Þjóðviljinn - 14.08.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 14.08.1977, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977 (icngift yfir Sigluljarftarskarfi i crindrckstri: A myndinni má m.a. sjá Óskar (íarihaldason, Stcfán Odd Magnússon, Einar Olgeirsson og Kinar Albcrtsson. Kormenn vinstrisósialislaflokka á Norfturlöndum i Osló 1965: Alcnlus (Finnlandi), Hermannsson (Sviþjóft), Löfsncs (Norcgi), Einar og Aksel Larsen. Vinir og vopnabræftur: Kinar og Brynjóifur Mcft Krlcndi Palurssyni 1. mai 197:1. Sumardagur á Lögbergi. Þriðja skeið: Árangur af baráttu íslenskra sósíalista — Þriöja skeiðið var b.aráttan eftir stofnun Sósialistaflokksins, kjarabaráttan mikla eftir hernámið og myndun nýsköp- unarstjórnarinnar. Eftir hinn sögulega sigur okkar 1937 týgjaði afturhaldið sig til hinnar harka- legustu baráttu gegn verkalýð og iistamönnum. Mynduð var svo- kölluð þjóöstjórn af öllum flokk- um nema Sósialistaflokknum : hún framkvæmdi gengislækkun og setti þvingunarlög sem áttu að koma i veg fyrir kjarabaráttu. Hún hóf jafnframt ofsóknir gegn listamönnum og gerði ráðstafanir til að drepa Mál og menningu. Ástandið harðnaði i sifellu og náði hámarki eftir hernámið, þegar Þjóðviljinn var m.a. bannaður og við þrir ritstjórar hans settir i tukthús I Bretlandi. Verklýðs- hreyfingin reyndi að hefja kaup- hækkunarbaráttu 1941, en hún var barin niður m.a. með dreifibréfs- málinu og með þvi að láta breska hermenn fara I vinnu sem tslend- ingar höfðu lagt niður. En við risum upp aftur i árs- byrjun 1942 og þá hófst stórbrotn- asta sókn sem ég hef tekið þátt i. Við náðum forustu i öllum þeim félögum sem voru I baráttuhug. Kjarabaráttuna átti að stöðva með gerðardómslögunum sem sett voru i ársbyrjun 1942,en þau gerðu verkfallsbaráttu að glæp. Mat okkar á þjóðfélagsástandinu var það, að unnt væri aö brjóta þessi lögábak afturvegna þess að full atvinna var I landinu. Við tókum upp baráttu sem nefnd var skæruhernaður verkalýösins. Verkamenn yfirgáfu einn vinnu- stað af öörum án nokkurs form- legs verkfalls, og atvinnurekend- ur gáfust smátt og smátt upp einn af öðrum og gerðu nýja samninga. Um sömu mundir komust breytingar á kjördæmaskipuninni á dagskrá og klufu ihaldið og Framsókn. Við og Alþýðuflokkur- inn veittum stjórn Ólafs Thors hlutleysi meðan nýrri kjördæma- skipun var hrundiö í framkvæmd. Réttlátari kjördæmaskipun kom okkur einum að gagni i raun; við fengum 10 þingmenn i stað þriggja áður. 1942 náðum við einnig meirihluta á Alþýðusam- bandsþingi. Flokkur okkar og verkalýðs- samtökin voru nú orðin að stór- veldi i landinu með þvi að brjóta gerðardómslögin á bak aftur og tvistra andstæðingunum. Hér hafði myndast einskonar tviveldi, þar sem verklýðsstétt og borgarastéttvoru nokkurn veginn jafnsterkar. Sigrarnir i kjarabaráttunni mörkuðu timamót i Islandssög- unni. Launin höfðu hækkað til mikilla muna, 8 stunda vinnudag- ur var kominn á með 50% hærra eftirvinnukaupi og 100% hærra kaupi fyrir næturvinnu, og orlof hafði verið gert að veruleika. Þetta var sannkölluö lifskjara- bylting. En vandamálið var að tryggja aö árangur þessarar bylt- ingar héldist til frambúðar. Hún haföi verið knúin fram fyrst og fremst á kostnað hernámsveld- anna. Innflutningur og útflutning- ur voru nokkurn veginn i jafn- vægi, en inneignir erlendis hlóð- ust upp vegna þess að Bretar og siðan Bandarikjamenn uröu að borga sihækkandi kaup til Islend- inga sem störfuðu hjá þeim, án þess að hægt væri að gripa til gengislækkunar til að jafna met- in. Eign okkar i gjaldeyri var af þessum sökum orðin 580 miljónir króna i striðslok. Við gerðum okkur ljóst að ef lifskjarabylting- inætti að standast að loknu striði yröi að nota þessa fjármuni til þess aö endurnýja og margfalda allt framleiðslukerfið. Við sóslal- istar mótuðum smátt og smátt hugmyndir okkar um nýsköpun atvinnuveganna. Hér höföu fyrir strið veriö starfandi nefndir til þess að neita um framkvæmdir; hugmynd okkar var sú að koma upp nefndum sem gegndu þveröf- ugu hlutverki, ýttu undir fram- kvæmdir. Atburðarásin á striðsárunum varð mjög flókin og hröð, ekki að- eins vegna styrjaldarinnar, held- ur og vegna átaka innanlands. Ákvörðunin um stofnun lýðveldis var mjög mikilvæg; við töldum ó- hjákvæmilegt að ganga frá henni á striðsárunum vegna þess að ella heföi Danakonungur neitunar- vald. Sjálfstæðisflokkurinn var sama sinnis, einkanlega var Bjarni Benediktsson mikill bar- áttumaður i þvi máli og hafði náið samband við okkur. Það er ekki ráðrúm til þess að rekja alla þá sögu hér, en ein af afleiðingum hennar var sú að við komumst i nánari persónuleg kynni við for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins en áður hafði verið. Meðan á þessum átökum stóð minntist ég á það við Bjarna Benediktsson hversu nauðsynlegt það væri að mynda nýsköpunar- stjórn i kjölfar lýðveldisstofnun- arinnar. Bjarni sagði, að hann hefði sjálfur fulllitið vit á efna- hagsmálum til þess að ræða þessa hugmynd að gagni og lagði til að ég talaði við ólaf Thors. Við ólaf- urræddum siðan saman og hann féllst á þessa hugmynd okkar i meginatriðum. llta september flutti ég nýsköpunarræðuna á þingi og gerði grein fyrir þvi, hvernig nota bæri erlendu inn- eignirnar. Ég var eini maðurinn sem minntist á það mál i umræð- unum og ég man aö Ólafur kom til min eftir að ég hafði flutt ræðuna og sagði að nú heföi ég útskýrt alla stefnu hinnar nýju rikis- stjórnar. Viðbrögð ýmissa ann- arra urðu heldur neikvæðari; m.a. birtist þá hinn alræmdi leið- ari Alþýðublaðsins um fáránlegar skýjaborgir minar. Si'ðan varsett á laggirnar nefnd þriggja manna úr hverjum flokki til þess aö ræða stjórnarmyndun. Framsókn gerði það þegar að úr- slitaskilyrði að kaupið yrði lækk- að, en við höfnuðum þvi alger- lega. 3ja október neitaði Fram- sókn að taka þátt i frekari um- ræðum og sendi Sjálfstæðis- flokknum sama dag tilboð um stjórnarmyndun án nokkurrar nýsköpunar. Nú var vandamálið að fá Al- þýðuflokkinn til þátttöku i ný- sköpunarstjórn. 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu lýst andstöðu,svo að þar voru 15 eftir og við 10, en þingmenn i heild voru 52. Við vissum að meirihluti Alþýðuflokksforustunnar var andvigur slikri stjórnarmyndun, og hann beitti þeirri aðferð að bera fram svo og svo miklar kröf- ur, m.a. um almannatrygginga- löggjöf. Ég sagði Ólafi að við vær- um sammála ölium þessum hug- myndum Alþýðuflokksins, en okkur væri ljóst að hverskyns fé- lagslegar ráðstafanir yrðu papp- irsplögg, ef nýsköpun atvinnulifs- ins kæmi ekki tii, svo að undir- staðan væri tryggð; hún væri grundvallaratriði af okkar hálfu. A þessum tima hafði myndast trúnaðartraust milli okkar Ólafs og hann sagði við mig þegar málið var komið á úrslitastig: „Einar, efvið komum þessu máli i gegn verðum við gæfumenn i Is- landssögunni.” Siðan sagðist hann vilja hugsa sig um. Næsta dag hittumst við afturniðri i þingi og hann sagði: ,,Ef Alþýðuflokk- urinn ætlarað drepa stjórnina, þá er best að hann drepi sig lika. Ég samþykki öll skilyrðin.” Þá var Alþýðuflokksforustan komin i vanda. Á miðstjórnarfundi hjá Alþýðuflokknum féllu atkvæði þannig að 10 voru með og 10 á móti, en 4 sátu hjá. Þá var hringt i Finn Jónsson sem var á Isafirði og hann greiddi atkvæði með og réðúrslitum. Nýsköpunarstjórnin var mynduð og nýbyggingarráð þar sem ég áttisæti. Eitt hið fyrsta sem nýsköpun- arráð ákvað var að láta smiða 30 nýsköpunartogara I Engl., full- komnustu skip sem þá var kostur á með disilvélum. Þá kom i ijós að atvinnurekendastéttin is- lenska var afar lágkúruleg. Við kölluðum fulltrúa Félags is- lenskra botnvörpuskipaeigenda til okkar og spurðum hvað þeir vildu marga togara. Þeir sögðust enga togara vilja fyrr en siðar og sist af öllu disiltogara! En við fengum engu að siður sex skipa- smiðastöðvar i Englandi til þess að starfa fyrir okkur. Jafnframt var bátaflotinn endurnýjaður og stóraukinn bæði af islenskum og sænskum bátasmiðastöðvum. Við gerðum 5 ára áætlun um að 5-6 falda flutn.skipaflotann: Eimskip tók þátt i þeim áætlunum en ekk- ert heyrðist frá SIS! Ég gæti haldið lengi áfram að þylja; ný- Sköpunarstjórnin endurnýjaði allt atvinnukerfið; hið nýja ísland hafði séð dagsins ljós. Afrek nýsköpunarstjórnarinnar voru ekki einvörðungu efnahags- leg. Ef afturhaldsöflin hefðu fengið vilja sinn hefði fljótlega komið upp sama eymdarástand og fyrir strið. Sá hluti togaraflot- ans sem ekki var sökkt á striðsár- unum mátti heita safn ryðkláfa, og fljótlega hefði komið upp yfir- þyrmandi atvinnuleysi, Gjald- eyriseigninni hefði smátt og smáttverið sóað i nauðsynjar og glys. Islenskt þjóðfélag hefði á skömmum tima orðið jafnfátækt og fyrir strið. Og þá hefðum við orðið auðunnin bráð fyrir Banda- rikin; menn hefðu keppst um að fá að vinna við ameriskar herstöðv- ar. Sú hætta var raunar miklu stór- felldari þá en við gerðum okkur grein fyrir, eins og rakið hefur verið af Þór Whitehead sagnfræð- ingi og fram hefur komið i leyni- skýrslum sem bandariska utan- rikisráðuneytið hefur birt. Ýmsir æðstu valdamenn þjóðarinnar t.a.m. tveir fyrstu forsetar lýð- veldisins, Sveinn Björnsson og Asgeir Asgeirsson, og mesti valdamaður Framsóknar, Vil- hjálmur Þór, stefndu að þvi vit- andi vits að innlima Island i Bandarikin. Stefna þeirra hefði sigrað ef nýsköpunin hefði ekki komið til og þar með islenskt efnahagsvald og islenskur metn- aður. Hið nýja Island sem mótaðist eftir strið var árangur af stéttar- baráttu og stjórnmálabaráttu is- lenskra sósialista. Ég tel það gæfu lifs mins að hafa fengið að taka þátt i reisn verkalýðsins 1942 og hafa siðan fengið að taka þátt i þvi að móta nýtt þjóðfélag á Is- landi. — m RÆTT VIÐ EINAR OLGEIRSSON SEM ER 75 ÁRA í DAG

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.