Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.03.1977, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Skipverjar á Erni KE, f.v. Friðrik Þorbjörnsson vélstjóri, örn Kristinsson, háseti og Steingrímur Nikulásson, matsveinn. (Ljósm. S.dór). Að vera aldrei heima hjá sér — rœtt við þrjá skipverja á Erni KE um loðnuveiðar og fleira a) Bættu umhverfi og fjöl- breyttari leiktækjum b) Aukinni þekkingu starfsfólks m.a. með aðstoð sérmenntaðs fólks. Borgarstjórn leggur áherslu á að tilraun sú með vandaðan gæsluvöli við Fifusel sem þegar hefur verið ákveðin, verði fram- kvæmd sem fyrst. Völlurinn við Fífusel — Leikvöllurinn við Fifusel hefur lengi verið á dagskrá, sagði Gisli, hann var það þegar ég tók sæti i nefndinni fyrir bráðum. þremur árum og enn er ekkert farið að gera þar. Aætlunin um þann völl er gagn- merk. Þetta er völlur i nýju hverfi og leikvallanefnd var strax sammála um að gera hann að e.k. timamótavelli, velli sem væri þannig úr garði gerður að börn hefðu þar fjöl- breytileg tækifæri til leikja og starfa. Við vildum hafa húsið stórt svo að inniaðstaða væri til föndurs og leikja. Þriggja manna vinnuhópur var fenginn til að gera skipulagstil- lögur i samræmi við hugmyndir nefndarinnar og var i honum fólk, sem hafði mikið hugsað um leikvallamál og kynnt sér þau erlendis, þar sem miklar fram- farir i þessum málum hafa orðið á siðustu árum. Þegar tillögurnar voru lagðar fyrir borgarráö var þvi af ein- hverjum ástæðum klúðrað, þannig að ekki fékkst samþykki fyrir húsinu eins stóru og leik- vallanefnd lagði til heldur var i sparnaðarskyni ákveðið að reisa þarna minna hús en þarmeð eru forsendur fyrir vellinum i þeirri mynd sem við hugsuðum okkur hann að miklu leyti brostnar,” sagði Gisli. Hann sagðist samt ætla að láta reyna á það nú hvort áðurnefnd samþykkt um breytingar á völlunum og starfsvöliunum væri meint i alvöru og ef svo væri sæi hann ekki annað en þá hlyti að fást samþykki fyrir stóra húsinu á völlinn viö Fifu- sel. Starfsvellirnir eru aðeins fjórir í allri borginni, sá fjórði bættist við sl. sumar og hann starfaði aðeins 11 daga. „Það er gott dæmi um áhugaleysi og sleifarlag borgarstjórnarmeiri- hlutans, sagði Gisli.” Þessi völl- ur er við Vesturberg og hann átti að komast I gagnið snemma sumars en ætíð var einhverju borið við svo að tafir urðu enda- lausar. Að lokum þegar komið var fram i ágúst stóð ekki á öðru en efninu og þá gerði ég úrslita- tilraun til að þrýsta á um að sækja þessar spýtur sem þurfti og það dugði. Völlurinn opnaði nokkrum dögum siðar.” Fóstrur á vellina 1 framhaldi af samþykkt áðurnefndrar tillögu i borgar- stjórn hefur verið auglýst eftir þremur fóstrum til að vera starfsfólki gæsluvallanna til að- stoðar. Alþýðubandalagsmenn i leikvallanefnd hafa um árabil barist fyrir þvi að fá að ráða þessa starfsmenn en það hefur ekki náð fram að ganga fyrr en nú. Verkefni þessara starfs- manna verður aðallega leiðbeiningarstarf og að undir- búa og skipuleggja i samráði við' leikvallanefnd námskeið fyrir starfsmenn vallanna. Ótvíræö forysta Alþýðu- bandalagsins Það kom fram I samtalinu við Gisla að fulltrúar Alþýðubanda- lagsins eru ákaflega leiðandi i leikvallanefnd. Gisli hefur t.d. flutt langflestar þær tillögur sem að lokum hafa orðið til þess aö nú loks viröist vera að kom- ast hreýfing á leikvallamálin. Hann sagði lika að mjög mikil- vægt væri að íbúar hinna ein- stöku hverfa væru virkir og létu frá sér heyra. Það hefði sýnt sig að þrýstingur frá ibúum hefur áhrif og sérstaklega vildi hann nefna að til fyrirmyndar væri hve Framfarafélag Breiðholts heföi verið duglegt við að láta borgaryfirvöld heyra vilja fólks i hverfinu. í leikvallanefnd, eiga sæti þrir fulltrúar frá Sjálfstæðisfl. einn frá Framsókn og einn frá Al- þýöubandal. —hs Einnafþeim bátum, sem þurfti að biða eftir loðnulöndun hér i Reykjavikurhöfn i vikunni var örn KE, mikið aflaskip, sem komið er með nærri 12000 lestir. Við skruppum um borð og tókum þrjá skipverja tali, þá Friðrik Þorbjörnsson, vélstjóra, örn Kristinsson, háseta og Steingrim Nikulásson matsvein. Þeir félagar sögðust vera afar ánægðir með þessa vertlð, það hefði gengið vel hjá þeim og frá þvi sjónarmiði ekki yfir neinu að kvarta. — Og' þénustan? — Einhversstaðar á aðra miljón, en manni finnst bæði fólk i landi og þá ekki siður fjölmiðlar gera alltof mikið úr þénustu sjómanna á loðnuskipunum sagði örn. Þar að auki er alltaf miðað við aflahæstu skipin, en aldrei talað um hvað menn á þeim skipum sem minna veiða, hafa i laun. Svo er enn eitt. Menn gæta þess of sjáldan i umræðum um kaup sjó- manna á loðnuveiðum, að þær eru uppistaðan i árslaunum okkar. Hinn hluta ársins náum vð kannski ekki jafn hárri upphæð, þannig að hásetahluturinn verður kannski um 3 milj. kr. yfir árið. Eru það laun til að miklast yfir? Ég held ekki. Sjómennskan er erfitt starf, miklar vökur, volk og erfiði, auk þess erum við aldrei heima hjá okkur. Við komum kannski ekki heim vikum saman jafnvel i mánuð. Ætli margir þeir sem eru að býsnast yfir launum okkar vildu skipta. Ég er ekki viss um það, sagði örn. Friðrik Þorbjörnsson sagði að nótaveiðarnar væru ekki fyrir aðra en ógifta menn, fyrir heimilisfeður væri þetta afar erfitt. „Við erum aldrei heima og allt sem þarf að gera á heimilinu lendir á konunni. Fyrir hana og börnin er þetta heldur ekkert líf. Við komum heim, sem gestir, stoppum kannski fáeina klukkutlma i landi og förum svo út aftur og erum þá kannski I burtu i 2 til 4 vikur. Við erum allt- af á vinnustað. Við förum ekki heim að kvöldi og mætum að morgni. Þetta verða menn lika að athuga. — Voruð þið lltið heima sl. ár? — Það var með betra móti, sökum þess, að báturinn var i klössun sl. sumar. Annars vorum við á loðnu I fyrra vetur og sl. haust fórum viö á síld, fyrst hér heima en siðan I Norðursjónum”, sagði Friðrik. „Má ég skjóta þvi inni þessar umræður um tekjur sjómanna á loðnuskipunum, að við borgum af þeim háa skatta, þvi skulu menn ekki gleyma. Og þótt við kannski höfum góðar tekjur i ár, af því nú veiðist vel, þá getur allt eins orðið aflabrestur næsta ár, en einmitt þá eru dregnir af okkur skattar vegna góðra launa I ár, háir skattar,” segir Steingrimur. — Eruð þið allir úr Keflavik skipverjarnir? — Já, við erum allir keflvik- ingar. — Nú eru oft langar siglingar hjá ykkur með afla I land og á miðin aftur, hvernig eyða menn tómstundum á siglingu? — Með ýmsu móti. Við höfum um borð bókakassa frá bókasafn- inu i Kefiavik, svo spila menn mikið, tefla og horfa á sjónvarp. Félagsandinn hér um borð er einstaklega góður, alveg samval- inn mannskapur” segir örn. Hann segir að það sé undirstaða þess að mönnum liði vel á svona skipi að félagsandinn sé góður. Menn eru alltaf saman, og verða að þola saman sætt og súrt og það þarf ekki nema einn gikk til að gera llfið erfitt um borð. Sliku er ekki tii að dreifa um borð I Ernin- um. Þeir Friðrik og Steingrimur taka undir þetta. — Hvers vegna velja menn sjómennsku að ævistarfi, með öll- um þeim göllum, sem upp hafa verið taldir? Ekki geta þeir félagar skil- greint það. — Einhverjir verða að vera á sjónum, og sannleikurinn er sá, að eftir að menn eru orðnir sjómenn, kunna þeir bara alls ekki við sig i landi. Ég byrjaði að vinna 15 ára gamall, fór á sjóinn. Nú er ég 33ja ára og hef alltaf verið á sjónum, þessi 18 ár, nema 2 vikur, sem ég vann i landi. Þær vikur voru ekki góðar, segir örn. — En svona i lokin strákar, viljið þið spá nokkru um hvað þessi loðnuvertið stendur lengi enn_? — Við vonum að það verði út þennan mánuð, það hefur verið hægt að veiða loðnu út mars-mán- uð undanfarin ár og við vonumst til að svo verði einnig nú. En ef svo verður ekki, þá verður eflaust farið á net um leið og loðnuveibin hættir” segir Friðrik. Eftir að hafa þegið kaffi og meðlæti kvöddum við þessa þrjá heiðursmenn. —S.dór segir Adolf Odd- geirsson skip- stjóri á Hákoni skipstjórann að þeir verða að vera tveir, sem skiptast á? — Já, það er rétt að ef veiði er treg, þá er álagið á skipstjórann mikið. Miklar vökur og alltaf ver- ið að, en i vetur hefur þetta ekki verið neitt, veiði hefur verið svo góð. Menn fylla skipin i tveimur köstum. Þetta er lang besta loðnuvertiðin sem komið hefur, bæði afbragðs veiði og einstakar gæftir. — Geta skipin ekki Uka verið að I verri veðrum en áður? — Jú, mikil ósköp, það er vel hægt að kasta I 6 vindstigum, en áður köstuðu menn ekki ef vind- stigin voru fleiri en 4. Skipin eru nú stærri og mun betur útbúin en áður. — Þorir þú nokkru að spá um hvað veiðarnar halda lengi áfram enn? — Nei, enda er mjög erfitt að spá nokkru. Þó á ég nú von á að hægt verði að veiða út þennan mánuð. Þeir voru að fá loðnu útaf Vestmannaeyjum I gær, úr nýrri göngu, sem er ekki komin eins nálægt hrygningu og sú, sem komin er innl Faxaflóa. Sú loðna fer á botninn til að hrygna alveg á næstunni. Það er hinsvegar fyrir- sjáanlegt að þetta verður met vertið og ekki ólíklegt að heildar- aflinn f ari yfir hálfa miljón lesta i fyrsta skipti. —S.dór. Þessi aflametingur hef- ur engin áhrif á mig — Min skoðun er sú, að íjölmiðlar hafi gert loðnuveiðar að stærsta Iþróttamóti hvers árs og að alltof margir sjómenn séu tilbúnir til að taka þátt I þessari keppni. Þetta nær auðvitað engri átt, menn verða yfirspenntir i þessari keppni og líður illa. Ég fæ ekki séð hvaða máli það skiptir hvort þetta skipið eða hitt hefur veitt tonninu meira eða minna. Aðalatriðið er að skipin öll, taktu eftir því, öll skipin veiði sem mest, en ekki hvert þeirra er afla- hæst. Það er Adolf Oddgeirsson, skipstjóri á Hákoni ÞH„ sem seg- ir þetta, ervið brugðum okkur um borð til hans, þar sem skip hans beið eftir löndun I Reykjavikur- höfn fyrir skömmu. Og Adolf hélt áfram: Þessi mikla keppni hefur aldrei plagað mig nokkurn skapaðan hlut. Fram til þessa hef ég haldið ró minni, enda aldrei þurft að hafa afleysingarskipstjóra á móti mér og ég vona að svo verði áfram. — En hvernig hefur þá gengið hjá ykkur á vertiðinni? — Svona sæmilega, við erum komnir meðrúm 9000 tonn, ef við teljum með það sem er I skipinu núna. Hákon er 360 tonna skip, sem ber svona rúmar 400 lestir af loðnu, þannig að það er engin Adolf Oddgeirsson, skipstjóri á Hákoni ÞH (Ljósm. S.dór.) ástæða fyrir okkur aö vera óánægðir. — Það er mikið gert af þvl að býggja yfir nótaskipin um þessar mundir, er slikt i bigerö hjá ykk- ur með Hákon? — Já, það er i athugun. Ef við byggðum yfir hann myndi burðar- magnið aukast verulega og skipið bera um 700 tonn og það munar um minna. Það er nóg af loðnu i sjónum og spurningin er þvi aðeins sú hvað skipin bera mikið og hve fljótt er hægt að fá löndun. 1 vetur hefur staöið alltof mikið á löndun. Menn hafa freistast til að reyna veiðar þar sem minna er a.t' loðnu, bara ef þeir hafa von um ab geta losnað við hana á einhverj- um nærliggjandi stað. Okkur vantar tilfinnanlega bræðsluskip. Skip á borð við Nordglobal hefði bjargað miklu i vetur og að min- um dómi verðum við að fá sams- konar skip á næstu vertið. — Þorir þú að giska á hvað þið hefðuð veitt miklu meira i vetur ef ekki hefði staðið á löndun? — Éggetað vísu ekki sagt neitt um það með vissu, en það kæmi mér ekki á óvart þótt við værum með 2 þúsund tonnum meira ef við hefðum aldrei lent I lörvdunar- bið. Það væri ekki litið magn sem hefði veiðst til viðbótar þvi sem á land er komið ef aldrei hefði verið um löndunarbið að ræða hjá flot- anum. — Hvað er hásetahluturinn kominn uppi hjá ykkur á Hákoni? — Það mun vera um 1,3 milj. króna, eitthvað nærri þvi. Það telst nokkuð gott og er mun betra en var i fyrra, enda aflaðist þá lika mun minna og við vorum ein- hversstaðar um miðjuna hvað aflamagn snerti. Við erum aðeins fyrir ofan það núna. — Þú sagðir áðan að þú hefðir engan afleysingarskipstjóra á móti þér, sumir skipstjórar segja að veiðarnar séu svo mikið álag á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.