Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 11.06.1977, Blaðsíða 20
DWÐVIUINN Laugardagur 11 júnl 1977 AAalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstii- daga, kl. 9-12 i laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægtaft ná i blaftamenn og aftra starfs-* menn blaftsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiftsla 81482 og Blaftaprent 81348. &81333 Einnig skalbentá heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóftviljans i síma- skrá. •* ..<9 Skráning hefst á mánudag Skráiö ykkur sem fyrst í ferdina Eins og þegar hefur verið sagt frá I Þjóftviljanum verft- ur sumarferð Alþýðubanda- lagsins aft öllu óbreyttu farin laugardaginn 25. júni nk. A mánudaginn getur fólk farift að láta skrá sig á skrifstofu Alþýftubandalagsins, Grett- isgötu 3 eða i sima 17500 (op- iö verftur fram á kvöld). Til aft auövelda allan undirbún- ing er æskilegt að þeir sem ráðnir eru i að fara skrái sig sem fyrst. Farið verður um Reykja- nesskagann með góðum leið- sögumönnum i hverri rútu og er það einstakt tækifæri til að fræðast um næstu nágranna- byggðir Reykjavikur sem eru rikar að sögu og náttúru- fyrirbærum. — GFr iean Jensen Rafvirkjar enn í verkfalli Rafvirkjar hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur eru enn i verkfalli. Að sögn Jcan Jensen, trúnaftar- manns rafvirkja, er málift i bið- stöðu eins og er. Bifta rafvirkjar eftir útspili frá Rafmagnsveit- unni. Allt er með kyrrum kjörum i þessu verkfalli og þær deilur sem voru uppi fyrstu tvo dagana um það hvaða störf mætti vinna með- an á verkfalli rafvirkjanna stend- ur hafa nú verið leystar. Eins og áður hefur verið skýrt frá stendur deilan um ákveðnar sérkröfur rafvirkja, einkum samninga svonefndra linumanna. eng. Lögreglan tekur yfir inn- heimtu umferðarsekta: Sækja og senda menn heim Héðinn Skúlason. Þröstur Eyvindsson. sinni þeir ekki kvaðningu og standi fyrir máli sínu Hafir þú lesandi göður gerst sekur um umferðar- lagabrot og fengið tilkynn- ingu um að þú eigir ó- greidda sekt og ekki sinnt þvi, getur þú átt von á því að heima hjá þér eða á vinnustað birtist menn frá lögreglunni í Reykjavik, sem biðja þig að koma með sér niður á stöð, þar sem þú verður að standa fyrir máli þínu og semja um lok málsins. Síðan er þér aftur ekið heim eða á vinnustað. Þessi þjónusta, ef svo má að orði komast, er ný af nálinni hjá lögreglunni i Reykjavik. Og þetta kemur til af þeim breytingum, sem eiga sér stað hjá lögreglunni og sakadómi vegna tilkomu rann- sóknarlögreglu rikisins. Áður var það svo, að þegar menn gerðust brotlegir i umferð- inní, fengu þeir bréf frá lögregl- unni þar sem þeim var tilkynnt um sekt. Ef menn sinntu þessu ekki, sem raunar mjög margir gerðu, þá var málið sent til Saka- dóms Reykjavikur sem sá siðan um framhald málsins. Sú stofnun var og er sem kunnugt er störf- um hlaðin og mjög litið var um að aðgerðum væri beitt til að fá menn til að greiða sektir og þær hrönnuðust upp. Til að mynda var það svo með stöðumælasektir að hreinlega var gefist upp við að reyna að einnheimta þær. En nú, þegar rannsóknarlög- regla rikisinserað taka til starfa, flytjast svona minniháttarmál til lögreglunnar, og þeir hjá lögregl- unni i Reykjavik eru byrjaðir að vinna eftir þessu nýja kerfi. „Það er okkar starf, að inn- heimta þessar sektir, og ef menn neita að greiða þær einhverra hluia vegna að ganga þá svo frá málinu að hægt sé að taka það beint til dóms,” sagði Héftinn Skúlason, einn af þeim 4 sem hafa það starf með höndum að inn- heimta sektir fyrir umferðar- lagabrot. Við heimsóttum Héðin og fé- laga hans Þröst Eyvindsson á lögreglustöðina í gær til að kynna okkur þessa starfsemi. „Fyrir mig er þetta svo sem ekkert nýtt”, sagöi Héðinn, „ég hef verið i þessu starfi siðan 1969 en þó var það ekki alveg sama starf og nú þvi að ef menn ekkí svöruðu bréfum frá okkur, þá af- hentum við Sakadómi Reykjavik- ur málið, en nú verðum við að ljúka málinu þannig,að það sé til- búið til dóms,neiti menn að greiða sektina.” Þröstur sagði að það væri ekki erfitt að fá menn til að mæta, þeg- ar þeir væru sóttir heim. „Það er rétt að sumir hrökkva við, en þegar útskýrt hefur verið fyrir þeim að það sé aðeins verið að fá þá til að mæta og gera útum sitt mál og að þeir verði svo keyrðir heim aftur, bregðast menn vel við.” „Gangur málsins hjá okkur er sá,” sagði Héðinn, „að fyrst fá menn sent heim sektarbréf, ef þeir ansa þvi ekki, er hringt i þá og þeir beðnir um að mæta og gera útum málið. Sé þvi heldur ekki sinnt sendum við menn til viðkomandi og biðjum hann aö koma með þeim niður á stöð og það heppnast alltaf með góðu, enda eru menn ekki handteknir, aðeins beðnir kurteislega að koma með og að þeim verði ekið aftur heim.” Þeir félagar sögðu að þar væru svona 1800 til 2000 mál i gangi hjá þeim og sú tala breyttist litið. Alltaf eiga sér stað umferðar- lagabrot, sem menn verða að gjalda fyrir með sektum, þannig að þessu starfi lýkur aldrei, þaft heldur ævinlega áfram. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.