Þjóðviljinn - 14.08.1977, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977 LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Hvert stefnir? Rlkisstjórn Geirs Hallgrims- sonar og ólafs Jóhannessonar hefir verið við völd i 3 ár. Form- lega tók hún við i ágúst 1974, eftir að ólafur hafði myndaö stjórnina og samið um öll helstu stefnumál hennar. Ljóst er að stjórnin ætlar að hanga út kjörtimabilið og kemur þar hvort tveggja til, að Fram- sóknarflokkurinn vill ekki kosn- ingar strax og forsætisráðherr- ann vill hanga i lengstu lög i von um að þannig takist honum helst að framlengja lif stjórnarinnar að loknum næstu kosningum. Alþingiskosningar verða því að öllum likindum ekki fyrr en i júni mánuði á næsta ári. Ekki er óeðlilegt, að eftir þriggja ára valdatima stjórnar- innar sé gerð nokkur úttekt á störfum hennar. Hér skal vikið að fjórum málaflokkum og nokkrar staðreyndir dregnar fram um störf stjórnarinnar og stefnu hennar varðandi fá mál. Þeir málaflokkar, sem fyrir verða teknir eru þessir: Verð- bólgan, landhelgismál, stefnan i atvinnumálum og launa- og kjaramál. Hér er um málaflokka að gera, sem ber einna hæst i stjómmála- umræðum um þessar mundir. Störf rikisstjórnarinnar á sviði þessara mála ættu þvi aö segja allmikið um stefnu hennar og um getu til að fást við mikilvæg mál- efni. Verðbólgan Það fer ekki á milli mála, að verðbólgan hefiraldrei vaxið með slikum risaskrefum og i tið nú- verandi rikisstjórnar. A 3 árum hefir framfærsluvisi- talan hækkað um 180%. Um það þarf heldur ekki að deila aðá valdatima rikisstjórnar þeirra Geirs og ólafs er orsak- annna að mikilli verðbólgu ekki að leita í hækkun verðlags erlend isog ekki að leita i kauphækkun- um innanlands. Miklar erlendar verðlagshækk- anir voru á árinu 1973 eða sem nam 14% á föstu gengi.og á árinu 1974 sem nam 34%.Hin mikla er- lenda verðhækkun, sem varð á árinu 1974 var nær öll gengin yfir, áður en núverandi ríkisst jórn tók við völdum. A árinu 1975 hækkaði verð á innfluttum vörum aðeins um 6% og sömuleiðis um 6% árið 1976 og verðlagsþróunin erlendis hefir verið svipuð það sem af er árinu 1977. En hvað er það þá, sem valdið hefir hinni gifurlegu verðlags- hækkun i tið núverandi stjórnar? JU, það liggur ljóst fyrir og um það ætti ekki að þurfa að deila. Ástæðurnar eru þessar: 1. Rikisstjórnin hefir tvivegis á- kveðið formlega gengisfellingu og auk þess fellt gengið með gengis- sigi. Þannig hefir erlendur gjald- eyrir hækkað um 100% á liðnum 3 árum. 2. Rikisstjórnin hefur stór- hækkað verðlag með nyjum sköttum. Hún hefir hækkað sölu- skatt, hún hefir tekið i rikissjóð Viðlagasjóðsgjald, sem átti að fella niður, hún hefir tekið i rikis- sjóö meirihluta oliugjaldsins, hún hefirlagtá sérstakt sjúkragjald á 18% timabundið vörugjaid. Á þennan hátt hefir hún aukið álögur, sem neraur 12-13 mil- jörðum á ári. Auk þess hefir hún hirt i rikis- sjóðmarga miljarða á þvi'að inn- heimta 20% söluskatt af erlendu verðhækkuninni á bensíni og oliu. 3. Rikisstjórnin hefir sjálf heimilað opinberum stofnunum ingsgjöld Rikisskips og verð á sementi frá Sementsverksmiðju rikisins hafi hækkað helmingi meir en meðaltalsverðhækkunum nemur. 4. Rikisstjórnin hefir samþykkt vaxtahækkunarstefnu Seðlabank- ans, sem leitt hefir til þess að meðalvextir atvinnu veganna voru taldir 20% um sfðustu ára- mót. Hliðstæðir vextir i nálægum löndum eru 8-9%. Og nú eiga vextir af vaxtaaukalánum að verða 27% og refsivextir 36% á ári. öllum þessum vaxtahækkunum hefir verið velt út í verðlagið. Aðal-orsök hinnar miklu verð- bólgu hérá landi er þvi að finna I stjörnarstefnunni sjálfri. Landhelgismálið Fátt er eins átakanlega aumk- unarvert og málflutningur rikis- stjórnarinnar og stuðningsblaða hennar i landhelgismálinu. 1 þeim málflutningi er þvi haldið fram, að rikisstjórnin hafi unnið sigur i landhelgisrrrálinu og fært þjóðinni 200milna landhelgí með samning- unum I Osló i júni 1976. Staðreyndirnar um stefnu nú- verandi rikisstjórnar i landhelg- ismálinu er þessar: 1. Strax eftir að stjórnin tók við völdum, gerði hún samkomulag um að heimila Vestur-Þjóðverj- um veiðar upp að 20 milum. Þetta samkomulag náði aldrei fram að ganga vegna mótmæla almennings. 2. Stjórnin notaði siðan næsta tækifæri og samdi við Vest- ur-Þjóðverja um veiðiheimildir tiltveggjaára,eða til 1. des. 1977. Sá samningur var svikinn i gegnum Alþingi með loforðum um að aldrei skyldi samið við Breta. 3. Rikisstjórnin bauð Bretum samt veiðiréttarsamning til tveggja ára,60 þúsund tonná ári. EfBretarhefðu íekið tilboðinu, væru þeir hér enn við veiðar. Rikisstjórnin vai hins vegar knúin til að draga tilboðið til baka. 4. Enn makkar rikisstjónin við Efnahagsbandalagið um veiði- heimildir og neitar að segja upp samningunum við Belga, Norð- menn og Færeyinga. Enn eru þvi 50-60 erlend skip að veiðum hér við land.á sama tl'ma og t.d. Bretar stöðva allar sild- veiðar i Norðursjó i krafti réttar sins til 200 milna. 5. Rikisstjórnin notfærði sér lagasetningu vinstri stjórnarinn- ar um útfærslu i 200 milur, en út- færsla hennarvar þannig, að hún lýsti þvi jafnframt yfir að sjálf- sagt væri að veita útlendingum heimildir til veiða á milli 50 og 200 milna. Staðreyndir i landhelgismálinu eru þær, að vinstri stjórnin ruddi brautina og stækkaði landhelgina i 50 milur, þrátt fyrir ákvæðin i landhelgissamningunum frá 1961, sem bönnuðu útfærslu út fyrir 12 milur, nema meðsamþykki Breta og V-Þjóðverja. Innan 50 mflnanna veiðast 97% alls botnfisksaflans við ísland Stefnan í atvinnumálum Varðandi þróun islenskra at- vinnuvega getur rikisstjórnin hælt sér af eftirfarandi: Fjármunamyndun atvinnuvega landsmanna hefir minnkað að magni þennnig: 1975 ... 21% 1976 ... 17% 1977 spá 14% Þannig hefir samdrátturinn orðið hjá atvinnuvegum lands- manna sjálfra. Hins vegar hefir rikistjómin samþykkt: aðheimila Alverinu að stækka sem nemur 10-12 þúsund tonnum af áli á ári og sölu á raforku, sem nemur 20MW á ári. að ráðast í byggingu járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga, sem áætlað er að kosti 18.4 miljarða króna og ráðstafa til þeirrar verksmiðju 68-70 MW af raforku Sigöldu, eða nærri helm- ing eirrar orku, sem sú 15-16 mil- jarða virkjun framleiðir. Rikisstjórnin stendur I samn- ingaviðræðum um stækkun Al- versins i Straumsvik sem nemur 80 MW orkuþörf, og um stóriðju i félagi við Norsk Hydro. Stefna rikisstjórnarinnar I at- vinnumálum einkennist þvi af samdrætti í íslenskum atvinnu- vegum en stórbrotnum fyrirætl- unum um erlenda stóriðju. Launa- og kjaramálin Stefna rikisstjórnarinnar i launa- og kjaramálum vinnandi fólks hefir verið ljós. Hún hóf störf sín á þvi að skera niður kaupmátt launa um 25-30%. Sá niðurskurður náði til verka- manna, sjómanna, bænda og yfir- leitt alls launafólks. Hin mikla kjaraskerðing var á sinum tima réttlætt með þvi að is- lenskar útflutningsvörur hefðu lækkað i verði erlendis. Mest var talað um lækkun á þorskblokk úr 83 centum pundið i 59 cent. Nú er þorskblokkin komin I 105 cent pundið, og þó er ekki búið að bæta að fullu fyrir kjaraskerðing- una. Verð á útflutningsvörum hefir aldrei verið eins hagstætt og nú,en þó barmar rikisstjórnin sér og hótar stórfelldum verðlags- hækkunum vegna nýju kjara- samninganna. Stefna rikisstjórnarinnar i launamálum hefir komið fram i skertum kjörum aldraðra og ör- yrkja, i skertum kjörum hinna lægst launuðu og stórlega skert- um kjörum bænda. Laun á Islandi hafa um skeið numið aðeins helmingi þess sem algengast er f nálægum löndum. Núverandi rikisstjórn gerði Is- land að láglaunalandi. Lágu launin og ódýra raforkan áttu að leggja grundvöll að er- lendu stóriðjunni, sem rikis- stjórrfrn vann að, að koma sér upp. Þessi stutta úttekt á stefnu og störfum rikisstjórnarinnar ætti að verða öllu launafólki og öllum þeim, sem styðja vilja islenska atvinnustefnu og eru andvigir er- lendri stóriðju, — nægileg að- vörun við þeirri hættu, sem stafar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.