Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. september 1977 tíl hnífsog skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Bakað með súrmjólk og ými Enda þótt framboð af hollu, grófu brauði hafi aukist mjög á siðustu tveimur árum, heldur heimabakað brauð þó alltaf sínu ágæti. Það er ekkert sem jafn- ast á við heitt brauð úr ofninum og það verður lika oftast mun ódýrara en brauð sem keypt er I verslun. Hér eru nokkrar upp- skriftir af góðu brauði og eru flestar þeirra með annaðhvort súrmjólk eða ými, en hann er mjög góður i brauðdeig. Þar að auki er hægt að frysta öll þessi brauð með góðum árangri. Þau eru þá látin kólna og fryst siðan (eins ný og mögulegt er). Siðan eru þau velgd I ofni, eða við stofuhita, þegar þau á að borða og eru þá eins og ný. Grahamsbrauð 50 g ger 1/2 1 súrmjólk eða ýmir 2 msk olia 1 msk salt 2 dl mulin hveitikorn 7 fl grahamsmjöl 5 dl hveiti Hrærið mulið gerið út i súr- mjólkinni eða ýminum sem á ekki að vera iskaldur. Bætið við oliu, salti, hveitikornum, grahamsmjöli og 2-3 dl af hveiti. Hrærið deigið i hrærivél eða með trésleif þar til deigið verð- ur létt og þétt. Bætið afgangnum af hveitinu Ut i smátt og smátt og látið deigið siðan standa i skálinni með dUk yfir i 1 klst. Setjið deigið á borð, sem hveiti hefur verið stráð á, eltið það og hlutið I tvennt. Gerið tvö brauð Ur helmingunum og setjið hvort um sig i stór brauðform (1 1/2 1). Látið standa með dúk yfir i 30-40 minútur og bakið þá I 30 minUtur i 220 g heitum ofni. Setjið dúkinn utan um brauðin og látið standa og kólna á rist. Ef brauðin á að frysta eru þau svo sett i þykkan álpappir og þiddihonum við stofuhita þegar þeirra er neytt. Finnskt rúgbrauð 50 gr ger 1/2 1 súrmjólk eða ýmir 2 tsk salt 2 tek edik 1 msk kúmenfræ 7 dl gróft rúgmjöl 6 di hveiti mulinn rúgur eða hveiti Grahamsbrauð Heiisubollur Finnskt rúgbrauð er súrara en venjulegt rúgbrauð og heldur ljósara á litinn. Það er bakað i langpönnu og skipt I ferhyrnda bita. Hrærið gerið Ut i súrmjólk eða ými. Bætið salti,ediki, kúmeni, rúgmjöli og megninu af hveitinu út i. Eltið deigið og látið afgang- inn af hveitinu út i. Setjið dúk yfir deigið og látið það standa i tæpa klukkustund. Eltið deigið á borði, sem hveiti hefur verið stráð yfir og fletjið það siðan Ut á langpönnu sem hefur verið smurð vel. Setjið hveiti á hnifs- egg og skerið rúður i deigið, þannig að auðvelt verði að brjóta það i ferkantaða bita þegar það er bakað. Deigið er svo látið standa i pönnunni (eða öðru stóru, grunnu formi) i 30 minútur. Penslið með ými og stráið muldum rúg- eða hveiti- kornum yfir. Bakið i 12-15 min- Utur við 240-250 gr. hita. Látið kólna aðeins og vefjið siðan i dúk, áður en brauðið er brotið I bita og borðað með smjöri. Ef brauðið er fryst má það að- eins vera örstutta stund i ofni, þegar það er þitt, þvi annars er hætt við að það veröi of þurrt. Setjið brauð aldrei beint Ur frystinum i' ofn, en látið þau þiðna að mestu við stofuhita, en setjiö svo örstutta stund I ofn rétt áður en brauðið er borið fram. Látið brauðið vera inn- pakkað i álpappír i ofninum. Heilsubollur 50 g ger 1/2 I blandað (til helminga) mjóik og undanrenna 50 g smjör 2 tsk salt 2 tsk ljós púðursykur 5 dl rúgsigtim jöl 5 dl heilhveiti 1 dl hveitiklið 1 dl mulin hveitikorn 6-7 dl hveitikorn Hrærið gerið Ut i, mjólkina og bráðið smjörið. Bætið salti, sykri, rúgsigtimjöli rUgmjöli, hveitikliði og hveitikornum Ut i. Eltið deigið og bætið hveitinu smdtt og smátt Ut i. Setjið i skál og breiðið dUk yfir. Látið hefast i 30-40 minUtur. Eltið á borði með hveiti á og gerið Ur tvær lengjur, sem skornar eru i 12-14 bita hvor. Gerið bollur Ur hverj- um bita og leggið á smurða plötu. Leggið dUk yfir og látið standa þar til bollurnar hafa stækkað um helming. Penslið þær með ými og stráið muldu hveiti yfir hverja bollu. Bakið i 10-12 mínUtur i vel heitum ofni (230-250 gr.). Látið kólna undir dúk á rist. Séu bollurnar frystar má þfða þær i ofni á 10 minútum við um 170 gr. hita. Sesambrauð 50 gr ger 1 1/2 I mjólk 2 msk smjör 2 tsk salt * 1/2 tsk sykur 5 dl heihreiti 8 dl hveiti 1 egg sesamfræ Bræðið smjörið og setjið Ut i mjólkina. Hrærið gerið út i volga mjólkina (37 gr.) þar til það er uppleyst. Bætið salti, sykri, heilhveitiog helmingnum af hveitinu Ut i. Eltið deigið og bætið afgangnum af hveitinu smátt og smátt út i. Látið deigið standa undir dúk i 30 minútur, eltið siðan á borði eins og hin brauðin. Hlutið deigið i tvennt og rúllið Ut aflöng brauð. Látið hefastá smurðri plötu þar til brauðir, hafa tvöfaldað stærð- ina. Penslið með þeyttu eggi og stráið semsamfræi yfir. Einnig má nota birkifræ i staðinn. Bak- ið brauðin i 30 minútur við 200 gr. hita. Þegar brauðin eru full- bökuð á að heyrast holt hljóð ef bankað er i þáu. Látið þau kólna á rist. Rúgsigtibrauð 50 gr ger 3 dl volgt vatn 3 dl rúgsigtimjöl 7 dl vatn 1 msk salt 2 msk olía 1 1 rúgmjöi 1 1 rúgsigtimjöl 6 dl hveiti Þetta brauð er bakað Ur súr- deigi, sem látið er standa i 1 sólarhring áður en það er sett i ofninn. Gerið er hrært Ut i vatnið og blandað út I 3 dl af rúgsigti- mjöli. Breittyfirskálina og látið standa á vel volgum staö I einn sólarhring. Siðan er bætt út i deigið 7 dl af volgu vatni, salt, olia, rúgmjöl og rUgsigtimjöl. Deigið elt og hveiti bætt Ut i smátt og smátt. Látið standa undir dUk 11 klst. Elt á borði og deiginu skipt i tvennt. RUlluð af- löng brauö og sett á smurða plötu. Skerið rákir meö beittum hnif ofan i brauðið. Látið standa undir dúk i 30-40 minUtur. Bakið við 200 g hita i 35 mlnútur. Einnig má pensla yfir brauðið með þeyttu eggi, rjóma, mjólk eða kaffi. Flestar verslanir selja nU orð- ið ýmiss konar mjöl og korn til brauðgerðar, en ekki er vist að allar verslanir eigi allar þær tegundir, sem notaðar eru i þessi brauð. j ' 1111 Ungur maður yrkir um drullu- sokka Nýtt kver bætist i hóp þeirra sem ungir menn gefa Ut sjálfir, hið islenska Samizdat. Kverið nefnist „Drullusokkar, skithælar og algerir brjálæðingar,” höfundurerer Gústaf Óskarsson, bókin kemur út á ísafirði. Bókin hefst á skilgreiningu höfundar á þeim manntegundum sem kver hans erkennt við. Þar á eftir fara útlistanir á boðskap Maós formanns og hæpinni fram- göngu liðsmanna hans i Tibet, ótiðindi af nýjum valdhöfum i Kambódiu eru einnig á dagskrá. Sömuleiðis tvær sögur— af Alex- ander Dubcek og Allende Chile- forseta. Undir lokin er svo komið, að Gústafi Oskarssyni þykir svo mörg vá fyrir dyrum i heimi , .drullusokka og brjál- æðinga” að hann setur spurningarmerki við þau vigorð sem hannvillþó rétttelja: Island Ur Nató — herinn burt. Bókin fæst hjá BókabUð Safamýrar og i BókabUðinni Ulfarsfell. Glens Jón er að segja vini sinum frá þvi, hvernig hann fari að þvi að láta sér græðast fé. — Ég veiði birni i Kanada. Það ermjög einfalt. Maður leitar uppi stóra holu, spennir net fyrir hana og hrópar: HUUUU. Bjarndýrið fellur I netið, maður flær af þvi skinnið og selur það. Það er best að ég geri þetta lika, segir vinur hans. Ári siðar hittast þeir aftur og vinurinn er þá allur i gipsi frá hvirfli til ilja. — Hvernig fórstu að þessu? spyr Jón — Ég ætlaði að veiða birni. Ég leitaði uppi stóra holu og spennti net fyrir og svo hrópaði ég: Huuuu. — Og hvað svo? — Svo kom járnbrautarlestin. ÞU verður að vera sniðug elsk- an, og neita þinum kalli um allt gaman þangað til hann er bUinn að láta undan og gefa þér pelsinn, segir besta vinkonan við eigin- konuna. Timinn liður og eftir fjórar vik- ur spyr besta vinkonan: — Jæja elskan, ertu bUin að fá pelsinn? — Nei, ekki ég, heldur ritari hans. Hjón hafa verið I sumarleyfi við sjóinn og eru á heimleið. Eigin- maðurinn spyr: — Finnst þér ekki gaman að þviað ég skuli hafa lært svona vel að kafa? — Nei, af hverju? ÞU kemur alltaf upp aftur. — Ég vil láta taka þessar þurrkur. Lögreglan gerir ekki annaö en stinga miðum undir þær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.