Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN
Fimmtudagur 8. september 1977
L A&alslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2ománudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná i bla&amenn og a&ra starfs-
menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
!C 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjó&viljans i sima-
skrá.
Frá melskurfti viö Þorlákshöfn I fyrra.
Allir í melskurðinn
„Hættur ad geta talad af mér”
Stutt spjall við
Tómas
Guðmundsson i
tilefni af útkomu
Ijóðabókar eftir
27 ára hlé
Eins og fram kom í
Þjóðviljanum á iaugar-
daginn sendir Tómas
Guðmundsson nú frá sér
nýja Ijóðabók fyrir jólin
en 27 ár eru liðin frá þvi
að sú síðasta kom út.
Tómas er nú 76 ára gamall og
liggja eftir hann 4 ljóðabækur
auk annarra verkaJ>ær eru Viö
sundin blá (1925), Fagra veröld
(1933), Stjörnur vorsins (1940)
og FljótiB helga (1950). Ný
ljó&abók þykir þvl tiðindum
sæta frá hendi eins helsta ljó&-
skálds okkar. Þjóðviljinn hafði
Tómas Guömundsson.
samband við Tómas og spurði
hann nánar um hina nýju bók.
— Ég hef ekki haft heilsu til
að vinna sem skyldi að bókinni,
sagði Tómas. Eins og þú heyrir
eru raddböndin farin og ég þvi
hættur að geta talað af mér.
Einhvern tima sagöi ég i ræöu,
að ef mér yrði á að birta ljóð eft-
ir fimmtugt mætti sá sem þau
læsi gera við þau hvað sem hann
vildi.
— Hversu mörg ljóö eru I
bókinni?
— Þau eru um 30. Sum hafa
áður birst en önnur eru óbirt og
dálitið er af nýlegum kvæðum.
— Eru ljóftin frábrugðin fyrri
ljó&um þinum?
— Ég hefði tekið ýmis önnur
kvæði með I bókina hefði ég ver-
ið yngri en þegar maður er
kominn á svona háan aldur
hugsar maður öðru visi. Aðrar
upplýsingar get ég ekki gefið.
— Og þú heldur áfram aö
yrkja?
— Já, ég fæst eitthvað við það
áfram og hef ort miklu meira
um ævina en fram hefur komið I
bókum minum. Það hefur verið
undir skapi komið hverju sinni
hvort ég hef birt kvæðin eða
ekki.
—GFr
r
Samanburður gerður fyrir kjarasamninga ASI sýnir að:
Laun skrifstofufólks í BSRB
þurfa að hækka um 18%
til aó ná launum skrifstofufólks í VR
Nú er framundan hinn áriegi
melskuröur austur I Þorlákshöfn.
Mun hann standa yfir á morgun
(föstudag), laugardag og mánu-
dag.
Er svo til ætlast, aö einkum
skólafólk taki þátt i melskurðin-
um á föstudaginn og mánudag-
inn, en auðvitað er öll liösveisla
þegin meö þökkum frá hverjum,
sem er.
Skólafólk er beðiö að tilkynna
þátttöku sina til skrifstofu Land-
verndar á Skólavörðustlg 25.
Þegar þetta er ritað (á mið-
vikudag) hafa 200 manns úr skól-
um þegar gefið sig fram til þátt-
töku I melskurðinum á föstudag-
inn.
Farið verður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 12 á laugardag. Ferðir
eru ókeypis fyrir þátttakendur en
Maraþon-
lestur á
biblíunni
1 kvöld kl. 20 hefst keöjulestur á
Bibliunni I Safnaðarheimili að-
ventista I Keflavik. Aður en sjálf-
ur lesturinn hefst verða flutt tvö
erindi um Bibliuna. Slðan hefja
prestar á Suðurnesjum lesturinn,
og verður lesið dag og nótt uns
biblian öll hefur verið lesin
spjaldanna á milli. Hver lesari
mun lesa 20 min. i senn. Gert er
ráö fyrir að lesturinn vari i að
minnsta kosti 70 klukkustundir.
Verður honum þvi væntanlega
lokið siðdegis á sunnudag. Um
kvöldið verður svo fjölbreytt
samkoma i Safnaöarheimilinu.
Dagana sem lesturinn stendur yf-
ir er opið hús á staðnum og sýning
á nýjum og gömlum biblíum.
fólk skyldi hafa með sér nestis-
bita, beittan hnif til skurðarins og
vera skjóllega klætt.
Landvernd og Landgræösla
rikisins standa fyrir melskurðin-
um og er melnum ekiö til geymslu
austur i Gunnarsholt.
Þátttaka i melskuröinum hefur
verið framúrskarandi góð undan-
farin haust og afköst fólksins
ágæt. Er þess vænst, að svo verði
enn og að margir „standi að
slætti” á melgresisökrunum við
Þorlákshöfn þá daga, sem hann
varir aö þessu sinni, þvi starfið er
i senn skemmtilegt og nytsamt.
—mhg
FJORIR
FÁ INNI
í JÓNS-
HtíSI
Stjórn húss Jóns Sigurðs-
sonar hefur samþykkt að
gefa fjórum mönnum kost á
afnotum af fræðimannsibúð
hússins á timabilinu 1.
september 1977 til 31. ágúst
1978. Þeir eru Björn Þor-
steinsson prófessor frá 1.
sept. til 30. nóv. n.k., Jakob
Björnsson, orkumálastjóri,
frá 1. desember n.k. til 28.
febrúar ’78, Olafur R.
Einarsson sagnfræðingur
frá 1. mars ’78 til 31. mai og
Einar Laxness, frá 1. júni
1978 til 31. ágúst.
Að þessu sinni sóttu alls 26
um dvöl i fræðimannsibúð-
inni.
Skrifstofufólk á almennum
vinnumarkaöi, sem vinnur sam-
bærileg störf við skrifstofufóik i
BSRB, hefur hærri meöallaun i
nær öllum launafiokkum sem
bornir eru sarnan. Mismunurinn
er allt upp i 33,7%. Þetta kemur
fram í kjararannsóknum sem
Björn Arnórss. hagfræöingur hjá
BSRB geröi eftir upplýsingum I
launakönnun hagstofustjóra, sem
birt var i júni sl. Reiknaö er meö
raunverulega greiddum launum
fyrir dagvinnu, en allar tölur
miöast viö kjörin fyrir siöustu
kjarasamninga ASt, þannig aö
munurinn er aö sjálfsögöu mun
meiri i dag.
Það eruaðeins simaverðir, sem
eru (eða voru) eilitið betur settir
hjá rikinu en VR. Mismunur laun-
anna er þar frá 2,3-5,6% rikis-
starfsmönnum i vil. Siðan snýst
dæmið viö i öllum þeim störfum
sem borin eru saman. Munurinn
hjá afgreiðslufólki er frá 11,4-
33,7%,hjá innheimtumönnum 2,4-
7,6%,hjá riturumfrá9,8 til 21,1%,
við götun og tölvubókhald er
munurinn 9% VR-fólki i hag og
meðal bókara frá 7,9% til 27,2%.
Meðal deildarstjóra, skrifstofu-
manna, fulltrúa og gjaldkera er
launamismunur frá 9,3% og upp i
17,9%.
Þær niðurstöður rannsóknar á
kjörum skrifstofufólks, sem þeg-
ar liggja fyrir, benda til þess aö
Torfæru-
akstur við
Grindavík
Björgunarsveitin Stakkur efnir
á sunnudaginn n.k., 11. sept., til
keppni i torfæruakstri. Keppnin
fer f ram við Helgafell i nágrenni
Grindavikur og hefst kl. 14.
Þessi keppni er árlegur við-
burður hjá Björgunarsveitinni
Stakki til eflingar sveitinni. Sið-
ast voru 13 jeppar I torfæru-
akstrinum og má búast viö fleiri
bilum en i fyrra. Áhorfendur þá
voru á fjórða þúsund. Að þessu
sinni verður bryddað upp á ýms-
um nýjungum.
hópar innan VRséu um 10% hærri
i iaunum en sambærílegir hópar
innan BSRB, sem þiggja laun
eftir launaflokkunum B4-B7, en
um 18% I launaflokkunum B8-
Bll.
Meiri vandamál eru I saman-
burði í efri flokkum. Þær tölur,
sem fyrir liggja, sýna þó (með ör-
fáum undantekningum), að raun-
verulega greidd laun hjá VRrog
þar með taldar yfirborganir, eru
hærri en hjá sambærilegum hóp-
um innan vébanda BSRB. Enn-
fremur sýna þessar tölur, að leið-
rétting launastigans er mjög brýn
til að mæta þvi bili, sem kemur i
ljós I launaflokkunum B8-BH.
Rikið hefur ekki staðið að sam-
anburði á skilgreiningum, en
vinnubrögð og niöurstöður BSRB
hafa verið kynntar fjármálaráðu-
neytinu, sem ekki hefur hreyft
mótmælum.
-eös.
CHILE- FUNDUR
til stuðnings mannréttindum
veröur haldinn sunnudaginn 11.
september kl. 3 i Stúdentaheimil-
inu viö Hringbraut. Fundurinn er
haldinn i tilefni af þvi aö 4 ár eru
liftin frá valdaráni herforingja-
klíkunnar i Chile.
Dagskrá fundarins:
Ingibjörg Haraldsdóttir flytur
erindi.
Sýnd veröur kvikmyndin ,,Fé-
lagi Victor Jara” eftir Stanley
Formann.
Mvriam Bell, pólitiskur flótta-
maftur frá Chile, segir frá
valdaráninu og hjálparstarfi.
Fóik er hvatt til. aö koma og
sýna þannig hug sinn til valda-
ránsins og baráttu fyrir mann-
rcttindum f Chile.
Blaðberar — Keflavík
Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i Kefla-
vik. — Upplýsingar i sima 1373.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi:
Kvisthaga, Kaplaskjólsveg, Mela,
Hverfisgötu, Mávahlid,Laufásveg
og Háskólahverfi
Verid með í blaðberahapþdrættinu
frá byrjun.
ÞJÓÐVILJINN
Vmsamlegast hafið samband við af-
greiðsluna Siðumúla 6 — simi 81333
mánud — föstud.