Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júlí 1977 3. DAGUR RAUÐRI HÖFUÐBORG — EFTIR ÁRNA BERGMANN DAGBÓKFRÁ Kvöld eitt verð ég fyrir sér- kennilegri reynslu. Af Piazza Maggiore, þar sem stúdentar voru að skamma lögg- una fyrir yfirgang og skotgleði, geng ég á annan fund, sem hald- inn er i allmiklum sal inni I ráð- húsinu. Það eru kaþólskir hópar sem halda þann fund. Gestur kvöldsins er Andrei Sinjavski hinn þekkti sovéski rithöfundur, andófsmaður, fangi og nú útlagi. Hann sagði sina eigin sögu, hvernig hann i glimu sinni við veruieikann breyttist úr áhuga- sömum ungkommúnista i ádeilu- höfund, sem siðan er settur inn fyrir „óhróður um rikið” og bind- Sumir stúdentar trúa á skambyssuna ; „autonomisti” skjóta á lögreglu. OFBELDISSKRÚFAN ur æ meira traust við kristindóm i langri fangavist. Hann sagði og frá andófsmönnum nú um stundir og þeirra erfiðleikum. Italir spurðu hann margs um „sögulega málamiðlun” — Sinjavski vildi ekki fella dóm um það, hvort hægt væri að treysta itölskum komm- únistum eða ekki — hann vildi að- eins halda þvi fram að ekki væri hægt að treysta þeim rússnesku. Fyrir hverju var klappað? En svo kom að þvi, að ungur maður spurði, hvort Sinjavskf vissi um hrottalega framgöngu italskrar lögreglu gegn ungum og reiðum stúdentum. Sinjavski kvaðst sem fyrrverandi fangi ekki óska neinum hirtingar eða þungrar refsingar — ekki heldur þeim sem hvettu beinlinis til of- beldisverka, eins og honum hafði skilist að stúdentarnir á torginu væru að hóta. Hitt vissi hann, að i sinu landi, Sovét, hefði allt þetta fólk á torginu verið handtekið umsvifalaust, gott ef ekki hefði verið skotið á það. Þá brá svo við, að hin prúð- búna, kaþólska samkoma klapp- aði ákaft, meira en i nokkurt ann- að skipti það kvöld. Af hverju stafaði þessi fögnuð- ur? Var verið að klappa fyrir þvi, að Italia væri miklu umburðar- lyndara riki en Sovétrikin? Ég er hræddur um að svo hafi ekki ver- ið. Ég held frekar, að ósjálfrátt hafi þetta borgaralega fólk verið að klappa fyrir þvi, að einhvers- staðar væri þó gengið röggsam- lega fram gegn þeim tötralega og siðhærða ónytjungalýð sem hefur hátt á torgum. Þetta hljómar eins og þverstæða, en ég held samt að þessi tilgáta sé rétt. Hverjum í hag? Ég hafði vikiö að óánægju stúd- enta, sem leiddi til þess, að ein- stakir hópar meðal þeirra lentu i vixlverkan við lögregluna um að „skrúfa upp ofbeldisverk”, uns allt landið stóð á öndinni. Um þetta segir i fróðlegum leiðara i borgara! ,u blaði, La Stampa 19. mai: ..Orvæntingarfull iðkun of- beidis af hálfu þessara nýju vinstrihópa mun aðeins valda þvi að til Kristilegra demókrata flæði aftur kjörfylgi á við það sem ótti við kommúnista og sovétmenn færðiþeim 1948.... Og okkur grun- ar að DC, (kristilegir) hafi þegar skilið þetta vel”. Þetta er fróðleg athugasemd; það er reyndar vænlegast til skilnings á fyrirbærum að spyrja hverjum tiltekin atvik koma i hag, ekki endilega takmarka sig ekki við að hlusta á það, hvað menn telja sjálfa sig vera að gera. I framhaldi af þvi skulum við lita á útskýringar kommún- ista i samtölum og blaðagreinum þessara daga á þvi, hvað „of- beldisskrúfan” þýddi I reynd. Að halda uppi spennu Við vitum vel, segja kommún- istar, að óánægja stúdenta byggir á raunverulegum forsendum. Þeirra vandræði eru mikil enginn tilbúningur. öll barátta gegn of- beldisskrúfunni, sem ekki byrjaði á að viðurkenna þetta, væri gagnslaus og hræsni. Og við skul- um viðurkenna, að við urðum of seinir að átta okkur á þvi hve al- varleg vandamálin voru. Við hefðum átt að láta sem vind um eyu þjóta heimskulegar kröfur antafunda um „pólitlskt eft- irlit með prófum þannig að öll- um séu tryggð 27 stig (af 30)” og annað þessháttar, en snúa okkur fyrr að hinum raunverulegu vandamálum. Fylgja eftir kröf- um um áætlanagerð i háskóla- námi og annað i þeim dúr (Mussi og Franchi i Rinascitá). — Ég tel (það er Ventura, gamalreyndur kommúnisti, sem hefur orðið) að DC (kristilegir) haldi upp gegn okkur herstjórnariist spennu (strategia di tensione). Það eru raunveru- legar forsendur fyrir átök um t.d. réttindi kvenna, um stöðu unga fólksins, og DC reynir að halda svo á spöðum, að þessi mál snúist okkur i óhag. Af þvi að til þeirra eru engar sérstakar kröfur gerð- ar, en hinsvegar miklar til okkar. Stefna gremju t.d. stúdenta og kvenréttindahópa gegn okkur til að þreyta okkur og mylja utan af okkur. Klókindi ihaldsins Aðrar raddir: Það eru klókindi hjá DC að láta allt reka á reiðan- um i háskólanum — til þess að allt komist i óefni. Þá geta þeir reynt að endurvekja það ástand, sem var fyrir 1968, i nafni laga, reglu og menntunargæða. Það er varla tilviljun, að stúdent er skotinn til bana i marz leið einmitt i Bol- ognu. Það mátti reikna með þvi að stúdentar færu þá hamförum um allan miðbæinn i hefndar- skyni og þá var hægt að segja sem svo: Sjáið þið til, ekki einu sinni þessir íyrirmyndarkommar sem stjórna Bolognu ráða við neitt, innanrikisráðherrann verður að fylla þeirra borg af vopnaðri lög- reglu! Þaö getur verið klókt lika að lauma óeinkennisklæddum leynilögreglumanni inn i raðir stúdenta og láta hann skjóta til að stigmagna heiftina þar til lands- menn hafa gleymt öðrum vanda- málum — spillingu, atvinnuleysi og fleiru. Og safna röksemdum fyrir auknu valdi til lögreglunnar (simahleranir, handtökur „i var- úðarskyni” osfrv.) Kristilegir vilja i leiðinni koma þvi svo fyrir i vitund manna, að þeir.valdhafar i 30 ár, og ítalska lýðveldið séu eitt og hið sama. Þeir fá i þessu efni stuðning frá róttæklingahópum, sem einnig telja að valdhafarnir og rikið séu eitt og hið sama. Við teljum hins- vegar, að það sé lifsnauösynlegt fyrir framtið ítaliu að greina á milli valdhafa og rikis. Við þekkj- um vel ójöfnuðinn og spillinguna. En við teljum (hér er ég kominn i leiðara I l’Unitá frá 19. mai) að það væri stórslys ef verklýðs- stéttin, vinstrihreyfingin gerðist andsnúin lýðveldinu og lýðræðis- legum stofnunum þess. Fróðleg stjórnarskrá Kommúnistar visa mjög oft til þess, að stjórnarskrá ítaliu, sem þeir áttu mikinn þátt i að semja, geymi mörg mikilvæg ákvæði sem opna leiðir fyrir alþýðu til aukinna valda, réttinda og áhrifa, fleiri leiðir en stjórnarskrár ann- arra borgaralegra rikja. Þar seg- ir t.d. beinlinis að verkamenn hafi rétt til að taka þátt i stjórn fyrir- tækja. Þar segir m.a. að „Það er skylda iýðveldisins að ryðja úr vegi þeim efnahagslegu og félagslegu hindrunum sem i reynd takmarka frelsi og jafn- rétti þegnanna og koma i veg fyr- ir fullan þroska mannsins og raunverulega þátttöku allra vinn- andi manna I pólitiskum, efna- hagslegum og félagslegum skipu- lagseiningum”. Þar segir að „ítalia er lýðræðislegt lýðveldi sem byggir á starfi”. Og eins og siðar verður vikið að nánar, er það afdráttarlaus stefna italskra kommúnista að reyna fyrrgreind- ar leiðir til þrautar. Og þá er ein- att bent á baráttuna fyrir fram- kvæmd stjórnarskrárákvæða um sjálfstjórn héraðanna (og þar með dreifingu valds) sem dæmi um verulegan árangur i þessa átt. Lögreglan og PCI Það er með tilliti til þessa sem nú var nefnt að málgögn PCI, kommúnista, kröfðust mjög af- dráttarlausrar fordæmingar á réttlætingu ofbeldisverka. Og svo að þau tóku mjög eindregna afstöðu með lögreglusveitunum sem verndurum „stofnana lýð- ræðisins” — þótt þau svo um leið fordæmdu ýmislegt ljósfælið at- hæfi innanrikisráðuneytisins (leiðari i ungkommúnistablaðinu Cittá futura ). Afstaðan til lög- reglunnar er einmitt dæmi um þá kenningu, að „skemmri leiðin” til sósíalisma (m.ö.o. einskonar áhlaup á Vetrarhöllina) sé blátt áfram ekki fær, hvað sem hver segir. Heldur er „gangan löng”, baráttan sifellt stöðustrið. Og þá skulum við ekki heldur gera þessa sveitastráka úr atvinnu- leysishéruðunum að sunnan, sem teknir eru i lögregluna, fyrirfram andsnúna verklýðsflokkunum. Við skulum ekki hrækja á þá eða réttlæta þá sem grýta þá. Við skulum tala við þá. Við skulum útskýra hvaða jákvæðu hlutverki þeir geta gegnt. Við skulum stofna verklýðsfélög fyrir lög- reglumenn (það voru kommún- istar og sósialistar reyndar að gera um þessar mundir, kristi- legum til sárrar gremju). ítalskir kommúnistar hafa mörg úrræði. Þessa daga stofn- uðu þeir nýtt vikublað fyrir æsku- fólk til umræðu um vandamálin; það heitir Cittá futura og seldist vel. Þeir héldu ráöstefnur á veg- um rauðu samvinnufélaganna i Emilia-Romagna um þaö, hvern- ig samvinnufélögin gætu tekið fleiri unglinga i verknám, útveg- að sumum jarðnæði osfrv. Sam- vinnufélögin rauðu eru einmitt mikill þáttur i velgengni PCI — og vikjum við að þeim i næstu grein. (Framhald). En öryggislögregian lætur ekki sitt eftir iiggja — einu vinstriblaða tókst að ná mynd af þessum nafngreinda lögreglumanni sem haföi verið sendur i borgaraklæðum — og vopnaður — inn i stúdentagöngu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.