Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977 Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar um myndlist .Mvnslur. Strinar eins og þcssir hér á borftinu eifía sér augljóslcga inargvlslega og iiiisniuiiandi sögu aft baki, bæfti jarftfræðilega og annars konar. fcg hef gripift inn i þessa siigu um stundarsakir meft þvi aft tina þá einn og einn á vnistiiii stiiðum og færa samaii liingaft. Óbeinlinis hef ég stefnt vöur á fund viö bessa steina og býft yftur aft taka einn þeirra, svo aft þér og steinnínn veröift samferöa héftan. Komposition „Það er algengtað fólk tíni steina og gefi hvert öðru” Sýningin i Suöurgötu. — Sýningin i Suðungötu 7 á sér noKkuð sérstakan aðdragandi. Þú sýnir aðein.s 4 verk að þessu sinni. — Aðdragandinn er sá, að að- standendur gallerisins sögðu mér frá fyrirtækinu, þegar það var i bigerð og lýstu húsnæðinu laus- lega fyrir mér og buðu mér að sýna þar. Upp úr þvi fór ég að hugsa um sýningu, sem mundi hæfa þessu húsnæði. Sýningin i Súm 1974 var að mestu leyti safn innrammaðra mvnda, sem mað- ur reyndi að velja saman og hengja smekklega upp i einn sai. En þessi hér i Suðurgötunni er siðinn meira fvrir húsnæðið og búið til eitt ákveðið ástand i hverju herbergi. Nýstárleqt form — Eormio á verkum þinum er nokkuð nýstárlegt og þú notfærir þér margvislega tækni. t einu og sama verki notar þú til dæmis ljósmynd, hlut og jafnvel efni tengt Ijósmyndinni. — Ég held að hér sé nú ekki um mjög nýstárlegar aðferðir að ræða. en ég hef leitast við að skapa nokkra fjölbreytni þarna með sjálfsögðum og einföldum meðulum. Það er annars einkenni á þvi ástandi, sem við getum kali- að konseptlist, að hið handverks- lega og efnislega er gefið alveg frjálst. Menn þurfa ekki að þýða hugmyndir sinar yfir i málverk eða skúlptúr. Og mér finnst þetta frelsi til að koma hugmyndum sem skýrast fram vera heppilegt ástand. Annars er þessi sýning mjög einföld og primitif. 1 hverju verki eru tveir rikjandi þættir. t verkinu Viftkomaer það til dæmis Ijósmyndin og efnið á gólfinu og i verkinu Kross er það linurnar tva;r á sitt hvorum veggnum, önnur lárétt. hin lóðrétt. Leiðamunstur — performans. — t tveimur verkum, Munstur og Komposition, gengur þú út fyrir þau mörk, sem myndlist eru yfirleitt sett, það er að vera hlut- ur eða efni i einhverju formi, þvi að i bessum tveimur verkum er jafnframt fólgið eins konar per- formans eða leikmyndverk, þar sem sýningargestir leggja sitt af mörkum. Það má segja að Munstursé performans. t þvi verki skapast leiðamunstur, sem byggist á þvi, að steinarnir eiga sér langa sögu og það hefur tekið þá óratima að verða svona i laginu. Það eru heldur aldrei neinir tveir eins og saga þeirra er dalitið mismun- andi, bæði jarðfræðisaga og hvernig þeir hafa borist til. Að þessu leyti minna þeir dálitið á fólk. Þessi þróun hefur mjög hæg- an gang en öruggan. Svo getur maður ráðist inn i þessa löngu sögu með þvi bara að tina þá upp svona hingað og þangað og sett þá saman i hrúgu. Siðan kemur fólk', sem veit að ég eða einhver er að halda sýningu, á staðinn, þar sem steinarnir eru,og getur tekið einn þeirra. Mynstrið,sem ég krotaði þarna á litlu myndina, fléttast saman, þegar maður og steinn fara út saman. Ég hef áhuga á einhverju svona ósýnilegu munstri og mér finnst það fallegt saman, maður og steinn. Það er gott að halda á svona steini og það er algengt að fólk hér á tslandi tini steina og gefi hvort öðru. Menn hafa þá alls staðar fyrir augunum. Verkið lit- ur mjög lítilfjörlega út á sýning- unni en það er fólgið i ósýnilegri mynd. Konseptlist — Gefa þessi fjögur verk, sem þú sýnir að þessu sinni.góða hug- mynd um listsköpun þina á und- anförnum árum? — Ég held að þetta sé svipað hvað innihald og eðli snertir en hvað form og efni varðar eru þessi verk allólik öðru sem ég hef gert. En yfirleitt bind ég mig ekki við neina eina útfærsluleið á hug- myndinni og legg eiginlega frekar áherslu á að hafa eins mikið rými og mögulegt er. Þannið að sé samhengi i hlutunum, þá verður það bara til af þvi, sem maður gerir, réttt eins og hver einasta manr.cskja hlýtur að hanga sam- an á einhverjum persónuleika. — Þú hefur nú umalllangtskeið unnið að konseptlist. Fin íst þér að greina megi einhverja þróun i þessari listastefnu almennt? — Eg á nú ekki gott með að gera mér grein fyrir þvi, en ég held að enn sé verið að gera ágæt verk i þessum anda. Að minnsta kosti er sviðið breitt og rýmið nóg. — Stundum er kvartað yfir þvi að konsept listaverk séu torskiid- ari en önnur list. Þurfa menn út- skýringar til að geta notið þess- ara listar? — Þarna eru bæði torskilin og einföld verk eins og annars stað- ar. Slfkt fer meira eftir persónu- leika höfundar heldur en eðli stefnunnar og svo er mat á þessu atriði talsvert háð hugarástandi og reynslu skoðenda. En ég held, að segja megi, að oftast sé reynt að hafa sem minnstar umbúðir um þessi verk og ætli þessi gagn- rýni sé ekki oft sprottin af ókunn- ugleika. Sýningin i Pompidou- safn- inu — Þegar ykkur fjórmenningun um var boðið að sýna við opnun Pompidou safnsins var jafnframt i safninu stór yfirlitssýning á verkum franska listamannsins Marcels Duchamp. Er eitthvert samband á milli þessara sýninga eða var það bara tilviljun, sem réði þvi að þær voru settar á sama tima? — Það eru auðvitað gjörólik mótif fyrir þessum tveimur sýn- ingum, sem þú nefnir. Annars vegar að safna saman og sýna verk eins áhrifamesta myndlist- armanns aldarinnar, sem látinn er fyrir nokkrum árum, i þvi skyni að gefa fólki færi á að sjá öll þessi verk á einum stað, svo að það geti áttað sig á sögulegri þýð- ingu þeirra. En okkar sýning hefur sjálfsagt verið valin sem eitt sýnishorn af þvi, sem verið er að gera i mynd- list um þessar mundir. fremur en að einhver bein tengsl séu á milli Duchamp og þess sem við erum að fást við. i þessu sambandi langar mig til að leiðrétta misskilning, sem fram kom i viðtali við Sigurð Guðmundsson i vor, þar sem stóð, að við hefðum verið valdir úr hópi ,,umsækjenda” til að sýna þarna. Það,er Sigurður átti við, er að það fólk, sem skipuleggur sýningar i safninu, hefur sjálfsagt velt fyrir sér mörgum möguleikum á sýn- ingum, sem til greina gætu komið við opnun safnsins, og hugmyndin að sýna okkur fjórmenningana hefur orðið fyrir valinu. En um þær vangaveltur vissum við ekk- ert fyrr en okkur barst boðið. Annar misskilningur, sem virð- ist vera okkuð útbreiddur, er að Pompidou safnið sé nýtt listasafn i Paris, Pompidou menningar- miðstöðin hýsir fjórar stofnanir og sú fyrirferðamesta þeirra er hið vel þekkta nútimalistasafn i Paris, sem fluttist þangað af Signubökkum með allt sitt hafur- task. Starfsemi þess og stefna breyttust reyndar lika i mikil- vægum atriðum en það ber sitt gamla nafn og á vegum þess voru umræddar sýningar haldnar, þegar Pompidou höllin var opn- uð. — Þú ert á förum til Hollands aftur, Hreinn. Hvað er framund- an hjá þér? — Þegar ég kem aftur til Am- sterdam fer ég að vinna að sýn- ingu sem er fyrir huguð i gallerii i Paris snemma á næsta ári. Hreinn Friðfinnsson í Suðurgötu 7 Hreinn Friftfinnsson heldur um þessar mundir sýningu I Suöurgötu 7 i bofti aftstandenda Gallerisins. Siftasta sýning Hreins hér heima var árift 1974 I Galleri Súm, en hann starfar sem kunnugt er i Amsterdam. Þaft er þvi lofsvert framtak hjá þeim félögum i hinu nýstofnafta Galierii I Suðurgötu 7 aö bjóða Hreini heim til aft sýna hér, þvi aft iiklega hefftum vift ekki fengift aft sjá verk hans aft öörum kosti. Hreinn Friðfinnsson er fæddur og uppaiinn á Bæ i Dölum. Fimmtán ára gamall settist hann i Myndlista- og handiðaskólann og stundaði þar nám tvo vetur. Siðar gerðist hann félagi i Súm og tók þátt i samsýningum á vegum félagsins. Arið 1971 settist Hreinn að i Hollandi og hefur húið þar siðan. Um svipað leyti og Hreinn flyst til Hollands höfðu þeir bræður Kristján og Sigurður Guðmunds- synir flust búferlum til Amster- dam, svo að segja mátti að sprottin væri upp islensk lista- mannanýlenda þar i borg. A næstu árum halda þeir félagar fjölmargar sýningar á meginlandi Evrópu. Þó má ef til vill lita á sýninguna, sem þeim var boðið að halda við opnun Pompidou-safnsins i Maris siðast liðinn vetur sem eins konar hápunkt á sýningarferli þeirra. Að þvi er ég best veit, mun þetta vera i fyrsta sinn sem Islending- um er boðið að sýna á sérsýningu af opinberu safni i Paris. Um list þeirra félaga segir Pontus Hulten, forstöðumaður Pompidou-safnsins, meðal annars i sýningarskrá eftirfarandi i laus- legri þýðingu: „Hreinn Friðfinns- son, Kristján Guðmundsson, Sig- urður Guðmundsson og (Þórður) Ben Sveinsson hafa ólik persónu- einkenni.en eru þó likir i anda. t verkum þeirra er rik tilfinning fyrir náttúrunni, sem mótar allt mannlif, og fyrir þeim leyndar- dómum, sem hver maður ber með sér. Þeir hafa til að bera marg- slungna kimnigáfu, sem smýgur inn minnstu hreyfingu og veigrar sér ekki við að hæðast að heim- spekilegri tilgerð. Allir fjórir túlka þeir með nútima aðferðum og i nýju formi, sannindi sem eiga sér engan aldur eða takmörk.” Þegar fréttir bárust af sýning- unni i Pompidou-safninu var erfitt að verjast þeirri hugsun, að hlut- irnir væru farnir að snúast við, þvi að hingað til hafa Fransmenn þóst litið hafa að sækja til Norðurlanda i myndlist. Jafn- framt læddist að manni sú hugsun að verkum þessara islensku lista- manna hafi tæpast verið nægur gaumur gefinn af opinberri hálfu hér heima. Til dæmis munu aðeins örfá verk eftir þá til i Listasafni Islands. Það er hins vegar staðreynd, að áhugi manna á þessum nýju lista- stefnum, bæði leikmanna og lærðra, fer ört vaxandi hér á landi. Sérstök nýlistadeild er t.d. i mótun við Myndlista- og handiða- skólann og i þvi sambandi má geta þess, að Sigurður Guðmundsson var fenginn til að kenna þar eina önn á siðast liðnu skólaári. Og þegar hafður er i huga hinn vaxandi áhugi manna hér heima á þessari nýju mynd- list og sá árangur, sem islenskir listamenn, bæði úti i Amsterdam og hér heima, hafa náð i henni, þá virðist svo sannarlega mál til komið að Listasafn Islands eða einhver annar opinber sýningar- aðili efni til veglegrar sýningar á þessari nýju list.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.