Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 8
8. SÍDA — ÞJOÐVILJINN Miftvikudagur 20. aprll 1977 Miðvikudagur 20. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sjávarþorpið Dalvik, sem kúrir við Eyjaf jörðinn utanverðan i nágrenni við hinn alræmda ólafs- fjarðarmúla lætur ekki mikið frá sér heyra i hinu daglega þjóðlifi okkar is- lendinga, en leggur þó fyr- ir margra hluta sakir drjúga hönd á plóginn í at- vinnusögunni. Athafnalífið blómstrar í þessu litla plássi og um þessar mund- ir bíða dalvikingar hvorki meira né minna en tveggja skuttogara á næstu dög- um... og eiga þeir þó einn fyrir. Myndir —gsp , Lífið á Dalvik er nátengt sjávarútvegi, og á meðan karlar og konur velja sér framtiðarstörf i tengslum við hann hafa bæjar- búar orðið að leita á fjarlægari mið eftir lærifeðrum til aö böggla algebru og öðrum „óþarfa leið- indum” inn i verðandi sjómanns- kolla. Og það var einmitt I fram- haidi af slfkum kennarainnflutn- ingi aö blaöamaöur Þjóðviljans átti erindi á Dalvik fyrir skömmu til að hressa upp á eitt borgara- barnanna sem þangaö hafði hald- ið til að kenna i gagnfræðaskólan- um einn vetur. Var lærimeistar- inn oröinn langþráður eftir frétt- um úr borgarmenningunni og kallaði þvi á vin sinn að sunnan i heimsókn.... og myndavélin var tekin meö. Og það var vissulega margt sem gladdi auga ljósmyndarans á gullfallegum dögum vetrarrikis- ir.s við Eyjafjörð helgardagana sem hafður var stans á Daivik. Vikum saman hafði kafaldssnjór hulið jörð frá fjöru til fjallstopps og snjóþotur, magasleðar, skiða- sleðar og önnur álika verkfæri voru aðalsamgöngutækin, enda þótt götur væru einnig greiðfærar þeim sem vildu ferðast um á bii- um sinum. Og uppi i fjallshliðinni stunduðu menn skiðaiþróttina af kappi, ekki þó með keppni i huga heldur fyrst og fremst, eða að minnsta kosti ekki siður, til heilsubótar og andlegrar upp- lýsingar ... ef hennar er þá þörf á þessum friðsæia og blómlega stað. Annars hafði skiöaiökun verið furðu litil á Dalvik þar til nokkrir framtakssamir menn mynduðu félagsskap og keyptu togbraut i samvinnu viö hreppsfélagið. Skiðafélag var siðan stofnað árið 1972, gamalt verslunarhúsnæði flutt upp i hliöina til þess að gegna öllum skyldum skiðaskála, og hornsteinninn að blómlegu útilifi i fjallinu hafði þar meö veriö lagð- ur. Jón Halldórsson, iþróttakenn- ari og framámaður um skiöaiðk- un og fleira á Dalvik.sagði aðnú væri von á annarri togbraut og yrði hún eins og hin fyrri staðsett með þarfir hins almenna skiöa- iðkanda i huga, en ekki þeirra sem hyggja á keppni og regluleg- ar æfingar, né heldur þeirra sem hyggjast leggja sérstaka rækt við göngu eðá stökk. Og það verður ekki sagt um skiðafélagiö á Dalvik að það selji skiöamönnum dýrt I lyfturnar, þvi fullorðnir geta t.d. keypt sér heils dags kort fyrir kr. 180,- en það mun svipuö upphæð og greidd er fyrir eins og eina ferö meö sklðalyftunni á Akureyri, þar sem menn geta enda látiö fara vel um sig i flutningnum upp i Hliðarf jall. MYNDIRs 1. Það ólgar sjómannsbióð i flestum strák um á Dalvik og athafnalifið er allt ná- tengt sjávarútvegi. Trillurnar biða enn i fjörunni, en þeirra vertiö hefst innan tiðar og verður friðsældin þá vart hin sama og sú sem hér rikir á þessari mynd. 2. A Dalvík hefur kynskipting i leikfimi- kennslu yngstu barnanna verið lögð niður, og hér kennir Jón Halldórsson nemendum sinum helstu regiurnar i brennibolta. 3. Hann sýnir glæsileg tilþrif þessi ungi maður sem spyrnir knettinum i fri- mínútum gagnfræðaskólans. Meters- háir snjóskaflar og svellhálka á miðj- um vellinum skiptu strákana engu máli en hálfvegis virðist varnarmaðurinn ragur við tilþrif sækjandans, því hann er kominn með lopavettlinginn upp i sig og horfir skelfdur á aðfarirnar og afleiðingar þeirra. 4. Bióið leikur stórt hlutverk i menningar lifi daivikinga, þvi ekki einasta sýnir það kvikmyndir.heldur hýsir einnig alla leiklistarstarfsemi, fundarhöld o.m.fl. 5. 1 skíðalandinu fyrir ofan bæinn er ævin- lega mikið lif þegar vel viðrar, og ekki þurfti að kvarta yfir veðurguðunum þennan dag, enda mikið fjölmenni I fjallshliðinni. 6. Skiðasleðar eru orönir sjaidséðir i borgarlifinu fyrir sunnan, en þeir voru hins vegar mikið notaðir af börnunum á Dalvik og þá ekki sist þegar stóri bróðir fór með litlu systur út að viðra sig. ,***•*'■■ 7. Heimavistarhúsnæðið á Dalvik er ný- legt og faliegt, en þó iangt i frá eina ný- byggingin á staðnum, þvi hreppurinn er m.a. með i smlöum heilsugæslumið- stöð, stjórnsýslustöð og cllihcimili.Og dagheimili er væntanlega á dagskrá. Nýjum skuttogara fagnað á Dalvík Frá Kristinu ólafsdóttur, Akur- eyri: Hátíðarbragur var á Dalvík sl. laugardag þegar mannfjöldi, blaktandi borði og Karlakór staðar- ins buðu velkominn í heimahöfn nýjan skuttog- ara. Togarinn hafði verið skírður um morguninn inni á Akureyri og hlaut hannnafnið Björgúlfur EA 312. Skrokkur skipsins var smiðaður hjá Flekkefjord-verk- smiðjunni i Noregi og dreginn til Akureyrar fyrir um það bil ári. Hér heima tók Slippstöðin á Akureyri við honum og lauk við smiðina. Létu Slippstöðvarmenn vel yfir þessari tilhögun og töldu ekki óliklegt að hliðstæðir vinnu- samningar yrðu endurteknir. Togarinn er 430 lestir af stærð og ganghraði 13.2 sjómilur. Lestalengd er 49.87 metrar og breidd 9.50 metrar. Rúmmál lesta er 438 rúmmetrar og er þar pláss fyrir 4 þúsund 90 litra fiskikassa. Aðalvél er af gerðinni Wickmann 2100 hestafla, tengd skipti- skrúfubúnaði, og hjálparvélar MWM tólf strokka fjórgengisvél- ar. Vindukerfi er af gerðinni Brusselle. Togvindur eru splitt- vindur. Sjóeimarier af Atlas-gerð og isvél frá Finsam FIP og af- kastar tiu tonnum af is á sólar- hring. Skipið er búið öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum frá Simrad og Decka, Sailor-talstöð, og miðunarstöð og veðurkorta- móttakara af Taiyo-gerð. Þegar Guðrún Þorleifsdóttir, eiginkona Björgvins Jónssonar, framkvæmdastjóra tJtgeröar- félags Dalvikinga hafði gefið skipinu nafn, var nokkrum gest- um frá Dalvik og Akureyri boðið að ganga um borð i skipiö og sigla meö togaranum i heimahöfn. Formlega afhenti siðan Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvar- innar, togarann við bryggjuna á Dalvik og er þetta nær einsdæmi, að Slippstöðvarmenn fylgi smiðisgripum sinum alla leið i heimahöfn. Að loknum ávörpum Björgvins Jónssonar og Valdimars Braga- sonar, bæjarstjóra, söng karla- kórinn nokkur lög undir stjórn Gests Hjörleifssonar. Þá var öll- um dalvikingum og aðkomnum gestum boðið að skoða skipið og siðan i kaffi i Vikurröst. í félags- heimilinu greindi Hilmar Danielsson stjórnarformaður ÚD, frá aðdraganda stofnunar félagsins og helstu þáttum úr sögu þess. Félagið var formlega stofnað árið 1959 að tilstuðlan Björgvins Jónssonar og Sigfúsar Þorleifssonar, en meðal eignar- aðila er Dalvikurbær og K.E.A. Fyrsta skip félagsins kom til landsins i árslok 1958, Björgvin EA-311, og siðan Björgúlfur EA- 312árið 1960. Bæöi þessi stálfiski- skip voru keypt frá Austur- Þýskalandi. Megintilgangur félagsins er og hefur alltaf verið að afla hráefnis fyrir fiskvinnslu- stöðvar á Dalvik. Skipin voru gerð út á togveiðar og sildveiðar fram til ársins 1973 og voru afla- brögð misjöfn á þessum árum fyrir Norðurlandi. Ú.D. lagði þó aldrei árar i bát og komst yfir erfiðleikaárin, og taldi Hilmar það ekki sist mega þakka heppni félagsins með af- bragðsgott starfsfólk. Uppúr 1970 var farið að huga að endurnýjun skipakostsins með þeim árangri að 1974 eignaðist félagið skuttogarann Björgvin EA-311 sem smiöaður var i Noregi, og nú hefur Björgúlfur bæst við, en hann var smiðaður eftir sömu teikningum. t kaffiboðinu i Vikurröst fluttu þingmennirnir Jón Sólnes og Stefán Jónsson dalvikingum árnaðaróskir sinar. Stefán lagði einnig áherslu á nauðsyn þess aö islendingar legðu fyrst og fremst rækt við atvinnuvegi tengda sjón- um, efldu skipakost sinn, gerðu vel við sjómenn og fiskvinnslufólk sitt og stuðluðu að þvi að byggja upp islenskan skipasmiðaiðnað. Björgúlfur lá bundinn við bryggju og beið eftir áhöfn sinni, en öll veiðarfæri voru komin um borð, svo og matvæli, þvi það átti að leggja af stað i fyrstu veiði- feröina strax á laugardags- kvöldið. Skipstjóri Björgúlfs er Sigurður Haraldsson og 1. vélstjóri Sveinn Rikharösson. „Vorkoman” endurvakin úm siöustu helgi var Vorkoman á Dalvik, tveggja daga menning- arhátiö á vegum Lionsmanna. Þar voru á dagskrá bókmenntir, hibýlaprýði, myndlista- og hús- gagnasýning. Með þessu framtaki var reynt að vekja upp að nýju samkomur með þessu sniöi, sem legið hafa niðrimörg ár. A laugardaginn las Inga Birna Jónsdóttir eigin ljóð og sögur, þá var opnuð sýning I iþróttasalnum I Félagsheimilinu Vlkurröst og i Barnaskólanum á verkum Alfreðs Flóka, Einars Helgasonar og Guðmundar Árna Sigurjónssonar. Verslunin Aug- sýn á Akureyri stóö einnig fyrir glæsilegri húsgagnasýningu. Loks flutti Pétur Lúthersson, hús- gagnaarkitekt, erindi um innrétt- ingar og lýsingu. A sunnudag las Kristján frá Djúpalæk úr verkum sinum og Gisli Jónsson, mennta- skólakennari, flutti erindi um bókmenntir. Vorkomunni lauk með erindi Kristinar Guömunds- dóttur, hibýlafræðings, um eld- húsinnréttingar. V.H. — ekh Viö hættum aö reykja með sjónvarpinu 25.þjn Mánudaginn 25. april hefst að tiihiutan sjónvarpsins námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið stendur i viku og lýkur laugardagskvöldiö 30. april. Verða leiðbeiningar á hverju kvöldi að loknum fréttum. Hópur fólks sem hefur ákveöið aö hætta aö reykja drepur i siðustu siga- rettunni fyrsta kvöld námskeiös- ins og fær siðan ráöleggingar um það frá reyndum leiöbeinendum, hvernig bregðast eigi viö erfið- leikunum fyrstu dagana. Nám- skeiðið er haldið með það fyrir augum að sjónvarpsáhorfendur sem vilja hætta að reykja noti þetta tækifæri og myndi hópa t.d. á vinnustöðum eöa heimilum og fari að dæmi þátttakendanna i sjónvarpssal. Athygli skal vakin á þvi aö i fréttatima sjónvarpsins sunnudagskvöldið 17. april verður stutt viðtal við formann isl. bind- indisfélagsins en þar gefur hann þeim góö ráö sem vilja hætta aö reykja 25. april með hópnum i sjónvarpssal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.