Þjóðviljinn - 08.07.1977, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. jiill 1977
MINN-
ING
Björn Konráös Sigurbjörnsson
f. 6.3.1894 d. 4.7.1977
Björn Konráös fékk sitt
einstæöa nafn frá afa sínum,
Birni Konráössyni frá Bjarnar-
höfn, sem svo var ávallt nefndur.
Björn var fæddur og uppalinn
húnvetningur, þótt ungur kæmi
hann til sjóróöra suöur á veturna.
Ariö 1917 byggöu foreldrar
okkar nýbýli, Geitland viö
austurenda Miöfjaröarvatns, viö
vikina þarsem Auöunn Skökull og
Grettir Asmundarson frá Bjargi
léku knattleik sinn i gamla daga.
Vitanlega var túnlaust og þvi
kýrlaust, en þess i staö nokkrar
geitur.og einnig var þar i fyrstu
fært frá og sat ég 9 ára snáöinn
yfir ánum. Þá lá þjóövegurinn
milli Suöur- og Noröurlands aust-
anmegin viö vatniö, og bærinn þvi
alveg i þjóðbraut, sem fööur
minum, Sigurbirni Björnssyni, og
móöur, Sigurlaugu Nieisardóttur,
þótti hinn mesti kostur.
A leiö heim eitt kveldiö reiö
fram á mig ungt par, og
maðurinn á einum af glæsilegustu
hestum sem maður sá.
Allar tegundir feröafólks á
hestum sá maður alla daga, aö
landpóstinum meðtöldum, þvi aö
bilaöldin var þá ekki runnin upp,
en þetta fannst mér meö þvi
glæsilegasta, og varö þvi meira
undrandi, er kallaö var á mig
með nafni.
Þar reyndist vera kominn
Björn bróðir minn, þá kaupa-
maður á Holtastööum i Langadal
og með konuefni sift, Arndisi
Guðmundsdóttur frá Móbergi. Ég
hef siðar oft hugsaö sem svo, aö
ekki heföi veriö undarlegt þótt
Björn væri hrifinn af Arndisi, þvi
að ég, stráklings anginn dáöist aö
glæsileik hennar.
Stutt varö hennar ævi, hún lést
fáum árum siðar frá tveimur
ungum drengjum: Leifi (nú
múrara i Hafnarf.) og Sigurbirni
(sendibilstjóra i R.). Mörgum
árum siðar, er viö Björn vorum
báöir fluttir hingaö til
Reykjavikur. eignaöist Björn
stúlku meö sveitunga slnum,
Guönýju Þóröardóttur. Hún var
svo lánsöm, aö alast upp á þvi
góöa heimili, Oddgeirshólum I
Hraungerðishreppi hjá frú Elinu
Steindórsdóttur sem var henni
sem besta móöir og hefur verið
sjúkraliði i Borgarnesi undan-
farin ár, en er nú viö föndur-
kennslu þar. 011 systkinin til
samans eiga hóp barna.
Heimilisfesti á Suöurlandi átti
Björn fyrst i Hafnarfirði og komst
þá að sjálfsögöu I kynni viö
Verkamannafél. Hlif, sem aörir
verkamenn, og vék aldrei af
þeirri baráttulinu siöan til 83ja
ára aldurs. Hann var skapheitur
baráttumaður, og haföi sjálfur
alist upp að mestu hjá vanda-
lausum, vegna heilsubrests
móöur sinnar, og munaöar-
leysingjum á þeim tima var fátt
til varnar og staöir all-misjafnir.
Þetta haföi hann sjálfur reynt.og
ört skap þolir illa kúgun, og I
þessum málum fann hann aldrei
neinn meðalveg, baráttan fyrir
þann snauða og kúgaöa var
honum heilagt mál.
Sjálfur kunni hann ekki aö hlifa
sér, en samverkamaður hans,
Olafur Þorkelsson, lýsir honum
svo sjötugum:
Verkhraöi þinn er mörgum
i minni,
magnþrungin orka i
hverium leik.
Glaöur i hópi, glaöur i sinni,
gagnlega skyldan aldrei sveik.
Ævi þin veröur ei vegin
né metin
aö veröleikum eins og
sönnuster.
Allajafnan aö góöu getin.
Getur hver betra óskaö sér?
Og nú, þá Björn er allur, sendir
hann þessa smjaðurslausu llfs-
viöurkenningu:
Þú ólst I brjósti ást til
fóstru þinnar,
þó ættir heima lengi i
Reykjavik.
Löngun bóndans lá þér
tregsár innar,
landsýn húnversk var þér
kærleiksrik.
Nú biö ég drottin drengnum
taka móti,
dauöaþreyttum eftir langan dag.
Hann kynntist minna gulli en
hörðu grjóti
en gafst ei upp viö lifsins
haröa slag.
Þannig ber þessi góðvinur hans
honum vitni, samferðarmaöur,
sem hefur unnið höröum höndum
fyrir sinu lifsbrauöi sem Björn,og
munu báöir svo fara, að hvorugur
eigi óvin sér að baki.
Fyrir tveim áratugum féllu
leiðir Björns og Dagbjartar
Olafsdóttur saman. Dagbjört er
fædd 28. mai 1901 aö Steig I
Mýrdal.
Dótturdóttir Björns ók þeim
siöustu helgina til frænda og vina,
en ég kom morguninn eftir i
morgunkaffiö til þeirra, og áttum
viö þar öll glaöa og góða stund
sem oft áöur, en nokkurri stund
siöar, hafði hann endaö sina lifs-
göngu niður á Laugavegi.
Kærleiks-og alúöar umhyggju
konu sinnar hafði hann I rfkum
mæli notið og þess að dóttirin
væri sem hennar besta dóttir,
vinskaps Dagbjartarfólks, sona
sinna og annara góðvina, hvers
sagðist hann framar geta óskaö
sér. Albúinn væri hann til farar
hvern dag sem væri.enda búinn
aö fá nokkra viðvörun, en bestu
laun sinnar starfsævi held ég aö
honum hafi verið veitt, með
þessari léttu lifslausn.
Björn verður jarðsunginn frá
Frikirkjunni föstudaginn 8. júli
kl. 1.30, en lagður til hvildar siðar
dagsins i Selfosskirkjugaröi.
Ótal vina óska her
ættir að geta fundið.
Bróöurósk min beri þér
biarma yfir sundið.
Ingþór Sigurbjs.
Aðalf. Kaupfélags Stöðfirðinga
Aðalfundur Kaupfélags Stöö-
firðinga var haldinn á
Stöðvarfiröi laugardaginn 11.-6.
1977.
Kaupfélagsstjóri Guömundur •
Gislason og formaöur Björn
Kristjánsson geröu grein fyrir
rekstri félagsins á siöasta starfs-
ári. Heildarvelta á árinu 1976 var
kr. 286.791 þús. Vörusala var kr.
180.148 þús. Launagreiöslur námu
alls kr. 29.668.978,- Fastir starfs-
menn eru 12. Félagsmenn eru nú
221.
Félagiö hefur átt við rekstrar-
erfiöleika aö etja undanfarin ár
m.a. vegna þátttöku I sjávarút-
vegi. Hefur skuldabyrði og óhag-
kvæm vaxtakjör lagst þungt á
reksturinn.
A aðalfundinum var samþykkt
ályktun til stjórnvalda og annara
aðila sem málið varðar, um lána-
mál landbúnaðarins.
eystra
Sumarferðir Alþýðubandalagsins
Sumarhátíð
á Breiðumýri
Alþýöubandalagiö i Noröur-
landskjördæmi eystra efnir til
sumarhátiöar á Breiöumýri I
Reykjadal um næstu helgi.
Föstudagskvöldiö 8. júli munu
þátttakendur slá upp tjöldum
sinum á hátiðarsvæöinu viö
Breiðumýri, á laugardag veröur
ýmislegt til skemmtunar, svo
sem gönguferö, leikir, iþróttir
og skemmtiatriöi sem félögin i
kjördæminu sjá um, en hátlöin
stendur fram á sunnudag.
Skipulag hátiöarinnar miöast
við að börn jafnt og fullorðnir
geti notið þess sem fram fer.
Til að auðvelda undirbúning
þarf fólk að tilkynna þátttöku
sina hið fyrsta, og gefa upplýs-
ingar um hvort það hefur laust
bilpláss eða hvort það þarf að
komast i bil meö öörum.
Rútuferð verður einnig frá
Akureyri.
Mótsgjald verður 500 kr. fyrir
fólk eldra en 15 ára.
Eftirtaldir fulltrúar hátiöar-
innar taka á móti þátttökutil-
kynningum:
Ólafsfiröi: Björn Þór ólafs-
son, simi 6-22-70.
Dalvik: Rafn Arnbjörnsson,
simi 6-13-58.
Akureyri: Skrifstofa Alþýöu-
bandalagsins, Vilborg eöa
Kristin, simi 2-18-75.
Húsavik: Kristján Pálsson,
simi 4-11-39.
S.-Þing.: Erlingur Siguröar-
son, Grænavatni, Mývatnssveit.
N.-Þing.: Angantýr Einars-
s°n, Raufarhöfn, simi 5-11-25. þaB er hér á Breiöumýri sem fjölskyldu og sumarhátfö Alþýöubanda-
lagsins I Noröurlandskjördæmi eystra veröur haldin um helgina.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Sumarferð
á Strandir
Sumarferö Alþýöubandalags-
ins i Kópavogi verður farin 15.-
17. júli n.k. Fariö er noröur i
Strandasýslu aö Eyri viö
Ingólfsfj., lagt afstaökl. 14 frá
Þinghól á föstudaginn og ekiö aö
Klúku i Bjarnarfiröi þar sem
tjaldaö veröur. A laugardaginn
veröur ekiö aö Eyri viö Ingólfs-
fjörö og hiö stórbrotna landslag
norður-Stranda skoðað.
Á fáum stööum á Islandi eru
fjöll jafn formfögur og hrikaleg
og þar.
A sunnudag verður ekiö yíir
Laxárdalsheiöi um Laxárdal og
út Skógarströnd yfir Heydal og
Reykjavikur. Fargjald veröur
kr. 6.000,00 fyrir fullorðna.
Miðapantanir og upplýsingar
i sima 41279, Lovisa, og 40595
Karl eöa Hulda fyrir 12. júll.
Fólk þarf aö hafa með sér viö-
legubúnað og nesti.
Miöar veröa afhentir I Þing-
hól þriðjudaginn 12. júli kl. 20-22
Ferðanefndin
Sumarferðir Alþýðubandalagsins