Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. september 1977 SUNNUDAGSPISTILL Eftir Árna Bergmann Hugleiðing um menningarróttœkni Meinlaust grín Fyrir nokkrum vikum (7. ágúst) skrifaBi Svanur Kristjáns- son hugvekjandi grein hér i sunnudagsblaðiðsem hann nefndi „Menningarróttæklingar — lausaleiksbörn kapitalismans.” Þar skilgreindi hann menningar- róttækni á þá leið að hana aðhylltust þeir sem i orði kveðnu hafna auðvaldsskipu- laginu og leggja ánerslu á nýja lifnaðarhætti. I raun er þó menningarróttækni náskyld borgaralegri hugmyndafræði. Húnerróttæk aðeinsá yfirborð- inu og hana skortir skilning á eðli þjóðfélagsins”. Nokkru siðar lýsir Svanur framferöi menningarróttæklinga sem svo: „1 sjálfu sér er ekkert athuga- vert við það, aö menn halli sér að öörum neysluvenjum en þeim, sem almennastar eru. Mörgurri finnst eflaust skemmtilegra að eyða fé sinu i aö endurbyggja gömul hús heldur en að búa i blokk, hlusta á Olgu Guðrúnu en ekki Rió-trióiö, lesa bækur Guð- andstæðum launavinnu og auð- magns.” Ef við héidum áfram með eina af samlikingum Péturs Gunnars- sonar þá yrði útkoman máski sú, að trúarbrögðin væru eins og hvert annað ópal i samanburði við það ópium sem menningar- róttæknin getur orðið fólki. Vitaskuld er það hægur vandi að gera sér neysluvenjur menn- ingarróttæklinga að einskonar fjarvistarafsökun frá brýnustu verkefnum i samfélagi og stjórn- málum hér og nú. Þannig er hægt að fara með alla hluti. Stofu- kommúnisminn á sér mörg and- lit. Menn geta verið svo yfirmáta byltingarsinnaðir og svo hat- rammir i sinum fræðilegu útskýr- ingum á stéttabaráttu, að i raun eru þeir að segja sig úr tengslum við veruleikann. Þurfa aldrei að glima við hann i alvöru, vegna þess að hjá þeim er dómsdagur byltingar hið eina sem máli skipt- ir, allt annað visnar gjörsamlega frammi fyrir þeirri dýrlegu stundu. Eia værum vér þar! En er það þá rétt sem Svanur lætur að liggja að sérviska menn- sjálfan mig að þvi stundum, hvað sósialiskur flokkur hefði að bjóða þessu fólki — einmitt i þessum kjaramálum, Ég er hræddur um að það hefði verið andskoti litið. Það er ekki erfitt að svara til um þá hluti þegar spurt er um kiör Sóknarfólks, barnakennara, Iðjufólks og fleiri á þeim báti. En það var mjög hæpið að eitthvað væri hægt að gera fyrir Svein og Onnu (og þau eru reyndar i tekj- um og viðhorfum enginn smáhóp ur i þjóðfélaginu). Tiu prósent hækkun eða tuttugu skipta ekki máli fyrir þau. Ekki fyrir verk- lýðsflokk heldur. A5 geta hafnað Andspænis dæmum sem þess- um vaknar hinsvegar sú spurn- ing, hvort þau Sveinn og Anna hefðu ekki haft gott af að kynnast dulitilli „menningarróttækni” meðan þau voru enn á þeim aldri að móttökuskilyrði voru fyrir hendi. Hefði það ekki verið betra fyrir magann á Sveini, taugakerfið i önnu, börnin og ömmu gömlu sem lagöi timbur- Sveinn, Anna og Svanur bergs Bergssonar en ekki Snjó- laugar Bragadóttur, kaupa leður- vörur og gallabuxur en ekki snyrtivörur, samkvæmiskjóla eða jakkaföt, fara til Kaup- mannahafnar, Kúbu eöa Kina en ekki tii sólarlanda, hjóla eða ganga i stað þess að eiga bil, drekka i Þjóðleikhúskjallaranum (sem þvi miður lokar á sumrin) en ekki á Hótel Sögu. Allt er þetta harla meinlaust, veitir fólki ánægju og lifgar upp á tilver- una.” Ópíum fyrir fólkið Með öðrum orðum: menningar- róttæknin er i besta falli meinlaus — en getur að dómi Svans breyst i einn af þeim farkostum sem menn nota til lifsflótta: „Hins vegar er það algjör fá- sinna að gera ólikar neysluvenjur aö höfuöatriði i baráttunni fyrir afnámi auðvaldsskipulagsins og uppbyggingu sósialisma. Ágrein- ingur um neyslu dregur oft at- hyglina frá stéttabaráttunni og ingarróttæklinga i lifnaðarhátt- um sé meinlaus þegar best lætur — allavega vita gagnslaus? Vel stæð fjölskylda Nú er að segja lifsreynslusögu. Tilviljanir vildu svo vera láta að um nokkurra ára skeið þekkti ég hjón ágæt, sem við skulum kalla Svein og Onnu i nafni skyld- leika þeirra við persónur Guð- bergs Bergssonar. Þau áttu börn tvö og voru frá hagskýrslusjónar- miði nokkuð vel stæð visitölufjöl- skylda. Hann var iðnaöarmaður, sem átti oftar en ekki kost á rif- andi tekjum, uppgripum ýmis- konar, og gat unnið eins lengi á viku hverri og hann treysti sér til. Þau eignuðust á stuttum tima stóra fimm herbergja ibúð. Hún fylltist, einnig á mjög skömmum tima, af framsæknum eldhús- græjum, voldugu sófasetti, þykk- um teppum, amriskri alfræðibók, heimsins bestu bókum (tveir metrar i grænu skrautbandi), einnig smámunum túristastað- anna. Billinn var alltaf nýlegur, og fór stækkandi. Heimilinu fylgdu mjögfinar Ijósmyndavél- ar, kvikmyndavél til að fylgjast með vexti barnanna, veiðistengur útilegubúnaður og ýmisleg leik- föng önnur. Þvi miður var fæst af þessu notað (frekar en bækurnar góðu væru opnaðar) vegna tima- skorts. Sveinn vann mikiö. Anna vann þegar hún gat. Allir gera það gott Þessari ágætu fjölskyldu fylgdi mikil mæöa. sem kalla mætti ólæknandi efnahagslega ófull- nægjunú á þessum timum félags- fræðilegs tungutaks. Sveini og önnu tókst aldrei nema ör- skamma stund (og kannski alls ekki) að hafa minnstu ánægju af hverri viðbót við sitt stóra leik- fangasafn. Þau drógu aldrei dul á það i taii, að hlutur þeirra i ver- öldinni væri slæmur. Annað fólk hafði það miklu betra. Byggði stærra og leyfði sér fleira. Alis- konar fólk kom til greina — sjó- menn á sildarbátum, kaupmenn og skransalar, hinir skelfilegu læknar, iðnaðarmenn úr öðrum greinum en þeirri sem Sveinn vann i. Eöa þá þeir sem búa i Kanada, Ástraliu og Sviþjóð þar sem kaupið er svo miklu hærra. Stjórnmálamenn voru einnig i þessum hóp. Reyndar kaus Sveinn Alþýðubandalagið eins og gert hafði faðir hans og svo ýmsir skólabræður. En hann taldi vist, að enginn væri að vasast i pólitik nema til að taka á þvi auðveldan gróða i bitlingum og mútum og var á móti stjórnmálum. Þau hjón gáfu ekki mikiö fyrir ónytjungsháttinn i listamönnum og þeim fannst kennarar fá of langt fri. Ég held þeim hafi fund- ist ég vera smáskrýtinn að vinna við þetta eymdarblað Þjóðviljann fyrir skitakaup sem þau kölluðu svo — og keyptu aldrei blaðið. Óþreyjan mikla Ofullnægjan sem áður var nefnd, var mjög sterk og lifandi. Anna þurfti alltaf að breyta og bæta og skinta nm Fvrr en varði var búið að henda skikkanlegustu húsgögnum og kaupa ný sem pössuðu betur við litina og gluggatjöldin — eða öfugt. Ein- hver nýr fengur blasti viö i hverri heimsókn — og var þegar orðinn gamall og gleymdur. Það besta var aldrei nógu gott. Það leið heldur ekki nema stutt stund þangað tii ibúðin nýja var of litil og ómerkileg (fjórar manneskj- ur, 150 fermetrar). Hún var seld og i staðinn keypt hálfkarað ein- býlishús, alls 300 fermetrar. Mig minnir að hobbiherbergið i kjallaranum hafi verið fimmtiu fermetrar, en kannski eru það ýkjur. Þegar uppbygging og inn- rétting þess húss var nokkuð á veg komin komust þau Sveinn og Anna loks að þeirri niðurstöðu, sem þau höfðu lengi dregið sér i grun, að i raun og veru væri ekki lift á íslandi. Þau fluttu úr landi og koma ekki framar. Hvað mátti bjóða? Eins og ég sagði áðan, þá voru þau Sveinn og Anna „okkar at- kvæði” — vegna ýmiskonar fjöl- skyldutengsla, og kannski öðrum þræði vegna þess, að Sveinn hefur hugsað sem svo að „það er best að láta kommana juða i þessum kjaramálum”. Ég spurði lika húsið sitt i púkkið, ef að þau hefðu haft þó ekki væri nema snefil af „menningarróttæklingaafstöðu” til þess, hvaö hægt er að gera við timann og hlutina. Ef þau hefðu til dæmis kikt i Guðberg sem fyrr var nefndur og hefur manna mest rannsakað Svein og önnu og það fólk. Ef viö tökum upp þráðinn frá grein Svans Kristjánssonar: með þessu móti hefði verið ein- hver von til að þessiágætu hjón hefðu tekiö sér gagnrýna stöðu andspænis þvi kapphlaupi ófullnægjunnar sem engan endi tekur, þvi miður. Menningar-róttækni getur verið flótti. Hún getur verið meinlaust krydd. En mestu skiptir, að ein veigamikil forsenda fyrir þvi að menn séu til umræðu um að þjóð- félagi sé hægt að breyta, að það sé ómaksins vert er einmitt þetta: Að menn hafi bein i nefi til að kjósa sér annan hlut i lifsháttum, i „menningarneyslu”, en þann sem samanlagður auglýsinga- máttur kapitalismans otar að hverjum og einum við hvert fót- Arni Bergmann. Frá bygginga- happdrætti NLFÍ — Óðum styttisttil dráttardags, 7. október 1977. Við viljum þvi vekja athygli þeirra, sem fengið hafa heimsenda happdrættis- miða að gera skil sem allra fyrst. Ósóttir vinningar frá 1976 nr. 41475 litasjónvarp nr. 41501 dvöl á Heilsuhælinu nr. 41841 dvöl á Heilsuhælinu. Þessir miðar voru seldir i lalusasölu á Akureyri, þeirra sé vitjað fyrir 1. desem- ber 1977. Styðjið okkur i byggingu heilsuhæla á Norðurlandi og i Hveragerði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.