Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11 júnl 1977 ) AF MATARÆÐI Eitt af höfuðvandamálum heimsbyggðar- innar i dag virðisf vera ofát ef marka má ís- lensku heimspressuna. Stundum kemur að vísu fyrir, að íað er að því í f jölmiðlum að fólk geti orðið lasið af van- næringu, en slíkt gerist þá í öðrum landshorn- um, öðrum löndum, eða jafnvel öðrum heims- álfum, svo vannæringarvandinn (ef einhver er) verður að teljast okkur tiltölulega óskylt vandamál. Hins vegar er vá fyrir dyrum, hvað ofátið snertir og mun að öllum líkindum við svo búið standa þar til búið er að ganga frá næstu kjarasamningum, en fróðir menn telja, að stór hluti þjóðarinnar fái með þeim f ulla leið- réttingu á þeim kjörum, sem leitt geta til ofáts og annars óhófs og að hægt verði með lipurð og lempni í samningum að hag málum þannig að stór hluti þjóðarinnar þurfi ekki í framtíðinni að óttast það að verða f ramangreindum kvill- um, eða hagsæld yfirleitt að bráð og er það vel. En hér er sem endranær, þegar gengið er til samninga um þau kaup og kjör, að langt er f rá því að allir fái jaf n stóran bita af kökunni. Sumir verða að búa við það áfram að fá stóru tertusneiðarnar og er þá ekki að sökum að spyrja að off itan ræðst á þá með allri sinni grimmd af því að þessi þrýstni hópur fær ekki að búa við sömu kjör í einu og öllu og aðrir landsmenn. Þó að varla komi svo út dagblað hérlendis svo ekki sé rækilega reynt að hlaupa undir bagga með þessu ólánsfólki, sem á við offitu aðstríða, getég ekki látiðhjá líða að f jalla hér um vanda okkar, hinna bústnu,af vísindaleg- um og sagnfræðilegum sjónarhóli samkvæmt nýjustu kenningum vísindamanna, sagn og sérfræðinga í mataræðisvísindum svo ofar- lega sem málið er á baugi í dag og undirrituð- um þar að auki ekki með öllu óskylt. Hinn kunni ítalski heimspekingur Plangton Harengo (1572-1681) hlýtur að teljast frum- kvöðull og brautryðjandi í rannsóknum á mat- aræði með hliðsjón af langlíf i. Kenningar hans í mataræðisvísindum voru til þess fallnar að kollvarpa fyrri hugmyndum í þessum efnum. Harenko var fyrstur allra til að benda á að hugsanlegt væri að matur væri f itandi, en þeg- ar hann lagði þessa kenningu fyrir Triente- konselliið í Róm 1603 vakti hún slikan úlfaþyt á kirkjuþinginu að Páll páfi IV. lét þegar bannfæra Harengo, og rit hans „Cabutse Electuarium" var umsvif alaust sett á lista yf- ir bannaðar bækur (Index librorum prohibitorum), og telja síðari tíma sagnfræð- ingar að Páfa og kirkjuþingi hafi þótt Har- engo láta liggja að því i kenningum sínum um að matur væri fitandi, að kirkjunnar þjónar föstuðu ekki eftir kirkjunnar reglum. En þrjátíu árum eftir dauða Harengos kom út hið fræga rit hollendingsins Tafel Gahcen- fen „Die Cierlicke Voor Snydinge". Tafel sannaði kenningu sína með því að svelta helm- ing þjóna sinna, en gefa hinum helmingnum velútilátinn matarskammt. Sama gerði hann við hunda sína og nokkra apa, sem hann hafði undir höndum. Núorðið telja fræðimenn fullvíst að matur sé f itandi, en sérf ræðinga greinir aðeins á um hvaða fæða sé f itandi og hver ekki. Allir eru á eitt sáttir um að sykur sé fitandi og þar sem f ita eykur líkurnar á því að fólk deyi þegar ár- in færast yfir það hefur verið búinn til gerf i- sykur, sem er hið mesta þing að öðru leyti en því að hann veldur krabbameini og krabba- mein getur valdið dauða. Hér á árunum var bannað að framleiða gosdrykk nokkurn, sem innihélt gerfisykur, en þá höfðu bandarískir vísindamenn sannað það með tilraunum á músum, að ef einn maður drykki sjötíu f lösk- ur af ,, Freska" (naf nið á gosdrykknum) á dag í sjötíu ár væru meiri líkur á að hann fengi krabbamein en ella. Mörg þúsund formúlur eru til um megrunarkúra, en flestir draga slikir kúrar dilk á eftir sér. AAjög vinsæll megrunarkúr er hvitvín og harðsoðin egg frá morgni til kvölds, en reynslan sýnir að þegar komið er framundir eftirmiðdagskaffi, þá er fólk komið í eitthvað sterkara en hvítvínið og f arið að linsjóða eggin. Bent hef ur verið á það að hestar horist ef þeim er riðið úr hóf i fram, og hefur sú spurning vaknað meðal fræði- manna hvort ekki megi draga einhvern lær- dóm af því, en á því eru víst einhver vand- kvæði. Þá er nýjasta tíska að rekja garnirnar úr fólki. Sykurlaus molasykur, megrunar- karamellur, megrunarkex, megrunarlakkrís- borðar, megrunartygg jó, amfetamín, sakkarín, sýklamatín og sultarpín, megrunar- vökvar, megrunarduft, megrunarpillur og guð má vita megrunarhvað. En þrátt f yrir allt og allt má þó sætta sig við það að næstu kjarasamningar verða lands- mönnum til meiri horgæfu en hingað til. Og með því að framtíðargæfa þjóðarinnar byggist að verulegu leyti á því að hún horist, hefur vinnuveitendasambandið í samráði við fjármálaráðuneytið og heilbrigðismálaráðu- neytið samið svofellt hvatningarávarp til ís- lenskrar alþýðu: Sveltið og étið sýklamatín sveltið þið bara uppá grín ákjósanlegt er amfetamín svo ekki sé minnst á sakkarín Afskaplega er nú alþýðan fin ekki er hún að klaga þó eftir samninga sultarpin sannlega muni hana plaga. Flosi. HLAUPVÍDD SEX Eftir Sigurð Pálsson — Upphaf íslands nútímans Nemendaleikhúsið læt- ur ekki deigan síga á þessu vori. Um miðjan maí frumsýndi þaðtvo af kennileikjum Bertolds Brechts og á morgun, sunnudag, frumsýnir það nýtt íslenskt leikrit eftir Sigurð Pálsson i Lindar- bæ. Nýja leikritið heitir Hlaup- vidd sex og gerist á striösárun- um hér á landi, hefst 1. septem- ber 1939 og endar i mai 1945. Höfuðþema verksins er „á- standið” og markast það etv. fyrst og fremst af samsetningu hópsins sem Leiklistarskóli Is- lands útskrifar á þessu vori en i honum eru sjö stúlkur og tveir piltar. begar blaðamönnum var boð- iö á æfingu á Hlaupvidd sex nú I vikunni sagði Sigurður Pálsson að frumdrögin að verkinu hefðu orðiö til i umræöum hans og leikhópsins stuttu fyrir jól. Þau heföu haft áhuga á að fjalla um island nútimans og þá spunnust umræður um það hvenær það Island hefði oröið til. Þau urðu sammála um að það hefði gerst um það leysti sem breski herinn kom til landsins og „sparkaði okkur út úr bændasamfélag- inu,” eins og Sigurður orðaði það. Hernáminu fylgdu mikil um- svif, atvinnuleysi hvarf og allir sem vettlingi gátu valdið fóru i bretavinnuna — sveitirnar tæmdust. En hernámið hafði lika mikil áhrif á kynlif þjóðar- innar og þau áhrif voru, eins og annað, misjöfn eftir stéttum. Um þetta fjallar Hlaupvidd sex. Sigurður kvaðst hafa viðað að sér ýmsum upplýsingum um hernámið og islenskt þjóðlif á striðsárunum og vildi að fram kæmi að allar sögulegar upplýs- ingar sem fram koma i leikrit- inu væru réttar. I þessu spjalli við Sigurð hlaut að koma að þvi að blaðamenn spyrðu hvort hann skipaði sér undir merki Pilikians eða Helga Hálfdanarsonar. — Sú sögu- skoðun sem Hlaupvidd sex byggist á er nákvæmlega mitt á milli þeirra Helga og Pilikians. Ég mældi biliö á milli þeirra ná- kvæmlega og i miðjunni reisti ég verkið eins og stólpa sem heldur uppi vegasalti, sagði Sig- urður. Leikstjóri þessarar sýningar er Þórhildur Þorleifsdóttir en búningar, brúður, og sviðsbún- aður er verk Messiönu Tómas- dóttur. Sviðið samanstendur að mestu af. stórum likams- hlutum og sagði Sigurður að þar væri kominn „þjóðarlikaminn” þvi fyrst þjóðin hefur sál hlýtur hún lika að eiga sér likama. Tónlist er eftir Sigurö Bjólu en Arnþór Jósson kemur henni á framfæri með aðstoð pianós. Leikhópurinn sem útskrifast i1 vor telur niu manns eins og áður sagði en i honum eru:Edda Hólm, Lisa Pálsdóttir, Bjarni Ingvarsson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Guðrún Gisladótt- ir, Guðný Helgadóttir, Steinunn Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Valdimarsson og Sigurbjörg Árnadóttir. Auk þeirra leika af segulbandi þeir Pétur Einarsson (bandariska herinn), Karl Guðmundsson (breska herinn) og Sigurður Pálsson (Hitler). Myndirnar hér á siðunni tók Jón Hólm. NEMENDALEIKHÚSIÐ Bandariskir herforingjar vilja fá sitt „sjó” og hér er verið aö æfa það. Tvær aiþýðukonur sem taka hernáminu misjafnlega. Þarna hefur sjérrfið borið frá Kötlu Brimdal ofurliði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.