Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 20. aprll 1977 A/fAh,„n*. crÚtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. IVlUlgUgrl SOSlUllSmil, Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson verkalýðshreyflngar .SSSÍSK?' Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Prentun: Blaöaprent hf. og þjóðfrelsis. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: 'Siöumúia 6. Simi 81333 Þá tók hjartað kipp í Morg- unblaðshöllinni Þessa dagana reyna málgögn rikis- stjórnarinnar með Morgunblaðið i farar- broddi að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að villa um fyrir fólki varðandi kjarna þeirrár deilu um kaup og kjör sem nú er háð milli verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og samtaka atvinnurekenda og rikisstjórnarinnar hins vegar. Rikisstjómin og málgögn hennar vilja láta fólk gleyma þvi um hvað þessi deila stendur. Það virðist engu máli skipta hversu oft og rækilega hin f jölmenna samninganefnd verkalýðsfélaganna undirstrikar hverjar séu þær forgangskröfur, sem verkalýðs- hreyfingin setur á oddinn i þessari deilu. Málgögn rikisstjórnarinnar eiga það sameiginlegt með samningamönnum at- vinnurekenda að þau láta nánast eins og þau hafi ekki heyrt þessar kröfur, sem Al- þýðusambandið hefur hvað eftir annað itrekað að hefðu algeran forgang. Þeim mun meira er i málgögnum rikis- stjórnarinnar fimbulfambað um kröfu- gerð einstakra hópa, sem auðvitað eru þó hreint aukaatriði i deilunni miðað við vægi almennu forgangskrafnanna. Morgunblaðið og önnur málgögn rikis- stjórnarinnar segja eins og samninga- menn atvinnurekenda að þau séu svo log- andi hrædd við sérkröfur einstakra hópa. En hvernig á þá að losna við þessar sér- kröfur? Halda menn að leiðin til þess sé sú, að neita að ræða i alvöru sjálfa megin- kröfuna um verðtryggð 110 þúsund króna lágmarkslaun og þá launajöfnun, sem er mörkuð stefna Alþýðusambandsins og samninganefndar þess? Nei, slik hugmynd er hreinasta fjar- stæða. Þær sérkröfur einstakra hópa, sem Alþýðusambandið og samninganefnd þess hafa ekki gert að sinum kröfum, eru að sjálfsögðu margar hverjar settar fram sem varakröfur i þvi skyni að reyna til þrautar að ná þó einhverju út úr samning- unum, ef rikisstjóm og atvinnurekendur standa hvað sem á gengur blýfast á þvi eins og hingað til að hafna þeim kröfum verkalýðshreyfingarinnar, sem sameigin- leg samninganefnd verkalýðsfélaganna hefur marglýst yfir að hafi algeran for- gang. Vilji menn vikja sér undan sérkröfunum sem ugglaust eiga misjafnlega mikinn rétt, þá er til þess aðeins ein örugg leið. — Og hver er hún? Hún er sú, að rikisstjórn og atvinnurek- endur fallist i meginatriðum á hina al- mennu kröfugerð, sem sett var fyrst fram á þingi Alþýðusambandsins i vetur um verðtryggð 110 þúsund króna lágmarks- laun og framkvæmd launajöfnunarstefnu. Það er þessi stefna, sem á almennan hljómgrunn hjá þjóðinni. Það er þessi stefna, sem verkalýðshreyfingin i heild hefur mótað og gert að sinni án nokkurs mótatkvæðis á Alþýðusambandsþingi. Þessa stefnu styður Alþýðubandalagið og að við vonum stjórnarandstaðan i heild. Það eru rikisstjórnarflokkarnir og at- vinnurekendur sem hindra framkvæmd þessarar stefnu^ -þeirra einna er sökin. Hjá fjölmörgum bærilega launuðum starfshópum i þjóðfélaginu viðgangast margvisleg friðindi og réttindi, sem fólk- ið,semlægst hefur launin nýtur ekki,nema þá i mjög óverulegum mæli. Um þetta mætti nefna ótal dæmi. Eitt eru aldurshækkanir, sem æ fleiri starfsstéttir i þjóðfélaginu hafa orðið að- njótandi á liðnum árum. Verkamennirnir i Verkamannasam- bandi íslands hafa hingað til ekki notið neinna umtalsverðra aldurshækkana. Við þá hefur það verið i engu metið, hvort þeir hafa rækt sitt starf áratugum saman og þannig aflað sér með reynslu fullkomn- ustu verkþekkingar. Nei, við þá hefur jafnan verið sagt. Þið hafið ekkert lært og ekkert reynt, og eigið ekki skilið hærra kaup, hvort sem byrjuðuð i gær eða hafið þrælað i þrjátiu ár. Nú gerðist Verkamannasambandið svo ,,ósvifið” að orða kröfu um dálitlar ald- urshækkanir hjá ófaglærðum verkamönn- um, sem hvað lægst eru launaðir, og hafa margir milli 70 og 80 þúsund i dagvinnu- tekjur á mánuði. — En þá kom að þvi, að hjartað i Morg- unblaðshöllinni, hjarta auðmagnsins tók kipp. — Það eru verkamennirnir og verka- konurnar, sem eru að ráðast gegn launa- jöfnunarstefnunni!!, hrópar Morgunblað- ið, og Timinn og Visir taka undir. En megum við spyrja: — Eru ekki ein- mitt ófaglærðir verkamenn og verkakonur i hópi hinna lægst launuðu? Sé svo, hvern- ig getur það þá verið andstætt launajöfn- unarstefnu, að þetta fólk fái smávægileg- ar aldurshækkanir, eins og svo f jölmargir aðrir betur settir hópar? Verkalýðshreyfingin krefst launajöfn- unar. Rikisstjórn og atvinnurekendur standa gegn launajöfnun, og gegn öllum raunhæfum kjarabótum til láglaunafólks. Þess vegna vofa verkföll yfir. k. 99 99 Við þraukum Málflutningur Magnúsar Torfa Olafssonar á Alþingi hefur aö undanförnu vakiö nokkra athygli, og fengiö tals- vert hrós i stjórnarblööunum. An þess aö getiö sé tilefnis er M.T.Ó. spuröur álits á samstööu stjórnarflokkanna i Dagblaöinu I gær. Engu er likara en þar tali einn af ráöherrum rikis- stjórnarinnar: ,,Ég tei minni likur á aö slitni upp úr stjórnarsamstarfinu nú en var tii dæmis fyrir rúmu ári,” sagöi Magnús Torfi Ólafsson, alþingismaöur, for- maöur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, I viötali viö Dag- blaöiö I gær. „Þess vegr.a tel ég ekki miklar likur á aö þingkosningar veröi I haust nema eitthvaö ófyrirséö gerist,” sagöi Magnús. „Fyrir rúmu ári var mikill ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar um meöferöina á landhelgismálinu. Ég tel aö þennan ágreining hafi nú tekizt aö jafna.” „Stjórnin mun vafalaust leitast viö aö standa saman til loka kjörtimabilsins.” NATO dreifir áróðri á Akureyri Astæða er til þess aö vekja athygli á eftirfarandi klausu úr Noröurlandi 15. april: „t gær og fyrradag fengu ailir akureyringar meö pósti sinum sendingu frá Nató, áróöurs- bæklinginn „tsland og Atlants- hafsbandalagiö”, sem sent var inná hvert heimili og I hvert fyrirtæki i bænum. Ýmsir uröu hvumsa viö aö finna kveöju þessa án utanáskriftar, frímerkis eöa póststimpils í pósthólfi slnu og spuröu um þátt póst- þjónustunnar. Samkvæmt upp- lýsingum Guölaugs Bald- urssonar á posthúsinu á Akureyri tekur pólstþjónustan aö sér slika dreifingu I hverja ibúö á póstsvæöinu og er þá miöaö viö póstlagningu minnst 5000 eintaka i einu. Litlar eöa engar skoröur eru settar inni- haldinu, nema ekki má þaö vera klám eöa sprengiefni og ytra útlit má ekki bera meö sér aö þaö sé „ólöglegt, ósæmilegt eöa móögandi”.” Þessi mynder frá 19. sept. ’76 — dreift af fréttastofu „Nýja Klna”. (Mynd úr Morgunbl.) I klnverska tlmaritinu China Im Bild birtist svo þessi mynd fyrir nokkru og eru þar eyöur sem ekkja Maós og bandamenn hennar þrlr stóöu viö minningarathöfnina um MAÓ. (Mynd úr Morgunbl.) Sögu- fölsun Sögufalsanir eru sifellt i gangi og stundum láta stjórnvöld endurrita sögu heillar þjóðar til þess aö hún þjóni þeirra stundarhagsmunum. baö er sóslalistum alltaf jafnmikil von- brigöi þegar slíkt er uppiá ten- ingnum I rlkjum sem kenna sig viö sósialisma. Sagan er aö vlsu alltaf i endurskoöun og margan sagnfræöinginn I auövaldsheim- inum hefur þaö hent aö rita al- fariö um sögu í þeim tilgangi aö þjóna rikjandi stéttarhagsmun- um i samtimanum. úr hófi fram gengur þó molbúahátturinn þegar kinversk stjórnvöld beita fyrir sig myndafölsun á sögu- legri stórstund i Kina. Hinni opinberu mynd af minningarat- höfn á Torgi hins himneska friöar um Maó formann hefur veriö breytt á þann veg, aö Shanghaihópurinn hefur veriö þurrkaöur út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.