Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1977 Kveðja Arni Arnason F. 23.4. 1893 — D. 30.8. 1977 Þaö hefur oft veriö boriö I mál, bæöi i' ræöu og riti, hversu margt aldamótakynslóöin svonefnda hefur lifaö, bæöi i vinnubrögöum og andlegum viöhorfum. Flestir þeir Islendingar, sem nú eru um sjötugt eöa eldri, liföú bernsku sina i bændasamfélagi, sem i megindráttum haföi litiö breyst frá landnámstið. Tuttugasta öldin hefur oröið íslendingum eins og mörgum öörum van- þróuöum þjóöum skeiö umróts og breytinga, þar sem mjög hefur reynt á innviöi og einstaklinga þjóðfélagsins. Fjöldi manns fluttist úr rólegu og fastmótuðu bændasamfél. og geröist landnemar viö sjóinn og byggöi upp þorp og kaupstaöi með þrotlausri vinnu viö óbliö kjör. Rætur þessa fólks voru oftast heima i átthögunum alla tiö.enda er þaö ekki ofmælt, aö Islending- arhafiveriö sveitamannaþjóð al- veg fram á siöustu ár. En þeim fækkar nú ört, þessum öldnu kempum, sem höröum höndum unnu þjóöina upp úr ör- birgö til bjargálna á öndveröri öldinni. Einn þessara manna er til graf- ar borinn i dag, en þaö er tengda- faðir minn, Ámi Arnason frá Huröarbaki i Villingaholtshreppi. Hann lést eftir nokkurra mánaöa sjúkrahússvist, þann 30. ágúst sl., 84 ára aö aldri. Ami var fæddur 23. april 1893. Foreldrar hans voru þau Ami hreppsstjóri Páls- son, bóndi á Huröarbaki, og kona hans Guðrún Siguröardóttir. Börn þeirra hjóna voru, talin eftir aldri: Magnús, Páll, Guömundur Sigfús, Arni, Þuriður, Guöbjörg, Málfriöur, Theodór, ólafur, Jón og Helgi alls 13. Eittþeirra, Mál- frlður, dó ung. Auk þess ólu þau Huröarbaks- hjón upp systurdóttur Arna hreppstjóra, Guðriði Sæmunds- dóttur,en hún missti ung foreldra sina. Leit Guðríöur á þau Huröar- baksbörn sem systkini sin. A Huröarbaki var fjölmennt heimili, og á sumrin var þar oft um 20 manns. Þar ólst Arni Árna- son upp við algenga sveitavinnu I glöðum og dugmiklum systkina- hóp. Sjálfur var hann tápmikill og kappsfullur. Systkinin frá Hurð- arbaki voru alla tið sérlega sam- rýnd. Um 16 ára aldur dvaldi Ami vetrarlangt hjá Einari bónda Brynjólfssyni á Þjótanda viö bók- bandsnám. Fór þá þann vetur erfiðar póstferöir fyrir Einar bónda, en hann haföi á hendi bréfahiröingu. Arni fer aö heiman um 1916 vistum til séra ólafs Sæmunds- sonar I Hraungerði i Flóa og var ráðsmaöur um þriggja ára skeið á þvl rausnarsetri. Eftir það stundaöi hann ýmis störf, heyskaparvinnu á sumrin og var á vertiðum á árabátum i Grindavlk hjá Hjálmari Guö- mundssyni, útvegsbónda á Þór- kötlustöðum. Meöan Arni var enn heima i sveitinni, var hann lengi góöur og áhugasamur félagi ungmenna- félagsins i Hraungeröishreppi. Sendu þeir ungmennafélagar Ama til Reykjavikur til þess aö læra sund og glimu hjá frænda hans, Páli Erlingssyni, bróöur Þorsteins skálds Erlingssonar, en þeir Erlingssynirog Guörún móö- ir Ama, voru þremenningar aö frændsemi. Arni tók þátt i iþróttamótúm viö Þjórsártún. Arni var um tima háseti á skútu (Kútter Sigriöi). Eftir þaö var hann mörg ár á togurum, viö þorskveiöar á vetrum, en á síld á sumrum. Hann var einn af þeim, sem lentu í Halaveörinu, þá á b/v Jóni forseta. Eftir þaö var Ami mörg árháseti á b/v Þórólfi, m.a. á veiðum viö Nýfundnaland. Var einnig á öörum togurum, Gull- toppi og April. Þ. 15. júni 1924 gekk Árni að eiga Ólafiu Guörúnu Helgadóttur frá Patreksfirði. Guðrún ’var fædd 10. sept. áriö 1900 á Vatneyri viö Patreksfjörö. Foreldrar henn- ar voru Helgi Arason bóndi á öskubrekku I Ketildalahreppi og kona hans Þuriður Kristjánsdóttii Arni og Guðrún eignuöust 8 börn, sem nú veröa talin: 1. Ingibjörg, gift Heröi Hafliða- syni, 2. Helgi, kvæntur Þorbjörgu Kjartansdóttur. 3. Guðrún, gift Harald Femal. 4. Ingólfur, ókvæntur. 5. Þuriöur, gift Júliusi Jóni Danielssyni. 6. Siguröur, kvæntur Vibeke Aöalbjörgu. 7. Arnheiður, gift Theódóri Óskarssyni. 8. Halldóra, ógift. Alls eru afkomendur þeirra Ama og Guðrúnar nú 35. Ámi reisti sér hús aö Sogabletti 13 hér i bæ um 1930 og smíðaði það sjálfur, enda var hann maöur mjög duglegur og verkhagur. Siö- ar stækkaöi hann húsiö og endur- bætti eftir þvi sem efni leyföu og börnunum fjölgaði. Þarna átti barnahópurinn sérlega skemmti- lega æsku. Um þetta leyti keypti Árni sér vörubil og ók m .a. fólki og vörum til Þingvalla á Alþingishátiðina 1930. Svokemur kreppan og verö- ur þá Árni aö farga bllnum. Stundar eftir þaö almenna verka- mannavinnu, en var oft fenginn til smiöastarfa. Arni var bókelskur maöur og hann var mjög vel aö sér I forn- bókmenntum okkar, átti gott bókasafn. Hestamaöur var hann mikill á yngri ámm og átti þá valda gæöinga. Eins og fleiri, átti Arni oft erfitt á kreppuárunum, en hann bar alltaf höfuöiö hátt og lét ekki erfiðleikana beygja sig. Hann var afbragös verkmaöur og eftir- sóttur til vinnu. En siikur maöur varhann.aö á kreppuárunum bar þaö stundum viö, aö hann eftirlét öörum vinnu, ef hann taldi, aö þeim væri brýnni þörf á henni. Þóttekki væriauðurí garði hjá þeim hjónum, bjuggu þau böm- um sínum gott og hamingjurikt æskuheimili. Ami var góöur heimilisfaðir. Þaö hafa böm hans sagt mér, aö oft tæki hann eitt eöa fleiri þeirra á kné sér aö loknum löngum og ströngum vinnudegi og segði þeim ævintýri og sögur, en af þeim kunni hann ógrynnin öll, meöanhin stóöu I kring og hlýddu á. Stundum fóru þau hjónin meö barnahópinn sinn á skauta og skíöi, og var slikt ekki algengt á þeim tima. Arni og Guðrún hvöttu börn sln til iþróttaiökana. Sum börn þeirra urðu afreksmenn á þvi sviöi, t.d. var elsta dóttirin Ingibjörg skiða- drottning tslandsT mörg ár. Konu sina Guörúnu missti Arni 1954. Hana sá ég aldrei, en kunn- ugir hafa sagt mér, aö Guðrún hafi borið mikla persónu og verið sterk og æðrulaus kona. Þau hjónin munu hafa veriö mjög samrýnd. Ami vildi aö börn hans mennt- uöustog voru þau hjónin samtaka I aö hvetja þau til þess. Félags- lyndur var hann og tók virkan þátt I verkalýðshreyfingunni. Hann varróttækur I skoöunum og hélt fast á sinum skoöunum, ef þvi var að skipta. Hann var heill i öllu og lif ði ef tir sinni llfsskoöun. Gott var viö hann aö ræöa, enda var hann vel sjálfmenntaður. Arni var maöur vinsæll og vildi hvers manns vanda leysa, og aldrei vissi ég hann vænta sér launa fyrir gerðan greiöa. öilum börnum slnum hjálpaöi hann til þess að koma upp þaki yf- ir höfuöiö meö óbilandi elju eins og kraftar hans leyfðu. Þar sem hann var fór höföingi i lund og drengur góöur. Blessuð sé minning Tians. Július J. Danlelsson. Minning Þóra Baldurs dóttir F. 22.7.1962 D. 28.8.1977 1 dag verður jarösett Þóra Baldursdóttir. Hún fórst nú i ágústlok er hún féll út um hótel- glugga I Lloret de mar á Spáni. Ekkiermörg tiöindiaö segja af ævi fimmtán ára stúlku.Ég hélt aö þau yröu fleiri, þvi Þóra var alla tið mjögefnileg —enda vænti ég þess frekar aö hún bæri mig til grafar. Vissulega á ég margar minn- ingar um þessa systurdóttur mina,en ég veit ekki hvaö var sér- stakt og hvaö venjulegt, hún var eina barniö sem ég haföi fylgst meö frá fyrstutiö til unglingsára. Fyrst man ég litla átvagliö á armi afa sins, ljómaöi öll utan um sina einu tönn er hún sá ýsu stappaöa saman viö kartöflur og smjör. Þaö var vist þaö fyrsta sem hún átti orö yfir. Aldrei gat hún skriðið eins og aörirkrakkar, heldur sitjandi meö fætur beint út. Best man ég hana snoöklippta á þessum árum, þvi þegar hún haföi fyrst verið hjá hárskera, þurftihúnauövitaöaö klippa llka, með þeim árangri aö þaö varö alveg aö afmá þær hörmulegu tjásur sem eftir voru. Einu sinni reyndi ég aö svæfa hana meö sög- unni um Kiðhús, en ég varö þá aö lesa hana fimm sinnum þaö kvöld, og oft á kvöldi lengi á eftir. Allir krakkar hafa gaman af þjóösögum, og þegar hún varö læs, las hún ekkert nema Jón Arnason — enda þá mestalla eöa alla sex binda útgáfuna, sjö eöa áitta ára. Hún las alltaf geysimik- iö, en á seinni árum var bók- menntasmekkurinn vistfarinn aö hneigjast meir til meðallags aldurstigs hennar. Svo var auö- vitað um fleira, sem von ar til á miðju gelgjuskeiöi. En alltaf var einbeitingin söm, aö einu eöa fá- um áhugamálum nokkra mánuði I senn, enda náöi hún þá oft góöum tökum á þeim, hvort sem það var skák, bakstur, tónlist eða leirbrennsla. Ekki svo að skilja aö hún hafiveriö oröin snillingur i neinu, fljótlega greip nýttáhuga- mál hana, og hún kastaöi sér út I það af alhug. Einmitt svona háttalag — á þessum aldri — gaf vonir um alhliöa þroska. Fjöl- skyldu hennar votta éginnilega samúö mina og minna. Þaö er hræöileg fjarstæöa aö þessi efni- legi unglingur skyldi deyja af til- viijun I upphafi þroska — en kannski er dauðinn alltaf hræði- leg fjarstæða. Trúi þvi svo hver sem vill aö þaö sé einhver mein- ing I tilverunni. Ég minnist heldur þessara oröa: A morgun, og á morgun, og á morgun, þumlungast þessi smáspor dag frá degi til loka hinstu iina á timans bók; og gærdagarnir allir lýstu leið flónum, I dauðans duft. Slökk, siökk þig, skar! Sljór farandskuggi er lifiö, leikari sem fremur kæki á fjöiunum um stund og þagnar síöan; þaö er ævintýri þuliö af bjána, fullt af mögli og muldri og merkir ekkert. (Makbeö V 5, HH) örn Öiafsson kennari. 30. þing UMFI Ungmennafélag Islands heldur sitt 30. Sambandsþing um næstu helgi,10.og 11. sept., aö Valhöll á Þingvöllum. Þetta er tímamóta- þing I sögu samtakanna, en þau voru stofnuö 1907 og eru þvl sjötlu ára á þessu ári; þetta veröur þvi afmælisþing og lýkur þvl meö há- tlöarkvöldveröi sem hefst kl. 18.00 á sunnudag. Ungmennafélagshreyfingin hef- ur veriö i miklum vexti á þessum áratug og hefur félagatalan nær tvöfaldast á fáum árum eöa úr um 10 þús. áriö 1970 I rúml. 19 þús. i dag. Fjölmörg ný verkefni hafa Hugur og hönd / Hulduhólum Fegrunarnefnd Mosfellshrepps hefur ákveöiö aö eigendum garösins aö Hulduhólum, hjónun- um Steinunni Marteinsdóttur og Sverri Haraldssyni, skuli veitt viöurkenning ársins 1977. Garö- urinn er þegar i dag oröinn sér- einkenni fyrir sveitina, vegna iistræns handbragös og táknrænt dæmi um hvaö hægt er aö gera til fegrunar ef hugur og hönd vinna saman. Viðurkenning hreppsnefndar Mosfellshreppssem þeim hjónum var afhent 30. ágúst s.l. er jaspis- steinn meö áfestri koparplötu, þar sem á er letrað: Steinunn Marteinsdóttir Sverrir Haraldsson, Huiduhólum. Viöurkenning Mosfelishrepps aö fegrun sveitarinnar 1977. komið til sögunnar á þessu tima- bili s.s. stóraukin félagsmála- fræösla og hefur Félagsmálaskóli UMFl haldiöháttá annaö hundr- aö félagsmálanámskeiö á þess- um siöustu árum. Þá má nefna aukna útgáfustarfssemi t.d. vasasöngbók, Leikritasafn UMFl og málgagn samtakanna, Skin- faxa. Erlend samskipti hafa einn- ig stóraukist og sett sinn svip á siöustu árin og einnig mætti nefna aukinn erindrekstur og útbreiöslu- starf. Flest héraössamböndin hafa einnig átt vaxandi gengi að fagna og stóraukiö starfsemi slna, ráöið sér starfsmenn og aukiö fjölbreytni I verkefnavali. Aöalmál þessa 30. sambands- þings UMFl veröur 16. Lands- mótiö sem háö veröur i júli á næsta ári á Selfossi. En auk þess eru fjölmörg mál á dagskrá s.s. uppbygging i Þrastaskógi, hús- næöismál samtakanna, fræöslu- og útbreiöslumál, fjármál og margt fleira. Stjórn UMFI er nú skipuð þess- um mönnum: Formaöur, Hafsteinn Þorvalds- son Selfossi varaform, Guöjón Ingimundar- son Sauöárkróki. gjaldkeri, Björn Agústsson, Egilsstööum. ritari, Jón Guöbjörnsson, Lindar- hvoli Borg. meöstj. , Þóroddur Jóhannsson, Akureyri, Bergur Torfason, Felli V-ls., og Ólafur Oddsson, Hálsi Kjós. Framkvæmdastjóri UMFl er Siguröur Geirdal og skrifstofur samtakanna eru aö Klappastíg 16 I Reykjavlk. Búist er viö góöri mætingu á þingið, enda er þetta tlmamótaþing sem fyrr segir og aöstaöa öll til þinghalds hin ákjósanlegasta i Valhöll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.