Þjóðviljinn - 14.08.1977, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 14. ágúst 1977
Krossgáta
nr. 87
Stafirnir mynda islensk orö
eða mjög kunnugleg erlend
heiti, hvort sem lesið er lárétt
eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer
og galdurinn viö lausn gátunnar
er sá að finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið, og á þvi að vera
næg hjálp, þvi að með þvi eru
gefnirstafir i allmörgum öðrum
orðum. Það eru þvi eðlilegustu
vinnubrögðin að setja þessa
stafi hvern i sinn reit eftir þvi
sem tölurnar segja til um.
Einnig er rétt að taka fram, að i
þessari krossgátu er gerður
skýr greinarmunur á grönnum
sérhljóða og breiðum, t.d. getur
a aldrei komið i stað á og öfugt
VERÐLAUNAKROSSGÁTAN
/ z 3 4 1 sr 6 7 3 V 8 2 9 10 3 II <P 12
1/ 3 13 14 )(7 V 10 Ib 10 1 2 <v 17 14 10 V / 18
3 /9 10 JO 14 7 3 V i 20 1(7 21 2 y 22 23 4 14
1(7 14 10 24 V II 3 20 1 2 V 27 2 10 <P 10 2(p 10
lt> V 1 V 1 il 1(7 2& V '7? 2Z_ h 2<e L V 3 2(7 2 10
2G 27 2 2 7 3 21 4 3 10 7 14 (p 10 ;) V 28
10 V 10 10 20 24 V 1 6 /9 V 2 10 7 2*i /9
3 V 20 20 2 1(7 V 1 2 10 )(o V 10 V 3 13 3 2
s? 2o 22 10 V 1 10 6 is 3 <P 22 3 17 V 2 4 V
/6" 24 V 30 i 24 i 24 7 3 s? /9 2(p V 3 10 7 24 <?
1 (s> 10 22 2(p Q? 10 2 V / (p 13 3 $2. 22 3 10 )(p
D =
Ð =
E =
É =
F =
G =
H =
1 =
1 =
J =
K =
L =
M =
N =
0 =
0 =
P =
R =
S =
T =
U =
Ú =
v =
x =
Y =
Ý =
z =
Þ =
Æ =
0 =
21 3 4- 12 3 14 (p
Setjið rétta stafi i reitina
neðan viö krossgátuna. Þeir
mynda þá nafn á fjalli á Islandi.
Sendið þetta nafn sem lausn á
krossgátunni til Þjóðviljans,
Siöumúla 6, Reykjavik, merkt:
„Verðlaunakrossgáta nr. 87”
Skilafrestur er þrjár vikur.
Verðlaunin verða send vinn-
ingshafa.
Verðlaunin eru bókin Endur-
tekningin eftir Sören Kierke-
gaard. Útgefandi er Helgafell.
Þorsteinn Gylfason þýddi bók-
ina og samdi skýringar. Bókin
var upphaflega gefin út i Kaup-
mannahöfn árið 1843 af Sören
Kierkegaard, en höfirtidur var
titlaður Constantin Constantius.
Nú er vitað aðKierkegaardvar i
rauninni höfundur bókarinnar
og þeir atburöir sem Endur-
tekningin fjallar um eiga stoð
i ævi hans. t inngavigi að bókinni
segir Þorsteinn m.a.r„Á bókinni
segir hann frá ástarævintýri
ungs vinar sins. Hann segir
einnig sitthvað um sjálfan sig og
ferðir sinar til höfuðstaðar
Þýskalands... Og siðast, en ekki
sist, segir hann frá skiptum
þeirra vina vegna þessa ástar-
ævintýris, rekur þau hollu ráð
sem hann gaf hinum ástfangna,
unga manni, þótt öll sú þaul-
hugsaða ráðagerð færi reyndar
út um þúfur”.
Verðlaun fyrir
krossgátu nr. 83
Verðíaun fyrir krossgátu nr. 83
hlaut Náttfriður Jósafatsdóttir,
Asbrekku, Hvammstanga.
Verðlaunin eru skáldsagan ör-
lagaglima eftir Guðmund L.
Friðfinnsson.
Lausnarorðið var HEGRI.
Reisugilli!
Áfangi sem allir húsbyggjendur
fagna. Einkum þó ef allt gengur
samkvæmt áætlun. Am.k. leggjum
viö mikiö upp úr því. Bjóöum hús-
byggjendum hagkvæmar
rafteikningar þegar viö önnumst
raflagnir. Eins og allir sem skipta
viö Rafafl njóta þeir einnig 10%
afsláttar af öllu því raflagnaefni
sem unniö er úr. Gerum sérstök
föst tilboö ef óskaö er.
RAFAFL
Barmahlíö 4 Reykjavík
Símar 21700 2 8022
Leggjum nýtt -
lögum gamatt
Vændi í Svíþjóð
Mikil aukning í sumar
— Ungir drengir ganga á lagið
Sviþjóð hefur löngum verið tal-
in eitt fremsta velferðarriki
heims þar sem öryggi borgar-
anna er hvað mest, cfnahagslegt
og féiagsiegt. En eins og önnur
svonefnd velferðarriki hrjá Svi-
þjóð ýmiss konar veiferðarsjúk-
dómar.
Dagens Nyheter segir frá þvi
fyrir skömmu aö vændi hafi stór-
aukist i Stokkhólmi á þessu
sumri. Segir blaðið að á einni
helstu götunni sem vændiskonur
bjóða sig falar, Malmskillnads-
gatan I miöborg Stokkhólms, hafi
þeim fjölgað um helming frá þvi i
vor.
Blaðið hefur eftir félagsráð-
gjöfum og öðru fólki sem sinnir
þéssum vanda að þetta aukna
vændi megi rekja beint til eitur-
lyfjaneyslu, einkum heróins.
Skammturinn af heróini kostar
nú uþb. 500 sænskar krónur (22-3
þús. ísl. kr.) og verðiö fyrir hverj-
ar samfarir er á bilinu 100-300
sænskar krónur. Ef mikiö liggur
við og lyfjaskorturinn er farinn að
sverfa Iskyggilega að stúlkunum
eiga þær þó til að lækka verðið um
helming.
Blaðamaöur DN ræddi við lög-
regluna og spuröi hvað hún gerði
til að stemma stigu við þessari
þróun. Yfirmaður sérstakrar lög-
reglusveitar sem stofnuð var I
desember s.l. til höfuðs vændinu
segir að mönnum hans sé nokkur
vandi á höndum þvi samkvæmt
sænskum lögum er vændi ekki ó-
löglegt ef stúlka sem það stundar
er yfir lögaldri og enginn alfons
lifir á þeim tekjum sem hún aflar
með vændinu.
Hann segir að lögreglan beini
orku sinni einkum að þvi að hafa
upp á „útgeröarmönnum”
stúlknanna, alfonsunum. Það sé
þó oft erfitt,þvi stúlkurnar eru yf-
irleitt bundnar þeim svo sterkum
tilfinningaböndum að þær neita
að g'efa nokkuö upp um þá. Hann
telur að likur bendi til þess að al-
fonsum hafi fjölgað, en þó segir
hann að margar þeirra stúlkna
sem stunda vændi i sumar séu
venjulegar stúlkur sem stunda
það um skamman tima meðan
þær eru að safna sér fyrir eyðslu-
fé i sumarfriinu. Einnig segir
hann að menn sinir hafi rekist á
nokkrar útlendar vændiskonur
sem eru i Sviþjóð i sumarieyfi og
vilja drýgja orlofsféð.
En þaö eru ekki einungis stúlk-
ur sem stunda vændi á götum
Stokkhólms. Fyrstu fjóra mánuði
þess árs hafði lögreglan afskipti
af 14 ungum piltum sem létu eldri
mönnum likama sina i té gegn
þóknun. Af þessum piltum voru 10
á aldrinum 10-13 ára, 3 13-15 ára
og einn eldri. Einnig hafa nokkrir
eldri menn verið teknir og dæmd-
ir fyrir kynmök við börn undir
lögaldri i þessu sambandi.
Félagsráðgjafi sem DN ræðir
við segir að flestir séu þessir
drengir saklausar sálir sem litið
vit hafa á að hagnýta sér þessi
viðsipti með þvi að þvinga fé út úr
mönnunum. — Þeir eru mjög illa
launaöir miðað við stúlkur sem
stunda þessa iöju. Kannski fá þeir
ekki nema einn bjór eða þeim er
boðið heim til mannanna þar sem
þeir fá að skoða klámblöð. I stað-
inn öðlast þeir iðulega ansi vafa-
sama kynlifsreynslu, segir fé-
lagsráðgjafinn.
—ÞH
Pípulagnir
Nýlagnfr, breyting-
ar, hitaveitutenging-
ar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin)