Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. september 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Mannránið í V-Þýskalandi:
Þess er krafist að fang-
ar verði látnir lausir
Stjórnmálamenn eru eins og kunnugt er misjafnlega heppnir i
viðskiptum sinum viökýr. Hugh Carey rikisstjóri I New York var þó
aö þvi ieyti hugaöur aö hann geröi heiðarlega tiiraun til að mjólka
kú eina, sem bar heitiö Rósa, og fór þaö eins og myndin sýnir.
Seinna gerði hann aö sögn aöra tilraun sem tókst betur.
Efnahagsáætlun sam-
þykkt í Danmörku
KAUPMANNAHÖFN 7/9 Reuter
— Danska þingiö samþykkti I gær
efnahagsáætlun til þriggja ára,
sem miðar að því aö bæta úr
atvinnuleysi og gera greiðslu-
jöfnuöinn hagstæðari.
Búist er við þvi að þessi efna-
hagsáætlun, sem samþykkt var á
þinginu í gærkvöld eftir tveggja
vikna aukafund, gefi 6,5 miljaröa
danskra króna i aukatekjur, en
800 miljónum af þvi fé verður
varið til að örva atvinnu i landinu.
Mestur hluti af þessum auka-
tekjum kemur af auknum sölu-
skatti (sem verður hækkaöur úr
15% i 18%) og auknum skatti á
bensin, oliu, tóbak og áfengi.
Stjórnin vonast til þess að þessi
efnahagsáætlun, sem kemur i
kjölfar 5% gengislækkunar, muni
draga úr óhagstæðum greiðslu-
jönfuði og minnka atvinnuleysiö
sem nær nú til sjö af hundraði
manna i Danmörku.
Framhald á bls. 14.
Endurnýjið
fyrir sumarfrí
Missið ekki af góðum vinningi
fyrir það eitt, að þið voruð
fjarverandi þegar endurnýjun
fór fram.
Nú er endurnýjun fyrir 9. flokk
í fullum gangi hjá
umboðsmönnum okkar. En
umboðsmennirnir taka einnig
við endurnýjunum einn, tvo,
eða þrjá mánuði fram í tímann
til þess að tryggja ykkur
möguleika á vinningi á meðan
þið eruð í sumarleyfi.
Endurnýjið fyrir sumarfrí,
endurnýjið fram í tímann!
Dregið 13. september.
9 flokkur
9 á 1.000.000.—
9 — 500.000,—
9 — 200.000 —
207 — 100.000,—
675 — 50.000.—
8.973 — 10.000,—
9.882
18 — 50.000,—
9.900
HAPPDRÆTTl HÁSKÖLA ÍSLANDS
Tvö púsund milljónir í boÓi
BONN 7/9 Reuter —
Mannræningjarnir, sem
rændu Hanns-Martin
Schleyer, formanni vestur-
þýska vinnuveitendasam-
bandsins, hafa nú hótað
því að bana honum nema
ellefu men, sem sitja í
fangelsi fyrir hryðjuverk,
verði látnir lausir.
Vestur-þýskar útvarpsstöðvar
skýröu frá þvi að ræningjarnir
hefðu krafist þess að þessir
ellefumenningar, þ.á.m. leiðtog-
ar hdns svokallaða Baader-Mein-
hof hóps, yröu fluttir úr landi i
flugvél til ónefnds ákvörðunar-
staöar I fylgd með presti. En
vestur-þýska stjórnin neitaði hins
vegar að staöfesta þessar fréttir
eða bera þær til baka, en fól
útvarpsstöðvunum að útvarpa
ávarpi til mannræningjanna. Þar
voru þeir beðnir að sanna að
Schleyer væri enn á lifi með þvi
að senda lögreglunni segulbands-
spólu, þar sem hann svaraði
tveimur persónulegum
spurningum.
Eina opinbera yfirlýsingin um
kröfur mannræningjanna kom i
dag frá KarliSchiess, innanrikis-
ráðherra i Baden-Wurttemberg,
en hann sagði fréttamönnum i
dag að sex af þeim ellefu
mönnum, sem krafist hefði verið
að yrðu látnir lausir, væru i fang-
elsum eöa sjúkrahúsi i þvi fylki.
Þrir helstu leiðtogar hins svo-
kallaða Baader-Meinhof hóps,
Andreas Baader, Jan-Carl Raspe
og Gudrun Ensslin, eru i fangelsi i
Stuttgart. Karl Schiess gaf engin
nöfn, en hann sagði að einn hinna
sex væri illa haldinn og ekki
ferðafær.
Samkvæmt frásögnum
útvarpsstöðva hafa mannræn-
ingjarnir krafist þess að þegar
fangarnir verði látnir lausir fái
þeir sem fylgdarmenn fulltrúa
Sameinuðu þjóðanna og dr.
Martin Niemöller, sem er 85 ára
að aldri, einn þekktasti prestur
Þýskalands og frægur friöarsinni.
Var þessi háttur hafður á, þegar
fimm „stjórnleysingjar” voru
látnir lausir 1975 i skiptum fyrir
vestur-þýska stjórnmálamanninn
Peter Lorenz, en þá var þess
krafist að þekktur guðfræðingur
fylgdi „stjórnleysingjunum” til
Suður-Jemen. Dr. Niemöller var
kafbátsforingi i fyrri heimsstyrj-
öldinni, en siðan áhrifamikilll
prestur i þýsku mótmælenda-
kirkjunni. Hann sat i fangabúðum
nasista frá 1937 til 1945 fyrir and-
stöðu gegn stjórn Hitlers. Hann
var formaður alkirkjuráðsins i
Genf 1961-68. Fyrir skömmu
skrifaði hann grein i franska dag-
blaðið „Le Monde”, þar sem
hann lýsti áhyggjum sinum vegna
brota á mannréttindum i Vestur-
Þýskalandi.
Útvarpsstöðvarnar sögðu
einnig að mannræningjarnir
heföu lofað þvi að Hanns-Martin
Schleyer yrði látinn laus, strax og
flugvélin meö fangana um borð
heföi komisttiláfangastaðar. Var
sagt að þessi orðsending hefði
borist vestur-þýsku stjórninni i
bréfi i gær, og hefði bréfið verið
undirritað „Siegfried Hausner’
Sjö tæki ósótt
1 gestahappdrætti sýningarinn-
ar Heimilið ’77 er dregið um lit-
sjónvarpstæki daglega. Dregið
hefur verið 12 sinnum og er búið
aö vitja um 5 sjónvarpstæki en 7
eru ennþá ósótt. Meðfylgjandi
mynd vartekin af þeim vinnings-
höfum ervitjaðhafa um tækisin.
ósóttir vinningar hafa fallið á
eftirfarandi númer:
5066 43661
14760 45983
27501 50644
32558
Gestum sýningarinnar er hér
með bent á að aögæta hvort þeir
hafi í fórum sínum happdrættis-
miða með einhverju áðurgreindu
númeri og séu þar með lit-
sjónvarpstæki rikari.
HEIMILIÐ ’77
Frönsk þing-
kona gerir
hungurverk-
fall
PARÍS 7/9 Reuter — Kona ein,
sem á sæti i öldungadeild
franska þingsins, hefur gert
hungurvcrkfall til aö mótmæla
þvi að karlmaður skuli hafa
verið settur I hennar stað i
framboð I næstu kosningum tii
öldungadeildarinnar.
Kona þessi, frú Janine
Alexandre-Debray, situr i
Oldungadeildinni fyrir
lýðveldisflokkinn, sem er
flokkur Giscards d’Estaing
Frakklandsforseta. Hún er
móðir hins kunna vinstri manns
og rithöfundur Regis Debray.
Hóf hún hungurverkfall fyrir
niu dögum aö sögn eiginmanns
hennar og er hún nú illa haldin.
Sagði eiginmaðurinn að hún
hefði gert hungurverkfallið „i
nafni þeirra kvenréttinda að
taka þátt i stjórnmálalifi”.
Lýðveldisflokkurinn hefur
ákveðið að bjóða fram Pierre-
Christian Taittinger, aðstoðar-
utanrikisráðherra, i stað frú
Alexandre-Debray i næstu
kosningum til öldunga-
deildarinnar, en þær eiga að
fara fram 25. september.