Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 3
Miövikudagur 20. apríl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Mesta raun Carters til þessa: Hörmungar í vændum nema orka sé spöruð WASHINGTON 19/4 — Carter Bandarlkjaforseti sagöi I sjónvarpsávarpi I gærkvöldi aö Bandarlkin yröu aö auka orku- sparnaö stórlega, aö öörum kosti ættu þau rniklar ófarir vfsar. Myndu ófarirnar koma niöur á sviöi efnahags-, félags- og stjórnmála og jafnvel lýöræöislegar stofnanir landsins væru i hættu.Næst þvi aö koma i veg fyrir stríö, sagöi Carter, eru orkumáiin alvarlegasta vanda- mal Bandarfkjanna. Taliö er aö ráöstafanir þær, sem stjórn Carters stefnir aö til orkusparnaöar, muni rýra lifs- kjör bandarikjamanna aö ýmsu leyti og geti þær þvi oröiö óvin- sælar. Skoöanakannanir benda aö visu til þess aö meirihluti þjóöarinnar sé hlynntur orku- sparnaöi, en taliö er aö margir geri sér ekki ljóst aö sá sparn- aður muni þýöa ýmiskonar kjararýrnun. Er haft fyrir satt aö orkusparnaöarfyrirætl- anirnar muni veröa mesta raun Carter-stjórnarinar til þessa. Einkum er taliö aö hækkaöur oliuskattur kunni aö veröa óvin- sæll hjá almenningi. Meðal annarra ráöstafana, sem Carter stefnir aö, eru nýr skattur á Carter — stjórn hans er glfur- legur vandi á höndum i orkumálum. hráoliuframleiöslu, sparnaöur I hitun og loftræstingu húsnæöis og einangrun húsa meö hitunar- sparnaö fyrir augum. Mannréttindadómstóll Evrópu: ÍRAR ÁKÆRA BRETA FYRIR PYNTINGAR STRASBOURG 19/4 Reuter-r- irland ákærði Bretland í dag fyrir Mannréttindadómstoli Evrópu fyrir brot á mannréttindum í Norður-lrlandi/ þar á meðal kerfis- bundnar pyndingar á föngum og f jölda annarra brota á mannréttindasáttmála Evrópu. Irska stjórnin hefur far- ið þess á leit við dómstólinn, að Bretland verði fundið sekt um að hafa beitt pyndingum sem lið í stjórnsýslu. í ágúst 1971 lögleiddu bresk yfirvöld að hafa mætti menn 1 varðhaldi á Norður-Irlandi án þess aö réttarhöld færu fram yfir þeim, og reyndu bretar að rétt- læta þá ráðstöfun meö þvi að benda á ógnaröldina i landshlut- anum. En Declan Costello, rikis- saksóknari Irlands, sem flytur málið fyrir þess hönd, sagöi að at- burðimir sýndu, að þessi ráðstöf- un hefði frekar orðið til þess aö magna ógnaröldina en að draga úr henni. Sovéska blaðið Isvestia sagði i dag að bretar væru fúlir út af sovéskum blaðamönnum, sem fylgjast með réttarhöldunum i Strasbourg, enda hefði málflutn- ingur trlands gegn Bretlandi af- hjúpað hræsni Bretlands, sem þættist vera verjandi lýðræöis og .mannréttinda. Namibía: Reynlr Suður-Afríka samnmgavið SWAPO? JOHANNESARBORG 19/4 — Jo- hannes Yorster, forsætisráðherra Suöur-Afriku, ræöir á föstudaginn viö fulltrúa frá öllum þjóðflokk- um og þjóöernum Namibiu, sem um langt skeið hafa setiö á ráö- stefnu, er Suöur-Afrikustjórn Kökusala um borö í Óöni A morgun, sumardaginn fyrsta, heldur félag aöstandenda Land- helgisgæslumanna, Ýr, kökusölu og veröur hún um borö I varö- skipinu Óöni viö varöskipa- bryggjuna á Ingólfsgaröi. Þar veröa á boðstólum gómsætar kökur af öllum tegundum viö vægu veröi, og hefst kökusalan kl. 2 eh. Skipverjar á varðskipinu munu sýna þeim gestum, sem hafa áhuga á, skipið. Allur ágóöi rennur i væntanlegan orlofs- heimilissjóð Landhelgis- gæsumanna. stofnaði til I þeim tilgangi aö koma til valda i landinu stjórn aö sinu skapi. SWAPO, frelsishreyf- ing blökkumanna I Namibiu, sem I mörg ár hefur haldið uppi skæruhernaöi gegn Suöur-Afriku • stjórn, viöurkennir ekki ráöstefn- una og segir ráöstefnuseta aðeins leppa Suöur-Afriku. Suður-Afrika stjórnar Namibiu, sem fram að fyrri heimsstyrjöld var þýsk nýlenda, I fullri óþökk Sameinuðu þjóðanna, og fimm voldug vestræn riki, Bandarlkin, Bretland, Frakkland, Vestur- Þýskaland og Kanada, hafa gefiö suðurafrisku stjórninni til kynna aö riki heims myndu ekki viður- kenna þá stjórn, sem kynni aö veröa stofnaö til á grundvelli ráð- stefnunnar. Sameinuöu þjóöirnar viöurkenna SWAPO sem hinn eina rétta fulltrúa Namibiu. Taliö er aö Vorster muni upplýsa ráö- stefnuna um afstööu rikjanna fimm og ef til vill ráöleggja henni aö reyna aö ná sambandi viö ýmsa aöila, sem ekki eiga hlut aö ráöstefnunni, þar á meöal vænt- anlega SWAPO. Vorster — gugnar hann fyrir Sameinuöu þjóðunum og SWAPO? Belgísku kosningarnar: STÆRSTU FLOKKARNIR UNNU Á BRUSSEL 19/4 — Talningu eftir þingkosningarnar I Beigiu, sem fóru fram á sunnudaginn, lauk I dag, og er búist viö aö Leo Tinde- mans, fráfarandi forsætisráö- herra og leiötogi Kristilega flokksins, reyni aö mynda næstu stjórn. Kristilegi flokkurinn, sem er heldur hægrisinnaöur of stærsti flokkur landsins, vann mest á I kosningunum, fékk 80 þingsæti og bætti viö sig átta. Annar stærsti flokkurinn, Sósial- istaflokkurinn, bætti einnig vlö sig og fékk 62 þingsæti, haföi áöur 59. Þriöji stærsti flokkurinn, frjáls- lyndir, stóö I staö og fékk 33 þing sæti. Þjóöernisflokkar flæmingja og vallóna töpuöu miklu fylgi. Þrátt fyrir sigur sinn getur Kristilegi flokkurinn ekki mynd- aö stjórn einn, en einna liklegast er taliö aö Tindemans muni aft- ur leita til Frjálslynda flokksins, sem hann haföi stjórnarsamstarf viö fyrir kosningar. Samanlagt hafa þessir tveir flokkar meiri- hluta I neöri deild þingsins, þar sem 212 fulltrúar eiga sæti. Iðnaðardeild SÍS setur upp Saumastofu á Selfossi sem verður mikil lyftistöng fyrir atvinnulifið á staðnum Akveðiö hefur veriö, aö Iðnaðardeild StS, setji upp saumastofu austur á Selfossi og er búist viö aö hún geti tekiö til starfa á þessu ári. Aö sögn Bergþórs Konráös- sonar hjá iðnaöardeildinni, kom fram ósk um það frá kaupfélag- inu á Selfossi, þegar Hagkaup lagöi niöur sina saumastofu á Sel- fossi, aö SIS stofnsetti þar saumastofu og var sú tillaga samþykkt i stjórn SIS. Bergþór sagðist ekki vita nákvæmlega hvenær stofan gæti tekið til starfa, né hve stór hún yröi i byrjun. Þó taldi hann liklegt, aö um 20 manns fengju vinnu á saumastofunni til aö byrja með. Eftir er aö panta vélar og að fá húsnæöi undir sauma- stofuna. Hann sagöi aö iönaöardeildin heföi oröiö mikla þörf fyrir meiri saumaskapj eftir þá stóru samninga, sem Iönaöardeild SÍS hefur gert viö sovétmenn og bandarikjamenn um sölu á prjónaflikum. Þá benti Bergþór einnig á aö ekki væri útilokað aö sett yröi upp prjónaverksmiöja á Selfossi þegar fram liöu stundir og aö saumastofan yröi stækkuö veru- lega. Uppgangur er mikill hjá iönaöardeildinni eftir þessa stóru samninga, sem fyrr getur og „viö veröum aö einbeita okkur að framleiöslunni á næstu árum”, sagöi Bergþór Konráðsson. Það er alveg ljóst að þessi saumastofa verður mikil lyfti- stöng fyrir atvinnulifið á Selfossi, en þar hefur veriö nokkuö atvinnuleysi, einkum meðal kvenna eftir aö saumastofa Hag- kaups lokaöi i vetur. —S.dór Siguröur Agústsson Lýst eftir sjúklingi Siguröur Agústsson, til heimilis ab Birkigrund 39, Kópavogi, fór frá Borgarspitalanum i gærdag um kl. 15.00. Sigurður er 53 ára ab aldri, um 170 cm á hæö, grannvaxinn, meö grásprengt hár. Hann er i grænni kuldaúlpu, gulbrúnum buxum og svörtum uppháum kuldaskóm. Gæti verið meö svarta prjónahúfu meö hvítri rönd. Þeir sem kynnu aö hafa orbið Sigurðar Agústssonar varir eftir kl. 15.00 I gær eru beðnir aö hafa samband viö lögregluna I Kópavogi. Aukin vandrœði vesturþýskra krata: Nýtt fjár- mála- hneyksli ROTENBURG, Vestur-Þýska- landi 19/4 Reuter — Albert Oss- waid, fyrrum forsætisráöherra I Hessen, lýsti þvi yfir I dag aö hann myndi segja af sér sem formaður flokks sósialdemó- krata i fylkinu. Þessi yfirlýsing kemur eftir aö Osswald hefur I annaö sinn á skömmum tíma veriö sakaöur um aö hafa mis- notað völd sln I auögunarskyni, og hafa þau fjármálahneyksli aö sögn stórlega veikt stööu sósialdemókrata I Hessen. Meöan Osswald var forsætis- ráöherra, var hann einnig for- maöur bankaráös ríkisbankans (Landesbank) I Hessen. Vestúr- þýsk blöö halda þvi nú fram, aö á þeim tlma hafi rikisbankinn veitt Osswald lán aö upphæö 750.000 mörk til aö fjármagna byggingaframkvæmdir fyrir- tækis I eigu hans. Sjálfur fullyrðir Osswald aö hann hafi ekki misnotað aöstööu sina og I yfirlýsingu frá rlkisbankanum er tekiö undir þaö. Osswald var forsætisráðherra Hessens I sjö ár. Hann sagöi af sér eftir að upp komst aö hann haföi þegið um 100.000 mörk aö lani frá fjármálamanni nokkr- um, sem stendur fyrir stórfyrir- tæki skráöu I Sviss, enfyrirtæki þetta hefur viöskipti viö hess- neska rlkisbankann. Taliö er aö þetta mál hafi veikt mjög aö- stööu sóslaldemókrata fyrir borga- og sveitastjórnakosning- arnar I Hessen i siöastliönum mánuöi, en þangaö til 1975 voru þeir þar mestu ráöandi. 1 kosn- ingunum missti flokkurinn úr höndum sér stjórn ýmissa stærri og smærri borga, þar á meöal Frankfurt. Fréttaskýr- endur telja aö þetta siðara fjár- málahneyksli Osswalds muni enn spilla sambúö sósialdemó- krata viö hinn stjórnarflokk Vestur-Þýskalands, frjáls- demókrata, en sambúö þeirra hefur veriö heldur stirö undan- fariö, þótt ekki hafi komiö til slita. Samanlagt hafa flokkarnir aöeins 10 þingsæta meirihluta I sambandsþinginu i Bonn. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.