Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977
BYRJIÐ DAGINN MEÐ
GÓÐUM MORGUNMAT
Tíu tillögur að
morgunverði:
1. Hafragrautur meö 1 1/2 dl mjólk, brauðsneið
með lifrarpylsu, brauðsneið með mögrum osti, te
eða kaffi, ávaxtasafi (1 glas).
2. Súrmjólk með rúsínum og örlitlu af púðursykri 1
brauðsneið með kjötáleggi, hrökkbrauð með osti, á-
vaxtasaf i.
3. 1 egg, 1 glas undanrenna (2 dl), brauðsneið með
sild, brauðsneið með agúrku og osti, ávaxtasafi.
4. Kornflögur með mjólk og rúsinum, brauðsneið
með epli og osti, hrökkbrauð með kjötáleggi, á-
vaxtasaf i.
5. Jóghúrt, brauðsneið með kjötáleggi, brauðsneið
með smurosti, ávaxtasafi.
6. súrmjólk með rifnu epli og örlitlu af púðursykri,
rúgbrauð með lifrarkæfu, hrökkbrauð með osti og
agúrku, ávaxtasafi.
7. Muesli og mjólk (2. dl, gjarnan undanrenna), 1
brauðsneið með eggi og agúrku, hrökkbrauð með
osti, epli.
8. 1 brauðsneið með osti, ein brauðsneið með f iskaf-
göngum, ein brauðsneið með tómati og papriku, 1
glas af mjólk, 1 appelsína.
9. Jóghúrt, brauð með eggi og tómötum, epli,
ávaxtasaf i.
10. Súrmjólk með appelsínusafa, púðursykri og rús-
inum, brauðsneið með kjötáleggi, brauðsneið með
agúrku og osti, eplasafi.
Kaf f i og te geta menn bætt inn í matseðilinn eftir
smekk.
Börn á skólaaldri þurfa nauðsynlega að borða
nægan og f jölbreyttan morgunmat til þess að halda
vinnugleði og þrótti í skólanum. 1 glas af kókómjólk
(mjólk með kókómalti) og sykurhúðað korn með
mjólk er til dæmis ekki fullnægjandi morgunverð-
ur, og inniheldur allt of mikinn sykur.
Skreytið brauðið gjarnan með grænmeti, sem
inniheldur, járn og C-vítamín, t.d. steinselju, sól-
selju, graslauk, papriku o.fl.
Þetta á að vera á
morgunverðarborðinu
Hér vantar hins vegar ýmislegt, og annað má missa
sín, t.d. sykruð ávaxtasulta. Brauðið á helst að vera
gróft, og það vantar ávexti, grænmeti og kjötálegg
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Fjölbreyttur morgunmatur inniheldur öll helstu
næringarefni og 1/4 af hitaeiningum fyrir daginn.
Hér er gróft brauð, ávaxtasafi, ávextir, grænmeti,
kjötálegg og súrmjólk.
t>að hefur aukist mjög á
seinni árum, að nota svamp i
dýnur og sessur. Er þá gjarnan
saumað utan um hann með
fallegum efnum, sem siðan er
hægt að taka af og þvo eftir
þörfum. Nú er meira að segja
hægt að láta sauma utan um
svampinn þar sem hann er
keyptur og koma sjálfur með
áklæðið. En það er betra að at-
huga hvort hætta er á að efnið,
sem notað er i áklæðið, hlaupi
við þvott. Þess eru dæmi að
áklæðið nái hvergi nærri þvi
utan um svampinn eftir þvott og
þá er það ónýtt. Flest bómullar-
efni hlaupa eitthvað við þvott.
Þess vegna þarf að sniða
áklæðið riflega og gæta þess að
þvo það ekki við meira en 60 gr.
hita, ef hætta er á að það hlaupi.
Þess eru dæmi að fólk hafi ekki
gættsin,er það hefur þvegið ver
utan af svampdýnum, og eyði-
lagt verið vegna þess að engar
þvottaleiðbeiningar fylgdu með
dýnunni.
Hér vantar ýmislegt
t framhaldi af greininni um
fæðupýramidann um daginn,
þar sem fram kom hversu mikið
af hinum ýmsu fæðutegundum
við þurfum að borða, ætlum við
að fjalla um samsetningu hinna
ýmsu máltiða dagsins og byrj-
um hér á morgunverðinum.
Morgunverðurinn ætti að inni-
halda um 1/4 af hitaeininga-
fjöldanum og góður morgun-
verður er mjög þýðingarmikill
fyrir afköst okkar og úthald yfir
irfarandi fæðutegundir eru
æskilegar á morgunverðarborð-
ið. (Auðvitað borðar enginn allt
þetta.en við sjáum einnig tillög-
ur um samsetningar hér á sið-
unni.)
Skyr, súrmjóik, jóghúrt eða ým-
ir.
Hafragrautur, muesli eða ó-
sykrað morgunverðarkorn.
Gróft brauð eða hrökkbrauð.
Magurt álegg, t.d. ostur eða
kjöt.
Avaxtasafi, ávextir.
Nýtt grænmeti.
Egg.
Ef þú borðar t.d. skyr á
morgnana er tilvalið að blanda
ávöxtum eða hreinum ávaxta-
safa út i. Þú eykur ekki aðeins
við vitamininnihaldið i skyrinu
með þvi, heldur geturðu um leið
dregið úr sykurneyslunni. Einn-
ig er ágætt að nota muesli eða
morgunverðarkorn út i t.d. súr-
mjólk, eða skyr.
t stað hvita sykursins er betra
að nota púðursykur út á súr-
mjólkina eða skyrið. Sykurhúð-
að morgunverðarkorn telst ekki
holl fæða, þótt börn séu oft sólg-
in i það. Það gefur þeim falska
saðningskennd og kemur i veg
fyrir að þau borði nóg af öðrum
mat, auk þess sem það er óhollt
fyrir tennurnar.
Ef hafragrautur er á borðum,
er ekki nauðsynlegt að borða
mikið af brauði, en annars er yf-
irleitt mælt með tveimur brauð-
sneiðum. Ekki er mælt með
nema sem svarar tveimur mat-
skeiðum af fitu yfir daginn (fyr-
ir mann i léttri vinnu) og hún á
að innihalda sem mest af fjöló-
mettuðum fitusýrum. Eins og
við höfum áður fjallað um er
linólsýran þýðingarmesta fjöló-
mettaða fitusýran, en hún er t.d.
i sólblómaoliu, maisoliu og so»a-
oliu, en litið er af henni i olifu-
oliu, kókosfeiti, smjöri og
rjóma. Talið er að mettuð fita
hækki kólesterolinnihald blóðs-
ins, en fjölómettaðar firusýrur
lækki það. Þess vegna er rétt að
bruða ekki með smjörið, en
reyna fremur að velja feitmeti
sem i eru fjölómettaðar fitusýr-
ur. En það er fleira en fitan sem
hefur áhrif á kolesterolið i
blóðinu. Ekki er ráðlegt af sömu
ástæðu að borða meira en 4 egg i
viku en egg hafa mjög hátt
kólesterolinnihald. Það er allt of
mikið að borða egg á hverjum
morgni, til viðbótar við þau egg
sem við kunnum að borða með
öðrum máltiðum og sern notuð
eru t.d. i bakstri.
Aleggið á helst að vera mag-
daginn. Þar sem flestir eru að
flýta sér þegar þeir borða morg-
unverð, leggja þeir allt of litið
upp úr góðum og lystugum
morgunmat og allt of margir
láta kaffibolla og eina brauð-
sneið nægja. Arangurinn verður
oft sá að við erum sljó og kraft-
litil fram að hádegi, en þá orðin
svo svöng að við borðum allt of
mikið. Það er miklu betra að
borða fjölbreyttan morgunmat
og siðan minna i hádeginu. Eft-
urt t.d. magur ostur eða kjöt.
Ýmsar tegundir af áleggi inni-
heldur mikið af „dulinni” fitu,
t.d. lifrarkæfa og er þá óþarfi að
nota smjör. Grænmeti og ávext-
ir eru gott álegg, en ekki er
mælt með sætum sultum eða á-
vaxtahlaupi. Glas af ávaxtasafa
tryggir meirihlutann af C-vita-
minþörfinni yfir daginn, en
ruglist ekki á hreinum ávaxta-
safa og drykk úr gervikjörnum,
sem inniheldur sama og ekkert
af C-vitamini.
Kaffibolli eða teþolli spillir
engu, svo framarlega sem við
notum sykur út i i hófi.
Hér á siðunni eru nokkrar til-
lögur að morgunverði. Menn i
erfiðisvinnu mega auka heldur
við magnið, sem gefið er upp.