Þjóðviljinn - 14.08.1977, Qupperneq 7
Sunnudagur 14. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Undanfarna mánuði hefur
fyrirbæri eitt tröllriðið frönskum
fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi
og sjónvarpi, þannig að varla hef-
ur annað komist á dagskrá i
menningarmálaumræðum lands-
ins: er hér átt við hina svokölluðu
,,nýju heimspeki”. Nú er það að
visu plagsiður i Frakklandi að
allar umræður á vissu timabili
snúist um einhverja eina
heimspekistefnu, og allir keppist
um að taka afstöðu til hennar:
muna sjálfsagt margir eftir
existentialismanum á áratugnun
eftir heimsstyrjöldina og ýmsum
afbrigðum strúktúralismans á
sjöunda áratugnum. En ,,nýja
heimspekin” hefur þó þá áérstöðu
að aldrei fyrr hafa fjölmiðlar ver-
ið virkjaðir jafnrækilega á jafn-
skömmum tima, og hefur þessum
„nýju heimspekingum” tekist að
vekja álika mikið umtal á fáum
mánuðum og Jean-Paul Sartre
eða Michel Foucault á mörgum
árum. Nú virðist það vera eins
konar lögmál að franskar tisku-
stefnur berist á nokkrum árum i
meira eða minna misskilinni
mynd til Norðurlanda og festi þar
rætur um stundarsakir, þótt að-
stæðurnar séu vissulega allt aðr-
Krá sjónvarpsumræðum um „nýju heimspekina”. Lengst tii hægri er
André Glucksmann og við hliðhans er Bernard-Henri Lévy.
fræði — og hann hefur verið not-
aður sem grundvöllur fyrir
marxiska flokka og verkalýðs-
hreyfingar — en öll skipuleg mót-
spyrna er einnig af hinu illa!
Marxismi getur þvi samkvæmt
þeirra áliti ekki leitt til annars en
kúgunar og áþjánar.
Þessi skoðun kemur viða fram i
ritum þessara manna, en einn
þeirra, André Glucksmann, hefur
þó einnig reynt að fjalla sérstak-
lega um sovéskan marxisma i
bók sinni „Eldabuskan og
mannætan”. Þar byggir hann
hugleiðingar sinar mjög á verk-
um Soljenitsins og annarra
þeirra, sem lýst hafa lifinu i
Sovétrikjunum, og er vitanlega
fróðlegt að kynnast skoðunum
manna um þau mál. Þvi er heldur
ekki að neita, að Glucksmann,
sem oft er talinn einn bestur rit-
höfundur i hópi hinna „nýju
heimspekinga”, tekst vel að gera
grein fyrir hinum yfirþyrmandi
hryllingi „Gúlag-eyjaklasans”,
og hefur bókin hlotið verðskuld-
aða viðurkenningu fyrir það. En
þegar að þvi kemur að útskýra
sovéskan marxisma, kemst
maður þvi miður fljótt að þvi að
undarlegur tviskinnungur er i
99
„Nýja heimspekin
Ný stefna í franskri heimspeki veldur miklum deilum
ar þar en i Frakklandi, og er þvi
ekki úr vegi að gera hér stutta
grein fyrir þessu nýja fyrirbæri.
Svo virðist sem ástæðurnar
fyrir þvf hve „nýja heimspekin”
hefur rutt sér skjótttil rúms, séu
einkum tvær. I fyrsta lagi veldur
þvi snjöll auglýsingamennska
forsprakka þessara heimspek-
inga, Bernard-Henri Lévy, sem
fann einmitt upp auglýsingaslag-
orðið „nýja heimspekin” fyrir
einu ári, þegar hann ritstýrði sér-
hefti af frönsku bókmenntatima-
riti helguðu honum og fylgis-
mönnum hans, og hefur verið frá-
bærlega duglegur við að „selja”
þetta vörumerki siðan með ýms-
um aðferðum. Hin ástæðan er svo
umræðuefni verka þessara heim-
spekinga: þau verk, sem vakið
hafa mesta athygli, fjalla einmitt
um marxisma og sósialisma, en
það er vitanlega efni sem er all-
mjög á dagskrá i Frakklandi þar
sem talsverðar horfur eru á þvi
að samfylking vinstri manna
vinni sigur i þingkosningunum,
sem fram eiga að fara næsta ár.
Þessar tvær ástæður eru vitan-
lega nátengdar: auglýsinga-
mennska Bernard-Henri Lévy
hefði alls ekki borið jafnmikinn
árangur og raun ber vitn ef út-
varpsstöðvar og sjónvarps-
stöðvar hefðu ekki staðið honum
galopnar, og litil hætta er á þvi að
honum hefði verið hleypt þangað
ef hann hefði ekki haft eitthvað að
segja, sem yfirvöldin töldu að ætti
brýnt erindi til almennings. Þvi
fer nefnilega fjarri að frægir
heimspekingar eins og existenti-
alistinn Sartre eða strúktúralist-
inn Foucault hafi átt jafngreiðan
aðgang að fjölmiðlum og
Bernard-Henri Lévy og hans
fylgismenn.
Af þessum ástæðum er mjög
erfitt að fjalla um hugmyndir
þessara „nýju heimspekinga” án
þess að lita jafnframt á stjórn-
málaástandið i Frakklandi nú. En
áður en við reynum að rekja
framlag þeirra til umræðna um
þau mál, sem nú eru efst á baugi,
er þó nauðsynlegt að lýsa megin-
hugmyndum þeirra i stórum
dráttum.
Eitt helsta viðfangsefni „nýju
heimspekinganna” er afstaða
manna til valdsins: þeir lita á allt
vald sem kúgun, sem heltaki
fjöldann og skipi öllum hlutum
eftir hagsmunum valdsmanna.
„Valdið” leggur þó einkum
tvennt undir sig, tungumálið og
kynferðislifið, þannig að hvorugt
er að þeirra dómi til utan við þann
ramma sem „valdið” hefur sett:
ekki er unnt að gera uppreisn
gegn valdinu á sviði kynferðis-
mála eða með þvi að beita tungu-
málinu, þvi að um leið og maður
talar eða elskar fellur hann i
gildru „valdsins”, sem þegar hef-
ur gert ráð fyrir öllum möguleik-
um og skipað þeim eftir þvi sem
þvi hentar. A þennan átt fordæma
þessir heimspekingar tvennt það
sem gjarnan hefur þótt stuðla að
framförum í heiminum: skipu-
lagða mótspyrnu almennings
gegn kúgurum og visindi. Telja
þeir að skipulag sé ekki annað en
valdakerfi og jafnframt að þekk-
ing sé vald: þess vegna séu hvort
tveggja kúgunartæki.
Þannig hafnar „nýja
heimspekin” i eins konar dular-
hyggju og afturhvarfi frá
skynsemishyggju. Sem dæmi um
hugsanagahginn má nefna að
einn þessara heimspekinga sá þá
lausn helsta á sviði kynferðis-
mála að fylgja fordæmi guð-
fræðingsins Origenes á þriðju öld,
sem sneið af sér getnaðarliminn
með eggjárni til að losna á rót-
tækan hátt við holdsins fýsnir og
verða þannig stikkfri i hruna-
dansi kynlifsins! Þetta er sá
grundvöllur sem umfjöllun
h e i m s p e k i n g a n n a um
marxismann byggist á, en áður
en við litum á það mál, er þó rétt
að lita nokkuð á framsetningu
þessara heimspekinga.
Þeir hafa gjarnan þann háttinn
á að vefja kenningar sinar i
myrkan og torskildan stil (sem
fenginn er að láni hjá sál-
fræðingnum Jacques Lacan):
þar eru setningar gjarnan
snúnar, orðaröð eins og i drótt-
kvæðri visu, og orðin hafa ekki
þá merkingu, sem þau hafa
venjulega i frönsku, heldur þá
sem þessum heimspekingum
þóknast að gefa þeim.
Gjarnan er stuðst við verk eldri
heimspekinga og langir kaflar
eru hugleiðingar um orð þeirra.
En nú hefur oft verið bent á það,
að gefi menn sér tima til að
berjast i gegnum stilflækjuna,
finni þeir gjarnan litið annað en
innihaldslausan orðhengilshátt og
tóman vaðal með fjarstæðu-
kenndum hugmyndum sem oft
reka sig hver á aðra. Þær hug-
myndirsem verðar væru umræðu
eru hins vegar svo slælega rök-
studdar að litið gagn er að
framlagi þessara manna. Margt
er blygðunarlaust fengið að láni
úr verkum heimspekinga, sem
ekki eru þekktir i Frakklandi
(t.d. Karls Popper) — en þeir
eru þó allsjaldan nefndir með
nafni i verkunum. Það bætir ekki
úr skák að hugleiðingar um forna
heimspekinga, t.d. Platón, eru oft
ekki annað en miskunnarlausar
rangtúlkanir og útúrsnúningur.
Þess vegna hafa heimspeki-
menntaðir menn (t.d. heimspek-
ingurinn Gilles Deleuze og rithöf-
undurinn Régis Debray) kveðið
upp þann úrskurð að frá fræðilegu
sjónarmiði séu verkin litils virði
— enda bera þau það gjarnan með
sér að vera skrifuð i flýti. Þau
þola þvi mjög illa samanburð við
verk þeirra heimspekinga, sem
borið hefur hæst i Frakklandi.
„Nýju heimspekingarnir” hafa
jafnan brugðist hinir verstu við
gagnrýni af þessu tagi, og hafa
þeir yfirleitt svarað henni á eina
lund: þeir ásaka andmælendur
sina fyrir að styðja kúgun, verja
visindi og tækni skilyrðislaust
með öllu þvi versta sem þeim
fylgir (mengun o.þ.h.) og svo láta
þeir að þvi liggja að á bak við
þessa gagníýni sé ekki annað en
dulbúinn stalinismi.
Þvi að kjarni málsins i öllum
þessum umræðum, hvort sem um
hann er fjallað beint eða ekki, er
vitanlega afstaða þessra manna
til marxisma og sósialisma og
annað er ekki nema tilfinninga-
legur (varla er hægt að segja
fræðilegur) grundvöllur hennar.
Afstaðan er einföld: þótt ýmsir
„nýir heimspekingar” telji sig
vera vinstra megin eru þeir allir
andvigir marxisma og sósialisma
og láta þá skoðun sina óspart i
ljós. Að þeirra dómi sameinar
marxismi tvennt það sem þeir
fordæma: hann er kenning um
eðli þjóðfélags — og þannig af
hinu illa eins og öll visindi og öll
verkinu og gengur i gegnum það
allt: Annars vegar virðist
Glucksmann halda þvi fram að
stjórnkerfi Sovétrikjanna eigi
ekkert skylt við sósialisma og sé
jafnfáranlegt að deila um kosti og
galla á sósialisku stjórnarfari við
Bresnéf eins og að stæla um bóna-
partisma við ruglaðan mann sem
heldur að hann sé Napóleon. En i
sömu andránni heldur hann þvi
fram að ástandið i Sovétrikjunum
sé bein afleiðing af kenningum
Marx — og hljóti þróunin jafnan
að verða á þessa leið ef reynt sé
að hrinda þeim i framkvæmd.
Ekki er vafi á þvi að þessar
kenningar verðskulda rækilegar
umræður — en býsna hæpið að
það leysi nokkurn vanda að halda
þeim báðum fram i einu! Þvi vilji
menn rökstyöja þær, þarf annars
vegar að sýna fram á það
hvenær og hvers vegna leiðtogar
sovéska flokksins hafi hætt að
fylgja sósialiskri stefnu og hins
vegar hvaða rök séu fyrir þvi að
þessi sama stefna leiði atltaf til
..Gúlaes” i framkvæmd ef haldið
sé fast við hana, og kann það að
Rcgis Debray.
bögglast fyrir sumum. Glucks-
mann notfærir sér hins vegar
þennan tviskinnung til að koma
sér hjá öllum sögulegum og
fræðilegum athugunum á þessum
málum, — t.d. lætur hann eins og
aðstæður i Rússlandi keisaranna
skipti ekki nokkru máli: hann tal-
ar um fangabúðir Siberiu eins og
Lenin hafi komið þeim á fót og
„gleymir” alveg að geta þess að
þær voru til fyrir hans tið. Það er
stundum erfitt að verjast þeirri
hugsun við lestur bókar Glucks-
manns að hjá honum verði
„Gúlag-eyjaklasinn” að goðsögn
eða e.k. hugtaki án tengsla við
raunverulegan, sögulegan veru-
leika, sem menn geti „afgreitt”
með þvi að skýra það á pappirn-
um með meiri eða minni
orðhengilshætti.
En þessi aðferð er ekki einungis
notuð til að fjalla um Sovétrikin:
ýmsir hinna „nýju heimspek-
inga" útskýra það á sama hátt i
útvarpi og sjónvarpi að tæplega
geti hjá þvi farið að sovéskir
stjórnarhættir verði teknir upp i
Frakklandi ef vinstri fylkingin
sigri i kosningunum næsta ár.
Þarf ekki að leita annarrarskýr-
ingar á þvi hve greiðlega
fjölrhiðlar standa þessum mönn-
um opnir.
Svo undarlega vill til að flestir
eða allir þessir „nýju heimspek-
ingar” voru áður fyrr maóistar
en gengu af trúnni við þær svipt-
ingar, sem urðu i Kina: sumir
hafa þó aðhyllst ýmsar aðrar
stefnur af jafnmikilli trú og
afneitað þeim jafnharðan siðan
það gerðist. En einn stöðugur
punktur hefur þó verið i þessum
hringsnúningi, og það er and-
staðan gegn þeim vinstri flokk-
um, sem nú mynda samfylkingu
vinstri manna: fyrir nokkrum ár-
um réðust þessir sömu menn á
þessa flokka fyrir „endur-
skoðunarstefnu” en nú ráðast
þeir á þá fyrir of mikla fylgispekt
við marxismann! Þetta er þó ekki
eina hlutverk þeirra nú: á það
hefur oft verið bent að þessir
menn setji fram mikilvæg vanda-
mál, sem brýn þörf sé á að verði
rædd, en með hugtakaruglingi
sinum, orðhengilshætti og léleg-
um vinnubrögðum geri þeir ekki
annað en torvelda nauðsynlegar
umræður. e.m.j.
Falleg vara
kápan
Laugaveg66 llhœð