyrir sér þeirri spurningu hvort stóriðja geti greitt leiðina að þvi marki. A þaö hefur verið minnt að „draumur” Skaftfellinga um fiskihöfn hafi nú veriö til umræðu i um það bil 100 ár. Okkur er sagt, að ekki sé „þjóðhagslega hagkvæmt” að byggja fleiri fiskihafnir, m.a. vegna ástands fiskistofnanna. Engu að síður er það trú margra aö sé rétt á málum haldið varð- andi fiskvernd, þá biði okkar ein- mitt á þvi sviði margfalt meiri og betri möguleikar en á sviöi stór- iðjuframkvæmda. En til þess þarf að vernda fiskimiðin fyrir eitur- efnum stóriðjuúrgangsins ekki siður en landið sjálft. „Alvershöfn” viö Dyrhólaey mundi að öllum likindum útiloka að þar yrði jafnframt fiski höfn, fiskvinnslufyrirtæki og matvæla- framleiðsla. Kemur þar tvennt til, annars vegar að fiskvinnslu- fyrirtæki og útgerð fengju vart þrifist i sambýli og samkeppni við álver og eins hitt að mengunar- áhrif stóriðju myndu útiloka mat- vælaframleiðslu „undir verk- smiöjuveggnum.” Það væri sannarlega ömurlegt til þess að vita, ef menn létu leiöast til þess að hefja hafnar- gerð á forsendum, sem siöan gætu leitt til þess aö búið yrði að eyðileggja eftir 100 ár þá mögu- leika, sem menn hefur dreymt um i 100 ár að fá aöstöðu til að nýta til gagns fyrir heimabyggö sina. Nokkrir skálar, — og lengd hvers frá Litla — Hvammi að V atnsskarðshólum Og fleira kemur til. Mýrdalur- inn er landlitill en þó án efa meö gróðursælustu og gjöfulustu sveitum landsins. Trúlega mundi þá „mörgum kotbóndanum þykja þröngt fyrir dyrum”, — eins og forðum var kveðið, — ef þar risi álver með 100-200 þúsund tonna ársframleiöslu. 1 Straumsvik eru nú framleidd ca. 80 þúsund tonn af áli i kerskál- um Swiss Aluminium. Það er til marks um stærð þessa mann- virkis, að einn af kerskálunum i Straumi er um 1 km að lengd, eða Síðari hluti svo notaðir séu landfræöilegir mælikvarðar i Mýrdal, eins og frá Litla-Hvammi suður aö Vatns- skarðshólum eða hálfa leið frá Dyrhólaey austur að Reynisf jalli, og geta menn þá gert sér i hugar- lund, hvernig umhorfs yrði, þegar nokkrir slikir skálar væru komnir þar, auk annarra mannvirkja. Hér nægir ekki að afgreiða málin einfaldlega með þvi að segja: Ég er ekkert hræddur við mengun: það er alltaf verið að finna upp betri og betri mengunarvarnir og veðurskilyröi draga úr mengunarhættu hér. Þetta kann að vera rétt svo langt sem það nær. En við verðum aö gera .okkur ljóst, að eina raunhæfa viðhorfið i þessum efnum er hið sama og nú erhvarvetna lagttil grundvallar i heilbrigðismálum, þ.e. fyrir- byggjandi aðgerðir, enda má segja aö um sé að ræöa tvær greinará sama stofni. Mengunar- varnir eru i eðli sinu heilsugæsla Mistök i þessum efnum geta haft geigvænlegar afleiöingar eins og dæmin sanna. „Óhræddir” dreifðu menn um árabil skor- dýraeitrinu DDT. Reynslan hefur kennt mönnum annað viöhorf til þess. Annað hrikalegt dæmi er al- kunna úr lyfjaframleiðslunni, þ.e. notkun lyfsins thalidomid. „Óhræddir” settu framleiðendur þetta lyf á markað. Afleiðingarn- ar urðu skelfilegar, — hundruð ef ekki þúsundir bæklaðra barna. Við berum ábyrgð gagnvart fram- tíðinni Það er m.a. i ljósi svona staðreynda, að við veröum að gera okkur ljósa bæði áhættu og ábyrgð gerða okkar, og i hverju áhætta og ábyrgð eru fólgin. Þar skiptir öllu máli, hvort áhættan felst i þvi, að bjarga lifi, lifverum eða lifríki eða að búa þeim dauða og tortimingu. Sú áhætta sem við kunnum að telja óhætt að taka i dag vegna mengunarhættu frá stóriöju, er miklu meíri en við getum gert okkur ijóst, vegna þess aö afleiðingarnar koma kannski ekki fram nema að litlu leyti á næstu árum og áratugum. En við berum lika ábyrgð gagn- vart framtiðinni önnur vandamál, sem fylgja staðsetningu stórfyrirtækja, — eða öllu heldur risafyrirtækja á okkar mælikvarða, — er sú gifur- lega byggðaröskun sem sllkum umsvifum fylgir óhjákvæmilega. A þvi sviöi höfum við islending- ar nánast enga reynslu, en þar virðist nærtækast aö styöjast við reynslu norðmanna einnig, en á timabili töldu þeir vænlegast að leysa vandamál dreifbýlis hjá sér með byggingu stóriðjufyrir- tækja I fámennum landshlutum. Reynslu þeirra á þvi sviði, er m.a. lýst I þeirri tilvitnun, sem ég tilfærði hér að framan úr álits- gerð fulltrúa Norsk Hydro, enda mun sú stefna nú eiga sér formæl- endur fáa i Noregi. Það hefur sýnt sig, að hún skapar fleiri vanda- mál en hún leysir. I grein i dag- blaðinu Timanum 28. janúar s.l. segir Einar Eyþórsson m.a. um þessa reynslu norðmanna: Fáir festa rætur í einhliða álbæjum „Eftir siðari heimsstyrjöld, þegar fyrir alvöru fór aö herða á flóttanum úr norsku dreifbýli, var það ein af aðgerðum stjórnvalda til að „viðhalda jafnvægi i byggö landsins” eins og það heitir, að setja niður stóriðjuver i byggðar- lögum, sem stóðu höllum fæti. Þannig var reist álver I Mosjöen á Hálogalandi 1956-58, og á Húsnesi i Kvinnhéraði 1965. Var það álit ráðamanna að slik „hornsteins- fyrirtæki” myndu verka likt og vitaminsprauta á atvinnulif I byggðarlögunum, — vekja „vaxtarkraft” I þjónustu, smá- iðnaði, handverki og jafnvel land- búnaði. Þegar á leið reyndust þetta þó falsvonir. Þegar slikar risaframkvæmdir voru settar i gang i þessum smábæjum leiddi það af sér gifurlegt rót á lifi fólksins, mikla aðflutninga úr ná- grannahéruðum, myndun braggabæja og hálfvanskapaðra iðnaðarsamfélaga. Slik samfélög einkennast af miklum flutningi fólks út og inn, landsbyggðarfólk sem á fárra kosta völ flytur inn en aörir sem sjá fram á skárri vinnu annars staðar (vanalega i stærri borgum og bæjum) flytja út. Þannig byrjuðu eða hættu 3000 manns i álverinu á Húsnesi á timabilinu 1965-1969 en það tima- bil unnu um 500 manns i álverinu að staðaldri (Jostein Hansen). Stóriðjuverin hafa þannig I reynd aukið á fólksflutninginn af lands- byggðinni I stað þess aö minnka hann, enda er vinnan viö álverin þannig, að fáir kjósa að festa ræt- ur i hinum einhliða álbæjum, ef um annað er að velja.” Hin aigera umbylting Stóriðjufyrirtæki I fámennu byggðarlagi hefur i för með sér algjöra umbyltingu þess sam- félags, sem fyrir er. Á auga- bragði eru heimamenn kaffærðir i flóði aðvifandi vinnuafls og utanaðkomandi félagslegra áhrifa og von bráðar orðnir áhrifalausir um frekari fram- vindu mála I sinu heimahéraöi. Hætt er við að lóð okkar mýr- dælinga yrði býsna létt á vogar- skál 4-5 þúsund manna „álbæj- ar”, sem upp risi eins og hendi væri veifað. Jónas Jónsson nú ritstjóri Búnaöarblaðsins Freys gerði þessu máli einnig glögg skil i er- indi, sem hann flutti á ráðstefnu Landverndar i Reykjavik 1973 (Landnýting og byggðastefnur) Enn er þó eftir að geta þeirra raka gegn stóriðju af þessu tagi, sem hljóta þó að vega þyngst á metaskálum, þegar litið er á mál sem þetta i enn stærra samhengi, þ.e.a.s. frá pólitisku sjónarmiði. Fram hjá þvi verður engan veg- inn gengið að mál sem þessi eru fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis, enda allar ákvaröanir og samningar um þau í höndum opinberra aðila, hvað sem öllum „bænarskrám” liður, — og þar meö talin staðsetning, enda þótt það hljóti að teljast bæði lýð- ræðisleg krafa sem og siðferðileg skylda stjórnvalda, að stóriðju sé hvergi komið á fót gegn vilja heimamanna. Stóriöjuframkvæmdir eru i eðli sinu þannig, að ábyrg stjórnvöld hljóta aö lita á það sem skyldu sina að móta ákveöna stefnu meö langtimasjónarmið I huga varð- andi atvinnuuppbyggingu lands- ins alls og I fljótu bragði viröast þessir þrir þættir mikilvægastir við slika stefnumótun: 1) hagræn áhrif, 2) staösetning með tilliti til byggðasjónarmiða, 3) mengunar- hætta fyrir umhverfi. Eftir Björgvin Salómonsson, skólastjóra Ketilsstöðum, Mýrdal Nauðsyn ýtarlegra rannsókna Ahugamenn um náttúruvernd hafa raunar vakið athygli á nauð- syn slikrar stefnumörkunar, m.a. i eftirfarandi ályktun Náttúru- verndarþings 1975: „Náttúruverndarþing 1975 telur rétt, að fram fari athugun á þvi hvaða svæðum, sé sérstök ástæða til að hlifa við raski og ágangi, sem meiriháttar iðnrekstri fylgir, og hvaða staðir á landinu henti til meiri háttar iðnrekstrar. Þingiö leggur áherslu á, að teknir verði upp þeir starfshættir, aö áöur en teknar eru ákvarðanir um stofn- un iðjuvers eða iðnreksturs á ákveðnum stað, fari fram allar þær rannsóknir, sem rétt er að gera kröfu til, og verði haft sam- ráð við þá aðila og stofnanir, sem hlut eiga að máli.” Landnýtingarnefnd, sem tók til starfa árið 1972 undir formennsku Eysteins Jónssonar, fv. alþm. lagði einnig áherslu á þetta sjónarmið og ritaði m.a. lands- hlutasamtökum sveitarfélaga ýtarlegt* lútandi, og ennfremur koma svipaöar skoðanir fram I grein, sem Steingrimur Her- mannsson, alþm. formaður Rannsóknarráö rikisins, ritaði i Samvinnu? 6 tbl. 1970, en þar segir m.a.: „Athuga þarf vandlega áhrif iðnaðarins á umhverfið og meng- unarhættuna. Viö eigum gifurleg- an auð islendingar i okkar tiltölu- lega óspillta umhverfi. Hann verðum við að leggja áherslu á að varðveita fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Staðreyndin er sú, að það er orðið mjög timabært að gera landssvæðaáætlanir og skipu- leggja þannig ráðstöfun landsins með tilliti til nútiðar- og fram- tiðariarfa. Þetta eruýmsar þjóöir farnar að gera. Þannig er leitast við að koma i veg fyrir van- hugsaðar framkvæmdir og spill- ingu umhverfisins. 1 sambandi við stóriðjuna er einnig ljóst, að athuga verður hver er arðvænlegust ráöstöfun þeirrar orku, sem við höfum, sér- staklega i námunda við þéttbýlið, og fjármagnsins, sem er vissu- lega af skornum skammti. Ef um erlenda hlutdeild er að ræða, þarf að sjálfsögðu einnig að gera sér grein fyrir þvi, hve mikla þátt- töku sjálfstæði þjóöarinnar þol- ir.” r Ur leiðara Tímans Stefnumörkun I stóriðjumálum er þjóðinni lifsnauösyn og um- ræðurnar um stóriðju undanfarið hafa e.t.v. gert mönnum þetta ljósara en áður. 1 leiöara Timans þann 15. janúar s.l. er varaö við hættunni af ásókn „erlendra fjár- málajöfra” i orkulindir landsins og I framhaldi af þvi segir svo: ...„Islendingar verða aö gera sér ljóst, að orkan hér er ekki ótak-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.