Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. scptember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
1
Enda þótt sérstök barátta fyrir jöfnum rétti karla og
kvenna sé nauðsynleg og hyggileg, er að sjálfsögðu
Ijóst að sameign atvinnutækja er forsenda fyrir fullu
jafnrétti karla og kvenna á vinnumarkaði..
Stefán
Karisson,
handrita-
fræðingur
Misrétti — jafnrétti
Voriö 1976 voru samþykkt á
alþingi „Lög um jafnrétti
kvenna og karla” á grundvelli
stjórnarfrumvarps sem haföi
verið undirbúiö i tilefni kvenna-
árs, og leystu þessi lög af hólmi
„Lög um Jafnlaunaráð”, sem
alþingi hafði sett þrem árum
fyrr að frumkvæði Svövu
Jakobsdóttur meö fulltingi
þingmanna úr öllum flokkum. I
þeim lögum vóru flest hin sömu
efnisatriði sem i jafnréttislög-
unum að þvi er tekur til jafn-
réttis varðandi vinnu og ráön-
ingar.
Ein grein i jafnréttislögunum
öðrum fremurhefur orðið tilefni
til nokkurrar umræðu í sumar
eftir að hún tók gildi, en það er
fjórða grein laganna, sem hljóð-
ar svo:
Starf, sem auglýst er laust til
umsóknar, skal standa opiö
jafnt konum sem körlum. t
slíkri auglýsingu er óheimilt
að gefa til kynna að fremur
sé óskað starfsmanns af öðru
kyninu en hinu.
Það er einkum siöari máls-
grein þessarar lagagreinar sem
hefur farið fyrir brjóstið á ýms-
um, og reyndar kom fram til-
laga á alþingi frá Ellert B.
Schram um að fella hana niður,
en sú breyting hlaut ekki sam-
þykki. Eftir að til fram-
kvæmdanna kom tók að bera á
nöldri og hótfyndni út af þessu
lagaákvæði og jafnvel háspeki-
legum vangaveltum um það
hvort ákvæðiö bryti ekki i bága
við stjórnarskrá landsins vegna
frelsisskerðingar sem i þvi fæl-
ist.
Ekki verður þó annað sagt en
að framkvæmd þessa
lagaákvæðis hafi tekist bæri-
lega. Reyndar er vandmetið og
vafasamt hvort öll laus störf
standi'iraun opin báðum kynjum
jafnt, en kyngreindar auglýs-
ingar sjást æ sjaldnar, og ný
ókyngreind stöðuheiti eru að
veröa einhöfð — a.m.k. i auglýs-
ingum — svo sem hjúkrunar-
fræðingur I staö hjúkrunarkonu.
Reyndar gætir töluvert oröa-
lagsins starfskraftur, t.d. á
skrifstofu- eöa til afgreiðslu-
starfa, i stað þess að talað sé um
skrifstofumann eða afgreiðslu-
manneða fólk tilþessara starfa.
Þetta er þvi miður ekki aöeins
ambaga, heldurer starfskraftur
mjög oft dulmálsorö um konu. í
tveimur tölublöðum af Morgun-
blaðinu, sem ég fletti, fann ég
auk starfskraftaauglýsinga ekki
nema eina kyngreinda auglýs-
ingu, þar sem forstöðukona
auglýsti eftir fóstru, en varla
getur það talist alvarlegt lög-
brot meðan enginn karlmaður
hefur menntast i Fósturskóla
Islands, sem áður hét Fóstru-
skóli.
Sumir virðast hafa áhyggjur
af þvi að einstæðir karlar megi
ekki lengur auglýsa eftir ráðs-
konu. Nú er þaö reyndar svo að
andstætt þvi’ sem var t.d. um af-
greiðslumann og afgreiðslu-
stúlku og skólastjóra og skóla-
stýruhafa ráðsmenn og bústjór-
ar gegnt öðrum störfum en
ráðskonur og bústýrur, þannig
að hér er ekki hægt að gripa til
karlkynsorðanna. Einhver ráð
ættu þó að vera með að finna
ókyngreind heiti um þessi störf,
en óneitanlega dregur það úr
vandanum að ráðskonur eru
fáar, þó fleiri séu væntanlega en
vinnukonur, stofustúlkur og eld-
hússtúlkur, sem sjálfsagðar
þóttu á efnamannaheimilum
fyrir fáum áratugum. Þar eru
dæmi um sérstakar starfsstéttir
kvenna sem hafa að kalla horfið
vegna breyttra þjóðfélagshátta.
Hins vegar taka orðin ræstinga-
fólk eða hreingerningamaður
sem ókyngreind stöðuheiti á
eðlilegan hátt við af orðunum
raestingakona og hreingerninga-
kona. Þar er um að ræða starf
sem oft krefst mikillar likam-
legrar áreynslu, en ekki skal ég
um það segja hvort sú stað-
' reynd að karlar gegna þvi nú .
ekki siður en konur er orsök
þess eða afleiðing að þetta starf
getur gefið meira i aðra hönd en
flest önnur störf sem áður vóru
unnin einvörðungu af konum, ef
greitt er eftir uppmælingu.
Þeir hótfyndnu spyrja: Er
ekki hróplegt að ekki skuli mega
- taka fram i auglýsingu hvers
kyns sú manneskja eigi að vera
sem sambandi er óskað við með
hjónaband fyrir augum? Nú
skal það ekkirætthér hvern rétt
auglýsingar eftir maka eiga á
sér, en þess getið i framhjá-
hlaupi að samkvæmt reglum
rikisútvarpsins skal hafna aug-
lýsingum um hjónabandsmiðl-
un, og er þeirri athöfn skipað
þar á bekk með peningalánum,
spádómum og dulrænum lækn-
ingum. Hitt er mergurinn máls-
ins að auglýsing eftir kynnum
með hjónaband fyrir augum er
ekki auglýsing um starf laust til
umsóknar. Reyndar er það svo
að margur karlmaöur hefúr tal-
ið að með þvi að ganga i hjóna-
band værihannað ráða sérkonu
til að þjóna sér til borðs og
sængur, sem hann ættihins veg-
ar að framfleyta. Slikar hug-
myndir um hjónaband eru hins-
vegar i andstöðu við áratuga-
gömul lög i landinu, sem kveða
á um sameiginlega og gagn-
kvæma framfærsluskyldu hjóna
hvors gagnvart öðru og beggja
gagnvart börnum sinum.
Þeir háspekilegu spyrja hvort
ekki sé með ákvæöi jafnréttis-
laganna um ókyngreindar aug-
lýsingar verið að vega að frels-
inu. En frelsi hverra? Laga-
ákvæðinu er ætlað að auka frelsi
þeirra sem leita sér atvinnu, en
það verður ekki gert nema með
þvi að skerða að sama skapi
frelsi þeirra sem fyrir störfun-
um ráða.
Einni grein frumvarpsins var
breytt i meðförum þingsins til
þess að leggja nú ekki alltof
miklar kvaðir á blessaða at-
vinnurekendurna. Þetta er 5.
greinin sem hljóöar svo i lögun-
um:
NU er umsækjandi um aug-
lýst starf kona, en það hefur
verið veitt karlmanni, og
skal þá Jafnréttisráð, ef um-
sækjandi óskar þess, fara
fram á það við hlutaðeigandi
atvinnurekanda, að hann
veiti þvi skriflegar upplýs-
ingar um hvaða menntun,
starfsreynslu og aöra sér-
staka hæfileika sá hefur til
að bera, er ráðinn var i
starfið.
Sama rétt skal karlmaður,
sem cr umsækjandi um
starf, hafa, ef konu er veitt
starfiö.
Þessi lagagrein er hálfgeröur
óskapnaður, því að i siöari
málsgreininni er talað um
„rétt” sem varla ris undir þvi
nafni, þar sem aðeins er um að
ræða rétttil að leita upplýsinga
hjá atvinnurekanda án þess að
hann sé skyldaður til að veita
þessar upplýsingar. Þegar að er
gáð kemur i ljós að i frumvarp-
inu stóð ifyrri málsgreininni, að
kona sem hefur sótt um starf
sem karlmanni hefur veriö veitt
ætti „rétt til, aö hlutaðeigandi
atvinnurekandi veiti henni” þær
upplýsingar sem um er rætt i
greininni.
Við lestur þessarar greinar —
einnig i upphaflegri og betri
mynd hennar — vaknar sú
spurning hvort jafnréttismál
kvenna og karla séu ekki stund-
um að þarflausu einangruð frá
öðrum jafnréttismálum. Væri
ekki t.a.m. nær að allir sem
sækja um starf og fá ekki ættu
rétt á að fá upplýsingar um
hæfni þess sem starfið hlýtur?
Bæði lögin um jafnrétti
kvenna og karla og lögin um
Jafnlaunaráð á undan þeim
vóru sett á grundvelli sam-
þykktar Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar (ILO) fra 4. júnl
1958 varðandi misrétti með til-
liti til atvinnu eða starfs, en sú
samþykkt var fullgilt að þvi er
Island varðaði frá 29. júlí 1964.
„Misrétti” er i samþykktinni
skilgreint svo að það taki eink-
anlega til
Ilvers konar greinarmunur,
útilokunar eða forréttinda,
vegna kynþáttar, litarhátt-
ar, kynferðis, trúarbragða,
stjórnmálaskoðana, þjóð-
ernislegs eða félagslegs upp-
runa, er hefur i för meö sér
afnám eða skeröingu jafn-
réttis um vinnumöguleika
eða meðferð i atvinnu eða
starfi.
Hér er þvi um miklu viðtæk-
ara misrétti að ræða heldur en
islensku lögin um jafnrétti
kvenna og karla taka til, en mér
er ekki kunnugt um að hve
miklu leyti önnur löggjöf islensk
seturskorður við öðrum tegund-
um misréttis, sem hér eru
nefndar. Af þeim er misrétti
vegna stjórnmálaskoðana vænt-
anlega það sem brýnast væri að
setja löggjöf um.
Ein tegund misréttis i sam-
bandi við störf, sem hvorki er
nefnd i samþykkt Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar né i jafn-
réttislögunum islensku, er mis-
rétti vegna aldurs, en aldurs-
greindar auglýsingar sjást oft i
blöðum. Auövitað er nauðsyn-
legt vegna öryggis i ýmsum
störfum að þeir sem þeim
gegna hafióskerta starfskrafta,
en i þvi efni eru aldursmörk
ekki einhlit, og þau eru auk þess
að þvi er viröist oft sett að þarf-
lausu eða af annarlegum ástæö-
um. Það er t.a.m. augljóst að
þegar til starfa við þjónustu
flugfarþega hafa aðeins verið
valdar konur á ungum aldri og
auk þess einatt ásjálegar, þá
hafa flugfélög verið aö gera sér
kynþokka þessara kvenna að fé-
þúfu með þvi að nota þær sem
aðdráttaraflfyrirþjónustu sina.
Duttlungar atvi nnurekenda
varðandi aldur starfsfólks er
lika hindrun i vegi kvenna sem
hafa helgað sig heimilisstörfum
um árabil en leita út á vinnu-
markað á nýjan leik.
Vist eru ílestir þættir jafnrétt-
is karla og kvenna nátengdir
öðrum jafnréttismálum, en þó
tel égaðsérstök réttindabarátta
á þessu sviði og sérstök löggjöf
eigi réttá sér. Þar kemur margt
til, en tvennt skal nefnt hér.
Annað erþað að i auðvaldsþjóð-
félagi, þar sem ráðandi stétt
reynir að sjálfsögðu að vernda
hagsmuni sina sem best, verður
aðeins komið fram réttarbótum
á afmörkuðum sviðum en ekki
heildarlausnum. Hitt er það að
.vegna aldalangrar hlutverka-
skiptingar kynjanna leiðir sam-
eign atvinnutækja ekki sjálf-
krafa til þess að konur öölist
raunverulegt jafnrétti, þ.e.a.s.
njóti ekki aðeins sömu launa
fyrir vinnu, heldur séu ekki
jafnframt látnar bera alla
ábyrgð og mest erfiöi af heimil-
ishaldi og barnauppeldi, sem
heimilisfaðir á að hafa fullar
skyldurvið — ekkiaðeins vegna
konunnar, heldur einnig vegna
barnanna og sjálfs sin.
1 þessu efni getur 7. grein
jafnréttislaganna orðið mikil-
væg, en hún hljóðar svo:
i skólum og öðrum mennta-
og uppeldisstofnunum skal
veita fræðslu um jafnrétti
kvenna og karla. Kennslu-
bækur og kennslutæki, sem
þar eru notuð, skulu vera
þannig úr garði gerð og
hönnuð, að kynjum sé ekki
mismunað.
Við þessa grein vildi Vilborg
Harðardóttir bæta:
og upprætt sé úrelt hlut-
verkaskipting kynjanna.
Vi'st hefði lagagreinin orðið
skeleggari með þessari viðbót,
sem var felld, en ástæða er til að
hvetja Jafnréttisráð, sem á að
annast framkvæmd laganna, til
þess að gera rækilega úttekt á
kennsluefni og námsráðgjöf i
skólum meðþað fyriraugum að
þessi lagagrein veröi meira en
dauður bókstafur.
Enda þótt sérstök barátta fyr-
ir jöfnum rétti karla og kvenna
sénauðsynleg og hyggileg, er að
sjálfsögðu ljóst aö sameign at-
vinnutækja er forsenda fyrir
fullu jafnrétti karla og kvenna á
vinnumarkaði, þvi aö i auð-
valdsþjóðfélagi hlýtur vald at-
vinnurekenda aö vera sterkasta
aflið, og hagsmunir og duttling-
ar þess valds hafa úrslitaat-
kvæðið þrátt fyrir jafnréttislög
og bann viö kyngreiningu aug-
lýsinga.
Grafhýsi Maós, sem stendur á Torgi hins himneska friöar, veröur opnað meö hátiðlegri athöfn á föstu-
dag, en þá er fyrsta ártlö formannsins.
Byggingu þess lauk fyrir skömmu, og er það hundraö feta hátt, meö marmarasúlum, og minnir aö sögn
á Meyjarhof á Akropólis I Aþenu. Lik Maós hvilir þar I kristallskistu vafiö I fána kommúnistaflokksins.
Ljódasöngur í
Norræna húsinu
Finnska sópransöngkonan
Ritva Auvinen heldur tónleika 1
Norrænahúsinu i kvöld kl. 20.30
Undirleikari veröur Agnes Löve.
Ritva Auvinen starfar sem ó-
perusöngkona i Finnlandi og fæst
einnig viö ljóðasöng. Hún söng
fyrst opinberlega i Helsingfors
1965. Söngnám stundaði hún 1
Finnlandi og siðar á Italiu og hjá
Gerald Moore og Erich Werba.
Haftereftir Erich werba: „Ritva
Auvinen hefur óvenjumikla hæfi-
leika, —hún gæti með söng sinum
og innlifun fært Finnlandi nýja
vini um heim allan”.
A efnisskrá Norræna hússins*
eru sönglög eftir Edv. Grieg, S.
Rachmaninov, Hugo Wolf, Rich.
Strauss og Yrjö Kilpinen. Vert er
að vekja serstaka athygli á söng-
lögum Kilpinens, en hann er tal-
inn ifremstu röð þeirra tónskálda
sem samiö hafa sönglög á tuttug-
ustu öldinni, og ættu verk hans
skilið mun meiri útbreiöslu en
verið hefur til þessa. Aðeins fá
verk þessa sérstæða finnska tón-
skáldshafa verið flutt hér á landi
áður.