Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 12
12 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. aprfl 1977 Tilkynning um lóðahreinsun i Reykjavík, vorið 1977 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpilátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið þvi eigi siðar en 14. mai n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar.og þar sem hreinsun er ábóta- vant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörun- ar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það i sima 12746 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tima sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00-23.00 Á helgidögum frá kl. 10.00-18.00 Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera i umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja i rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starf smennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði i borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir i þvi efni. Gatnamálastjórinn i Reykjavik Hreinsunardeild Sinfóniuhljómsveit Islands Tónleikar í Háskólabiói fimmtudaginn 21. april kl. 20.30. Stjórnandi SAMUEL JONES Einleikari JOHN LILL Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson — Rima (nýtt verk) Beethoven — Pianókonsert nr. 3 Samuel Jones — Let Us Now Praise Famous Men Borodin — Polovtsian dansar. Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig og Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti Samtök aldraðra Aðalfundur verður haldinn 21. april (Sumardaginn fyrsta) 1977. Að Hótel Sögu (Súlnasal) kl. 8.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kynning á byggingaráfanga við Flyðru- granda. Stofnað byggingarsamvinnu- félag, Skúli Pálsson lögfræðingur mun út- skýra lögin og svara fyrirspurnum. Verk- fræðingarnir Bjarni Ólafsson og Halldór Sveinsson munu kynna framkvæmda- áætlun, áætluð verð ibúða og skiptingu sameignar. Stjórnin VAKA sjonvarp Samspil „leiks og myndar" og „orðs og myndar" i þættinum VÖKU i kvöld mun fyrst veröa kynnt hið nýja leikrit Kjartans Ragnarssonar, ærslaleikurinn „Biessaö barnalán/" og sýnd fáein atriði úr leiknum, svo mönnum gefist færi á að átta sig á persónum hans. Þetta er annað leikrit Kjartans, en hið fyrra, „Saumastofan," hefur gengið fyrir fullu húsi nú i langan tíma. Úr leikhúsinu vikja menn sér útvarp upp á Kjarvalsstaði i vé mynd- listarinnar, en hitta þó fyrir leiklist enn aftur, þvi hér stendur yfir kynning á leik- brúðustarfsemi og i Reykjavík eru þá eftir allt starfandi ekki faerri en þrjú bruðuleikhús. Þessi eru Leikbrúðuland, tsl. brúðuleikhúsið og Brúöuheimil- ið. Fjarri fer þó, að leiklistin hafi byggt myndlistinni út i sloti hennar á Miklatúni, og á Kjar- valsstöðum standa nú yfir tvær myndlistarsýningar, sem litast verður um á, en það eru sýning- ar þeirra Þorbjargar Höskulds- dóttur og Hauks Dórs. í norræna húsinu er sýninga- Vorverk í skrúögöröum Kl. 15.45 i dag kemur Jón H. Björnsson að hljdðnemanum til að flytja fimmta erindi sitt um vorverk I skrúðgörðum, og er vonandi að þessi erindi hafi orð- ið vinum garða og gróðurs lyfti- stöng og áhrifa þeirra megi sjá <ítal merki sumarið sem byrjar á morgun. En um leið er óskandi að eig- endur eða umsjónarmenn ótal óhirðulegra porta hér I borginni, þar sem öskutunnan og það sem kring um hana flögrar e&a drafnar i sverðinum er helsta „skrúðið," taki á þessu sumri til hendinni og bæti ráð sitt. .!«{)! hald helgað Halldóri Laxness sem veröur 75 ára þ. 23. april nk. Á loftinu er sýning á þýdd- um bókum hans á norðurlanda- mál en i kjallara sýningin ,,Samspil orðs og myndar," en þar ræðir um sýningu á stein- þrykki með „Sögunni af brauðinu dýra." Söguna ritaði Halldór á stein suður i Sviss, en listamaðurinn Asger Jörn myndskreytti. Til áréttingar þessu efni verður svo fluttur samlestur þeirra Gunnars Eyjólfssonar og Erlings Hall- dórssonar úr Gerplu, en á laugardag nk. verður i Þjóðleik- húsinu dagskrá um skáldið i til- efni af merkisafmæli þess. SAGA VOPNANNA Kl. 20.30 í kvöld sýnir sjónvarpið teiknimynd í gamansömum ádeilutón um „sögu vopnanna." Á myndinni má sjá hug- myndir manna um hvernig Eiríkur rauði haf i verið vopnum búinn. Myndin er úr handriti f rá 17. öld, en múnderingin af því tagi sem tíðkast mun hafa fimmhundruð árum eftir að Eirikur var allur. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Geirlaug Þorvalds- dóttir endar lestur „Mál- skrafsvélarinnar", sögu eft- ir Ingibjörgu Jónsdóttur (3). Samræmd grunnskóla- prófkl. 9.10: Enska f 8. bekk (A-gerö) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. „Horn- steinar hárra sala" kl. 10.25: Séra Helgi Tryggva- son flytur annað erindi sitt. Kirkjutónlist kl. 10.50. Morguntónleikar kl. 11.00: Rikishljómsveitin í Berlín leikur Hljómsveitarkonsert I gömlum stil. op. 123 eftir Max Reger, Otmar Suitner stj. / Filharmoníusveitin I Búdapest leikur Sinfóniu eftir Zoltán Kodaly, Janos Ferencski stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Ben Húr" eftir Lewis Wallace Sigurbjörn Einarsson isl. Astráður Sigursteindðrsson les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Nel- son Freire leikur Planótón- list eftir Heitor Villa-Lobos: „Brúðusvítu", Prelúdlu nr. 4 og „Marlurnar þrjár". André Navarra og Eric Parkin leika Sónötu fyrir selló og planó eftir John Ire- land. 15.45 Vorverk f skrúðgörðum. Jón H. Björnsson garðarki- tekt flytur fimmta erindi sitt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veöurfregnir). 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Rokkveita rikisinsRúnar Júliusson og félagsr. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 18.35 Merkar uppfinningar. Sænskur fræðslumynda- flokkur. Sjóngler. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Saga vopnanna Teiknimynd I gamansömum ádeilutón um þróun og vega. 20.45 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund. Stjórn upptöku Andrés Indirðason. 21.30 Stjórnmál frá striðslokum. Franskur fræðslumyndaflokkur. 5. þáttur. Stjórnmál i Asfu. Lýst er breytingunum, sem verða i Japan eftir strið. Þar kemst á lýðræöi, og efnahagur blómgast óð- fluga. MaoTse Tung stofnar alþýðulýðveldið Klna árið 1949. Frakkar eru að missa itök sin I Indókina, og i Kóreu geisar blóðug styrj- öld. Þýðandi og þulur Sigurður Pálsson. 22.30 Dagskrárlok 16.20 Popphorn / Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Stóri Björn og litli Björn" eftir Halvor Floden. Gunnar Stefánsson les (6). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tö- kynningar. 19.35 Framhaldsskólinn, sundraður eða samræmdur. Séra Guðmundur Sveinsson skólameistari flytur annaö erindi sitt: Samræmdur framhaldsskóli. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngs- lög eftir Björn Jakobsson Margrét Eggertsdóttir og GuðrUn Tómasdóttir syngja. Olafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Góð ár Jóhannes Daviðsson I Hjarðardal neöri I Dýra- firði segir frá nokkrum góð- ærum á fyrri hluta aldar- innar. Baldur Pálmason les. c. Kvæði eftir Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófast i SaurbæHSfundurflytur.d. í kennaraskólanum Agúst Vigfúss. rifjar upp nokkrar minningar frá skólaárum. e. Um Islenska þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kdrsöngur: Karla- kór Akureyrar syngur al- þýðulög Söngstjóri: Jón Hjörleifur Jónsson. Píanó- leikari :Solveig Jónsdóttir. 21.30 Útvarpssagan/ „Jómfrú Þórdis"eftir Jón Björnsson. Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér" eftir Matthlas Jochumsson Gils Guðmundsson lýkur lestri úr sjálfsævisögu skáldsins og bréfum (23). 22.40 Danslög I vetrarlok 23.50 Fréttir. Dagskrarlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.