Þjóðviljinn - 12.08.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 12.08.1977, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1977 w Lausar stöður við skólana á Sauðárkróki Staða hjúkrunarfræðings við Gagnfræða- skóla, Barnaskóla og Leikskóla. Matreiðslumaður i heimavist Gagnfræða- skóla og Iðnskóla. Ráðsmaður i heimavist Gagnfræðaskóla og Iðnskóla. Húsvörður i Gagnfræðaskóla. Þessar stöður eru lausar frá 1. september, eða eigi siðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst og skulu skriflegar umsóknir berast á bæjarskrif- stofurnar við Faxatorg fyrir þann tima. Upplýsingar verða gefnar af skrifstofu- stjóra og bæjarstjóra i sima 95 - 5133. BÆJARSTJÓRINN Á SAUÐÁRKRÓKI. g^gj Akranes Til sölu er fimm herbergja ibúð. íbúðin var byggð til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og skal við ráðstöfun slikra i- búða láta þær f jölskyldur sitja fyrir sem i lökustu húsnæði búa og mesta ómegð hafa, eða eiga samkvæmt vottorði læknis við verulega vanheilsu að striða. Umsóknir, þar sem greint er frá ástæðum viðkomandi, sé skilað til undirritaðs sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Um- sóknir þurfa að berast fyrir 20. ágúst næstkomandi. Akranesi 12. ágúst 1977 Bæjarritarmn. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir júli-mán- uð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. ágúst 1977. Skipasmíði Tilboð óskast i framkvæmdir við breyt- ingu á m/s Baldri fyrir Hafrannsóknar- stofnun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11:00 f.h. þriðjudaginn 20. september 1977. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 I ■ II Lúðrasveit verkalýðsins, undir stjórn ólafs L. Kristjánssonar. Samkór trésmiða og Lúðrasveit verka- lýðsins í Óslóarför Með frásögn hér i blað- inu af för Samkórs tré- smiða og Lúðrasveitar verkalýðsins á norræna alþýðutónlistarmótið í Osló reyndist ekki rúm fyrir birtingu nema einn- ar myndar, — af Sam- kórnum. Hér koma hins- vegar myndir úr förinni af Lúðrasveitinni og frá mótsslitunum. —mhg- Séö yfir mannfjöldann viö slit tónlistarhátiöar alþýöu I Frognergaröinum i Osló. ■ 11 111 mmm VII Bll ■ ■■ III IIR III KIR IIR III 811 III III Konur, liggið ekki á glámbekk... Mótmælaalda í Los Angeles vegna ógildingar nauögunardóms Dómstóll i Los Angel- es hefur nýlega ógilt fyrri dómsniðurstöðu i nauðgunarmáli á þeim forsendum að rétturinn hafi fengið ónógar upp- lýsingar. Hefur mál þetta vakið miklar deil- ur, og mótmæli, en dómarinn, Lynn D. Compton hefur látið þau orð falla, að þar sem konur hafi verið varaðar mjög rækilega við að veifa bilum á götum úti, ætti þeim að vera ljóst að þær geti átt von á að menn sem taka þær upp i leiti á þær. 1 umræddu máli var maður nokkur ákærður fyrir að hafa nauðgað stúlku, sem bað um far i bil hans eft- ir að bill hennar bilaði i nágrenni Los Angeles. Hafaþessi ummæli vakiö mikla reiðiöldu og segja m.a. fulltrúar samtaka sem hafa barist fyrir breyttu almenningsáliti í nauðg- unarmálum að ummælin geti hvatt menn til að nauðga konum, sem þeir taka upp i bila sina. Alan Robbins, öldungadeildar- þingmaður i Kaliforniu hefur sagt að umælin muni draga kjark úr konum sem hefur verið nauðgað og koma i veg fyrir að þær kæri nauðgunina. Talið er að um 60% nauðgana séu nú kærðar á móti aðeins 10% árið 1973 eftir þvi sem Robbins segir. Nauðganir hafa aukistí Los Angeles á þessu ári, á meðan öðrum alvarlegum afbrot- um fækkar, og nemur aukningin 16,6%. Kvennasamtök í Los Angeles munu beita sér fyrir ógildingu siðari dómsúrskurðar- ins og segir talsmaður einnar þeirra, Joan Robins, að i stað þess að vara konur við að biðja ókunnuga menn um bilfar, hefði dómarinn átt að benda bílstjór- um á að konur, sem þeir taka upp i.óskieftir bilfari en ekki samför- um. Þá hafa einnig orðið miklar umræður vegna ummæla dómar- ans um að hinn ákærði hafi ekki beitt likamlegu ofbeldi við fórnardýrið, en ekið með hana á afvikinn stað. Þeir sem hafa mótmælt þessum ummælum benda á að konur sem ekki þora að berjast á móti, þegar reynt er að nauðga þeim, muniekki heldur þora að kæra nauðgunina. Hefur til skamms tima þurft að sýna likamlega áverka til að nauðgun væri viðurkennd og hefur það hvatt konur til að berjast við nauðgara og oft endað með hörmulegustu misþyrmingum og jafnvel morðum, þar sem oft er um afbrigðilega menn að ræða. (Þýtl — þs)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.