Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1977 Barnamúsíkskóli Reykjavíkur Barnamúsikskóli Reykjavikur, sem nú hefur skipt um nafn og heitir Tónmennta- skóli Reykjavikur, tekur ab venju til starfa i septembermánuði. Skólinn er fluttur úr Iðnskólahúsinu i gamia gagnfræðaskólanum við Lindar- götu (á horni Lindargötu og Frakkastigs, inngangur um suðurdyr). Simanúmer skólans er óbreytt, 28477. Dagana 8.—10. september (fimmtudag, föstudag og laugardag) stendur yfir inn- ritun nemenda frá kl. 2—6 e.h. Skólinn er fullskipaður i vetur. Foreldrar sem hafa sótt um skólavist fyrir börn sin komi á ofangreindum dögum með afrit af stunda- skrá barna sinna úr grunnskólanum og greiði skólagjaldið. Hafi nemendur eða foreldrar ekki haft samband við skólann fyrir laugardag 10. september, getur skól- inn þvi miður ekki ábyrgst skólavist fyrir viðkomandi nemendur. Skólinn mun i vetur hefja kennslu á ýmsar tegundir málmblásturshljóðfæra. Tekið verður við örfáum nemendum á aldrinum 11—13 ára, sem vilja læra á þessi hljóðfæri. Æskilegt er, að þeir hafi lært eitthvað áður á blásturshljóðfæri. Skólastjóri. Frá Vestfjörðum: Athugasemdir við atvinnu- málaskýrslu Reykjavíkur A vegum Fjóröungssambands Vestfiröinga hefur veriö gerö athugun á hvaö hæft sé i þeim staöhæfingum, sem fram eru bornar i skýrslu Hagfræöi- deildar Reykjavikurborgar þess efnis, aö byggöastefnan eigi verulega sök á þvi hversu illa er komiö atvinnumálum Reykvik- inga. Telur Fjóröungssamband- iö fjarri lagi aö kenna byggöa- stefnunni um þaö og færir fyrir þeirri skoöun sinni m.a. eftir- farandi rök: Mannf jöldinn Hlutfall fólks i öðrum lands- hlutum en Reykjavik og Reykjanesi á aldrinum 25-65 ára erundirmeðaltalien fólks eldra en 65ára yfir meðaltali. „Þetta sýnir”,segirFjórðungs- sambandið, „að landsbyggðin hefur hlutfallslega færra „fólk á besta skeiði” en suövesturhorn- ið og hlutfallslega meira af „rosknu fólki”, gagnstætt þvi, sem haldið er fram á 1. og 2. siðu skýrslunnar. Það er einnig athyglisvert, að á Reykjanesi, þarsem verið er að byggja fyrir happdrættisfé eitt glæsilegasta dvalarheimili landsins, er hlut- fall fólks eldra en 45—50 ára verulega undir landsmeðaltali. Það er þvi ljóst, að fólksflóttinn frá Reykjavik er einangrað vandamál suðvesturhornsins, þ.e. Reykjavikurborgar og nágrannasveitarfélaganna, en er á engan hátt tengt endurreisn atvinnulifsins á landsbyggð- inni”. Skipastóllinn Þá segir Fjórðungssam- bandið, að lánveitingar Fisk- veiðasjóös til Reykjavikur og Reykjaness hafi að meðaltali verið 27,8% á timabilinu frá 1970-1975 og sé það hærra en meðaltal áranna frá 1931-1975. „Ekki verður þvi séð, að lán- veitingar til þessa landshluta hafi verið skertar”, segir tsa fjöröur. Fjórðungssamband Vest- firðinga. Byggöasjóður Fjórðungssambandið segir ,,að lánveitingar og styrkir Byggðasjóðs vegna nýbýgginga, endurbóta og kaupa á fiskiskipum var að meðaltali 23,6% til Reykjavikur og Reykjaness fyrir árin 1974- 1976. Arið 1976 fóru 35,4% af fé sjóösins i þessum lánaflokki til Reykjavikur og Reykjaness. Framangreindar upplýsingar um skipastólinn, lánveitingar Fiskveiðasjóös og lánveitingar og styrki Byggðasjóðs sýna, að suðvesturhornið hefur ekki verið sett hjá hvað varðar lán- veitingar til endurnýjunar fiskiskipastólsins. Fjármagns- skortur getur þvi varla talist ástæða þess, að útgerð og fisk- vinnsla i Reykjavik og Reykjanesi standa höllum fæti i dag”. Húsnæðismál Um þau segir Fjórðungs- sambandið: „Húsnæðismál eru eitt af brýnustu hagsmuna- málum landsbyggðarinnar. Þrátt fyrir tilvist Byggðasjóðs °g „byggðastefnu rikis- valdsins” hefur hvergi verið gerteins stórkostlegt átak i hús- næðismálum og i Reykjavik... Byggja þarf um 3800 ibúðir úti á landsbyggðinni til að álika rúmt sé um ibúa landsbyggðarinnar og um ibúa suðvesturhornsins”. Verslun og þjónusta „Ekki verður séð að verslun og þjónusta hafi tekið neinum stakkaskiptum siðan Byggða- sjóður var stofnaður. Lands- byggðarfólk verður enn að búa við vöruskort og hátt vöruverð, auk þess sem ýmis persónuleg þjónusta er annað hvort i lág- marki eða ekki fyrir hendi”, segir i álitsgerð Fjórðungs- sambandsins. Niöurlagsorð greinargerðar Fjórðungs- sambandsins eru þessi: „Hér að framan hefur verið reynt að benda á hve fráleitt það sé að byggðastefnan eða lán- veitingar Byggðasjóðs sé helsta orsök þess vanda, sem Reykja- vikurborg stendur frammi fyrir i dag. Orsakir vandans er að finna á suðvesturhorni landsins og full ástæða er til að ætla, að viðkomandi sveitarfélög geti sjálf ráðið fram úr honum, án sérstakrar neyðarhjálpar rikisins. Ótti Reykjavikurborgar um að sitja uppi með eintóm gamal- menni og ofvöxt i þjónustu- greinum er sjálfsagt ekki alveg ástæðulaus, en ef á það er litið, að Reykjavikurborg hefði getað afstýrt þessum vanda með viðhlitandi aðgerðum og getur enn, hlýtur það að vekja reiði landsbyggðarfólks þegar hafðir eru uppi tilburðir til að skella skuldinni á byggðastefnuna og Byggðasjóð, undir yfirskini visindalegra vinnubragða”-mhg TILLOGUR STETTAR- SAMBANDSFUNDAR Hér fara á eftir nokkrar þær tillögur, sem samþykktar voru á aöalfundi Stéttarsambands bænda: Verðlagsgrundvöllurinn Aðalfundurinn... „itrekar samþykktir fyrri aðalfunda um nauðsyn þess, að verðlags- grundvöllur landbúnaðarvara gefi sem réttasta mynd af hinum ýmsu kostnaðarliöum við búreksturinn, svo og afurða- magni. Fundurinn bendir sérstaklega á eftirfarandi: 1. Taka þarf tillit til óreglu- legs vinnutima i sambandi við ákvörðun vinnumagns og styðj- ast þá viö samninga verkalýðs- félaganna um greiðslur fyrir útköll og viðveruskyldu. 2. Leiðrétta þarf fjármagns- liði verðlagsgrundvallarbúsins, en vantalinn fjármagns- kostnaður mun vera ein aðal- orsök þess stórkostlega mismunar, sem er á raun- tekjum bænda og viðmiðunar- stéttanna. Fundurinn þakkar athugun þá, sem stjórn Stéttar- sambandsins hefur látið fara fram á fjármagnsþörf verðlags- grundvallarbúsins og telur eftir atvikum rétt aö miða kröfur nú um fjármagnskostnað i verðlagsgrundvelli við niður- stöður athuganánna. 3. Leiöréttur verði liðurinn „annar kostnaður” i verðlags- grundvelli. Er þar einkum bent á rafmagnskostnað, trygginga- útgjöld, dýralæknakostnað, og ýmsar minni háttar rekstrar- vörur”. Vinnuskýrslur Aðalfundurinn... „itrekar ályktun siðasta aðalfundar um færslu vinnuskýrslna búreikn- inga og skorar jafnframt á Búreikningastofu rikisins að vinna þannig úr vinnuskýrslum, að i ljós komi, hver reiknaður vinnutimi bónda er samkvæmt samningum verkalýðsfélag- anna um útköll og viðveru- skyldu". Söluskattur á kjöti Aðalfundurinn... „beinir þeirri áskorun til rikisstjórnar, að fella nú þegar niður söluskatt af kjöti og kjötvörum til sam- ræmis viö aðrar neysluvörur, s.s. mjólk, fisk og ávexti”. Gæruverð Aðalfundurinn... „telur verð á gærum i verðlagsgrundvelli óviðunandi og lýsir undrun sinni á þvi að ekki skuli mögulegt aö greiða hærra verð en nú er gert fyrir svo verðmætt hráefni”. Öryggisgrindur Aðalfundurinn... „felur stjórn Stettarsamb. að láta gera athugun á hversu margar dráttarvelar séu i notkun án öryggisgrinda. 1 öðru lagi hvort fáanlegar eru öryggisgrindur, sem henta, og i framhaldi þess vinna að þvi, að bændur geti sameiginlega eöa sitt i hverju lagi orðið sér úti um þessi mikilsverðu öryggistæki”. Fjölbreytni i atvinnulífi Aðalfundurinn ,,... lýsir stuðningi við ályktun Búnaðar- þings 1977 um fjölbreytni i atvinnulifi sveitanna”. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.