Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. april 1977 Börnin hennar Þorgerðar gömlu, frá v. Ásdfs Skúladóttir, Guðrún Asmundsdóttir, Soffia Jakobsdóttir, Steindór Hjörieifsson og Vafgerður Dan. Mynd. gel. „Blessað bamalán” eftir Kjartan ærslin verða bæði þessa heims og annars. Hápunkturinn er þegar Þorgerður snýr aftur, leið á orlofsferðinni, og eykur enn á misskilninginn og prettina. Þetta er annað verkið sem Leikfélagið sýnir eftir Kjartan, en hann samdi i fyrra Sauma- Guðmundur Pálsson leikur Tryggva Ólaf. Mynd. gel. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt verk eftir Kjartan Ragnarsson þriðjudaginn 19. apríl. Nefnist það Blessað barnalán og er ærsla- leikur eða farsi. Herdis Þorvaldsdóttir leikur gestaleik i Iðnó i hlutverki Þor- gerðar gömlu. Mynd. gel. Leikurinn gerist i þorpi austur á landi. Þorgerður gamla hefur brugðið sér i orlofsferð og sá kvittur kemst á kreik að hún sé úr tölu lifenda. Drifur þá að börn hennar sem fara að kýta um aríinn og fortiðina. Börnin koma að sunnan, norðan og Sigriður Hagalin er Bina á löpp- inni. Mynd. el. vestan frá Ameriku. Máttar- stólpi félagslifs i þorpinu frá fornu fari blandanst inn i málin svo og fyrrverandi hótelstýra, fjallkona i 30 ár með meiru, sóknarpresturinn og fleiri fyrir- menn i þorpinu. Mikið er um misskilning, uppákomur, og GIsli Halldórsson er Tryggvi læknir. Mynd. gel. stofuna, og hefur hún gengið fyrir fullu húsi i Iðnó og út um land vel á annað ár. Sýningar eru orðnar alls 125. Kjartan, sem er fastráðinn leikari hjá L.R. eins og kunnugt er, leik- stýrir verkinu sjálfur, en leik- mynd gerir Björn Björnsson . Sigurður Karlsson leikur séra Benedikt. og Sólveig Hauksdótt- ir Lóu prestsfrú. Mynd. gel. Um 70 frædimenn heiðra dr. Jakob Benediktsson Jakob Benediktsson Dr. Jakob Benediktsson orða- bókarritstjóri verður sjötugur 20. júli nk. Hann er einn fjölhæfasti og virtasti fræðimaður islendinga og i tilefni af afmælinu verður gefið út veglegt afmælisrit honum til heiðurs á vegum Stofnunar Arna Magnússonar. I ritinu verða um 70 greinar og cr áformað að það verði i tveimur bindum, alls á áttunda hundrað blaðsíður. Verð ritsins verður kr. 9000 fyrir bundið eintak en 7500 fyrir óbundiö. Boðsbréf fyrir þá sem vilja gerast áskrifendur og fá nafn sitt skráð á tabula gratula- toria mun liggja-frammi til næstu mánaðamóta i Bókabúð Máls og menningár og Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar. Efni ritsins verður fjölbreytt og má þar einkum nefna ritgerðir um málfræði og bókmenntir forn- ar og nýjar, en saga og fornleifa- fræði hljóta einnig nokkurn skerf. Höfundar eru þessir: Theodore M. Andersson, Árni Böðvarsson, Asgeir Blöndal Magnússon, Baldur Jónsson, Oskar Bandle, Michael Barnes, Heinrich Beck, Hans Bekker- Nielsen, Bjarni Einarsson, Bjarni Guðnason, Björn Sigfússon, Ro- bert Cook, Sverri Dahl, Ursula og Peter Dronke, Anthony Faulkes, Finnbogi Guðmundsson, Peter G. Foote, John Granlund, Peter Hal- berg, Halldór Halldórsson, Hall- dór Laxness, Hallfreður Orn Ei- riksson, Haraldur Bessason, Helga Kress, Helgi Guðmunds- son, Rolf Heller, Hermann Páls- son, Dietrich Hofman, Gösta Holm, Ludvig Holm-Olsen, Finn Hödnebö, Alfred Jakobsen, Ture Johannisson, Jón Helgason, Jón Aðalsteinn Jónsson, Jón Sam- sonarson, Jónas Kristjánsson, Peter A. Jorgensen, Allan Kark- er, Bruno Kress, Kristján Árna- son, Kristján Eldjárn, Hans Kuhn, Jonna Louis-Jensen, Lúð- vik Kristjánsson, Rory McTurk, Hallvard Mageröy Mortan Nols oe, ólafur Halldórsson, Janes Oresnik, Óskar Halldórsson, Ric- hard Perkins, Jóhan Hendrik W. Poulsen, Hubert Seelow, Sigurður Þórarinsson, Stefán Karlsson, Dag Strömbáck, Svavar Sig- mundsson, Sveinbjörn Rafnsson, Erik Sónderholm, Preben Meulengr. Sorensen, Gabriel Turville-Petre, Vésteinn Ólason, Chr. Westergárd-Nielsen, Ole Widding, Þór Magnússon og Þor- leifur Hauksson. —GFr Firmakeppni Fimleikasambands íslands verður í Iþróttahöllinni á morgun, sunnudag kl. 15. Forgjafarkeppni — allir hafa jafna möguleika til sigurs. Spennandi keppni. Fimleikasambandið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.