Þjóðviljinn - 16.04.1977, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 16.04.1977, Qupperneq 13
Laugardagur 16. april 197V ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Taugaspennan búin hjá r yngsta Islandsmeistaranum Með tvö vasa- töfl og enda- taflsbækur í skólatöskuimi r Og Jón L. Arnason sveikst um í öllum kennslustundum í gærmorgun Jón L. Árnason varð is- landsmeistari í skák, eft- ir að hann náði jafntefli úr biðskák sinni gegn Helga olafssyni í gær. Lauk þar með hörku- skemmtilegri úrslita- viðureign í Skákþingi is- lands/ og Jón hefur þann heiður að vera yngsti is- landsmeistarinn frá upp- hafi. Þeir Friðrik ólafs- son og Guðmundur Sigur- jónsson hlutu báðir meistaratitilinn 17 ára gamlir, en nú hefur það met þeirra verið slegið. Jón tefldi úrslitaskákina gegn Helga af öryggi þrátt fyrir flókna stöðu frá upphafi til enda. Gaf hann Reykjavikur- meistaranum enga möguleika á tvöföldum meistaratitili, og Helgi bauð jafntefli eftir aðeins fjóra leiki i gær. — Þetta var langerfiðasta skák mótsins, sagði Jón i viðta'li við Þjóðviljann að skákinni lok- inni. — Það hjálpaðist allt að við að spenna mann upp, Helgi var erfiðasti andstæðingurinn, það er lika erfitt að tefla svona hreinar úrslitaskákir og ofan á allt annað kom þarna upp erf- iðasta staða sem ég lenti i á mótinu. En ég get verið ánægður að leikslokum. Skák- þingiðer fyrsta stóra mótið sem ég kemst taplaus i gegnum, og auðvitað var gaman að hljóta meistaratignina. Þeir Jón og Helgi mættust siðast á Skákþingi Reykjavikur i febrúarmánuði og lauk þeirri skák einnig með jafntefli. Helgi Ólafsson sigraði i þvi móti með niu vinninga, en Jón varð þá i öðru sæti með átta vinninga. Nú voru höfö endaskipti á hlut- unum, Jón sigraði en Helgi varð að láta sér lynda annað sætið. — Ég býst við að Helgi hefði komið mun betur frá þessu móti ef hann hefði komið óþreyttur i byrjun, sagði Jón. — Það hlýtur að vera erfitt að koma inn i svona mótbeint frá erfiðu móti i útlöndum og ofan á allt annað ökklabraut hann sig i miðju móti, svo það gekk ýmislegt á, bætti hann við. Jón sagðist hafa farið vand- lega yfir biðstöðuna i gær- morgun og aðfaranótt gærdags- ins. — Við lágum yfir stöðunni Jón L. Árnason — hinn nýbakaði tslandsmeistari i skák. tvo tima ég og Asgeir bróðir minn i nótt, sagði Jón, — og svo mætti maður i skólann með tvö vasatöfl og fullt af skákbókum um hróksendatöfl og fleira! En það var öruggt jafntefli i stöðunni og taugaæsingurinn þvi e.t.v. óþarfur. Jón sagðist hafa byrjað að tefla fyrir alvöru, eftir skák- veinvigi þeirra Spasskis og Fischers, en þá fékk hann bakteriuna eins og svo margir aðrir. — Ég tefldi i fyrsta mót- inu minu árið 1972 og siðan hef ég ekki sleppt einu einasta móti sem ég hef átt möguleika á að komast i. 1 vetur hef ég þó feng- ið sérstaklega góða þjálfun i skákinni, ekki sist vegna alþjóð- lega mótsins sl. haust og svo áskorendaeinvigjanna núna ný- lega. Svo hefur maður teflt mik- ið i vetur lika, og allt er þetta auðvitað góð reynsla. — En Skákþingið var nokkuð erfitt mót, þvi það var teflt með stuttu millibili. Eg var orðinn nokkuð þreyttur eftir fyrstu fimm umferðirnar og hafði þá unnið allar skákirnar. Eftir það kom svolitið bakslag, en ég náði mér á strik aftur og slapp tap- laust i gegnum mótið. — Og þú ert væntanlega ánægður með taflmennsku þina á Skákþinginu? — Ja... við skulum segja að andstæðingarnir hafi leikið meira af sér en ég. Ég held við verðum að láta það svar duga. Biðstaðan i úrslitaskákinni var þessi: Hvitt: Helgi ólafsson. Svart: Jón L. Árnason 41. Hb7- (Biðleikur hvits). 41. ...Ke8 42. Hf2-Hxf2 13. Rxf2-Bxc3+ 44. Ka4-Hd2 45. Rg4-h5 jafntcfli. Firraakeppnin í fimleikum A morgun, sunnudag, klukkan 15.00 fer fram i Laugardalshöll- inni fyrsta firmakeppnin i fim- leikum, og gæti þar orðið um skemmtilegt mót að ræða, þvi keppt er með forgjafarsniði þann- ig að allir keppendur hafa hnif- jafna möguleika til sigurs. Tæplega þrjátiu fyrirtæki senda keppanda i þetta mót, og er þar á meðal margt af okkar besta fimleikafólki. V íkingur tók forystu Vikingur hefur nú tekið forystu i Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu með þrjú stig að loknum tveimur leikjum. 1 fyrrakvöld sigraði liðiö KR-inga meö tveim- ur mörkum gegn einu, en i leik- hléi var staöan 1-0 fyrir KR. Skor- aði Birgir Guðjónsson það mark. 1 seinni hálfleik tók Vikingur öll völd i sinar hendur og skoruðu þeir Kári Kaaber og Viöar Elias- son sitt hvortmarkiö fyrir Viking. Staðan i mótinu er þá þessi: Vikingur 2 1 1 0 2:13 Fram 1 1 0 0 1:0 2 Þróttur 1 1 0 0 1:0 2 KR 2 1 0 1 3:3 2 Valur 30 110:11 Ármann _ 2 0 0 2 1:3 0 Næsti leikur er á sunnudag klukkan 14.00, en þá mætast á Melavelli liö Fram og Þróttar. Enn eitt áfallið í gær! Valur með íslandsmeistaratitilinn í höndunum — Ég hef einfaldlega ekkert um þetta að segja, við skulum ekkert vera að ræða um þetta meira, sagði Ingólfur Oskarsson þjálfari 1. deildarliðs Fram í gærkvöldi er iþróttasíða Þjóðviljans fal- aðist eftir stuttri yfirlýs- ingu í kjölfar leik Vals og Fram. Og að þeim orðum töluðum var fréttamönn- um vinsamlegast visað á dyr. og væntanlega hefur Ingólfur gefið leikmönnum sina myndarlega yfirhaln- ingu áður en hann hleypti þeim í bað. Og það var svo sannarlega ástæða til. íslenskur handknatt- leikur varð fyrir enn einu áfallinu i gærkvöldi þegar Valsmenn léku sér aö frömurum eins og köttur að mús og sýndu sjálfir engu að siður lélegri leik heldur en botnlið Gróttu hefur nokkru sinni gert i vetur. Hið eina sem upp úr stóð i þessum lélegasta leik vetrarins var markvarsla Jóns Breiöfjörð fyrir Val, en allir aörir leikmenn virtust áhugalausir og léku langt undir getu. Sumir i bláa búningn- um kunnu ekki einu sinni að gripa.... eða nenntu a.m.k. ekki að hafa fyrir þvi. Valur hafði yfir i leikhléi 12:5 og sígraði með 25 mörkum gegn 14. Markahæstur fyrir Val var Jón Pétur Jónsson með sjö mörk, og hitti hann þó oft illa. Fyrir framara skoraði Arnar Guðmundsson mest, eða 4 mörk, og var jafnframt sá eini sem eitt- hvað stóð uppúr. —gsp Handknattleikur: Tvelr kvennalands- leikír um helgina Vestur-þýska landsliðið i handknattleik kvenna koni hingað til lands i fyrradag og leikur i dag fyrri landsleik sinn af tveimur gegn islenska lands- liðinu. Leikurinn i dag hefst klukkan 15.30, en annað kvöld, sunnudagskvöld verður leikið klukkan 21.00. Báðir leikirnir fara fram i Laugardalshöll. islensku stúlkurnar léku á s.l. vori (maimán.) 2 landsleiki við v-þjóðverja. Fyrri leikurinn fór fram i Neustadt bei Hannover, og endaði mcð sigri þjóðverja 7:10, i hálfleik var staðan 3:5, seinni leikurinn fór fram I Lúne- burg og endaði hann einnig með sigri þjóðverja 8:15, en staðan i hálfleik var 7:8. Hingað koma þjóðverjarnir 22, þar af 17 leikmenn. Þjálfari þeirra er Werner Wick, sem er kcnnari við Iþróttaháskólann I Köln. Á þessum 17 leikmönnum sem koma nú eru 7, sem is- lensku stúlkurnar léku við á s.I. vori, en það lið var eingöngu skipað stúlkum 23ja ára og yngri. Nú eru þjóðverjar að búa sitt lið undir forkeppni heims- meistarakeppninnar, sem fram fer i desembermánuði n.k. i Vestur-Þýskalandi; þess vegna má gera ráð fyrir þvi, að þeir komi nijð það sterkasta sem þeir hafa nú á að skipa. islcnska liðið er þannig skip- að: Lands- Markmenn: leikir Kolbrún Jóhannsdóttir Fram 2 Sigurbjörg Pétursdóttir Val 2 Aðrir leikmenn: Agústa Dúa J ónsdóttir Val 1 Anna Gunnarsdóttir Arm. 1 Björg Jónsdóttir Val 7 GuöriöurGuöjónsdóttirFram 1 GuðrúnSverrisdóttirFram 8 Hansina Melsted K.R. 26 Hjördis Sigurjónsdóttir K.R. 10 KatrinDanivalsdóttirFH. 4 Ragnheiður Lárusdóttir Val 6 SvanhvitMagnúsdóttirFH. 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.