Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. aprll 1977 Lausar stöður Jóhann Sigurður Pálsson skrifar Stöður hjúkrunarfræðings og ljósmóður við heilsugæslustöðina i ólafsvik eru laus- ar til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. april 1977 Útboö Tilboð óskast i að undirbyggja og steypa gangstéttir, undirbyggja og helluleggja stig við Ljósaland ásamt frá- gangi á grassvæðum við þann stig o.fl. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, R.V.K., gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. mai 1977, kl. 10.00 f.h. ÍNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 V erkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn i Iðnó sunnudaginn 24. april kl. 2 eftir hádegi. Fundarefni: Staða samningamálanna og tillaga til vinnustöðvana. Dagsbrúnarmenn! Fjöl- mennið og sýnið dyraverði skirteini við innganginn. Stjórnin Múrarameistari getur bætt við sig nýbyggingum, pússn- ingu, flisalögnum og viðgerðum. Upplýsingar i simum 20390 & 24954 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 19.00. Aðalfundur Málarafélags Reykjavikur verður haldinn fimmtudaginn 28. april 1977 að Laugavegi 18 kl. 20.30 Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Heimild til verkfallsboðunar 3. önnur mál Stjórnin Sprunguviðgerðir og þéttingar á veggjum og þökum, steypt- um sem báruðum. Notum aðeins álkvoðu. 10 ára ábyrgð á vinnu og efni. Vörunaust sf. Símar 20390 & 24954 milli kl. 12 & 1 og eftir kl. 19:00 Illt er hlut- skipti krata Væri ekki ráö aö skipta þarna um húsbónda? Þaö er nokkuö athyglisvert aö fylgjast meö þeim blekkinga- skrifum, sem af og til birtast I Aiþbl., þessu fósturbarni ihaids- ins, þar sem þaö skammar rikisstjórnina af miklum móöi og gagnrýnir geröir 'iháldsDur geisa úr báöum stjórnarflokk- unum. Treyst á blekkinguna. I raun og veru eru þessi skrif frekleg móðgun við lesendur blaðs, sem að nafninu til á aö heita málgagn Alþýðuflokksins.. Með þeim er beinlinis gefið i skyn, að fólk sem les þetta sé svo andlega sljótt, að þaö sé bú- ið að gleyma áralangri þjónustu krata við ihaldið, þar sem þeir voru haföir i hin verri verk hjá viðreisn sálugu og þjónuðu þar af slikri alúð og þrautseigju að orðiö hefði Alþýðufl. að aldurtila ef Ihaldið hefði ekki bjargað honum með blóðgjöf þegar hann var að geispa gol unni. Það er sem sagt reiknað með að hægt sé aö telja fólki trú um að Alþýðuflokksforustan' hafi tekið sinnaskiptum og' ákveðið að fara nú að berjast' fyrir hag alþýðufólks og nú þurfii það bara að veita henni góðam stuðning. Haldkvæm hækja. Þetta eru nótur, sem ihaldið sér sér hag i að leika á. óvinsæld- ir núverandi óstjórnar hljóta að leiöa af sér fyigishrun hjá stjórnarflokkunum og þá er að athuga hvert hinir óánægðu kjósendur snúa sér og reyna að hagræða hlutunum þannig, að atkvæði þeirra glatist ekki al- veg. Og nú er gott að hafa mál- gagn Alþýðufl. hendi nær til aö láta það upphefja sönginn um illvirki Ihaldsstjórnarinnar, sem raunar séu nú flest fram- sókna að kenna. Þessi söngur á að láta það ljúflega I eyrum hinna óánægðu kjósenda, að þeir renni á hljóðiö og veiti Alþýðufl. stuðning I næstu kosn- ingum, en hann er orðinn dálítið efnilegur uppvakningur síðan liðhlauparnir úr Samtökunum hétu honum liðsinni sinu, og gæti orðið brúkleg hækja fyrir nýja Ihaldsstjórn, ef takast mætti aö beina þeim atkvæðum, sem stjórnarflokkarnir tapa við næstu kosningar til hans. Þá myndu rætast vonir ráöamanna Reykjaprents um að eitthvaö mætti hafa upp úr ómaganum, sem þeir tóku að sér. Af, sem áður var. Það hefur lengi verið lágt ris- iö á Alþýðufl. undir forystu þeirra Gylfa og Gröndals, en nú mun niðurlæging hans hvað mest. Þvi veröur tæpast trúaö, að nokkur sannur jafnaöar- maöur ljái þeim flokki atkvæði sitt. Og það er nánast furðulegt, að jafnaöarmenn skuli hafa horft upp á það aðgerðalausir, að þessi gamli og fyrrum sterki flokkur þeirra væri afskræmdur svo og brotinn niður af mönn- um, sem tekist hefur með tungulipurð að lafa viö forustu hans ótrúlega lengi, að hann á ekkert lengur skylt við uppruna sinn nema nafnið, sem reyndar er orðið öfugmæli. Að styðja Alþýðufl. við kjör- borðið er i raun og veru beinn stuðningur við ihaldið, sem samkvæmt fenginni dýrkeyptri reynslu, mundi þýöa áfram- haldandi vinnuþrælkun og skort meðal verkafólks, vaxandi landflótta og aukna stéttaskipt- ingu, áframhaldandi niður- niðslu innlendra atvinnuvega og enn aukinn undirlægjuhátt gagnvart erlendu auðvaldi, en á hana er nú tæpast bætandi. Eða hvernig á aö skilgreina það fyrirbæri að á sama tima og við verðum, af litlum efnum, að flytja inn oliu til húsahitunar fyrir stórfé árlega, vegna þess að rafmagn til upphitunar húsa er ekki til, látum við okkur hafa það að nánast gefa erlendum auðhring helminginn af raf- orkuframleiðslu okkar? Stefna auðhringanna er arðrán. Það er staðreynd, aö glæst- ustu draumar Ihaldsforkólfanna snúast um stór-aukin umsvif er- lendra auöhringa hér á landi. En þau fyrirtæki beina ekki fjármagni sinu hingaö I þvi skyni að bæta atvinnuástand eða lífsskilyrði Islensks verka- fólks. Þeirra sjónarmið er gróði, sem næst með nýtingu hins ódýra vinnuafls hér og nægri raforku, sem þeim stend- ur til boða fyrir lltið, auk þess sem stjórnvöld hér eru til þjón- ustu reiðubúin hvenær sem er. Þvi aö þótt hrokinn einkenni suma háttsetta stjórnmála- menn hér þegar landar þeirra þurfa að sækja eitthvaö til þeirra, þá er annað uppi á teningnum þegar um útlendinga er að ræða. AR 1901 I þéttbýli.................17.732 ístrjálbýli................60.738 Það er fráleitt að ætla að við séum orðin svo fátæk af hæfum mönnum, að < við verðum þess vegná framvegis að hafa við stjórnvölinn menn, sem al- menningur þarf stöðugt að vera á varöbergi gegn. Þeir menn, sem kjörnir hafa verið til þing- mennsku eða stjórnarstarfa og verða svo uppvísir aö þvi að nota aðstöðu sina til að vinna gegn hagsmunum þess fólks, sem kaus þá, ættu skilyrðislaust að skipta um atvinnu. Og ef þeir ekki gera það af fúsum vilja þá er bara að reka þá. Sé hinn al- menni verkamaður ekki starfi sinu vaxinn þá er honum visað misjafnlega kurteislega á dyr. En það er ekkert lögmál, að að- eins megi reka verkafólk, þegar yfirboðurum þess þóknast, en embættis- og fjármálamenn séu friöhelgir. En ef nú þessir óhæfu menn væru ráðherrar, hver á þá að reka þá? Það eigum við að gera, kjósandi góöur, næst þegar við göngum að kjörborðinu. Þá verður búið að kalla okkur hátt- virta i tvo til þrjá mánuði eins og vant er fyrir kosningar, og sú upphefð mun nægja til þess að við verðum fær um að reka hvaða ráðherra, sem er, sé hann ekki starfi sinu vaxinn. Jóhann Sigurður Pálsson 1930 1950 1960 1975 63.891 110.431 145.653 192.281 44.970 33.542 31.639 26.752 Samtals................78.470 108.861 143.973 177.292 219.033 Þessar tölur segja okkur þá sögu, að árið 1901 bjuggu 77,4% þjóðarinnar i strjálbýli en árið 1975 aðeins 12,2%. Umsjón: Magnús H. Gíslasom Gífurlegir þjóðflutningar Frá mold til malar Ef athugað er hver breyting hefur orðið á búsetu þjóðarinnar fyrstu þrjá fjórðunga yfirstandandi aldar, kemur eftirfarandi i ljós:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.