Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 25. september 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfmgar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaOi'Árni Berg- mann Auglýsingastjóri: úlfar ÞormóOsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: SiOumúia 6. Simi 81333. Prentun: BlaOaprent hf. Höll Vilhjálms Eitt helsta umræðuefni i dagblöðum og manna á milli siðustu daga hafa verið fyrirhuguð kaup rikisins á gömlum og ónýtum húshjalli i eigu eins af máttar- stólpum Sjálfstæðisflokksins. Þjóðviljinn birti á fimmtudaginn var i heiíd úttekt Innkaupastofnunar rikisins, sem gerð var i júnimánuði s.l. á ástandi Viðishússins, að Laugavegi 166 i Reykja- vik. Þar kemur m.a. fram að um miðjan júni i sumar hefur fulltrúi Innkaupa- stofnunarinnar talið húshróið 135 miljón króna virði. Nú hafa hins vegar forsætis- ráðherrann , fjármálaráðherrann og menntamálaráðherrann ásamt fulltrúum rikisstjórnarflokkanna i fjárveitinganefnd Alþingis lýst þvi yfir að þeir vilji kaupa hjallinn á 260 miljónir, og Vilhjálmur menntamálaráðherra, segir i einu dag- blaðanna að sér lítist bara vel á húsið. í skýrslu Innkaupastofnunar rikisins, sem Þjóðviljinn birti i heild, kemur fram að kostnaður við endurbyggingu þessa fyrirheitna vinnustaðar menntamála- ráðherrans er áætlaður 380 miljónir króna, og heildarkostnaður við kaup og viðgerðir þvi samtals kr. 640 miljónir. Þetta eru yfir 130 þúsund krónur á fermeter. Samkvæmt skýrslu Innkaupa- stofnunarinnar, sem Þjóðviljinn birti i vikunni, þá var byggingarkostnaður visitöluhússins hins vegar talinn kr. 71.143 á fermeter i aprilmánuði s.l., og samkvæmt upplýsingum embættismanna, þá er kostnaður við byggingu nýs sér- hannaðs skrifstofuhúsnæðis nú talinn kr. 110 þús. á fermeter. Það eru sem sagt nógir peningar i rikis- sjóði þegar kaupa á Viðishúsið, þótt oftast sé tómahljóð i kassanum endranær. Dagblaðið Vísir, sem eigandi Viðis- hússins gefur út ásamt nokkrum félögum sinum, segir að Þjóðviljinn hafi falsað myndir af höllinni. En hér þarf hvorki orð eða myndir Þjóðviljans. Látum skýrslu Innkaupastofnunar rikisins tala. Þar segir m.a.: „Húsið hentar ekki vel sem skrifstofubygging. Allur frágangur er óvandaður, svo sem einangrun, múrhúðun, gluggar, hitalögn, hreinlætis- aðstaða, stigahús o.s.frv. Utanhúss er ýmislegt að svo sem stórgallað þak útfellingar úr einangrun og sprungur meðfram gluggum.... Hreinlætisaðstaða sú sem nú er i húsinu, er svo litilfjörleg að telja má að hreinlætisaðstaða sé ekki fyrir hendi, nema hvað viðvikur stofnlögn á einum stað.... Mikill leki virðist vera á þaki... Múrhúðun er gróf og ójöfn, kantar skakkir og skemmdir. Á nokkrum stöðum er múrhúðun dottin af .... Hornskekkja verður áberandi i herbergjum. Karmar eru sums staðar skemmdir af fúa.... Ætti að gera bót á stigum hússins kæmi helst til greina að byggja nýtt stigahús utan við bygginguna.” Þetta eru nú bara nokkrir punktar á við og dreif, orðréttir úr skýrslu Innkaupa- stofnunarinnar, en f jölmarga fleiri er þar að finna. En Vilhjálmur Hjálmarsson segir að sér litist vel á húsið og málgagn eigandans segir að Þjóðviljinn falsi af þvi ljósmynd- ir. Látum það vera. Hitt er staðreynd, að ráðherrar og fjárveitinganefndarmenn hafa alls enga lagaheimild til að ráðstafa 640 miljónum króna til kaupa og viðgerða á húshjalli Trésmiðjunnar Viðis, enda þótt svo vilji til, að eigandinn sé úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, og einn af helstu fjáraflamönnum flokks forsætis- ráðherrans og fjármálaráðherrans. 1 Viðishúsinu á menntamálaráðuneytið að fá um helmingi meira húsnæði til um- ráða en það hefur nú. Alþingi hefur aldrei samþykkt slika útþenslu, og þar hefur aldrei verið minnst á fyrirhuguð ,,kosta- kaup” á hjallinum við Laugaveg. Samt er það Alþingi, sem samkvæmt islenskum lögum fer með allt ákvörðunarvald i slik- um efnum. Á að brjóta lög til að auðmaður úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins geti makað krók sinn? Eða á að stilla Alþingi upp eftir nokkrar vikur frammi fyrir gerðum hlut, og láta þingmenn blessa yfir ósómann eftir á? Sú upphæð, sem Geir Hallgrimsson, Matthias A. Matthiesen, Vilhjálmur Hjálmarsson og þingmenn sem þeim fylgja vilja verja til kaupa og viðgerða á Viðishúsinu er 14-15 sinnum hærri en allt það fé, sem varið er til stofnkostnaðar allra iðnskóla á landinu samkvæmt fjár- lögum i ár. Fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að hækka samanlagðar fjárveitingar i ár til allra grunnskóla i landinu um nálægt 50% Fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að hækka samanlagða fjárveitingar til allra menntaskóla i landinu yfir 70%. Fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að hækka samanlagðar fjárveitingar til sjúkrahúsa og læknamiðstöðva (annarra en rikissjúkrahúsa) um 70-80%. Fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að hækka fjárveitingu til fjárfestinga i flug- málum um 170% Og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að nær sexfalda samanlagða fjárveitingu til allra dagvistunarheimila i landinu. — En það er hátt til lofts og vitt til veggja i Viðishúsinu, og nú er jafnvel ekki talin þörf á að spyrja Alþingi, — enda fjáraflaklær Sjálfstæðisflokksins, annars vegar, með Vilhjálm Hjálmarsson á milli sin. k Miklar framkvæmdir munu gera Jangtse Kiang, sem er 5800 km. langt, aO auösveipum þénara iandsmanna. Fljótiö er þaö breitt aö hafskip geta siglt allt til Vúhan. [ byrjun sjötta áratugar var I Kína haf ist handa um mikið starf sem beindist að því að temja helstu fljót landsins, koma í veg fyrir flóðahættu. Einn liður í því starf i var mikil rannsókn á þýðingarmesta fljóti Kína, Jangtse Kíang. Fréttastofan Hsinhua skýrir frá hinni fjölþættu rannsókn, sem er einhver hin umfangsmesta sinnar tegundar. Nú þegar hefur mikiö veriö gert við Jangtse (sem kin- verjar sjálfir kalla reyndar ööru nafni,sem þýðir Langafljót) — m.a. hlaönir 4000 km. langir stiflugaröar. En fram til þessa hefur þaö verið látið ganga fyrir aö hemja annað fljót sem er norð- ar i landinu, Gulafljót, sem hefur um árþúsundir valdið miklum flóðum og drekkt miljónum manna — af þeim sökum hefur Gulafljót verið kallað ,,sorg Kina”. Kínversk risaáætlun um að temja Langá Vatni er veitt úr fljótinu á firnastórt svæöi. 40 þús. kílómetrar verða skipgengir og rafmagns- framleiðsla mun stóraukast Nú er svo komið aö miklum framkvæmdum við stjórnun á Jangtse Kiang alla hina 5.800 km. löngu leið þess frá 5000 metra hæö i Tibet og til ósa, sem eru skammt fyrir norðan stærstu borga Kina, Sjanghæ. Á leiöinni blandast vatn Jang- tse við önnur fljót og er þeirra mest hliðarfljótið Han Kiang. Hsinhua hefur skýrt frá þvi, að Han Kiang, sem rennur i Jangtse við borgina Vúhan, hafi nú verið I fjötra færö. Það fljót hefur um langan aldur valdið miklum flóö- um, ekki siður en Gulafljót. Við það fljót hefur verið komiö upp fjórum uppistööuvötnum sem geta tekið alls tuttugu miljónir rúmmetra af vatni. 1 framhaldi af þessu hefur áin verið virkjuð um alls 1.2 milj. kw. Áveitur. Útreikningar sýna og að sjálft Jangtse Klang getur gefið af sér 217 milj. kw. og éru það 40% af virkjanlegri vatnsorku Kina. Sú áætlun sem hér er frá sagt gerir ráð fyrir smfði meiriháttar raf- stöðva. Kina hefur nú þegar reist 12.500 smærri og stærri vatnsafl- stöövar. Orkuverin við Jangtse eiga að vera búin viðsnúanlegum túrbin- um, þannig að fyrir utan að fram- leiða rafstraum geti þær á hinum þurru vetrarmánuðum notað raf- orku til að dæla vatni úr ánni upp i áveituskurði. Langafljót hefur gifurlega þýð- ingu fyrir áveitur i landi þar sem er að finna um 45% af áveitulandi heims. Vatnasvæði fljótsins er 1,8 milj. ferkilómetra eða um fimmt- ungur af flatarmáli landsins, og enda þótt að eitt af sjö stærstu vatnakerfum heims sé innan landamæra Kina (árlegt rennsli 2.700 rúmkilómetrar) renna 38% um Jangtsekiang eitt saman. Þetta eru 32.400 kúbikmetrar á sekúndu en það ætti — fræöilega séð, að nægja til að sjá hverjum hinna 800 miljóna kinverja fyrir 3,5 rúmmetrum af vatni á dag. Helstu samgönguleiöir Þær framkvæmdir sem fyrir- hugaðar eru viö Jangtse Kiang, sem er ásamt þverám alls 40.000 km. að lengd, munu einnig skipta miklu um hlutverk fljótsins sem samgönguleiðar. Umferð um fljótiö hefur ekki minnkaö siðan feneyjamaðurinn Marco Polo skýrði frá þvi á 13. öld aö um fljótið færu „meiri auðæfi og vör- ur en til væru i samanlögöum höf- um og fljótum kristindóms.” • Framhald af bls. 22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.