Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 25. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
íslands-
saga með
samtíðar-
auka
Komin eriithjá Almenna bdka-
félaginu ný útgáfa, hin þriðja,af
kennslubók i tslandssögu, Frá
einveldi til lýðveldis. En hún
spannar timann frá 1830 til vorra
daga.
Sú breyting er á þessari gerö
bókarinnar, að siðasti kafli
hennar, sem fjallar um eftir-
striðsárin,hefurveriðlengdur að
miklum mun.
Hann er nú um sjötiu blaðsiöur
og nær allt til loka þorskastriðs
hins siðasta.
Bók Heimis er rik að mynda-
kosti. Hann hefur leitað til fimm
sagnfræðinga til að reyna að
tryggja „jafnvægi millistefna og
sjónarmiða”að þvi er segir i for-
mála.
Því færri morð
þeim mun færri
heilbrigð augu
Það hefurtilskamms tíma ekki
verið umtalsvert vandamál i
Bandarikjunum að fá lifandi
hornhimnu flutta i sjiik augu. En
nú óttast stærsti „augnbanki”
heims, sem er staðsettur I Balti-
more I Maryland, að til vandræða
horfi vegna skorts á framboði á
hornhimnu.
Nú þegar verða sjúklingar sem
snúa sér tilaugnbankans að biða i
allt að tvö ár eftir aðgerð, einkum
ef þeir eiga heima I fjarlægum
rikjum landsins. Astæöan er
reyndar hálfgert feimnismál,
eins og forstöðumaður bankans,
Frederick Griffith, kemst að orði.
Hvað sem öðrum borgum liður,
þá dregur úr glæpum I Baltimore
Arið 1972 voru 330 manns myrtir
þar um slóðiren í fyrra voru þeir
200 talsins. Það er hefð fyrir þvi i
Bandarlkjunum að £dlir látnir
menn sem koma af ýmsum á-
stæðum til réttarlæknislegrar
krufningar eru taldir hugsanlegir
„gefendur”. Þvi hefur fækkun
morða það sjálfkrafa i för með
sér að framboð á hornhimnu til
skurðaðgerða minnkar. Bankinn
reynir nú i vaxandi mæli að snúa
sér til ættingja þeirra sem deyja
eðlilegum dauðdaga.
Enn er verið að smiða I Námsgagnastofnun. Hér er smiður að leggja
siðustu hönd á sýningarklefa.
Fullkomin eftirtökuvél frá V-Þýskalandi sem kostar á 2. miljón.
Þaðbesta sem gerist.
skólana i Reykjavik, sagði Guð-
bjartur, en það efni sem við fram-
leiðum er selt i skólavörubúðinni
fyrir hvern sem er. Það sem
verður erfiðast en þó mikilvægast
er að fá hugmyndir frá starfandi
kennurum um allt land um efni.
Eg sem íormaður þessarar stofn-
unar reyni að hafa fumkvæði að
þvi að halda sambandi við kenn-
ara og skóla.
Ég vil að menn virði hugmyndir
sinar. Það verður engin framför
nema fólkið hafi áhuga á starfinu
hér. Við eigum að vera til leið-
beiningar um gerð og útbúnað
gagna og skipuleggja námskeið.
Starfsemin hér i Námsgagna-
stofnuninni er liður i þeirri þróun
aó hverfa frá einstefnuakstri i
kennslumálum. Með tilkomu
bókasafna eru kennarar óðum að
breyta vinnubrögðum sinum og
nýr skilningur að vakna á þvi
hvað er nám og kennsla. Við er-
um svar við breyttu og nýju ákalli
i þessum efnum. Sálarfræðin hef-
ur opnað nýja glugga i kennslu,og
uppeldisfræðin hefur breyst.
1 hinum nýju grunnskólalögum
er gert ráð fyrir þessum vinnu-
brögðum, að hver einstaklingur
fái að þroskast á sinn hátt og skól-
arnir stuðli að lýðræðislegum
vinnubrögðum.
Það er góð tilfinning að taka
þátt i þessu starfi, sagði Guð-
bjartur að lokum. 'Hér I Náms-
gagnastofnun er talað opinskátt
um hvernig best megi þjóna þess-
um markmiðum.
— GFr
tJTBOÐ
Tilboð óskast i jarðstrengi fyrir
Rafmagnsveitu Reykjavikur. útboðs-
gögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á
sama stað, miðvikudaginn 26. október n.k.
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK]AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2S800
Hjúkrunarfélag
/
Islands
—Fundur verður haldinn i Domus Medica
þriðjudaginn 27. september n.k. Hefst kl.
20.30
Fundarefni: Sáttatillagan.
Kjararáð H.F.í.
Handpr j ónar ar
um allt land. óskum eftir fólki til að stofna
klúbba i hverju byggðarlagi fyrir sig.
Verið með i samtökum „Lopabandsins”
frá byrjun.
Nánari upplýsingar i simum 99-1967
Hulda, 91-52323 Erna 91-84241 Elin
Hringið fyrir 15. október.
Nú er illt i efni
Ég kem +i I með að standa á götunni þann 1.
október, og þar eð ég kann því fremur illa,
þætti mér vænt um, ef einhver gæti leigt mér
íbúð. Við erum tvö í heimili, tiltölulega gæf-
lynd. Hægt verður að ná sambandi við mig í
síma 10696 eða 17902 næstu kvöld.
Pjetur Lárusson.
í ími 4 i>jóðvíljans | : 333
HMV
Sjónvarpstæki
HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara
með áratugs reynslu á íslenskum markaði.
ótbota'»n ^
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
®