Þjóðviljinn - 14.08.1977, Page 5

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Page 5
Sunnudagur 14. ágúst 1977 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 5 1 óeirðum þeim sem urðu i Rhone-dalnum 31. júli, þegar um- hverfisverndarmenn fóru i mót- mælagöngu gegn byggingu kjarn- orkuversins i Creys- Malville, lét einn maður lifið, og er þetta að sögn i fyrsta skiptið sem maður biður bana i mótmælagöngu um- hverfisverndunarmanna. Bæði frönsk yfirvöld og þau blöö sem styðja kjarnorkuáætlun Frakk- landsstjórnar hafa mjög fært sér þessa atburði i nyt til að reyna að gera umhverfisverndunarmenn tortryggilega telja almenningi trú um að samtök þeirra séu ósamstæð blanda af draumóra- mönnum með höfuöiö uppi í skýj- unum og óðum óeirðaseggjum og stjórnleysingjum, sem allt vilji brjóta og bramla. René Jammin, sýslumaður i þessu héraði, greip til þess ráðs að kynda undir útlendingahatrið, sem skýtur oft upp kollinum i Frakklandi (eins og þvi miður viðar annarsstaðar): Daginnáður en mótmælagangan fór fram var- aði hann menn við ofstopa þýskra umhverfisverndunarmanna, og sjálfan óeirðadaginn sagði hann þá setningu sem siðan hefur orðið fleyg: ,,í annað sinn hafa þjóð- verjar hernumið Morestel” (Morestel er bær i grennd við kjarnorkuverið). Christian Bonn- et, innanrikisráðherra Frakk- lands tók i sama streng og sagöi Þeir sem stjórna kjarnorku- áætlun frakka telja þvi að bygg- ing stöðva af þessu tagi sé besta lausnin á orkuvandamáli frakka sem hugsast geti. Þessar stöðvar framleiði svo mikla raforku að þær geti séð fyrir allri orkuþörf landsins um ófy rirsjáanlega framtið, og auk þess geri plútón- ium^ framleiðsla þeirra frakka alveg óháða öllum úranium-inn- flutningi; sérfræðingar telja að með þessari aðferð megi fá fimmtiu sinnum meiri orku úr úranium heldur en með þvi að nota venjuleg kjarnorkuver. Auk þess telja yfirmenn kjarnorku- áætlunarinnar að með þessu móti veröi frakkar i fararbr. visinda og tækni; stöðin i Creys-Malville er nefnilega sú fyrsta i heimi sinnar tegundar og eru þvi horfur á að.franskir visindamenn fái al- veg einstaka aðstöðu vegna þeirr- ar reynslu sem þeir öðlast við byggingu hennar. Margir vonast til að frakkar geti i framtiðinni orðið aðalútflytjendur tæknibún- aðar fyrir kjarnorkuver. Rökstudd gagnrýni. Andstæöingar kjarnorkuvera lita hins vegar allt öðru visi á málið. Þeir telja að þessi kjarn- orkuver af „annarri kynslóð” leysi engin þau vandamál, er venjuleg ver hafi i för með sér, heldur geri þau jafnvel enn Frá óeirðunum við Creys-Malville; það getur stuudum verið erfitt aö „mótmæla án ofbeldis”. Deilur magnast um smíði kjarnorkuvera í Frakklandi að fyrir óeirðunum hefðu staðið stjórnleysingjaflokkar, sem létu til sln taka i ýmsum löndum og hefðu áður valdið spjöllum i Þýskalandi. Ýmis blöð töluðu um vopnaða hópa stjórnleysingja, sem komið hefðu handan yfir Rin og hefðu það eitt markmið að valda upplausn og ólgu og sögðu að getuleysi umhverfisverndar- manna til að verjast undirróðri þeirra sýndi draumóramennsku þeirra og óraunsæi. Prófmál. Samkvæmt þeim frásögnum sem borist hafa urðu þó atvikin nokkuð á aðra leið en þessar stór- yrtu yfirlýsingar gætu bent til. Það er þó rétt að stefnt hefði verið að þvi að mótmælagangan gegn kjarnorkuverinu i Creys-Malville yrði stærsta mótmælaganga sum- arsins og var starfað að undir- búningi hennar um alla Evrópu; þess vegna voru meðal hinna 20- 30.000 þátttakenda allmargir þjóöverjar og svisslendingar. Þátttaka þeirra átti þó litið skylt við undirróöur „stjórnleysingja” eða glæpastarfsemi hins goð- sagnakennda „Baader-Meinhof” hóps, sem oröið „stjórnleysingi” leiðir gjarnan hugann að, heldur var það sérstaða kjarnorkuvers- ins i Creys-Malville sem dró út- lendingana þangað; svo vill nefnilega til að bygging þessa kjarnorkuvers er á allan hátt prófmál, sem kann að draga mikinn dilk á eftir Ser, og þvi beinist gagnrýni umhverfis- verndarmanna i Evrópu alveg sérstaklega gegn þessum fram- kvæmdum. Stöðin i Creys- Malville er ekki kjarnorkuver af venjulegri gerð, sem „brennir” úranium og breyt- ir þvi i plútónium og framleiðir rafmagn með þeim hita sem þannig leysist úr læðingi, heldur er hún kjarnorkuver af „annarri kynslóð” eins og frakkar segja; hún gengur fyrir þvi plútónium, sem aðrar stöövar framleiða, og hefur þann eiginleika að hún framleiðir meira plútónium en hún eyðir. Til þess að þessi stöð geti hafið starfsemi sina þarf að hlaða hana með 4,6 tonnum af plútónium, siðan framleiðir hún 1200 megavött af rafmagni — og á einum þrjátiu árum framleiðir hún auk þess 4,6 tonn af plútóni- um umfram það sem hún hefur eytt. snúnari vegna þess að þau eru bæði miklu stærri en hin eldri og auk þess að öllu leyti þannig að ekki er hægt að byggja á neinni reynslu. Þannig er vandamálið i sambandi við flutning geisla- virkra efna það sama og áður — kjarnorkuver „af annarri kyn- slóð” geti tekið til starfa, og þetta siðarnefnda ver þurfi svo að starfa i þrjátiu ár til að mynda nægilegt eldsneyti fyrir annað af sömu gerð. Það taki þvi áratugi áður en unnt verði að sjá fyrir menn, sem séu „á móti framför- unum” og svo spyrja þeir: „hvernig á að leysa orkuvanda- málið ef engin kjarnorkuver eru byggð?” Þessar röksemdir eru mjög fáránlegar ef menn lita tvisvar á og kannske enn erfiðara ef flutn- ingarnir aukast. Hættan af sprengingu eða slysi i kjarnorku- verinu er sú sama og i eldri kjarnorkuverum, en horfur eru á þvi að afleiðingar af slysi myndu verða miklu alvarlegri. Þrátt fyrir endurnýtingu úrgangsefn- anna er enn nauðsynlegt að henda burtu ýmsum geislavirkum efnum, sem afgangs veröa, og auk þess er það vandamál alveg óleyst hvað á að gera þegar starf- semi kjarnorkuvers lýkur og nauðsynlegt er aö rifa það; eftir vissan tima er þaö nefnilega oröið svo mettað af geislavirkni að það getur ekki starfað lengur og þá þarf að búa þannig um það að geislavirku efnin geti ekki meng- aö umhverfið. Engin lausn hefur enn fundist á þvi hvernig eigi að koma hinum ýmsu úrgangsefnum fyrir svo að þau valdi ekki skaða. Loks benda umhverfisverndar- menn á það að ýmis tæknileg vandamál i sambandi við kjarn- orkuver af annarri kynslóö séu enn óleyst; t.d. hafi menn ekki enn fundið upp þá tækni sem þurfi til að hagnýta sér allt þaö plútóni- um sem verin framleiöi. Þess vegna álita þeir að það sé feigðar- flan að hefja nú byggingu versins við Creys-Malville. En umhverfisverndarmenn hafa ekki aðeins sýnt fram á ýms- ar hættur i sambandi við rekstur þessa kjarnorkuvers, þeir vé- fengja einnig þá röksemdafærslu- yfirmanna kjarnorkuáætlunar- innar, sem áður var getið. Þeir benda á að samkvæmt þeim út- reikningum, er séu fyrir hendi, þurfi „venjulegt” kjarnorkuver að starfa i tuttugu ár til að búa til nægilegt eldsneyti til þess að orkuþörf frakka með stöðvum „annarrar kynslóðar” — en sam- kvæmt útreikningum má búast við þvi, að þær úraniumbirgðir sem frakkar ráða yfir verði tæmdar milli 1985 og 1990! Nú kosta kjarnorkuver af sömu gerð og Creys-Malville óhemju mikið fjármagn, og fari svo, eins og all- ar horfur eru á, aö þessi orku- framleiðsluaðferð verði ekki arð- bær fyrr en einhvern tima seint á næstu öld, ef nokkurn tima, er hér um ævintýralega sóun að ræða. Umhverfisverndunarmenn segja þvi, að þessar áætlanir séu ekki annað en visindareyfari, — en sé farið inn á þessa braut verði ekki aftur snúið, og þvi sé nú verið áð taka ákvarðanir sem muni hafa ómælanleg áhrif á lif næstu kyn- slóða. Skætingur. Eitt alvarlegasta atriðið i öllu þessu máli er þaö að visindamenn og þeir sem eru hlynntir þvi að kjarnorkuáætlun frakka verði framkvæmd, hafa ekki haft önnur svör við þessari gagnrýni en skæting og háðsglósur, — og svo söguleg rök sem eiga að höfða til „heilbrigðrar skynsemi”. Sem dæmi um skætinginn má nefna þá fullyrðingu yfirmanna kjarn orkumála Frakklands að geisla- virka efnið plútónium, sem er lifshættulegt hverjum sem kemst i snertingu við það, þótt ekki sé um meira magn að ræða en fáein milligrömm, sé ekki hættulegra en nikótin! En aðalröksemdirnar eru þó tvær: formælendur kjarn- orkuvera reyna að setja málið upp þannig að umhverfisverndar- menn séu barnalegir afturhalds- þær; kjarnorkuver eru engin „lausn” á orkuvandamálinu ef þau eru eins hættuleg og um- hverfisverndarmenn telja, og það getur enginn leyft sér að segja án ýtarlegrar útskýringar að þau séu „framfarir”, sem óleyfilegt sé að véfengja. Litlir hópar óeirðaseggja. En bein svör viö gagnrýni um- hverfisverndarmanna hafa ekki komiö fram, og eykst andstaðan gegn byggingu kjarnorkuvera þvi jafnt og þétt i Frakklandi, eins og annars staðar i Vestur-Evrópu, og i göngunni 31. júli voru þátt- takendur milli 20 og 30 þúsund. Eigi erfullljóst hvernig stóð á þvi aö óeirðir hlutust af hermi, en samkvæmt frásögnum blaðsins „Le Monde” tóku litlir hópar sig út úr göngunni og hófu árásir á lögregluþjóna, sem vörðu leiðina að kjarnorkuverinu. Yfirgnæf- andi meirihluti göngumanna vildi þó ekki taka neinn þátt i þessum óeirðum, en lögreglumenn svör- uðu hins vegar með þvi að skjóta táragassprengjum á umhverfis- verndarmennina. í þeim við- skiptum beið einn maður bana, og hafði að sögn kunningja hans hvergi komið nálægt bardög- unum. Fyrst tilkynnti lögreglan að hann hefði dáið úr hjartaslagi og siðan að hann heföi verið troð- inn undir, en krufningin leidd; i ljós, að hann hafði orðið fyrir sprengju frá lögreglunni. Um sið- ir dreifðust göngumenn og kom- ust burtu, ög þá fyrst tóku lög- reglumenn að reyna að handtaka „óeirðaseggina”; leituðu þeir um allt hé.’-aðið, með brauki og bramli. Þeir virðast hafa leitað sérstakléga að útlendingum, þvi að af þeim 19 sem settir voru i gæsluvarðhald þetta kvöld voru ellefu þjóðverjar og tveir sviss- lendingar — en enginn vafi er á þvi, að meðal göngumanna voru frakkar i yfirgnæfandi meiri- hluta. Taldi dagblaðið „Le Monde” að tilgangurinn hefði veriö sá að fá þannig haldgóð rök til að styðja yfirlýsingar sýslu- mannsins og innanrikisráðherr- ans um erlendu „stjórnleysingj- ana”. Tilkynnt var að mikið eignatjón hefði orðið vegna óeirðanna, en að sögn „Le Monde” hafði ekki orðið annað tjón en þaö, að þrjár rúður brotnuðu i ráðhúsinu i Morestel. Varla verður annað ráðið af þessum atburðum en það, að frönsk yfirvöld séu farin að hafa talsverðar áhyggjur af gagnrýni umhverfisverndarmanna. En i staðinn fyrir að svara rökum þeirra gripa þau til þess ráðs að notfæra sér óeirðir, sem flest bendir til að hafi verið fremur umfangslitlar, og reyna þannig að æsa almenning gegn þeim sem deila á byggingu kjarnorkuvera. Það er áreiðanlega ekki tilviljun að Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti greip þetta tækifæri til að lýsa þvi mjög skorinort yfir að kjarnorkuáætlun frakka yrði fylgt út i æsar og hvergi frá henni hvikað. (Byggt á „Le Monde” og „Le Nouvel Observateur”) , Er sjonvarpið bi|að?j. Skjárinn Sjónvarpsverhstói Bergstaðastraíi 38 simi 2-19-40

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.