Þjóðviljinn - 14.08.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977 Sunnudagur 14. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Annað skeið: Mestu átök sem orðið hafa á Islandi, síðan á dögum Jóns Arasonar A Sauðárkroki 192«; Jón S. Guömann, forni. Vcrkamannafélagsins, Einar. Þorvaldur Þorvaldsson, Einar uni 1930: ritstjóri Kéttar, KKÍ cr að verða lil. ræðustóli á Ilcgranesfundinum 1928. Kangelsun Jóns Kafnssonar mótmælt af bilpalli (1933, Nóvuslagurinn). A útifundi gegn fasisma 1934. — Annað skeiðið sem kemur upp i huga minn er vakningarbar- áttan sem hófst í Reykjavik i upp- hafi áratugsins. Þá tókst að fylkja alþýðu Reykjavikur til baráttu gegn atvinnuleysi, heimskreppu og hættunni af fasismanum. Allir hafa heyrt um átökin 7da júli og 9da nóvember 1932. Kommúnista- flokkurinn var frá upphafi mjög duglegur i skipulagsstörfum sin- um. Arið 1933 fékk flokkurinn 7,5% atkvæða á landinu öllu i þingkosningum, meira en nokkur kom múnistaflokkur annars- staðará Norðurlöndum. Við lögð- um áherslu á að skipuleggja utanþingsbaráttuna sem allra best og gera hana sem virkasta. Þar bar hæst baráttuna gegn at- vinnuleysi, en við tókum einnig rikan þátt i baráttunni gegn fasismanum,bæðivegna alþjóða- hyggju okkar og sökum hins að fljótlega varð ljóst að hugmynda- heimur fasismans reyndist eiga furðu góðan jaröveg hjá Sjálf- stæðisflokknum. Fasistarnir voru „ungir menn meö hreinar hugs- anir” eins og einn af leiðtogum Sjálfstæðisflokksins skrifaði i Morgunblaðið. Þegar þýsk skip fóru að koma hingað með haka- krossfánann við hún, beindist reiði okkar gegn þessu tákni nasismans. (Ég bæti hér við innan sviga. 1 Rétti 1973 4ða hefti er grein eftir Eyjólf Arnason og Einar Olgeirs- son um þessa baráttu gegn nasismanum. 6ta ágúst 1933 var hakakrossfáninn skorinn niður hjá vararæðismanninum á Siglu- firði. Urðu málaferli vegna þeirra atburða og dómar kveðnir upp yfir Þóroddi Guðmundssy ni, Steini Steinarr, Eyjólfi Arnasyni, Gunnari Jóhannssyni og Aðal- birni Péturssyni. 19da september kom þýskt skip með hakakross- fána við hún til Reykjavikur og daginn eftir sagði Morgunblaðið svo frá: Klukkan9 „komu kommúnistar á vettvang undir forustu Einars Olgeirssonar. Einar Olgeirsson byrjaði þegar að halda ræðu — bæði á islensku og þýsku — og bannaði verka- mönnum að vinna við skipiö á meöan „fáni blóðhundanna” væri hafður uppi á skipinu. Hellti Ein- ar þarna úr sér stóryrðum og svi- virðingum um þýsku stjórnina.” Vinna lagðist niður og fáninn var skorinn af stönginni en lögregl- unni tókst að endurheimta hann. Enn sögulegri atburðir urðu þegar þýska fisktökuskipið „Eid- er” kom hingað 9da nóvember 1933. Ég vitna beint i Réttargrein- ina: „Nokkrum ungum kommúnist- um undir forustu Hallgrims Hall- grimssonar, er siðar barðist á Spáni i Alþjóöaherdeiidinni og reit bók um það, tókst að komast um borö i skipið, skera niður hakakrossfánann og hafa hann á brott með sér. Var nú fáninn fal- inn svo að lögreglunni tókst ekki að finna hann... Um kvöldið hélt Kommúnista- flokkur Islands opinn fund i Bröttugötusalnum. Var sá fundur fyrst og fremst haldinn i sam- bandi við baráttuna gegn at- vinnuleysinu, en þó ákveðið að taka baráttuna gegn fasismanum þar f yrir á sérstakan hátt sem hér greinir: Salurinn var troðfullur, liklega um 500 manns. Átti Einar 01- geirsson að flytja þar ræðu gegn fasismanum. Aður en sú ræða hófst var dyrum lokaö, ljós slökkt um stund ogöllum bannað að fara út meðan á ræðunni stóð, þvi að vitað varum lögreglunjósnara og hvitliða á fundinum. Einar lauk ræðunni meö þvi að sýna haka- krossfánann er skorinn haföi ver- ið niður þennan dag, kasta hon- um á gólfið i ræðustólnum, trampa á honum og segja að eitt sinn myndi verkalýðurinn troða hakakrossveldiö undirfótum. Var siöan ljósiö slökkt, fáninn látinn hverfa. Siðan voru dyrnar opnaðar og njósnararnir skunduðu út. Þegar kröfuganga skyldi hefj- ast á eftir til að flytja borgar- stjóra kröfur atvinnuleysingja, var lögregla og hvitlið allfjöl- mennt i Bröttugötu. Uröu nokkur átök, en ekki tókst lögreglu að finna hakakrossfánann. Kröfu- ganga hélt áfram og var m.a. árangurslaust leitað iiðsinnis hjá Alþýöuflokknum, sem á skemmt- un i Iðnó minntist bardagans 9. nóv. árið áður. Að lokum var haldið að húsi Jóns Þorlákssonar borgarstjóra i Bankastræti og honum afhentar kröfurnar. Lýsti Einar Olgeirsson svo kröfugöng- unni lokið af tröppunum þar i Bankastræti 11. En er menn tóku nú að dreifast og halda heim til sin, þótti sumum I lögreglunni timi hefndarinnar kominn. Um- kringdu þeir Einar og létu kylf- urnar dynja á höfði hans, svo að fyrir sprakk á þrem stöðum. Forðuðu Stefán ögmundsson prentari og fleiri félagar honum úr höndum lögreglu og var fariö með hann til Valtýs Albertssonar læknisi Túngötu. Saumaöi Valtýr nú saman það sem sprungið hafði. A meöan kom Erlingur Pálsson, fulltrúi lögreglustjóra, og vildi fá Einar framseldan, en Valtýr neitaöi og bjargaöi þannig Einari úr klóm lögreglunnar. Málshöfðanir urðu út af þessum atburðum. Urðu þeir Brynjólfur og Einar alloft að mæta fyrir rétti, svo og Haukur Björnsson og Hjalti Arnason, þvi dularfullt þótti að þeir kváðust ekkert vita hvað af hakakrossfánanum hefði orðið! Hafði þó lögreglan i leit sinni að fánanum gert húsleit m.a. hjá Sverri Thoroddsen, en ekki fundið neitt. Frú Theódóra Thoroddsen bjó þá hjá syni sinum og er lögreglumennirnirgengu út, stóð hin aldna sjálfstæðishetja i dyrum herbergis sins og spurði þá með hörku i röddinni: „Viljið þið ekki leita hjá mér llka?” En þeir kváðust ekki hafa neina fyr- irskipun um það... En af hakakrossfánanum sem lögreglan leitaði að og fann ek-ki er það að segja, að einn af ágæt- ustu verkamönnum Kommún- istaflokks tslands, Arni Guö- laugsson prentari, geymdi hann sem hvert annað herfang i kommóöuskúffu hjá sér næstú sjö árin. Eftir aö Bretar hertóku Is- land, þótti hins vegar of hættulegt aö hafa slikan grip lengur I fórum góöra manna, og var hann brenndur”.) En Einar heldur áfram: t — Kommúnistaflokkurinn átti um hálfsárs skeiö viö innri erfiö- leika að striöa sem við köllum „barnasjúkdóm”. En 1934 tókum við upp mjög viöfeöma samfylk- ingarstefnu og gættum þess vand- lega að hún sveigði hvorki of langttilhægri né vinstri. Við unn- um kappsamlega að þvi að sam- eina verklýðsfélög sem klofnað höfðu i fyrri átökum og beittum okkur fyrir samfylkingarbaráttu ásamt Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum. Þessi rétta stefna okkar náði mjög miklum árangri i kosningunum 1937. íhaldið og Bændaflokkurinn höfðu þá myndað svokallaða Breiðfylk- ingu, en það nafn var tekið beint fráFranco. 1 Morgunblaöinu birt- ist ómengaður fasistaáróður, til að mynda krafa um að „þagga niður i Alþýðublaðinu”, en Finn- bogi Rútur Valdimarsson var þá baráttuglaður ritstjóri þess. Þaö var ljóst að Breiðfylkingin yrði sterkari I kosningunum en Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn til samans og þvi hætta á hreinum afturhaldsmeirihluta. Við buðum Alþýðuflokknum og Framsókn upp á samvinnu, en þvi boði var hafnað. Við tókum þáeinhliða ákvörðun um aö bjóða ekki fram i kjördæmum, þar sem frambjóðendur Alþýðuflokksins og Framsóknar voru i hættu og skoruðum á stuðningsmenn okkar að kjósa þessa flokka en ekki landslista Kommúnistaflokksins. Við skoruðum jafnframt á ábyrga lýðræðissinna úr Framsókn og Alþýðuflokknum að kjósa okkar frambjóðendur i Reykjavik, Akureyri og Vestmannaeyjum. I þessum kosningum vann Kommúnistaflokkurinn stórsigur og kom þremur mönnum á þing. Alþýðuflokkurinn og Framsókn náðu þá saman 27 þingmönnum en Breiðfylkingin 19, en sá munur stafaði af ranglátri kosningaskip- an. Atkvæðamagn Breiðfylking- arinnar var iskyggilega mikiö, og þegar atkvæðin voru skoðuð réð styrkur Kommúnistaflokksins úr- slitum. Kommúnistaflokkurinn starf- aði af óhemjulegum dugnaöi. Við skiptum flokksfélögum okkar nið- ur i deildir sem þá voru kallaöar sellur, og þar haföi hver maður verkaðvinna. Viðgáfumút ókjör af bæklingum, prentuðum i 1.200 eintökum, og mikið af flugritum, en sellurnar dreifðu og seldu af miklu kappi — ég á ekki nærri öll þessi plögg. Við höfðum einnig sellur á vinnustöðunum, og við menntamennirnir vorum látnir ganga i þær. Ég var i hafnarsell- unni, var mikið-i verkamanna- skýlinu sem oftast var fullt af fólki og hélt margar ræður úr stiganum. Það mikilvæga sem gerðist eft- ir kosningaúrslitin 1937 var að Héðinn Valdimarsson, hinn gáf- aöiog raunsæi forustumaður, dró þá ályktun ásamt mikilhæfum félögum sinum að sameina þyrfti Alþýðuflokkinn og Kommúnista- flokkinn. Viö vorum frekar þeirr- ar skoðunar að samfylking væri rétta leiðin. Siðan gerðist það aö sjö hægrimenn i stjórn Alþýðu- sambandsins ákváðu að reka Héðin Valdimarsson úr flokknum og siðan allt Alþýðuflokksfélagið i Reykjavik. Þá var einsætt að sameining þyrfti að koma til. Þessir atburðir allir leiddu til feikilegrar lyftingar i verklýðs- hreyfingunni. Sósialistaflokkur- inn var stofnaður i október 1938. öll stjórnmálaþátttaka okkar var sjálfboðaliðastarf. En sam- tökin urðu smátt og smátt svo öfl- ug að fært þótti að ráöa okkur Brynjólf sem ritstjóra Verklýðs- blaðsins, og fengum við 200 kr. á mánuði. Allt annað var sjálfboöa- liðsstarf áfram. Það var ó- gleymanlegt að lifa þessa tima, sjálfboðaliðsstarfið, samhjálp- ina, eldmóðinn. Þetta var annaö skeið ævi minnar sem mótaðist af þvi sem gerist, þegar fólkið vakn- ar. Lifskjörin voru svo ömurleg að átökin urðu hörö, mestu átök sem orðið hafa á tslandi siðan á dögum Jóns Arasonar, en það var lánokkaraðenginn létlifiöi þeim átökum. Mér fannst ógleyman- legt að taka þátt i þessari baráttu og sjá þann árangur sem náðist. Og ekki megum við gleyma menntamönnunum sem komu til liðs við okkur fyrir atbeina Krist- ins E. Andréssonar. Ég nefni Jó- hannes úr Kötlum, Halldór Lax- ness og Þórberg Þórðarson, en gæti raunar nefnt alla helstu rit- höfunda og raunar myndlistar- menn sem þá voru uppi með þjóð- inni. Listamennirnir hjálpuðu okkur til þess að gefa hinni hörðu lifsbaráttu reisn og þrótt. RÆTT VIÐ EINAR OLGEIRSSON SEM ER 75 ARA I DAG GÆFA MÍN AÐ HAFA FENGIÐ AÐ MÓTA NÝTT ÞIÓÐFÉLAG A Klnamúrnum skömmu eftir stofnun alþýðulýðveldis. Kitstjóru Þjóðviljans komin heim úr bresku fangelsi i ágúst 1941: Sigfús Sigurlijartarson, Kinar Olgeirsson, Sigurður Guðmundsson. Kinar með móður sinni Sól- veigu Gisladóttur og systr- um simim llildigunni og Mariu. Myndin mun tekin 1906. Þjóðhátiðarnefnd lýðveldisstofnunar: frá v — Jóhann Hafstein, Asgeir Asgeirsson, Alexander Jóhannesson, Kinar Olgeirsson, Guðlaugur Rósinkranz. Iláðu marga eftirminnilega glimu á þingi: llermann Jónasson, Kinar, ólafur Thors. Þjóðhátið i Keykjavik IX. júni 1944: áminning um þjóðveldiog höfðingjavald. Stúdentar 1921: Kinar Aslráös- son. Kinar Olgeirsson og Sigurður ólafsson. Allir höfðu þeir skrifað uin efnið „llugsjón min” hjá Jóni ófcigssyni kenn- ara, og allir skrifuðu þeir uin kommúnismann — en höfðu ekki talað sig saman uin neitt efni. 1 því tilefni var myndin lekin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.