Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Morgunblaöid og atvinnurekendur halda áfram aö kyrja eymdarsönginn. Látum þá bara góla. Viö höldum áfram aö vigbúast Fram til sigurs Kjarasamningar Alþýðusam- bandsins og atvinnurekenda eru hafnir. Aðilar hafa orðið ásáttir um að visa kjaradeilunni til sáttasemjara og er hún nú i hans höndum, en gildandi samningar renna út 1. mai n.k. Sú kjarastefna sem verka- lýðshreyfingin hefur markað og lagt fram fyrir þessa samninga er hin merkasta. Hún var mótuð á fundum fjölmargra félaga fyrir þing ASI i nóvember og siðan samþykkt af þinginu sjálfu. Hún hlaut þar nær ein- róma afgreiðslu. A kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambandsins i febrúar og funduin félaga og sambanda siðustu vikur hefur þessi stefna verið endanlega staðfest. Mótun kjarakrafnanna áþvilanganog grundaðan feril i verkalýðssamtökunum og um hana er algjör og órofa eining. Kjarni launakrafnanna er flestum orðinn löngu kunnur. Hundrað þúsund króna lág- markslaun á mánuði miðað við verðlag i nóvember. Sama krónuhækkun og á lágmarks- launin komi siðan á önnur laun. Einnig komi til fullar mánaðar- legar visitölubætur á launin og verði þær ennfremur i sömu krónutölu á öll laun. 1 þessu er fólgin meiri Jaunajafnaðar- stefna en áður hefur verið sett fram af hreyfingunni. Þessi mannréttinda og jafnaðarkrafa ber skýrastan vott um þroska og samstöðustyrk verkalýðsfélag- anna. Um leið er þvi lýst yfir að nú ætlar verkalýðshreyfingin að leggja allt i sölurnar til að þvo af þjóðinni þann smánarblett sem launatekjur verkafólks og lifeyrir elli og örorkuþega eru i dag. A þessum tekjum er sannanlega algjörlega ólifandi. Það er argasta hneyksli i þjóð- félagi með einna hæstar þjóðar- tekjur á mann sem þekkjast i heiminum, þar sem atvinnulifið er i fullum gangi og verðlag á útflutningsafurðum fer sihækk- andi. Verkafólk er þvi bundið á klafa vinnuþrælkunar til að geta dregið fram lifið. Þannig hefur rikisstjórn ihaldsaflanna leikið alþýðu þessa lands. A þremur árum hefur kaupmáttur verkafólks minnkað um 25-40%. Þessu hef- ur rikisstjórnin beinlinis stolið úr vösum verkafólks með stór- felldari verðhækkunum og álög- um en áður hafa þekkst, og eru menn þó ýmsu vanir úr þeim herbúðum. Laun hér eru nú meira en helmingi lægri en I nokkru nálægu landi. Með hinni yfirgengilegu óðaverðbólgu- stefnu sinni hefur rikisstjórnin einnig unnið markvisst að þvi að gera eignastéttina rikari og rikari og verkalýðsstéttina fá- tækari og fátækari. Á meðan stór hluti þurftartekna launa- fólks fara auk þess i tekjuskatt borga fyrirtækin ekki krónu. Tekjuskattur flestra fyrirtækja landsins er krónur 0. Td. greiða Flugleiðir með allan flugflot- ann, hótelin, bilaleigurnar og fleira nákvæmlega krónur 0 i tekjuskatt. Þannig er búið að at- vinnurekendum meðan alþýðan er skattpind. En með þessum miskunnar- lausu árásum á alþýðu landsins og hreinni ógnarstjórn er rikis- stjórn atvinnurekenda og eigna- stéttar að grafa sina eigin gröf. Hún hefur þjappað verkalýðs- samtökunum i órofa fylkingu til sóknarbaráttu i komandi samn- ingum. A lágmarkslaunakröfu verkalýðssamtakanna verð- ur staðið af fullri einurð. Um það er full eining hjá verkalýðs- félögunum og öll alþýða lands- ins er reiðubúin i harða baráttu til að endurheimta það sem af henni hefur verið stolið. Og um leið ómar krafa Alþýðusam- bandsins um að rikisstjórnin viki og upp verði tekin ný efna- hagsstefna. Siðasta þing ASI taldi brýnasta hagsmunamál verkafólks að koma þessari ihaldsstjórn frá. Arásarstefna rikisstjórnar- innar hefur lika leitt til mun nánara og betra samstarfs Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks i verkalýðshreyfingunni. Hinn pólitiski og faglegi armur verkalýðshreyfingarinnar stendur einhuga að mótun kjarastefnu verkalýössamtak- anna og i þeim átökum sem af henni leiða. Þannig lýsti mið- stjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins . 5.-6. mars sl. yfir full- um stuðningi við ofangreinda stefnu og hét verkalýðssam- tökunum öllum sinum kröftum til að koma henni fram. Morgunblaðið og atvinnurek- endur geta svo haldið áfram að kyrja þann eymdarsöng að ekki megi borga verkafólki hærra kaup en 70 þúsund krónur á mánuði. Látum þá bara góla. Við höldum áfram að vigbúast. Fram til sigurs félagar. LITLA SVIÐIÐ Endataíl frumsýnt á fimmtudag Helgi Skúlason og Gunnar Eyjólfsson i hlutverkum húsbónda og þjóns. Á fimmtudaginn verður frumsýnt á litla sviði Þjóð- leikhússins Endatafl eftir irska leikritahöf undinn Samuel Beckett í þýðingu Gylfa Baldurssonar og Jakobs Möllers. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson og er þetta jafnframt fyrsta leikritið, sem hann stjórn- ar hérlendis. Hlutverk í leiknum erufjögurog leika þau Helgi Skúlason, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Gunnar Eyjólfsson og Árni Tryggvason. Leik- mynd gerði Björn G. Björnsson. Á blaðamannafundi fyrir helgi sagði Sveinn Einarsson Þjóðleik- hússtjóri að Endatafl væri þriðja nútimaverkið I röð, sem sýnt væri á litla sviöinu á þessu leikári og væri ætlunin að bæta hinu fjóröa við fyrir vorið. Hafa þá alls verið leikin 14 leikrit á litla sviðinu. Sveinn Einarsson sagði að Endatafl væri annað þekktasta leikrit Beckets, hitt er Beðið eftir Godot, sem taliö er marka tima- mót I nútimaleikritun. Leikfélag Reykjavikur sýndi það verk 1959 og einnig hefur það verið flutt i útvarpi. Fleiri verk Beckets hafa verið leikin hér á landi t.d. Ham- ingjudagar og Siðasta segulband Krapps. Eins og áður segir leikstýrir Hrafn Gunnlaugsson Endatafli og sagðist hann mjög ánægður með sviðiö þarna niðri. Leikritið á að gerast I neðanjarðarbyrgi og með þvi að áhorfendur sitja mjög nálægt sviðinu og umhverfis það á þrjá vegu nálgast leikarar og áhorfendur hvorir aðra eins og best verður á kostið. Þema verksins sagði Hrafn að væri gamalkunnugt i bók- menntum: Samband húsbónda og þjóns. Samband þetta er skoðað með nútimaaugum og ekkert þvi til fyrirstöðu að túlka það á marga vegu, t.d. sem samband likama og sálar, þar sem sálin reynir að slita af sér f jötrana sem likaminn setur henni. I leiknum bera allir leikararnir maska, sem Margrét Marteins- dóttir hefur gert. Hún sagði að mjög tímafrekt væri að setja maskana á leikarana en sér til aðstoöar við það verk hefur húr þrjá menn. Margrét sagði að þetta væri skemmtilegasta verk- efnið sem hún hefði fengist við þau 16 ár sem hún hefur unnið hjá Þjóðleikhúsinu. —hs Sjómannafélag Eyjafjarðar Mótmælir skerdingu á skattafrádrætti Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri fimmtudaginn 3. mars. A fundinum var skýrt frá úrslit- um stjórnarkjörs, en stjórnin er þannig skipuð: Formaður Guðjón Jónsson, varaformaður Ragnar Arnason, ritari Armann Sveins- son, gjaldkeri Matthias Eiðsson, meðstjórnandi Jón Hjaltason. t trúnaðarmannaráði sitja auk stjórnar: Einar Mölier, Gisli Einarsson, Hreinn Þorsteinsson, Karl Jóhannsson, Helgi Sigfús- son, Sæmundur Pálsson og Gisli Friðfinnsson. Stjórnin varð sjálf- kjörin, þar sem aðeins barst einn framboðslisti. Rekstrarafgangur félagsins á siðasta ári nam 2.5 milljónum, og bókfærðar eignir félagsins eru nú 10.5 milljónir. Aðalfundurinn samþykkti aö hækka árgjöld félagsmanna úrkr. 8 þúsund i kr. 12 þúsund. Starf félagsins var mikið á sið- asta ári og snerist að langmestu leyti um gerð nýrra kjara- samninga, en mjög illa hefur gengiö að ná fram viðunandi kjarasamningum fyrir sjómenn, og samningatillögur, sem bornar hafa verið undir atkvæði hjá félaginu, voru tvivegis felldar á árinu, enda þykir sjómönnum mjög vera á sinn hlut gengið. öskar Vigfússon formaður Sjómannasambands tslands mætti á fundinum og ræddi kjara- málin. Var góður rómur gerður aö málflutningi hans og urðu umræður fjörugar, enda var fundurinn óvenju fjölmennur, þegar tekið er tillit til þess, að meirihluti félagsmanna er jafnan á hafi úti I tilefni af skattalaga- frumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, var svofelld tillaga einróma samþykkt: „Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar, haldinn á Akureyri 3. mars 1977, mótmælir harðlega gróflegri skerðingu á skattafrá- drætti sjómanna, sem boðaður er með hinu nýja skattalagafrum- varpi, sem nú liggur fyrir alþingi. Sá smávægilegi skattafrádráttur, sem sjómenn njóta samkvæmt gildandi skattalögum, hefur orðið til i áföngum á sl. 20 árum i sam- bandi við lausn kjaramála sjó- mannafélaganna við útgerðar- menn og er jafnframt margitrek- uð viðurkenning stjórnvalda á hinum mikla aukakostnaði sjó- manna umfram flesta aðra laun- þega, svo sem sjófataslit, sima- kostnaöur o.fl. vegna fjarvista frá heimilum við störf sin á sjónum. Fundurinn heitir þvi á háttvirt Guðjón Jónsson endur- kjörinn formaður alþingi, að það geri þá breytingu á frumvarpinu, að skattafrá- dráttur sjómanna verði i engu skertur, heldur aukinn verulega frá þvi sem nú er.” Þá samþykkti aðalfundurinn að styrkja byggingu Endur- hæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á Akureyri með 250 þúsund króna framlagi. Einnig var samþykkt að fela stjórn félagsins að láta skrá sögu þess, en félagið verður 50 ára á næsta ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.