Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — 19 SIÐA Jkompstn* *00' Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir t œ*£ Börnin voru of lítil til aö taka þátt i umræöufund- um, en þau fengu aö fara meö í ferðir sem farnar voru til að skoða landið. Þessa myndteiknaði Simone af Strokk í Haukadal. Það var sólskin og feykilega gaman. Þau skoðuðu auðvitaö uuiitoss lika. Hann Ijómaði eins og gull og yfir honum glitraði regnbogi. Það eru bræðurnir Thomas og Andreas sem standa á kletta- nybbunni alveg út við fossinn. Thomas teiknaði mynd- ina. Laugardaginn 6. ágúst lauk hér í Reykjavík 62. alheimsþingi esperant- ista, en þetta er i fyrsta sinn sem heimsþing þeirra er haldiðá íslandi. Þingið sóttu um 1200 manns f rá 41 landi. Þetta mun þvi vera ein fjöl- mennasta ráðstefna sem hér hefur verið haldin. Þema, það er aðalefni, þingsins var.Rétturinn til samskipta. Umsjónarmaður Kompunnar brá sér í heimsókn i höfuðstöðvar esperantista, meðan á þinginu stóð, í Arnagarði. Sumir höfðu börnin sin með, og í herbergi nr. 308 var eins konar leikskóli f yrir þau sem voru of lítil til að taka þátt í umræðu- fundum fullorðna fólks- ins. Gaman var að hitta þessi börn sem áttu ekki í neinum vandræðum að tala saman þótt þau væru af ólíku þjóðerni. Esper- anto er talað á heimilum þeirra. Esperantó er ekkert gervimál Sune Kehlet teiknar skrýmsli. Sune er gott dæmi um það hve alþjóðlegir esperantistarnir eru. Þó hann sé ekki nema 5 ára talar hann reiprennandi þrjú tungu- mál: þýsku, dönsku og esperantó. Kompan lagði nokkrar spurningar fyrir foreldra hans. Þau heita Eliza og Torben Kehlet. Kompan: Hverrar þjóðar eruð þið? Eliza Kehlet: Ég er fædd í Danmörku. AAóðir mín er dönsk en faðir minn þýskur. Þegar ég var fjögurra ára f luttum við til Þýskalands og þar ólst ég upp. For- eldrar mínir eru esperantistar og töluðu æfinlega esperantó á heimilinu. Ég hitti manninn minn á esperantista þingi i Hol- landi. Hann er danskur, en á heimili hans var líka tal- aðesperantó. Þegar við giftum okkur f lutti ég aftur til Danmerkur. Kompan: Esperantó er þá móðurmál barnanna? Eliza Kehlet: Nei, föðurmál. Hann talar alltaf esperantó við mig og börnin, en ég talaði þýsku við þau. Suhe lærði svo dönsku í leikskólanum og af f élög- um sínum, danska var töluð allt í kring. Nýlega f lutt- um við til Antwerpen i Belgiu, þar er töluð hollenska, þess vegna tala ég nú dönsku við börnin. Sune byrjar bráðum í skóla og þá þarf hann að læra bæði hollensku og frönsku seinna bætist svo þýska við. Torbern Kehlet: Það er enginn munur á esperantó og öðrum málum. Það var búið til f yrir 90 árum, en það er ekkert gervimál. Börnin læra það bara eins og hvert annað mál. Sumir hafa fordóma gagnvart esperantistum og víða haf a þeir sætt of sóknum. Faðir minn er þýskur.Hann varð að flýja frá Þýskalandi vegna þess að nazistar of sóttu esperantista og samtök þeirra voru bönnuð. Til dæmis eru samtök esperantista bönnuð i Sovétríkjunum, en einstaklingar eru látnir í f riði. Ég er radioamatör og get náð sam- bandi við esperantista um allan heim, þannig á ég vin í Síberíu. Esperantó auðveldar samskipti. Þessir ungu esperantistar eiga ekki i neinum tungumálavandræðum. Þau heita tal- ið frá vinstri: Simone Fischer, 6 ára, frá Rastatt í Þýskalandi, Thomas Kleemann, 7 ára, og bróðir hans Andreas Kleemann, 5 ára, f rá Rastatt, Sune Kehlet, 5 ára, og Karina Kehlet, 2 ára. Kehlet-systkinin eiga heima í Antwerpen i Belgiu. I sambandi við þingið var bókasýning. Torben Kehlet gekk með mér um sýninguna. Hann er sjálfur útgáfustjóri fyrir stærsta foriagi esperantista og hafði gefið út margar af þeim glæsilegu bókum sem þarna var stillt upp. Til gamans má geta þess að hann hef ur gef ið út Kór- aninn, trúarbók þeirra sem aðhyllast íslam. Margar fallegar barna- bækur voru á sýning- unni, einkum virðast Kinverjar duglegir að gefa út glæ'silegar bærnabækur á esperantó. Hérna er mynd úr bók útgefinni í Peking 1976. Hún heitir Cevalido transiras riverdon (Folaldið sem fór yfir ána). La patrino ameme diras: "Onklo Bovo estas kaj alta kaj granda, kompreneble li rigardas ia riverakvon malprofunda; la sciuro estas tiel malgranda, ke gi dronos ec en iom da akvo, tial gi rigardas la riverak- von profunda. Ili ambaú diris nur sian propran slaton, sed kiel vi statas? Vi devas kompari vin kun ili!" La cevalido ekkomprenas kaj rekuras al la rivero. OG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.