Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 20
MOÐVIUINN Miðvikudagur 16. mars 1977 Aðalshni Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt at> ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins I þessum simum; Ritstjórn 81382, 81527, 81257og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Úr skýrslu loðnubrœðslunefndar: Alltof litlar hráefn- kj' Wll eymslur 1 skýrslu loönubræöslunefnd- ar til sjávarútvegsráöherra 28. febrúar sl. kemst nefndin aö þeirri niöurstööu, aö þaö sem mest háir loðnuveiöunum nú, séu alltof litlar hráefnisgeymsl- ur hjá verksmiöjunum i landi. Léggur nefndin til, aö allar verksmiöjurnar stefni aö þvi aö auka þróarrými sitt þannig að hver verksmiðja hafi geymslur til eins mánaöar vinnsiu. Meö þvi móti mætti auka aflamagniö um 200 þúsund tonn, meö þvi aö fvlla viöbótarþrærnar aöeins einu sinni. Nefndin gerir ráð fyrir aö árs- loönuaflinn veröi 1 milj. tonn á komandi árum (sumar og vetr- arveiöar á loðnu) og aö veiðar veröi stundaðar 6-9 mánuöi á ári. Bræöslugeta verksmiöj- anna stendur alveg undir þess- um afla, þaö er aöeins þróar- rýmiö sem vantar. Verksmiðj- urnar hér á landi geta brætt 12.000 tonn á sólarhring, sem þýðir að þær væru ekki nema 85 sólarhringa aö bræöa eina miljón lesta af loönu. 1 ár er bú- ist viö aö heildarloönuaflinn veröi 700 þúsund tonn. 1 vetur muni veiðast 500 þús. og næsta sumar 200 þús. tonn. Þá leggur nefndin einnig til að fariö verði að vinna aö skipu- lagningu loönuflutninga af miö- unum, sem nefndin telur afar brýnt mál. Nefndin telur nauö- synlegt aö gera tilraun meö flutning á loðnu meö flutninga- skipi og segir nefndin aö búast megi viö aö með 4 til 5 þúsund lesta flutningaskipi megi auka aflamagniö um 80 til 100 þús. tonn á 6 mánuöum. Einnig er bent á aö nauösyn- legt sé aö koma þremur til fimm verksmiöjum, sem ekki hafa brætt loðnu á þessari vertíö, i gang, en þessar verksmiöjur vantar aöeins einstakar vélar eða smá-lagfæringar. Loks leggur nefndin til aö verksmiöjueigendur veröi hvattir til stækkunar hráefnis- geymslna og endurbóta á vélum og búnaöi, sem tryggi fyllstu nýtingu hráefnis og aukið afuröaverðmæti. Nefndin telur einnig æskilegt, að Islendingar eignist nýja og fullkomna loðnu- verksmiöju meö gufuþurrkur- um, reykeyöingu, lausamjöls- geymslum og öllum þeim bún- aði sem svari fyllstu kröfum Lagt er til að ailar loðnuverk- smiöjurnar stækki þrórarrými sitt. sem nú eru geröar. Aætlaö verö slikrar verksmiöju er 1 miljarður og væri þá um aö ræða 500 tonna verksmiöju. Nefndin leggur einnig til aö frumathugun fari fram á hag- kvæmni þess að leigja eða kaupa bræösluskip. —S.dór Dragbítur á loönuveidarnar. — Nefndin leggur til aö allar verksmiðjurnar stækki hráefnisgeymslur sínar til eins mánaðar vinnslu Jörgensen-málið á 11. ári og dregst enn: Nú þarf að sækjanda — þar sem sækjandinn Hallvarður Einvarðsson hefur verið skipaður rannsóknarlögreglustjóri Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum sl. haust, voru þá 10 ár liðin frá því að hið margfræga Jörgen- sen-mál kom upp. Siðan 1966 hefur þetta mál verið í eilífri rannsókn og margt orðið til að tef ja það. Mál- skipa ið er mjög viðamikið, enda var það talið mesta fjár- svikamálsem komið hefur upp hér á landi, þegar það komst upp. Otlit var fyrir aö um siöustu áramót færi aö hilla undir lausn á málinu, en nú er ljóst að málið mun tefjast enn um sinn. Astæöan er sú, að Hallvarður Einvarösson, fyrrum vararikissaksóknari, sem var sækjandi I málinu, hefur nú veriö skipaður ransóknarlög- reglustjóri rikisns og verður þvi að skipa nýjan sækjanda i mál- inu. Það mun taka þann sem nýjan skipaður verður marga mánuði aö fara i gegnum málskjöl, sem að sögn eru fleiri en dæmi eru til um I sakamáli hér á landi. Fyrir nokkrum árum var máliö aö komast á lokastig, en þá féll verjandinn i málinu frá og það tók nýjan verjanda nokkur misseri að kynna sér málið og komast til botns I þvi. Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari i Reykjavik, sem fer með máliö hjá sakadómi, sagöist ekki geta sagt um það á þessu stigi hvenær málaloka mætti vænta, vegna þessarar nýju tafar, sem óhjákvæmilega veröur á málinu. —S.dór Hassmál upplýst Hjá sakadómi I ávana- og flkniefnamálum og fikni- efnadeild Reykjavikurlög- reglu er um þessar mundir aö ljúka umfangsmiklum rannsóknum er varöa smygl og dreifingu ýmissa flkni- efna. Um aðra rannsóknina hef- ur verið fjallaö i fjölmiölum. Viö áöur fram komiö er nú aö bæta, að flutningsaöili mikils hluta hassmagns hefur viö- urkennt aðild sína og auk þess aöild aö smygli og dreifingu á 6 kg. af marihu- ana, mánuöina mars ’76 til nóv. ’76, og smygli á rúmlega einu kílói af hassi nú i jan. sl. t hinni rannsókninni er upplýst um sjö feröir til Rotterdam mánuöina mai ’76 til jan. ’77, þaöan sem flutt var hass, samtals yfir 10 kg., og lagði iögregla hald á 1.5 kg. úr þeirri siöustu i jan. sl., en þá hófst rannsókn málsins. Þrir aöilar aö jafn- aöi lögðu fram fé til hverra efniskaupa, en ýmist var hverjir sáu um sendingar efna hingað til lands. Kjaramálin rædd á Suð- urnesjum Alþýöubandalagiö á Suö- urnesjum heldur almennan fund um kjaramálin og kom- andi samninga miövikudag- inn 16. mars næstkomandi kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu viö Hafnargötu, Keflavik. Frummælendur: Benedikt Daviðsson, formaöur Sam- bands byggingamanna, Aðalheiður Bjarnfreösdóttir, formaöur Starfsmannafé- lagsins Sóknar, Haraldur Steinþórsson, varaformaöur Bandalags starfsmanna rikis og bæja.og Baldur ósk- arsson, ritstjóri. Þetta er sem fyrr segir al- mennur fundur og allir vel- komnir. Svava Jakobsdóttir: Skerðingarákvæði afnumin vegna atvinnuleysisbóta og fæðingarorlofs Svava Jakobsdóttir lagði fram á Alþingi i gær frumvarp til laga um breytingu á lögum um at vinnuleysistryggingar. Svava leggur til, aö afnumin veröi úr lögum skeröingará- kvæði, sem nú eru I gildi hvað varöargreiöslu atvinnuleysisbóta og fæöingarorlofs, ef tekjur maka nema tvöföldum verkamanns- launum. Svofelld greinargerö fylgir frumvarpinu: í g-lið 1. málsgr. 16. gr. laga um atvinnuleysistryggingar er kveð- ið svo á, aö bætur skuli ekki greiðast þeim, sem á maka, sem á síðustu 12 mánuðum hefur haft og hefur hærri tekjur en sem svarar tvöföldum dagvinnutaxta Framhald á bls. 18. SAMKEPPNI ÞJÓÐVILJANS UM VEGGSPJALD Þátttakendur eru minntir á að skila tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar, Finns Torfa Hjörleifssonar, sem veitir upplýsingar i sima 81333. Skilafrestur er til 30, mars nk. SVONA ER KJARASKERÐINGIN Viö birtum idag 36. dæmiö um kjaraskeröinguna slöustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áöur verkamaöur er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. — Viö tökum eina vörutegund á dag. Upplýsingar um veröiö höfum viö frá Hagstofu tslands, en upplýsingar um kaupiö frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, og er miöaö viö býrjunarlaun samkvæmt 7. taxta. 36. dæmi Appelsín 25 cl án flösku Verð Kaup Febrúar 1974 kr. 12,00 kr. 166,30 Maí 1974 kr. 17,00 kr. 205,40 I dag, mars 1977 kr. 38,00 kr. 425,20 NIÐURSTAÐA: 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamning- ana þá) var verkamaður 4/3 mínútur að vinna fyrir einni appelsín. 2. í maí 1974 var verkamaður 5 mínútur að vinna fyrir appelsín. 3. í dag, 16. mars 1977, er verkamaður 5,4 mínútur að vinna fyrir einni flösku appelsín. Appelsin I 25 sl. flöskum. Vinnutimi hefur lengst um hálfa til heila mínútu eða 26% miðað við febrúar 1974, en 8% miðað við maí 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.