Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJlNN — SÍÐA13 V. hluti Endurminningar varðstjórans í Kreml Eins og að likum lætur vikur varðstjórinn í Kreml, Pavel Mal- kof, oft að persónu Lenins. Hann saf nar i bók sina þó nokkrum frá- sögnum af þvi, hve ósérplæginn Lenin var og andvigur friðindum — t.d. vekur það sérstaka hrifn- ingu hans að þessi ágæti leiðtogi éturvondan graut einsog aðrir og lætur aldrei „útvega" sér neinn aukabita; sendir frá sér matar- gjafirá barnaheimili, býr við litil þægindi og gengur alltaf i sömu jakkafötunum. Fullkominn ósér- plægni Lenins er reyndar staðfest iýmsum öðrum endurminningum — en hinsvegar haf a fáir orðið til að bera ágætt fordæmi Lenins saman við það flókna forréttinda- kerfiháttsettra manna sem Stalin byggði upp og hefur haldist siðan — með ýmsum breytingum þó. Þessum kafla úr endurminn- ingum Malkofs ljúkum við á tveim sögum af Lenin. —áb Einhverju sinni komu þeir Sverdlov og Dzerzjinski sér sam- an um að láta sauma föt á Lenin. Þeir köiluðu á mig, báðu mig að útvega efni og skraddara. En ekki mátti ég segja Lenin neitt. Hann mundi neita ef hann frétti eitt- hvað. Það þurfti að koma honum á óvart. Þetta gerði ég og lét Sverdlof vita að allt væri til reiðu. Hann sagði mér að biða. Eftir hálftima hringdi hann og sagði, að þeir Dzerzjinski væru nú að fara til Lenins. Komdu með skraddarann eftir svo sem tiu minútur, sagði hann. Þá fyrst sagði ég skraddaran- um að hann ætti að sauma á Len- in. — A sjálfan Lenin? sagði skraddarinn, og stökk upp af stólnum með skjálfandi höndum. Eruð þér að gera að gamni yðar? — Nei, sagði ég. Við skulum fara. Þegar við komum inn i ibúð Lenins yoru þeir þremenningarn- ir að tala um eitthvað af miklu fjöri. Sverdlof og Dzersjinski sátu við borðið en Lenin gekk fram og aftur um herbergið með þumal- fingurna i vestisboðungum eins og hans var vandi. Þegar Lenin sá okkur, nam hann staðar óg horfði á okkur skraddarann forviða og sneri sér siðan a& Sverdlof og Dzersjinski, greip einhverja bok úr næstu hillu og fletti henni með einbeitni. Skraddarinn blés mér i hnakka tvistigandi. — Hvað er á seyöi, félagi Mal- kof? spurði Lenin. Ég hélt ekki ég hefði gert boð fyrir þig. Og hver er þetta sem felur sig fyrir aftan þig? Ég vissi ekki á hver ju ég átti að byrja, en steig óákveðinn eitt skref áfram og dró næstum þvi með mér skraddarann. Þá kom Sverdlof mér til hjálpar. — Mér sýnist Malkof hafa komið með skraddara til að taka mál. Ekki fæ ég betur séð. — Hvaða mál? Af hverjum? Hvaða vitleysa, sagði Lenin og var farið að siga i hann. — AfþérValdimirllitsj.af þér, skaut Dzerzjinski nú inn i samtal- ið. Killinn frægi sem bófarnir stálu. Al'last sitja Lenin og kona hans, Nadé/.da Konstautiiiovna. Systir Lenins, Maria, er fyrir miðju. BÍLINN EÐA LÍFIÐ — En með leyfi að segja, greip Lenin fram I fyrir honum, ég sé að þetta er heilt samsæri hjá ykk- ur? — Hafðu það eins og þér sýnist, sagði Dzerzjinskiog létsér hvergi bregða. Samsæri? Ég hélt að allir vissu það væri frekar min sér- grein að koma upp um sam- særi.... Nú hlógu allir. Lenin yppti öxl- um með kómiskum svip. — Ég gefst upp. Þið hafið unn- ið. Hann gekk að skraddaranum og þrýsti hönd hans. — Komið þér sælir f.élagi. Af- sakið að þér voruð truflaðir, ég hefði sjálfur getað komið til yð- Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndirsf. I Hverfísgötu 18 • Gegnt Þjóðleikhúsinu Sverdlof og Dzerzjinski litu hvor til annars ætli hann hefði nú farið langt sjálfur.... Þótt timinn væri ótryggur var Lenin meinilla við llfverði og var- úðarráðstafanir — segir Malkof hálfspaugilegan raunakafla af þvi, hvernig byltingarforinginn stakk varðliðsmenn af með ýms- um hætti. Hér fer að lokuiu kafli úr þeirri sögu: — Þrátt fyrir allar okkar var- úðarráðstafanir tókst Lenin alltaf öðru hvoru að sleppa frá Kreml án lifvarðar. Og einu sinni var það svo, að lifvörður reyndist gagnslaus. Það munaði minnstu að ein af ferðum Lenins fengi hörmulegan endi. Það gerðist i janúar árið 1919. Veturinn var harður og snjó- komurmiklar. Nadézda Konstan- tinovna (kona Lenins) hafði veikst fyrrum veturinn og þurfti á hvild og hreinu lofti að halda. Henni var komið fyrir i barna- skóla i Sokolniki rétt i útjaðri borgarinnar, þvi að heilsuhæli voru þá engin til i nánd við Moskvu. Lenin heimsótti Nadezdu Kon- stantinovnu svo til á hverjum degi, hafði með sér mat handa henni, gjafir handa börnunum i skólanum. Oftast fór hann með systur sinni Mariú og einum lif- verði. Eitt janúarkvöld kem ég i bið- stofuLenins. Ég sé að dyrnar inn á skrifstofuna voru opnar upp á gátt, Lenin hvergi nálægur og all- ir ringlaöir. Starfsmenn ráð- stjórnarinnar hringja i öll simtól, hrópa og kalla, kveðja út lið. Það kemur á daginn, að Lenin hafði farið með Mariu Ut i Sokolniki, en á leiðinni réðust bófar á þau. Þeir ráku farþegana út úr bilnum og óku á brott. Lenin og förunautar hans höfðu komist fótgangandi til hverfisráðsins i Sokolniki sem var skammt undan, og þaðan hafði með erfiðismunum tekist að ná i bil og komast til skólans þar sem mjög var farið að óttast um þau. Ég hugsaði mig ekki lengur um, kallaði á bil i snatri og hélt út i Sokolniki. Þegar ég var þangað kominn hellti ég mér fyrst af öllu yfir lifvörðinn, sem sat hnugginn niðri i gangi skólans. — Hverslags aumingi getur þú verið, sagði ég. — Sjáðu til, Pravel, það var mjólkin. Ef það hefði ekki verið mjólkin... — Mjólkin? Hvaða mjólk? Ég gat meö engum móti skilið hvað um var að ræða. En svo kemur á daginn, að þegar haldið var frá Kreml, þá hafði Lenin beðið lifvörðinn að halda á brúsa með mjólk handa Nadeézdu Kon- stantinovnu og beðið hann um að gæta hans vandlega, þar eð lokiö á brúsanum sat illa. Svo heldur hann sem fastast um brúsann, hendur hans voru bundnar. Auk þesshafðihann i fyrstu ekkiáttað sig á þ«i hvað var á seyði — siöan var of seint að bregðast við. Bófarnir höfðu tekið sér stöðu beint fyrir framan bilinn, en gat- an var þröng vegna skafla. Bil- stjórinn varð að nema staðar. All- ir héldu að hér væri aðeins um skilrikjaskoðun að ræða, en á þeim órólegu timum var það dag- legt brauð að menn væru inntir eftir skilrikjum. Lenin fór út úr bflnum og sýndi skirteini sitt, en þá var skammbyssa borin að gagnauga hans, skirteinið tekið af honum án þess að á það væri litið, hinir farþegarnir voru reknir út úr bilnum og svo bilstjórinn. Bóf- arnirsettustupp i bilinn og hurfu. Það var eins gott að ekki kom til skothriðar. Meðan við töluðum saman kom Lenin niður stigann. Hann skildi strax um hvað við vorum að tala og sagði, að það væri engin á- stæða til að ávita félagann úr lif- verðinum; atvik hefðu þróast þannig að hann hefði ekkert getaö gert. — Þegar spurt er um pening- ana eða lifið og ræningjarnir hafa tögl og hagldir þá eru það ekki nema asnar sem kjósa pening- ana, sagði Lenin.... Endir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.