Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1977 Málefnin fyrst Kosningaundirbúningur flokkanna er greinilega hafinn. Amk. þrir flokkanna hafa þegar ákveðið einhver framboð og vitað er að i deiglunni er ákvörðun um framboðslista eða efstu sæti framboðs- lista á næstunni. Þá eru prófkjör i gangi eða i undirbúningi i þremur flokkum. Það er greinilegt að flokkamir ætla að hefja kosningabaráttuna snemma: þegar má greina augljósan kosningatón i leiðurum dagblaðanna og framundan er látlaus barátta allra flokkanna, kjósend- um til skemmtunar og leiðinda eftir atvik- um. 1 kosningunum að vori verður kosið um stefnu rikisstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, annars vegar,hins vegar um stefnu Alþýðubandalagsins. Aðrir möguleikar eru ekki til staðar ef grannt er skoðað. í kosningaundirbúningi flokkanna velta Málgagn sósialisma, verk alý dsh reyfmgar og þjóðfrelsis. 'Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meó sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333. Prentun: Biaöaprent hf. menn eðlilega fyrir sér kosningafyrir- komulaginu og þá einkum þvi hvernig unnt er að breyta þvi. Það er einkum tvennt sem almennur áhugi virðist vera á að breyta. í fyrsta lagi telja menn almennt nauð- synlegt að þéttbýliskjördæmin fái þing- mannatölu sem er i betra samræmi við ibúafjölda þessara kjördæma en nú er. Kosningalögunum var siðast breytt að marki 1959, þar áður 1942. Það er augljóst að frá árinu 1959 hafa átt sér stað þvilikar breytingar á búsetu i islenska þjóðfélag- inu að eðlilegt og nauðsynlegt er að taka tillit til þeirra með breyttum kosningalög- um. Hitt atriðið sem menn i öllum flokkum virðast sammála um er nauðsyn þess að kjósendur fái meiri möguleika til þess að hafa áhrif á röðun manna á framboðs- lista. Nú má heita ómögulegt fyrir kjós- endur að hafa þar nokkur minnstu áhrif á. Einstaka flokkar hafa tekið upp þá aðferð að viðhafa prófkjör um val frambjóðenda á lista enprófkjör svaraþóekki kröfumal- mennings i þessum efnum: Þó að prófkjör sé um listann hefur kjósandinn nákvæm- lega jafnlitla möguleika á að hafa áhrif á röðun frambjóðenda eftir að listinn er kominn fram. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga miklu lengra i þessum efnum, ef alvara fylgir fögrum orðum hinna æfðu stjórnmálamanna. Sé alvara á bak við orðin ættu stjórnmálamennirnir að sam- einast um það á alþingi að breyta kosn- ingalögunum þannig að kjósandinn fengi raunverulegt úrslitavald um röðun manna á framboðslista. Hinu mega menn aldrei gleyma að kosningar snúast um málefni fremur en menn, einstaklinga. Hver stjórnmála- fiokkur á að bera fram sin málefni fyrir kosningar til atkvæðagreiðslu og ákvörð- unar meðal kjósenda. Menn geta vissu-, lega verið misjafnlega hæfir til þess að bera málefnin fram til sigurs að mati þeirra sem á annað borð vilja leggja mál- efninu lið;en málefnin eiga að ráða úrslit- um um pólitiska afstöðu kjósenda. —s. CIA - Noregur r - Island Fyrrverandi starfsmaður bandarisku leyniþjónustunnar CIA hefur upplýst að' tengsl hafi verið milli norsku og banda- risku leyniþjónustunnar. Hafi bandariska öryggisþjónustan og leyniþjónustan rekið hlustunarstöðvar i Noregi i samráði við norsku leyniþjónustuna. Þessar stöðvar hafa verið settar upp samkvæmt sérstök- um samningi milli norskra og bandar. yfirvalda, en samningur þessi nær einnig til fleiri þátta. Sá sem veitti upplýsingarn- ar um þessi mál heitir Viktor Marchetti, en hann var áður einn af valdamestu starfsmönnum leyniþjónustunnar banda- risku, CIA. Þessar uppljóstranir um Nor- eg leiða hugann að þvi sem oft hefur verið bent á hér i blaðinu að verulegar likur eru á þvi að bandariska leyniþjónustan hafi með margvislegum hætti komið við sögu hér á landi. Þessum getgátum Þjóðviljans hefur yfirleitt ekki verið svarað með öðru en hæstaréttardómum, t.d. þegar kurteis- lega var á það bent að hagsmunir Varins lands og CIA féllust i faðma. En hæsta- réttardómar fá ekki breytt þvi að sterkar likur eru á að CIA hafi einnig teygt hinar sóðalegu krumlur sinar hingað til lands. Nú liggja sannanir fyrir um afrek CIA-manna i Noregi. Þvi þá ekki ísland lika? -S r Oréttmœt gagnrýni Eins og i pottinn er búiö er eðlilegt að samvinnuhreyfingin og forkólfar hennar liggi undir nokkurri gagnrýni. Leiðara- höfundur Visis skýtur þó himin- hátt yfir markið, þegar hann i ómaklegri árás i blaöi sinu i gær gerir kaupfélagsmönnum I Eyjafirði upp annarlegar hvatir i sambandi við fyrirhugaða endurreisn atvinnulifs á Hjalt- eyri. Það er I meira lagi hæpin full- yrðing að ætlun KEA sé að „kaupa mannsllf fyrir litið’ á Hjalteyri. Hitt er hinsvegar enguqi vafa undirorpið að þegar Kveldulfur kvaddi Hjalteyri á sinurn tima voru mannslifin þar litils metin og svivirt. Minnisvarði um einkaframtakið Dagur á Akureyri lýsti við- skilnaði Kveldúlfs-manna á Hjalteyri fyrir nokkru á þennan hátt. ,,Á Hjalteyri blasa við augum mannlausar ibúöir, vélarlausir verksmiöjukumbaldar, hrörn- andi hafnarmannvirki og léleg atvinnuskilyröi 50 manns sem þar býr. Þar hætti Kveldúlfur atvinnurekstri sinum þegar arövon þraut og Landsbankinn vill nú selja hinar yfirgefnu eignir. Og nú beinast allra augu aö sam vinnusam tiikunum við Eyjafjörð i von um aöstoö þeirra við aö byggja á rústum einstaklingsframtaksins á Hjalteyri, bæöi Reykjavikur- blöö, enn fremur sveitarstjórn Arnarneshrepps og lánadrottn- ar. Þessir aöilar hafa þaö ef- laust i huga, aö Kaupfélag Ey- firðinga veiti aöstoö viö at- vinnuuppbyggingu i Hrisey, Grimsey, Dalvik og nú i Ólafs- firði, þar sem leitaö var stuön- ings viö atvinnuframkvæmdir og verzlun.” Þarna er komið að kjarna málsins. Þótt kaupfélög og sam- vinnufyrirtæki séu misjafnlega rekin er einn höfuð kostur þeirra að kapitalið er staöbund- ið og tekur ekki á rás úr byggð- arlaginu, strax og harðna tekur á dalnum. Gagnrýni Visisleiðarans missir þvi algjörlega marks, og Kveldúlfsævintýrið vilja Hjalt- eyringar og nágrannar örugg- lega ekki endurtaka, heldur setja traust sitt á félagssamtök i eigu fólksins. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að gagnrýna samvinnuhreyf- inguna á uppbyggilegan hátt og hafa fáir gert það betur en Reynir Ingibjartsson, form. Landssambands samvinnu- starfsmanna. í dagskrárgrein i Þjóðviljanum 27. ágúst sl. telur hann upp i 16 atriðum ýmislegt af þvi sem gæti orðið til þess að stórefla samvinnuhreyfinguna félagslega og um leið auka hlut- deild hennar i atvinnurekstri, i stað þess að draga úr henni eins og heildsalablaðið Vísir predik- ar. Efling samvinnu- hreyfingarinnar ”1. Koma þarf á sem viötæk- astri umræðu I samvinnu- félögunum, verkalýðsfélög- unum og þeim stjórnmála- flokkum sem tengjast mest þessum hreyfingum um samskipti þessara hreyf- inga. 2.Losa þarf Vinnumálasam- band samvinnufélaganna úr tengslum við Vinnuveit- endasambandið m.a. með sjálfstæðri eflingu Vinnu- málasambandsins. Einnig að samvinnufélög ss. Slát- urfélag Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna segi sig úr Vinnuveitendasam- bandi Islands. 3. Stofna sérstakt fræðslusam- band samvinnufélaganna og losa fræðslu- og félagsmálin frá hinni fjármálalegu miö- stjórn Sambandsins. Skóla- starfsemi, timarit, erind- rekstur, félagsmannatengsl og starfsmannafræðsla heyröi þá m.a. undir þetta fræðslusamband. 4. Koma á tengingu milli þessa hugsanlega fræðslusam- bands og Menningar- og fræðslusambands alþýðu og taka upp samstarf á ýmsum sviðum s.s. i sambandi við Bréfaskólann. 5. Efla sem mest þróun at- vinnulýðræöis innan sam- vinnuhreyfingarinnar með fullri aðild starfsmanna að stjórnum félaganna, sam- starfsnefndum og mun nán- ara samstarfi alls starfs- fólks á hverjum vinnustað. 6. Veita samtökum samvinnu- starfsmanna aukiö vald varðandi öll sérmál starfs- manna og skapa þessum samtökum sjálfstæða stöðu bæöi innan verkalýðssam- takanna og samvinnuhreyf- ingarinnar. 7. Sjá til þess að I stjórnum SIS og ASÍ séu ávallt einhverjir menn á hverjum tima sem þekkja vel til i systurhreyf- ingunni og gegna eða hafa gegnt þar trúnaðarstöðum. 8. Vinna að auknu samstarfi á pólitiska sviðinu með sam- starfi samvinnu- og verka- lýösflokkanna og þeirra þjóðfélagsafla,sem setja sér félagsleg markmið. 9. Vinna að lækkun vöruverös m.a. með byggingu stórmarkaðar i Reykjavfk á vegum KRON og með stuön- ingi stéttarfélaganna og Sambandsins. 10. Efla sem mest samstarf neytendafélaganna I Sam- bandinu ekki sist á Suðvest- urlandi og koma á samstarfi i einhverri mynd á milli þeirra og verkalýðsfélag- anna á viðkomandi stööum. n. Stórefla ýmis form sam- vinnustarfs s.s. byggingar- samvinnu, framleiöslusam- vinnu og eins 1 sambandi við útgerð,fiskvinnslu og ýmsan iðnað. 12. Marka samvinnuhreyfing- unni ákveðnari stefnu en nú er t.d. með samningu og samþykkt sérstakrar stefnu- skrár eins og ASI hefur gert, þar sem skýrt væri kveðið á um sameiginleg markmið með verkalýðshreyfingunni. 13. Stórefla fræðslu um þessar almannahreyfingar svo hverjum landsmanni megi vera ljós stefnumið og til- gangur þessara hreyfinga og uppruni þeirra af sömu rót. l4Móta sameiginlega stefnu i uppbyggingu innlendra at- vinnuvega og gegn ásókn er- lendra auðhringja. l5Jafna atkvæðisrétt fulltrúa kaupfélaga á aðalfundi SIS og fella það niður, að tekiö sé mið af viðskiptum viö Sam- bandiðá sama háttog réttur hvers einstaks félagsmanns er ekki bundinn við viðskipti. 16. Breyta formi félaga, sem nú eru rekin sem hlutafélög s.s. Oliufélagið og gera þau að samvinnufélögum. Þaö ætti að vera hægt að reka sam- vinnuoliufélag á íslandi eins og i' Sviþjóð” — e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.