Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.09.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. september 1977 Tony Knapp er ekki kátur á svip á þessari mynd sem tekin var I iok fyrri hálfleiks I ieik tslendinga og Hollendinga, enda mun sá hálfleikur seint gleymast. Frá Hússtjórnarskóla Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Skólinn býður upp á eftirfarandi námskeið i vetur: I. Saumanámskeið 6 vikur 1.1: Kennt verður þriðjud. og föstud. kl. 14-17 1.2: Kennt verður miðvikud. kl. 14-17 1.3: Kennt verður fimmtud. kl. 14-17 1.4: Kennt verður mánud. og miðvikud. kl. 19-22 I. 5: Kennt verður þ'riðjud. og fimmtud. kl. 19-22. II. Vefnaðarnámskeið, 8 vikur. Kennt veröur þriðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 14-17. III. Matreiðslunámskeið, 5 vikur. Kennt verður tnánud., þriðjud. og miövikud. kl. 18.30-22 IV. Matreiðslunámskeið, 5 vikur, Kennt verður tvö kvöld I viku kl. 18:30 — 22 . Ætlað karlmönnum sérstaklega. Stutt matreiðslunámskeið Kennslutfmi kl. 13:30«* 16:30 Gerbakstur Smurt brauð Sláturgerð og frágangur I frystigeymslu Glóðarsteiking Grænmetisréttir og frysting grænmetis Fiskréttir 2 dagar 3 dagar 3 dagar 2 dagar 2 dagar 3 dagar Innritun og upplýsingar i sima 11578 kl. 10-14. Skólastjóri Auglysing í Þjóöviljanum ber ávöxt tslenski iandsliðshópurinn fyrir framan hinn fræga Anderlecht leikvang I Briissel. F A ferð með ísl. landsliðinu (slenskum blaða- mönnum gafst kostur á að fylgjast með landsliði okkar í knattspyrnu á ferð þesstil Hollands og Belgíu. Þetta var mjög skemmti- legur tími fyrir blaða- mennina, bæði kynntust þeir hinum einstöku leik- mönnum mun betur fyrir vikið auk þess sem skiln- ingurþeirra á starfi knatt- spyrnumannanna jókst á meðan á dvölinni i Hollandi og Belgíu stóð. Þannig dvöldust blaðamennirnir á sama hóteli, fóru á vel- flestar æfingar liðsmanna og fengu að heyra álit viðkomandi leikmanns á hinu og þessu. Einar Karlsson, fréttamaður Þjóðviljans i ferðinni, tók auk þess myndir af leikj- Það voru alltaf girnilegar kræsingar á borðum á Hotel Val Monte I Nij- megen enda eru þeir Matthias Hallgrimsson, Ólafur Sigurvinsson, As- geir Sigurvinsson og Arni Stefánsson saddir á svip. unum sem margar hverjar hafa birst í dagblöðunum. Til að sýna mönnum íslenska landsliðið utan vallar birtist hér mynda- síða af leikmönnum, kannski við aðrar athafnir en hinn íslenski knatt- spyrnu áhugamaður á að venjast. Markmenn byrja alltaf á þvi að handfjatla boltann á undan leik til að fá „tilfinninguna” fyrir honum. Fyrir aftan Sigurð Dags- son má sjá finnska dómarann til vinstri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.