Þjóðviljinn - 16.04.1977, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Qupperneq 1
UOBVIUINN , J ámblendiv erksmiðj an: Vafasamt fyrirtæki Grein eftir Ásmund Ásmundsson, verkf ræðing og Elí- as Davíðsson, kerf isf ræðing um járnblendiverk- smiðjur. Sjá síðu 14. Laugardagur 16. april 1977 42. árg. — 85. tbl. KJARA- SAMNINGARNIR Þrjár undir- nefndir skipaðar Samningafundur í kjara- deilunni hófst i Hótel Loft- leiðum klukkan 4 síðdegis í gær. Fundurinn stóð fram til klukkan átta. Ákveðið var að skipa 3 undir- nefndir til að fjalla um þær sér- kröfur, sem samþykkt var á bak- nefndarfundi verkalýðsfélaganna s.l. miðvikudag að samninga- nefnd Alþýðusambandsins tæki upp og gerði að sinum. 1 hverri þessara þriggja nefnda ' eru 4—6 menn frá verkalýðs- hreyfingunni og jafn margir frá atvinnurekendum. Fyrsta nefndin fjallar um vinnuverndarmál, og er Guðjón Jónsson fyrir henni af hálfu verkalýðshrefingarinnar. Onnur nefndin fjallar um mál er varða slysa- og veikindatryggingar, og er Benedikt Daviðsson fyrir henni af hálfu verkalýðshreyfingarinn- ar. Þriðja nefndin fjallar um hugsanlega skiptingu orlofs (vetrarorlof), um störf og réttindi trúnaðarmanna og um kröfuna um niðurfellingu eftirvinnu á föstudögum. Fyrir þessari þriðju nefnd er af hálfu verkalýðshreyí- ingarinnar Kolbeinn Friðbjarnarson. Einar Agústsson Áskil mér rétt til aö skipta um skoðun Utanrikisráðherra sagði á fundi á alþingi i gær að hann teldi að segja bæri upp samningum við þær þjóð- ir, sem hafa heimildir til veiða innan landhelginnar, einnig færeyinga, og aö samningar þessir ættu helst að falla allir úr gildi á sama tima. En, sagði ráöherrann, ég áskil mér rétt til þess að skipta um skoðun. Sjá frásögn af umræöum á 6. siðu blaösins. Nokkrir samningamanna verkalýðsfélaganna á Hétel Loftleiðum I gær. 55 „Djarft fyrirtæki í háborg gróöans ,,Það má e.t.v. kallast djarft fyrirtæki af fámennum félögum úr hinum dreifðu byggðum landsins, að efna til slikrar kynningar hér, I háborg gróðans og peningavaldsins. Viö vonum þó, að með þvi takist okkur að vekja ofurlitla athygli á við- fangsefnum okkar og þá er til- ganginum náö.” Svo mælti Lára Oddsdóttir frá tsafiröi við opnun kynningar- viku náttúruverndarmanna i Norræna húsinu I gær. Sjá 5. síðu STRAUMSVIK: Samstarfsnefnd stofnuð um mengunarvarnir 1 gær boðaði heilbrigðiseftirlit rikisins tii blaðamannafundar mcð Jörgen Jahr sem er yfir- verkfræðingur við atvinnuhcil- brigðismáiastofnunina i Osló (Yrkeshygienisk institut). Hann er hér til ráðgjafar um mengun- arvarnir i vcrksmiðjum og ekki sist i Straumsvik. Þá kom fram að i fyrradag var haldinn sam- eiginlegur fundur heilbrigðisyfir- valda, fulltrúa tslenska álversins og starfsmanna þess, og þar var ákveðið að tekið yrði upp náið samstarf þessara aðila um fram- kvæmd eftirlits mcð mengun á vinnustöðum álversins og hcil- brigði starfsfólks. Jahr yfirverkfræðingur hefur um langt árabil haft umsjón með framkvæmd mengunarmælinga og mat á hollustuháttum i norsk- um álverum. A sl. ári hafði hann ennfremur yfirumsjón með stofn- setningu sérstakrar skrifstofu sem álframleiðendur og verka- lýðsfélög i Noregi hafa sett á laggirnar sameiginlega á sviði heilbrigðis- og öryggismála. Nú mun tSAL hafa verið boðin þátt- taka i þessu norræna samstarfi. Jahr yfirverkfræðingur hefur skoðað álverið i Straumsvik og var hann spurður að þvi hvernig honum hefði fundist að koma þangað miðað við að koma i norsk álver. Hann sagði að miðað við að kerin hér eru opin hafi sér komið á óvart hversu litil mengun væri af álverinu, en tók það jafnframt fram að það væri ekki að marka vegna þess að veðráttan ætti mik- inn þátt i mengun hverju sinni og þegar hann kom hafi verið hag- stætt veður. Þá væru mælingar hið eina marktæka i þvi sam- bandi. Hann var ennfremur spurður um hvort meiri hætta væri á krabbameini i áliðnaði en öðrum Jörgen Jahr Hrafn Friðriksson iðnaði. og sagði hann að likur bentu til þess, en þó væru rann- sóknir ekki komnar það langt á veg að hægt væri að fullyrða um það. Verkfræðingurinn minntist lika á að uppskipun á súráli gæti haft alvarlegar afleiðingar i för sér vegna rykmengunar og væri nauðsynlegt að hafa yfir- þrýstingsgrimur við það starf. Við álverið i Straumsvik er súráli skipað upp tiltölulega fáum sinn- um á ári og stæði uppskipunin i stuttan tima i einu svo að ekki er eins mikil hætta. Nú mun vera i pöntun við álverið i Straumsvik yfirþrýstingsútbúnaður að sögn Hrafns Friðrikssonar forstöðu- manns Heilbrigðiseftirlitsins og • Eyjólfs Sæmundssonar efnaverk- fræðings sem sátu blaðamanna- fundinn ásamt Jahr yfirverk- fræðingi. —GFr kTrBI fflftf Verksmiðjan ekki stöðvuö þó hreinsitækin bili 1 nefndaráliti sinu um járn- blendiverksmiðjuna i Hvalfirði fjallar Sigurður Magnússon ma. um mengunarmál verksmiðjunn- ar, cn þar segir: Er nefndarálit þetta er samið hefur ekki gefist timi til að kanna nægilega vel einstök ákvæði starfsleyfis með tilliti til umsagn- ar Heilbrigðiseftirlits rikisins en augljóst er þó að þau ákvæði sem kveða á um rekstur hennar i bilanatilfellum, eru allt önnur og marklausari en gert var ráð fyrir af hálfu Heilbrigðiseftirlits rikis- ins og önnur en Náttúruverndar- ráð hafði krafist. t starfsleyfinu er i raun veitt heimild til rekstrar verk- smiðjunnar I slikum tilvikum, meðan unnið sé að viðgerð i stað þess að kveðið er mjög skýrt á um stöðvun rekstrar I slíkum bilana- tilfellum i tillögum Heilbrigðis- eftirlits rikisins og Náttúru- verndarráðs. Jafnframt er i starfsleyfinu drcgið mjög úr valdi Hcilbrigðis- cftirlits rikisins til að ákveða áætlanir fyrirtækisins um viðhald og rekstur hreinsibúnaðar og að- gerðir I bilanatilfellum, en I um- sögn Hcilbrigðiseftirlits rikisins var gert ráö fyrir þvi, að slik áætlun væri háð samþykki þess, áður cn fyrirtækiö hæfi starfsemi sina, en nú I starfsleyfinu er ein- ungis gcrt ráð fyrir að Heil- brigðiseftirlit rikisins fái áætlun af þessu tagi til kynningar. Má þvi ljóst vera, að enn einu sinni er það ætlun stjórnvalda að sniðganga tillögur islenskra heil- brigðisaðila i veigamiklum at- riðum um fyrirkomulag mengun- arvarna við stóriðju, þrátt fyrir fengna reynslu svo sem I Straumsvik og við Kisiliðjuna við Mývatn. Ég legg áherslu á, að nú er i fyrsta skipti verið að veita starfs- leyfi til stóriðju þar sem kostur er á þvi að fjalla um ákvæði Náttúruverndarráðs og kröfur heilbrigðisaðila áður en ákvörðun er tekin um byggingarfram- kvæmdir, og þvi ljóst að starfs- Sigurður Magnússon leyfi þetta mun i framtiðinni verða notað sem fordæmi um gerð slikra starfsleyfa. Vegna þessa er brýnna en ella að vel sé frá öllum hnútum gengið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.