Þjóðviljinn - 02.07.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 02.07.1977, Side 7
Laugardagur 2. júlí 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Stórstigar framfarir urðu á lestrarkunnáttu eftir að skyldunámsskólinn tók algjörlega að sér byrjunar- kennslu í lestri úr höndum heimilanna og „tímakennslufyrirtækjanna”. Þorsteinn Sigurösson, sérkennslufulltrúi: Aö virkja skólann Skólamál eru stöBugt á dag- skrá eins og eBlilegt er þar sem þau snerta hvert einasta mannsbarn i landinu. Þó fer þvi viBs fjarri aB umræBan um skólamálin sé nægileg, hvaö þá aö skólinn (og þá á ég viö allt skólakerfiö frá dagvistarstofn- unum til háskóla) skipi þann sess er honum ber i þjóölífinu. Sé þess gætt aö hlutverk skól- ans er aö móta viöhorf uppvax- andi kynslóöar og efla færni ein- staklingannatil aB lifa og starfa i samfélaginu er þaö furöulegt hve fáir hafa komiö auga á aö skólinn er i raun og veru lang- mikilvægasta þjónustustofnun þjóöfélagsins. ÞaB er svo auövitaö i okkar valdi hvernig viö gerum þessa stofnun úr garöi til aB sinna hlutverki sinu. Viö — almenn- ingur i landinu — ráBum þvi hvort skólanum er haldiö i fjár- svelti og skipulagslegri spenni- treyju ellegar veittir sæmilegir möguleikar á aö þjóna einstak - lingunum og þjóBarheildinni. Hafa menn t.d. gert sér ljóst aö skólinn er eina stofnunin i samfélaginu sem á raunhæfa möguleika á aö sinna fyrir- byggjandi starfi á nálega öllum sviöum? Andreykingaherferöin árangursrika sem enn er i gangi heföi trúlega skilaö jafnrýrum árangri og jafnan áöur ef ÞorvarBi örnólfssyni fram- kvæmdastjóra Krabbameins- félagsins heföi ekki hugkvæmst aö virkja skólann. Gefi þetta dæmi enga visbendingu, geta menn alténd hugsaö til menn- ingarbyltingarinnar i Kina. Ef farið væri aö nýta mögu- leika skólans til fyrirbyggjandi aögeröa minnkaði þörfin á þjón- ustu á sviði heilbrigðismála, félagsmála og dómsmála aö sama skapi og varnaöarstarf skólans skilaöi árangri — svo ekki sé minnst á þá bættu liöan almennings sem af þessu leiddi. Til þess að gera skólanum kleift að takast á viö slik verk- efni þarf nokkurt skipulagsátak og talsveröa fjármuni — en þó fyrst og fremst breytt al- menningsálit. Einkum þarf mat almennings á starfsliöi skólans að breytast. Ég er ekki aö segja að þörf væri á að sveipa kenn- arana sams konar dýröarljóma og nú umvefur læknana (þó ýmsir telji þá jafn vel að honum komna), hins vegar væri ekki úr vegi að búa kennurum um stundarsakir svipuö kjör og' tannlæknum svo uppeldisstarfiö ýxi dálitiö i áliti almennings. I skólamálaumræöunni hefur boriö mest á gagnrýni á skipu- lag og starfshætti skólans, og raunar er ekkert eölilegra. enda er þar af nógu aö taka. Hitt er svo annaö mál aö margt finnst lika lofsvert i starfi og skipan islenska skólans. 1 þessum pistli ætla ég til tilbreytingar aö rekja eitt dæmi um jákvæöa þróun i islenskum skólamálum sem ég held aö mjög fáir hafi veitt athygli. Lestrarkennslan er eitt af viö- fangsefnum skyldunámsskólans og þaö er erfiöara verkefni en margur hyggur að gera alla nemendur læsa. Raunar hefur engri þjóö i heiminum tekist aö gera alla læsa — og mun vist aldrei takast. A.m.k. var kanadamaöurinn John Down- ing, sem gaf út bókina „Comparativ Reading” árið 1973 um rannsóknir sinar á árangri lestrarkennslu i 14 lönd- um, ekkert of hress yfir niöur- stööum sinum. Þar sagöi hann t.d. að 25% franskra barna yröu aö sitja eftir i 1. bekk vegna ónógs árangurs i lestrarnám- inu. Og i fyrra þegar danir leit- uöu álits þessa fróöa manns á þvi.hvort hyggilegt væri fyrir þá að hefja lestrarkennsluna fyrr en við 7 ára aldur varaöi hann alvarlega viö þvi og visaöi til slæmrar reynslu þeirra þjóöa þar sem lestrarkennsla hefst við 5 ára aldur. (Sjá timaritið Læsepædagogen, 4. 1976). En hvaö sem þessu liöur er hvarvetna stefnt að þvLaö sem flestir nemendur veröi læsir á fyrsta þriðjungi skyldunámsins, svo þeir geti úr þvi hagnýtt sér lestrarfærnina sem verkfæri til aö afla sér fróðleiks. Hvernig skyldu mál hafa þró- ast hjá okkur á þessu sviöi á undanförnum árum? Af ein- skærri tilviljun er mér tiltækur samanburður á lestrargetu allra barna i barnaskólum Reykjavikur vorin 1958 og 1972. Ég tilfæri hér aöeins þann hundraðshluta nemendafjölda hvers árgangs sem ekki náöi einkunninni 5.0hvort áranna, en þá einkunn má telja lágmarks- árangur til þess að geta lesiö sér til gagns venjulegar námsbæk- ur. Tölurnar eru sem hér segir: Nemendur < < viö lok: O O' to CD oo orpróf 1972 3. bekkjar... ...21.7% 10.6% 4. bekkjar .. ..12.2% 5% 5. bekkjar .. .. 7.6% 1.5% 6. bekkjar .. .. 5.6% 0,4% Eins og sjá má á þessum töl- um uröu stórstigar framfarir á þessu timabili. Skýringin á þessum árangri er einfaldlega sú að á árabilinu frá 1958-1972 tók skyldunámsskólinn byrj- unarkennslu i lestri algerlega upp á sina arma — úr höndum heimilanna og „timakennslu- fyrirtækjanna” sem réöu auö- vitaö ekki viö þetta vandasama verkefni. í skólanum var gerö veruleg skipulagsbreyting á þessu tima- bili, mra. tóku 6 ára deildirnar til starfa, stuöningskennsla i móöurmáli var aukin og bætt, ný námsgögn og betri kennslu- aðferðir komu til sögunnar — meö öörum oröum: skólinn fékk i senn bætt starfsskilyrði og svigrúm til fyrirbyggjandi starfa — og árangurinn lét ekki á sér standa. Auðvitað kostuöu þessar um- bætur nokkurt fé, en ég er hand- viss um að það sparaðist meira fé annars staöar i samfélaginu. Hiö einkennilega fyrirbæri „timakennslan”, sem haföi þaö markmið aö búa sex ára börn undir skólann með lestrar- kennslu, bókstaflega þurrkaöist út. Og það var ekki litill sparn- aöur fyrir heimilin, sem höföu látið leiðast til að greiða óviö- komandi aöilum úti i bæ kaup fyrir að fikta viö lögboöið verk- efni skyldunámsskólans, — aö ekki sé minnst á hagnaðinn af þvi fyrir samfélagiö að skólinn skilaöi verki sinu betur en áður. Ég er ekki frá þvi aö ástandiö á þessu sviöi i skólanum hafi jafnvel batnað enn frá þvi áriö 1972, þó ég hafi ekkert handbært til að sanna það meö tölum. Það er svo aftur skemmtilegt dæmi um fjármálastjórn Sjálf- stæðisflokksins i rikisstjórn og borgarstjórn „á þessum erfiðu timum” að nefndir aöilar hafa sameinast um aö bæta enn ástandið á þessu sviöi með þvi að verja nokkrum tugum miljóna króna til aö koma á laggirnar „timakennslufyrir- tæki” i einkarekstri i Breiöholt- inu. — En sjálfstæðismenn hafa nú liklega leyfi til að gera aö gamni sinu, eða hvaö? Þorsteinn Sigurösson Múlaþing, rit Sögu félags Austurlands tit er komiö 9. hefti MÚLAÞINGS, en þaö er ársrit Sögufélags Austurlands. Aö vanda eru i ritinu greinar um efni úr sögu Austurlands, frá ýmsum timum. Aöailega er efniö sótt i sögu Múiasýslna, enda er saga þeirra rannsóknarsviö sögufélags Austurlands. Ritstjóri Múlaþings er Sigurö- ur Ó. Pálsson skólastjóri á Eiö- um, en hann hefur ritstýrt Múla- þingi i rúm fjögur ár. Efni þessa heftis er fjölbreytt, og eru i heft- inu greinar eftir þrettán höfunda. Armann Halldórsson stóö aö stofnun sögufélags Austurlands og ritstýröi hann Múlaþingi, uns Siguröur Ó. Pálsson tók viö. Efni heftisins er mjög fjöl- breytt: þar er skrifað um Héraös- skjalasafn Múlasýslu, Safnstofn- un Austurlands, snjóaveturinn 1913-14, rakin saga prestsetursins aö Valþjófsstaö, skrifaö er um Björn á Eyvindará, Jón fóta- lausa, Eyjólfi Melan og rakin brot úr skólasögu Seyðisfjaröar, svo nokkuð sé nefnt. Eftir aö Skjalasafn Austurlands hefur verið sett á stofn, finnst sögufélagsmönnum sem starfs- sviö þeirra hafi stækkaö. Saga fjóröungsins verður ekki varö- veitt nema fólk almennt skilji gildi þess aö varöveita á söfnum gamlar dagbækur, bréfasöfn og dagbækur er haldnar hafa verið vegna útgeröar báta og geröar- bækur búa og atvinnurekstrar. Veröi slikir hlutir ekki varöveitt- ir, tekst okkur ekki aö varöveita sögu fjóröungsins eyöulaust. Einnig er mikils viröi að varð- veita vel gamlar myndir og myndaalbúm sem gamla fólkið átti. Er ástæöa til að hvetja fólk til aö láta slika hluti fara til safna. Einnig er rétt að biöja menn aö leggja til hliðar allar skrifaöar heimildir sem þeir kunna aö finna á háaloftinu eöa i kjallaranum næst þegar tekið veröur til. Send- Framhald á bls. 14. Hve langt getur mannshöndin kastaö? LONDON — TIu þúsund ára gömul „hönnun” reyndist sigur- sælust I keppni sem efnt var til um smíöi og prófun þess hlutar sem mannshöndina gæti kastaö lengst. Atvinnumenn og áhugamenn um loftkraftafræði gengust fyrir þessari keppni á Englandi. Sigur- vegarinn var dr. Brenning James, sem er vel aö sér i fræöunum en þar aö auki áhuga- maöur um svifflug. Hann bjó til búmerang, sem er i ætt við æva- fornt veiðivopn frumbyggja Astraliu, en var þó breytt á þann veg, að það snýr ekki aftur. Þessum grip reyndist mögulegt aö kasta 173 metra i mótvindi sem nam 11 km á klst. Dr. James fékk reyndar nokkra aðstoð frá fulltrúum okkar aldar. Þaö var Paul Dickenson, breskur sleggjukastari, sem kastaöi búmeranginu, sem dr. James hafði gert úr trefjagleri. SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.