Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 11 júnl 1977 ÞjúpyiLJINN — SIÐA 7 3„Viö óbreyttar aðstæður verður atvinnumálum islenskra öryrkja ekki komið i viðunandi horf, nema löggjafinn grípi í taumana og leggi þá skyldu á herðar atvinnurekendum að ráða til sín öryrkja” Við megum skammast okkar 1. Rétturinn til vinnu. Stundum hafa þær hugmyndir skotiö upp kollinum, aö eölilegt sé og nauösynlegt aö lögfesta i stjórnarskrá landsins rétt launafólks til vinnu. Aö þjóöfélaginu beri framar öllu ööru skylda til aö tryggja hverri einustu vinnandi hönd starf viö sitt hæfi. Slfkum hugmyndum um lög- bundinn atvinnurétt er yfirleitt tekiö fálega, þær hafa enn ekki náö fram aö ganga eöa vakiö áhuga ráöamanna. Ástæöan er auövitaö sú fyrst og fremst, aö sjálf þjóöfélagsfræöin, islenska hagkerfiö, hefur ekki hag af sliku atvinnuöryggi. Rétturinn til aö ráöa starfs- fólk til vinnu og ráöskast meö vinnuafliö er alfariö i höndum atvinnurekenda. 1 þeirra augum er vinna verkamannsins sem hver annar framleiöslukostnaö- ur en ekki mannréttindi. Og meöan svo er kaupir enginn at- vinnurekandi vinnuafl deginum lengur en hann hefur af þvi fjárhagslegan hag. Lögmál framboös og eftir- spurnar ræöur á þessu sviöi sem mörgum öörum, og i samræmi viö þaö er þaö Islensk réttar- regla, aö atvinnurekandinn ræöur þvi hver fær vinnu hér á landi og hve lengi. Geöþótti hans ræöur, hverjum sagt er upp störfum og hvenær. Eina atvinnuöryggiö er hinn svokall- aöi uppsagnarfrestur, þaö aö eiga ekki yfir höföi sér aö vera vlsaö á götuna fyrirvaralaust. Hér eru opinberir starfsmenn vissulega undantekning, Þeir einir njóta I flestum tilfellum at- vinnuöryggis, æviráöningar, og borga talsvert fyrir I launum sinum. Þessi Islenska staöreynd um forræöi vinnunnar vekur sjálf- sagt takmarkaöa athygli I dag. Þeir, sem sagt er upp störfum, fá yfirleitt vinnu fljótlega aftur, afkomu þeirra er borgiö a.m.k. I bili. Sem betur fer hefur fjöldi ytri aöstæöna valdiö því, aö at- vinnuleysi er nær óþekkt á Islandi og hefur veriö svo um mörg undanfarin ár og ártugi. Eftirspurn atvinnurekenda eftir vinnuafli hefur oftast veriö mik- il og laun yfirleitt svo af skorn- um skammti, aö vinnuþrælkun hefur miklu fremur veriö hlut- skipti verkafólks I seinni tlö. En lögmáliö er óbreytt og blöur notkunar. Um leiö og atvinnureksturinn hefur ekki lengur hag af vinn- unni, hættir hann, eöa dregur saman seglin. Verkafólki veröur sagt upp störfum og á örskömmum tlma geta þeir at- buröir oröiö I hagkerfi okkar, aö atvinnuleysi breiöist út einsog eldur I sinu. Þeir sem muna þá tlma, aö þeir, feöur þeirra eöa afar þurftu aö flaöra upp um at- vinnurekendur og verkstjóra þeirra einsog hundar til aö eiga von um vinnu, þó ekki væri nema part úr degi, þeir þekkja lögmáliö, þeir óttast ef til vill ekkert meira en atvinnuleysi og samdrátt. Þeir vita aö þá veröur verkamaöurinn, sem byggir afkomu sina á sölu vinnu sinnar, skyndilega engu rétthærri en vélin. Hans er ekki lengur þörf. I bili a.m.k. er ekki hægt aö græöa á vinnu hans. Engum heilvita manni ætti þó aö dyljast, aö vinnandi hendur, verkafólk til sjávar og sveita, er dýrmætasta eign hverrar þjóöar. Þaö er afrakstur launa- vinnunnar sem skiptir mestu máli en ekki einhver lögmál. 011 þjóöfélagskerfi, allar réttar- reglur eiga aö vera til fyrir fólk- iö, vegna fólksins, en ekki öfugt. Rétturinn til aö vinna er þvl grundvallarréttur hvers einasta manns, grundvallarkrafa til þjóöfélagsins. Fyrir henni veröur allt aö víkja, gróöi sem annaö. En svona er þaö ekki, þvi miöur. A íslandi nútlmans er þaö „vinnuveitandinn” sem veitir verkamanninum vinnu, „launþeginn” þiggur vinnu af honum, hótunin er atvinnuleysi, hagkerfiö segir jafnvel, aö hæfi- legt atvinnuleysi sé æskilegt. Einskonar „hagstjórnartæki”. Og ráöamenn hæla sér hver I kapp viö annan, þessa stundina, fyrir aö hafa tekist aö koma i veg fyrir atvinnuleysi, en auövitaö stórlega á kostnaö lifs- kjara alls launafólks. 2. Hvers eiga öryrkjar að gjalda? Astæöan fyrir þvi aö ég hef kosiö aö rif ja þessa hluti upp hér aö framan er sú, aö fyrir skömmu varö ég þeirri reynslu rikari aö komast persónulega I kast viö lögmál framboös og eftirspurnar á Islenskum vinnu- markaöi. Þá komst ég aö þvi, aö hiö glæsilega islenska atvinnu- lif, hin þrotlausa eftirspurn at- vinnurekenda eftir vinnuafli, nær aöeins til þeirra, sem eru fulikomiega heilbrigöir. Þaö er kappnóg aö gera fyrir hvern verkfæran mann. En ef starfs- orkan er skert, er ekki áhugi. Ef vélin nær ekki fullum afköstum, er ekki hægt aö nota hana. Ég komst aö þvl, aö þúsund- um saman búa íslenskir öryrkj- ar, sem fyrir slys, veikindi eöa önnur örlög hafa misst hluta starfsorku sinnar, viö atvinnu- leysi og eiga hverfandi möguleika á atvinnu nokkurs- staöar. A Islandi eru nú milli 5 og 6 þúsund öryrkjar. Hluti þeirra er ekki vinnufær. En stærri hluti getur, þarf og þráir aö vinna einhverja vinnu viö sitt hæfi. örlitlu broti þessa fólks hefur meö aöstoö eöa kunningsskap tekist aö ná sér I vinnu, en aö ööru leyti ganga islenskir öryrkjar um göturnar þúsund- um saman, atvinnulausir. Ég hef kynnst öryrkjum, sem hafa sótt stanslaust um atvinnu I 7 ár, án árangurs. Dæmi eru þess, aö einn öryrki hafi sótt 70—80 sinnum um atvinnu á undanförnumárum og enn án árangurs. Ættingjar þessa fólks og vinir ganga frá einum at- vinnurekanda til annars, vaka yfir öllum auglýsingum og reyna yfirleitt alla hugsanlega möguleika til aö ná I starf, hálft starf eöa brot úr starfi, en oftast án árangurs. I lögum um vinnumiölum frá árinu 1956, segir m.a. I 3. gr. aö hlutverk vinnumiölunar I land- inu sé aö veita öryrkjum og ung- lingum aöstoö viö aö finna vinnu viö þeirra hæfi. Og i lögum um endurhæfingu frá árinu 1970 segir m.a. I 16. gr. aö þeir sem notiö hafi endurhæfingar skuli fá aöstoö til aö finna starf viö sitt hæfi. Og skuli aö ööru jöfnu eiga forgangsrétt til atvinnu hjá rlki og bæjarfélögum. Hvorugt þessarra laga- ákvæöa viröist hafa nokkuö aö segja. Á vegum endurhæfingar- ráös er rekin vinnumiölun, þar sem einn eöa fleiri starfsmenn vinna aö þvl daglangt aö finna störf fyrir öryrkja. lslenskum atvinnurekendum, einstakling- um og opinberum stofnunum eru sendar sérstakar atvinnu- umsóknir endurhæfingarráös þar sem vakin er athygli á mál- efninu og óskaö eftir samvinnu og skilningi. En allt kemur fyrir ekki. Atvinnuumsóknum þess- um er yfirleitt ekki svaraö, hvorki af einstökum atvinnu- rekendum né opinberum stofn- unum. Forgangsréttur öryrkja til vinnu hjá riki og bæjarfélög- um er einfaldlega ekki virtur. Nú þarf auövitaö ekki aö segja neinum, aö ekki séu til næg störf fyrir flesta islenska öryrkja. 1 nútima þjóöfélagi eru þau störf flest og fjölgar alltaf, sem ekki krefjast likamlegs erfiöis eöa átaka. Nei, ástæöan er auövitaö sú, aö hér ræöur lögmál framboös og eftirspurnar. Meöan enginn skyldar atvinnurekendur til aö ráöa tilsín öryrkja eftir ákveön- um reglum, einsog vlöa er erlendis, gera þeir þaö ekki nema þeir hafi hag af því. Og fyrir þá sök búa islenskir öryrkjar viö órétti og misk- unnarleysi, sem ekki ætti aö þekkjast I siöuöu þjóöfélagi. 3. Tillaga Helga Seljan og Stefáns Jónssonar. Viö óbreyttar aöstæöur veröur atvinnumálum íslenskra öryrkja ekki komiö I viöunandi horf, nema löggjafinn gripi I taumana og leggi þá skyldu á heröar islenskum atvinnu- rekendum aö ráöa til sin öryrkja. Þess vegna var þaö mikiö fagnaöarefni, aö fyrir þingslit I vor var samþykkt á alþingi tillaga þeirra Helga Seljan og Stefáns Jónssonar um atvinnumál öryrkja. Tillaga þessi er tvímælalaust veigamik- iö spor I rétta átt. Ef er fylgt eftir gæti hún markab þau tlma- mót aö Islenska þjóöin þyrfti ekki aö skammast sin lengur fyrir meöferöina á öryrkjum. Tillagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar aö fela ríkis- stjórninni aö láta útbúa og leggja fram á alþingi frumvarp til laga um atvinnumál öryrkja. Skal frumvarpiö miöa aö þvl aö fólk meö skerta starfsgetu fái tækifæri til vinnu viö sitt hæfi, annaöhvort á sérstökum vinnu- stööum á vegum rlkis og sveitarfélaga eöa meö þvl aö opna þeim aögang aö hinum almenna vinnumarkaöi meb sérstökum ráöstöfunum”. Arnmundur Bachmann &5 ára á morgun Steínunn Þorgilsdóttir Breiöabólsstaö, Fellsströnd, Dalasýslu A morgun veröur Steinunn Þor- gilsdóttir 85 ára. Hún veröur aö heiman þann dag, en margir kjósa aö senda henni hlýjar kveðjur á afmælinu. Einn þeirra er undirritaöur meö þökkum fyrir allt gamalt og gott. Steinunn Þorgilsdóttir fæddist aö Knarrarhöfn i Hvammssveit Dalasýslu 12. júni 1892 Foreldrar hennar voru Þorgils Friöriksson kennari og bóndi að Knarrhöfn og kona hans Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir. Steinunn varö snemma bókhneigö og fróðleiks- fús þannig aö til þess varö tekiö. Var hún send til mennta i Kvennaskólanum I Reykjavík I einn vetur, 1913-1914. Ekki þætti sllk skólaganga tlöindum sæta núoröið: hitt vita allir sem þekkja Steinunni aö vistin I Kvennaskól- anum varö henni ekki aðeins til fróðleiks og ánægju meöan hún stóð: námiö þar varö henni hvati til framhaldsnáms sem hún hefur æ siban stundaö. Er hún margfróö og minnug svo af ber. Hverja stund hefur Steinunn notað sem gafsttil menningar og menntunar sjálfrarsin og ekki siöur annarra. Hún var kennari I Hvammssveit- inni 1914-1918, 1919-1920 og 1932-1934, en á Fellsströndinni 1930-1931 og 1932-1934. Auk reglu- legra kennarastarfa kenndi hún árum saman börnum I heima- kennslu, slðast liklega undirrituö- um veturinn 1956 ef ég man rétt. Það var dauft barn sem ekki upptendraöist af fróöleiksþrá og áhuga á mönnum og málefnum, námsefni og mannllfi hjá Stein- unni á Breiöabólstaö. Svo mikla rækt lagöi hún viö nemendur slna aö samjöfnubur finnst ekki I skólagöngu þess sem þetta skrif- ar. Þá tvo vetrarhluta sem ég var á Breiöabólstaö var Steinunn ekki einasti kennari minn heldur var hún einnig félagi og sam- verkamaður. Við gegndum saman I f jósinu, og aö loknum úti- verkum sat 11 ára drengur löng- um stundum á kistlinum i búrinu niöri og fræddist af Steinunni um ólikustu fyrirbrigöi, um söguna og landafræöina, um fólkiö, um tungumál, um pólitlk. Ég var svo haröur Ihaldsmaöur voriö 1956 aö ég hika ekki viö aö fullyrða aö fáir hafi fylgst jafneinbeittir með kosningaúrslitunum 1956, en þá var Friöjón, sonur Steinunnar og Þóröar á Breiöabólstað, I fram- boöi fyrir Sjálfstæöisflokkinn I Dalasýslu. Maöur Steinunnar var Þórður Kristjánsson á Breiöabólstaö. Þóröur lést fyrir fáum árum. Þau hjón voru þremenningar; mig minnir aö Steinunn hafi sagt mér þaðeina kennslustundina I búrinu aö Þórður afi Þóröar og Steinunn amma Steinunnar hafi veriö syst- kini. 1 hálfa öld sátu þau hjónin Breiðabólstaö af miklum myndarskap. Breiöabólstaöur varö menningarheimili, einskon- ar félagsmiöstöö sinnar sveitar. Þótti fáum málum vel ráöiö aö ekki væru þau kvödd til. Steinunn hefur löngum gegnt margvislegum forystustörfum i sveit sinni og héraöi, lengst hefur hún setiö i skólaráöi Húsmæöra- skólans á Staöarfelli og ann hún þeim skóla mjög. Þeim verkefn- um hefur Steinunn sinnt af ein- lægni, viti og skörungsskap eins og öllum verkum slnum. Steinunn Þorgilsdóttir er höfö- ingi sinnar sveitar. Hún fer ekki meö gassa, en þeir sem kynnast henni gleyma ekki viömóti henn- ar,hlýjuog umframallt menntun. Mætti ég enda þessar snubbóttu afmæliskveöjur meö þvi aö senda frændfólki minu öllu vestra bestu kveöjur. Steinunni færi ég hlýjár afmælisóskir minar og minna. Vonandi fáum viö einhvern tlma tækifæri til þess aö spjalla saman i búrinu, niöri, eins og foröum, þó ég efist um sama póli- tiskan árangur umræönanna. Svavar Gestsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.