Þjóðviljinn - 12.08.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 12.08.1977, Page 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1977 Styrkir til sérmenntunar Thorvaldsensfélagiö stofnaði sjóö meö 10 miljón króna fram- lagi á aldarafmæli félagsins. Sjóður þessi heitir Gjöf Thor- valdsensfélagsins og er hlutverk hans n.a. að styrkja einstaklinga til náms erlendis, sem sérmennta sig til að annast vanheil og af- brigðileg börn og unglinga. Úthlutað hefur verið styrk úr sjóðnum á þessu ári til eftirtal- inna: Asgeir Guðmundsson, Dagmar Gunnarsdóttir, Erla Guðjóns- dóttir, Gréta Eyland Pálsdóttir, Guðlaug Snorradóttir, Jórunn Kristinsdóttir, Margrét Arnljóts- dóttir, Sigriður Magnúsdóttir, Sigriður Pétursdóttir, Sigrún E. Hjartardóttir, Unnur Agúst- sdottir og Yngvi Hagalinsson. Hringbordsum- ræður um kirkjuna ORÐIÐ, timarit Félags guðfræði- nema, er komið út, 1. tbl. 11. ár- gangs. Blaðið hefst á hringborðs- umræðum, þar sem fjallað er um efnið „Hvernig bregzt kirkjan við breyttum timum?”, en i þeim taka þátt dr. Björn Björnsson, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, Guðrún Asmundsdóttir leikkona, Haraldur ólafsson lektor, dr. Þórir Kr. Þórðarson og Halldór Reynisson guðfræðinemi. Þá skrifar dr. Hallgrimur Helgason um norrænt kirkjutón- listarþing i Noregi og Danmörku, og dr. Björn Björnsson er með grein um trú og visindi. Sr. Jónas Gislason skrifar greinina „Innhverf ihugun — hvað er það?” og er þar að finna uppiýsingar um hreyfinguna Transcendental Meditation, sem mikið hefur starfað hérlendis, og má gera ráð fyrir, að þær veki talsverðar umræður. Ritstjóri Orðsins er Valdimar Hreiðarsson, en i ritnefnd eru Jón Valur Jensson og Jón Ragnars- son. Blaðið kostar 240 kr. og fæst á eftirtöldum stööum: Bókaverslun Sigf. Eymundsonar, Austur- stræti, „Kirkjufelli" viö Ingólfs- stræti, „Bókinni", Skólavöröu- stig. og Bókaverzlun Helgafells, Laugavegi 100. Aöalfundur hús- eigandafélags Miðvikudaginn 20. júll s.l. var aðalfundur llúseigendafélags Reykjavikur haldinn f húsakynn- um lélagsins að Bergstaðastræti lla, Keykjavík. 1 stjórn voru kjörnir: Páll S. Pálsson hrl., lormaður, og með- stjórnendur Alfreð Guðmundsson forstöðumaður, Giíðmundur R. Karlsson skrifstofustjóri, Lárus Halldórsson endurskoðandi og Birgir Þorvaldsson forstjóri. Skrifstofa félagsins er opin frá kl. 16.00 — 18.00 hvern virkan dag og er félagsmönnum frjálst að fá þar endurgjaldslaust upplýsingar um hagsmunamál húscigenda, og ávallt eru fáanleg á skrifstofunni eyðublöð fyrir húsaleigusamn- inga. Upplýsinganiiölun tollheimtumanna Þann 4. ágúst s.l. lauk i Reykja- vík viðræðum v-þýskra og is- lenskra stjórnvalda um gerð samnings um gagnkvæma aðstoð i.tollamálum. Samningaviðræður þessar hófust i júni 1976 og er nú lokið með þvi að samningsaöilar hafa gengið frá uppkasti að samningi sem gert er ráð fyrir að verði undirritaður i Bonn á hausti komanda eftir að hafa hlotið staö- festingu löggjafarþinga beggja landanna. Samningurinn kveður i aöalatriðum á um gagnkvæma upplýsingagjöf samningsaðila með það að markmiði að vinna gegn brotum á tollalöggjöf land- anna. Samningur þessi er jafn- framt fyrsti tvihliða samningur sem tsland gerir við erlent riki um slikt samstarf. Umsjón: Magnús H. Gislason. Torfi Þorsteinsson: Gamla búö Eigendur og starfsmenn í dag heldur Torfi Þorsteinsson áfram að segja ævisögu Gömlu búðarinnar i Höfn og rek- ur ýmsar þær minningar, sem við hana eru tengd- ar. Það var aldarandi þessara ára, að líta á fátæklinginn likt og saka- mann, sem stóð í óbættri sök við samtíð sína og kaupmaðurinn var síst dómharðari en ýmsir Eymundur Jónsson I Dilksnesi, einn þeirra, sem reistu Gömlu búð af grunni f Höfn. aðrir í þessum efnum. En úrslitavaldið um innheimtu skulda var í höndum kaupmannsins og skal hér aðeins eitt slikt dæmi fært til frásagnar. Misjöfn eru kjörin mannanna. Ekkja ein, sem bjó við erfiðan fjárhag og nokkra ómegð komst i vanskil við kaupmanninn á Hornafirði, og krafðist hann fullra skuidskila, sem leiddu til þess,að bú ekkjunnar var borið undir hamar hreppstjórans, ásamt einhverjum gripahúsum, sem seld voru til niðurrifs. A næsta vori var ekkju og börnum hennar komið i vistir i nærliggjandi sveitum, en karlæg móðir borin i rúmi hreppaflutn- ingi yfir f jórar sveitir uns komið var i áfangastað, þar sem gamla konan karlæga fékk að dveljast á sveitarframfæri, uns brár hennar lokuðust i siðasta blundi. Aðeins hálfum áratug siöar var kaupmaðurinn krafinn skuldaskila af lánardrottni sih- um, Landsbankanum. Enginn hreppaflutningur var þá framkvæmdur, en bæði atvikin munu hafa sært aðstandendur i kviku. Svo margs á Gamla búðin að minnast. Ýmsir eigendur Fyrsti eigandi verslunarinnar i Höfn var Ottó Thulinius. Hann fluttist burtu frá Hornafirði árið 1901, en við tók Þórarinn Thulin- ius, bróðir Ottós, sem átti versl- unina til 1908. Verslunarstjóri þessi ár var Þórhallur Daniels- son, þá ungur maður, nýkominn frá verslunarnámi i Kaup- mannahöfn. Hann keypti versl- unina og rak hana á eigin reikn- ing allt til ársins 1920, eða i 12 ár, en þá lagði hann niður húsbóndavald i Gömlu búð, er hann seldi verslunina með gögnum hennar og gæðum i hendur nýstofnuðu Kaupfélagi Aus tur-Skaftfellinga, sem þarna kom til valda þann 1. júni, 1920. Fyrsti kaupfélagsstjórinn, sem rikjum réði i Gömlu búð, var Guömundur Jónsson, bóndi i Hoffelli. Hann rikti þar aðeins tvö ár, en við völdum tók þá Jón Ivarsson, sem hingað kom frá Borgarnesi og var æðsta vald Gömlu búðar allt til ársins 1944, er hann lét af forstjórastarfi hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga. Ösanngjarnt væri að rekja svo sögu Gömlu búðar, að nokkurra starfsmanna hennar sé ekki aö einhverju getið. Nokkrir af fyrstu starfsmönn- um búðarinnar voru horfnir úr sjónmáli fyrir minni þess er þetta ritar og verður þeirra þvi hér aö engu getið. Einn af elstu valdamönnum og starfsmönn- um Gömlu búðar var Þórhallur Danielsson og man ég hann þó ekki að neinu ráöi fyrr en veldisskeiði hans var að mestu lokið. Þórhallur Danielsson var vinmargur, svo að margir við- skiptavinir verslunarinnar söknuöu samskipta við hann er hann afsalaði sér völdum i Gömlu búð. Ari áður en Þórhall- ur seldi verslun sina i hendur Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga átti Þorsteinn Jónsson, kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði, ferð um Austur-Skaftafellssýslu og Stefán Sigurðsson, Grimsstöð- um. Lengi starfsmaður Gömlu búðar. Vann einkum við utan- búðarstörf. hitti þá Þórhall Danielsson. Honum segist svo frá: „Það var þar sem annars- staðar, einn maður stóð upp úr fjöldanum: Þórhallur Daniels- son, kaupmaður á Höfn. Ég var kaupfélagsstjóri og varannt um þá nýju stefnu, sem samvinnu- félagsskapurinn var, og fór meö hægö aö gera athugasemdir, en Þórhallur Danielsson. Vinsæll og vel metinn kaupmaður á Ilöfn. á þær var ekki hlustað og ég er viss um, að ef ég hefði farið að hnjóða i Þórhall, hefði ég hvergi fengið kaffieða gistingu i Aust- ur-Skaftafellssýslu. Þá þekkti Björn Jónsson, bóndi i Dilks- nesi. Var um langan aldur af- greiösiu- og skrifstofumaður I Gömlu búð. ég Þórhallekkert nema af góðri afspurn, en ég man, að ég sagði við frændur mina, að ég mætti til að fara og sjá þennan ágæta mann og það gerði ég. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Móttaka þarog risna vari fullu samræmi við það, sem ég hafði heyrt, og varð til þess að ég kom þar oft- ar”. Af þessum ummælum má það greinilega marka, hve Þórhall- ur Danielsson var vinmargur og vel kynntur. Kaupfélagsstjórar Bjarni Guðmundsson vareinn af elstu starfsmönnum i Gömlu búð, en hann hóf þar starf sem ungur drengur og vann að versl- unarstörfum aö mestu i' sömu húsum alltfrá upphafi ævistarfs til æviloka. Bjarni var i fyrstu afgreiðslumaður i búðinni og siðar aðalbókari. Hann var nemandi i Gagnfræðaskóla Akureyrar i tið Stefáns skóla- meistara þar og mótaðist þar á margvislegan hátt. Þar komst hann i náin kynni við elsta ung- mennafélag landsins, Ung- mennafélag Akureyrar og brautryðjendur þess, og bar merki þeirra kynna allt til dauðadags. Hann skrifaði eina listrænustu rithönd allra sinna samtiðarmanna og bera höfuð- bækur verslunarinnar þvi óræk- an vitnisburð. Hann varf jölhæf- ur gáfu- og listamaður með margþætt hugðarefni, m.a. var hann frfstundamálari, tónlistar- maður, leikari, sauðfjárræktar- maður og leiðtogi i góðtempl- arareglu. En vegna fjölþættra gáfna vildi hugurinn stundum hvarfla frá dagsins önn, einkum ef tækifæri gáfust til þess að blanda geði við guma. Með eigendaskiptum þeim, sem urðu, þegar kaupmanna- verslun lagðist niður og kaup- félag var stofnað, urðu á vissan hátt þáttaskil i sögu Gömlu búð- ar. Þeirra þáttaskila gætti þó ekki verulega fyrr en árið 1922, en þá sest þar i valdastól Jón Ivarsson, kaupfélagsstjóri, sem fór þar með æðsta fram- kvæmdavald til áramóta 1942- 1943. Jón er fæddur og uppalinn Borgfirðingur, mótaður af ung- mennafélagshreyfingu upp- vaxtarhéraðs sins, ásamt holl- um háttum lýðskólahugsjónar Hvitárbakkaskóla, þar sem hann dvaldist ungur við nám og siðar við Verslunarskóla Is- lands. Jón ívarsson neytti valda i Gömlu búð af festu og fyrir- hyggju mikils fjármálamanns og kom Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga áfallalaust gegn- um holskeflur heimskreppunn- ar á fjórða tugi aldarinnar. Jón var óvenju glöggur maður á fjármál og hefði vafalaust notið þeirra hæfileika vel sem ráðu- nautur rikisstjórnar um efna- hagsmál. Starfsmenn Starfsmenn við afgreiðslu- og skrifstofustörf i Gömlu búðvoru margir. Einna lengstan starfs- aldur þar munu þeir hafa átt Björn Jónsson, bóndi i Dilksnesi, og Stefán Sigurðsson, kenndur við Grimsstaði. Björn vann jöfnum höndum við afgreiðslu- störf innan búðar og við skrif- stofustörf, enda var hann lista- skrifari. Stefán vann mest við utan- búðarstörf. Hann var einstakt prúðmenni og samviskusamur með afbrigðum,en svifaseinn til snúninga. Þegar Stefán var bú- inn að átappa og vigta steinoli- una, kolin, saltið og baðlyfið, sem ævinlega tók langan tima, strauk hann venjulega hægri hendi yfir prútt alskeggið áð- ur en hann tók blýantinn upp úr vestisvasanum og byrjaði að færa úttektina inn i af- greiðslukladdann. Allt þetta tók geysilega langan tima, sem oft reyndi á þolinmæði þeirra, sem langa leið áttu fyrir höndum heim til sin. En sú var bót i máli að hraði umferðarinnar var þá mældur með annarri mælistiku en nú gerist, og kapphlaupið við Ottó Thulinius. Lét flytja Gömlu búð á Höfn og stofnsetti þar fyrstur fastaverslun. timann var þá nærri óþekkt hugtak. Af öðrum starfsmönnum Gömlu búðar má nefna Guðna Jónsson, Gunnar Snjólfsson, Björn Guðmundsson, siöar for- stjóra Aburöareinkasölunnar, Sigurjón frá Þorgeirsstöðum, Svavar Guðnason, listmálara,og Runólf Bjarnason. Frh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.