Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 1
Nýjasti skólinn tvísettur Enn vantar einn kennara Krakkarnir í 3-SB voru aö kynna sér nýju húsakynnin i gær og lýstu yfir ánægju sinni aö vera aö byrja i skóianum.— (Ljósm.: — eik —) Astæöan fyrir þvi hversu erfiölega gengur aö fá kennara til starfa er sú aö kjörin þykja léleg og kennaramenntaö fólk er eftir- sótt i betur launuö störf. Þetta sagöi Aslaug Friðr iksdóttir skólastjóri i ölduselsskóla i Breiöholti þegar Þjóöviljinn leit þangaö inn i gær. ölduselsskóli starfar á 3ja ári i vetur og flyst nú i splunkuný húsakynni. Þar veröa um 600 nemendur viö nám og er þaö um helmingsfjölgun frá þvi i fyrra. Aslaug sagöi aö fyrst núna væri aö rætast úr kennaraskortinum og vantaði eiginlega einn kennara eftir aö einn haföi verið ráöinn i gær. Allir kennarar eru meö réttindi og 3 þeirr nýútskrifaöir úr Kennaraháskólanum. Þeir eru 20 talsins I ölduselsskóla en margir i hálfu eöa 2/3 úr starfi. Langflestir þeirra eru konur. Þvi miður, bætti Aslaug viö. Þaö er ekki góð þróun aö konur einoki barnakennarastéttina. ölduselsskóli er tvisettur i öllum deildum en þrisettur i 6 ára deild. Hvorki meira né minna en 123 6 ára börn eru nú innrituð en aöeins er kennt i 6 neöstu bekkj- um grunnskólans f vetur. Næsta vetur veröur kennt i 7. bekk, og svo áfram eftir þvi sem árgang- arnir færast upp. I grunnskólalögunum er kveöiö á um aö meöalf jöldi i bekk sé 28 og fjöldinn fari ekki yfir 30 en al- gengt mun þó vera að fieiri séu i bekk. Sérkennsluaöstaöa i þessum nýjja skóla er sæmileg, td. góö eölisfræöistofa, sagöi Áslaugjen vantar iþróttahús. Krakkarnir fá leikfimi I Alftamýrarskóla og er ekið þangaö niöur eftir. Þaö sem á vantar lögboöna leikfimi- Aslaug skólastjóri I öldusels- skóla: Þvi miöur eru konur aö leggja undir sig kennarastéttina. kennslu er bætt upp meö hreyfi- leikjum og leikrænni tjáningu og meöal yngri krakka er skólinn aö hluta meö opna kennslu eins og þaö er kallaö. Þar sem fjöldi fólks er nú aö flytja I þetta nýja hverfi i Breiðholtinu er enn nokkur óvissa um nemendur. Sum bömin byrja ekki fyrr en sföar og eru þvi inn- rituö i aöra skóla tilaö byrja meö. —GFr r Arangurslaus samningafundur Ekkert nýtt kom fram á samn- ingafundi BSRB og samninga- nefndar rikisins i gær. Nýr fundur hefur veriö boðaður á morgun. 1 dag koma stjóm og samninga- nefndBSRB saman tilfundar. Tiu félög bæjarstarfsmanna hafa nú boðaö verkfail. Fimmtudagur 8. september 1977 — 42. árg. 197. tbl. Langflestir rík- isstarfsmenn eru láglaunafólk Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur sem kunnúgt er boöaö verkfali rikisstarfsmanna sem gæti komið til framkvæmda 11. október nk., hafi samningar ekki tekist. BSRB hefur innan sinna vébanda um 13 þúsund félaga. 1 4.-15. launaflokki opinberra starfsmanna eru 87% félags- manna BSRB. Laun þeirra voru i mars sl.frá 77-125 þús.kr. 116.-20. launaflokki eru 10% félags- manna. í mars voru laun þeirra á bilinu 115-150 þúsund. 3% BSRB- félaga eru I hærri launaflokkum. Frá þvi i mars hafa laun opin- berra starfsmanna hækkaö samkv. ákvæöum núgildandi kjarasamnings um 11% og aö auki um 3,9% 1. september sl. Af ofangreindum hundraöstöl- um má sjá, aö langmestur hluti opinberra starfsmanna er láglaunafólk, fólk meö um eöa rúmlega hundraö þúsund i mán- aðarlaun og þekkja vist allir sem reynt hafa hvernig er aö ætla sér aö framfleyta fjölskyldu af þeirri upphæö i dag. —eös Þess má geta aö rotvarnar- blandan er einungis notuð i vetrarloönuna, þvi sumar- loönan geymist hvort eð er ekki i verksmiðjunum og þvi er blandaö i hana hreinu formalini um borö i bátunum. Nitritiö hverfur úr hráefn- inu viö geymslu, en viö hitann frá eldþurrkurum verksmiðj- anna myndast nitrósamin úr þvi og aminum, sem eru i hráefninu. Þessar upplýsingar fékk Þjóöviljinn frá Helga Þórhallssyni, efnaverkfræö- ingi hjá Rannsóknarstofnun fiskiönaöarins, en hann hefur undanfarin 2 ár fylgst .meö nitrit og nitrósamin innihaldi i fullunnu mjöli og nitrit innihaldi i hraefni verksmiöj- anna. 1 Noregi er leyfilegt magn af nitriti 0,05 g i kilói af fullunnu mjöli en hér á landi 0,2 g. Ég tel aö viö ættum aö lækka þessi hámörk okkar til sam- ræmis við aðalkeppinauta okkar Norömenn,sagöi Helgi, og þaö ættum viö aö geta án þess aö breyta miklu viö vinnsluna. Þvi90% þess mjöls sem flutt var út á siöasta ári fullnægöi norsku mörkunum. 1 Noregi má nitrósamin magn i kilói vera 0,002 grömm, Framhald á bls. 14. Leyfilegt magn af nítriti í fullunnu fiski- mjöli er fjórum sinn- um meira á islandi held- ur en í Noregi. Engar reglur gilda hérlendis um magn nítrósamína í fiskimjöli, en nítrósamin vaida krabbameini og gilda um þau strangar reglur í Noregi. Eftirlit með þessum eitur- efnum i mjölinu miðast aðeins viö neytendur þess, þ.e. alidýr, en ekkert er fylgst meö þvi hversu mikiö af þessum efnum rýkur út i andrúmsloft- iö og inn á heimili manna úr reykháfum verksmiöjanna, og ekkert er athugað hvaöa áhrif þau geta haft inni i verksmiðj- unum sjálfum, þar sem menn eru við vinnu. Rotvarnarefnið, sem leyfi- legt er aö nota hérlendis, er blanda af formalini og nitriti. Magn þess er venjulega minna hér en i Noregi, þvi þeir hafa stærri þrær og geyma hráefniö lengur. Nauta- kjöt hækkar um 25% Sex manna nefndin hcfur nú gengiö frá veröútreikn- ingum á nautakjöti I sam- ræmi viö breytingar sem geröar voru á verölags- grundvelli landbúnaöaraf- uröa 1. sept. s.l. Veröið er bráöabirgöaverö og gildir til 15. okt. n.k. Nautakjötið hækkarum 24- 25% sem er öllu meira en mjólkurafuröirnar, sem aö meðaltali hækkuöu um 21- 22%. Guömundur Sigþórs- son, ritari sex-manna nefnd- arinnar sagöi i samtali viö Þjóöviljann i gær, aö bændur fengju sömu hækkun fyrir nautakjötiö og fyrir mjólkur- afuröimar, en vegna mis- munandi niðurgreiöslna hækkar kjötiö meira en mjólkin i smásölu. Enn er von á hækkunum I framhaldi af nýjum verö- lagsgrundvelli, og má búast við nýju veröi á kindakjöti um miöjan mánuöinn. Kartöflur hækka einnig, en vetrarverö á þeim veröur þó varla hærra en sumarverðið sem þær eru nú seldar á. Hækkunin á nautakjöti tók gildi 7. september og eftir hana kostar:l. veröfl. heilir oghálfirskrokkar, 896 kr. kilóiö II. veröfl. heilir og hálfir skrokkar, 757kr.kilóið Afturhlutar 1001 kr.kilóiö Framhlutar 566. kr.kilóiö Afturhryggur 1.564kr. kilóiö Miölæri 1.256 kr.kilóiö Framhryggur 948 kr. kiliö Buff 3.155. kr.kilóiö Lundir 3.398. kr.kilóiö Gúllas 2.428. kr.kilóiö Hakk.l.fl. 1.553 kr.kilóiö HakkH.fl. 1.^27 kr.kilóiö Haustslátrun er nú aö hef j- ast vlðast hvar, og má búast viö nýju og dýru nautakjöti bráölega. en eins og flestir vita hefur veriöhörgullá þvi i sumar. —A1 Norskt kaplaskip vestur Til viögeröar á sœstrengnum yfir Arnarfjörö Þeir eru dálitið dutlunga- fullir þessir neöansjávarraf- strengir. Rafstrengurinn til Vestmannaeyja hefur slitnaö nokkrum sinnum og fyrir viku bilaöi strengurinn yfir Arnarfjörö. Aage Steinsson, rafveitu- stjóriá tsafirði sagöi okkur i gær, aö ekki væri unnt aö fullyröa neitt um hver væri orsök bilunarinnar. Þetta væri nú þriöja bilunin i sum- ar og ef til vill væri ellin bara farin aö segja til sin þvi, strengurinn væri frá árinu 1958. Þaö mætti þvi búast viö aö hann væri farinn aö gefa sig og þegar viö honum yröi hreyft gæti komið fram bilun á nýjum staö. Til þess aö viögeröin nú megi fremur veröa varanleg er meiningin aö fá kapalskip frá Noregiog er þaö væntan- legt um miöjan mdnuöinn. Standist þaö má gera sér vonir um aö viögeröinni geti lokið undir mánaöamótin næstu 1 forföllum sæstrengsins hefur orðiö aö nota disilvélar til raforkuframleiöslunnar. En þaö er dýr rekstur. Taldi Aage Steinsson aö rekstur þeirra kostaöi naumast und- ir kr. 400 þús. á dag. —mhg ÞJÚDVIUINN Engar reglur um hámark nítríts og nítrós- amina i útblæstri fiskmjölsverksmiðja Eftirlit með eitur- efnum ófullnægjandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.