Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.09.1977, Blaðsíða 5
af erlendum vettvangí Sunnudagur 25. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Sameinast andstæðingar atómvera og kjarnasprengna? Hvort ber aö leggja meiri áherslu á: hættu af kjarnorkuverum e&a hættu af kjarnorkustriöi? Myndin sýnir plakat sem útlistar hættu af kjarnorkuárás og er gefið út af bandariskum almannavörnum. A sjötta áratuginum lét allmikiö að sér kveöa í Bretlandi/ Bandaríkjunum og víðar hreyfing andstæð- inga atómvopna. Þessi hreyfing sameinaði ýmsa einstaklinga og hópa sem ekki vildu gleypa við hin- um opinbera sannleika sem látinn var gilda í hverju landi um varnar- mál og öryggi. A siðasta áratug þokaði þessi hreyfing fyrir öörum — fyrir uppreisn æskunnar og baráttu gegn striði i Vietnam —■ og ekki er heldur fyrir það að synja að hún hafi dofnað blátt áfram vegna þess að kjarnorkuvigbúnaður risaveldanna komst i visst jafn- vægi, sem enginn virtist geta hnikað við nema þau sjálf. En nú virðist sú þróun vera aö gerast — i Bandarikjunum og viöar — að kjarnorka færist á ný i brenni- punkt pólitiskrar umræðu. Ný hreyfing Aö þessu sinni er hreyfing að fæðast, sem er ekki takmörkuð við baráttu gegn kjarnavopnum einum, enda þótt kjarnavopn séu á ný i brennidepli vegna þess m .a. hve mörg ríki ráða nú yfir tækni- legum möguleikum til aö framleiða þau. Hreyfingin nær einnig til þeirra sem hafa áhyggj- ur af þeim hættum sem fylgja notkun atómfræða til orkufram- leiðslu. t Bandarikjunum hafa þegar orðiö til samfylkingarsamtök sem kalla sig Mobilization for Survival (Herútboð i nafni þess að lifa af). Þau hófu herferð sina i ágúst á þvi að andstæbingar kjarnorkuvera skipulögðu mót- mælagöngur og stööur á 140 stöö- um um landið allt — einkum við kjarnorkuver. Á breidari grundvelli En nú i haust á að hefjast handa fyrir alvöru og þá i háskólunum fyrst og fremst. Bjartsýnir tals- menn hreyfingarinnar gera ráð fyrir þvi að þá risi alda umræðu- funda og mótmælaaðgerða sem að umfangi muni helst likjast Vietnamhreyfingunni á sl. áratug. t byrjun næsta árs á siðan aö halda uppi aðgerðum á hinum ýmsu stöðum gegn neikvæðum áhrifum vigbúnaðarkapphlaups- ins á daglegt lif manna. Það var i fyrravetur aö friðar- sinnar af ýmsu tagi komu saman i Boston og ákváðu að endurlifga baráttuna gegn kjarnorkunni. Einn þeirra, Sidney Lens, sem var virkur þegar i hinni gömlu baráttuhreyfingu gegn atóm- vopnum segir á þessa leið: „Við þurfum aö bæta ýmsu við hin gömlu baráttumál. Við þurftum að taka sjálfa atómorkufram- leiðsluna með vegna vaxandi hættum á útbreiðslu geislavirkni. Og i öðru lagi þurfum við að gefa fólki einhverja von um, að það sé hægt að nýta það fé, sem spara má i vigbúnaðarkapphlaupi, til að fullnægja ýmsum brýnum þörf- um fólks.” Ágreiningur Einn af skipuleggjurum hinnar nýju hreyfingar játar, að ákvörð- unin um að taka kjarnorku- framleiðsluna sjálfa á dagskrá hafi mætt andspyrnu frá þeim sem einkum hafa til þessa fengist við kjarnorkuvopn og afvopnun, en um siðir var komist að sam- komulagi. David McReynolds, sem lengi var foringi War ResistersLeagur (Bandalag and- stæðinga striðs) er þvi sammála, að það sé nauðsynlegt að taka orkuframleiðsluna, sem svo margir sýna áhuga nú um stund- ir, inn á dagskrána, einnig til ,,aö færa út grundvöll okkar. Ef að við viljum að hreyfingin gegn kjarn- orkuverum hlusti á röksemdir okkar i þá veru, að orkufram- leiðslan sé hættuminnsta aðferðin til nýtingar kjarnorku en atóm- sprengjan sé óendanlega miklu mun hættulegri, þá veröur þessi hreyfing fyrst að fá það að heyra af okkar hálfu, að við séum einnig andvigir kjarnorkuframleiðslu”. Þvi hafa menn og fengið meö i framkvæmdanefnd hinnar nýju hreyfingar þekkta baráttumenn gegn kjarnorkuverum (t.d. full- trúa samtaka Ralphs Naders, Critical Mass, Hinn gagnrýni fjöldi). En þegar þá heildina er litið er Mobilization for Survival fyrst og fremst friðarhreyfing sem leggur megináherslu á af- vopnun og baráttu gegn kjarn- orkuvigbúnaði. En sú áhersla sem lögð er á baráttu gegn styrj- aldarhættu hefur að sönnu vakið upp nokkrar efasemdir hjá áhrifamönnum i hreyfingunni gegn atómorkuverum. r I hvaða vagni Sumir af þeim sem hafa látið að sér kveða i baráttunni gegn atóm- orkuverum telja, að aögerðir „Herútboðsins” séu i reynd til- raunir tiltölulega litils hóps friðarsinna til að stökkva upp i vagn andstæðinga atómorkuvera og reyna siðan að ná taumunum i sinar hendur. Svo er mál með vexti, að and- stæðingar kjarnorkuvera aðhyll- ast öll hugsanleg stjórnmálavið- horf, og sumir þeirra eru ein- dregnir hægrisinnar. Verulegur hluti þessa fólks getur ekki fallist á það, að hin nýja samfylking, Mobilization for Survival, geri svonefnda „óvirka andstöðu” að baráttuaðferö sinni. Meðal þeirra eru ein helstu samtök andstæð- inga kjarnorkuvera, Friends of the Earth, Vinir jarðarinnar. Talsmaður annarrar hreyf- ingar (The Abalone Alliance i Kaliforniu) segir sem svo, aö hann muni reyna að vinna með samfylkingunni, en þvi aðeins að orkuverin komi fyrst, en kjarna- vopnin séu aukaatriði. „Við reyn- um að setjast i vagn friöarhreyf- ingarinnar engu siður en hún reynir að setjast i okkar” segir hann. Þessi sambúðarvandamál hafa þegar komiö fram i dagsljósið á ráðstefnu samfylkingaraðila i versturfylkjunum. Þar var innan tiðar farið að deila hástöfum um þaö, hvort tiltekinn umræðufund- ur eða mótmælaaðgerð ætti fyrst og fremst að snúast um orkuver, kjarnorkuvopn, vigbúnaðarkapp- hlaupið almennt — eða jafnvel efni eins og kynþáttakúgun i Suður-Afriku. (Liklegt er að islenskir vinstrisinnar kannist við hliðstæðar deilur)'. McReynolds, sem fyrr var nefndur, telur, að andstæöingar orkuvera muni fyrr eða siöar komast að þvi, að orkumálin séu með vissum hætti aukaatriði i samanburði við kjarnorkuvig- búnað. Hann telur að umhverfis- verndarmenn sem ekki geta einu sinni fallið á „óvirka mótspyrnu” sem bafáttuaðferð, hljóti að lenda til hliðar við hreyfinguna. „Ogýmsir þeirra munu sjá sig neydda til að taka til endurskoð- unar stuðning sinn við Repúblik- anaflokkinn og trú sina á kapital- ismann”, segir hann. Svipad í Evrópu Hinn mikli pólitiski munur á þeim hreyfingum, sem nú er reynt að sameina undir einum' hatti i Bandarikjunum, kemur einnig fram meðal andstæðinga kjarnorkuvopna i Evrópu. Til dæmis má taka aö i Frakklandi má finna kommúnista eða sósialista, sem væru tilbúnir til aö mótmæia kjarnorkuveri i nám- unda við sin heimkynni, en gætu fallist á það (fúsir eða með sem- ingi) að frakkar héldu áfram áætlun sinni um eigin kjarnavopn (force de frappe). McReynolds viðurkennir, aö at- riði sem þessi geti gert það erfitt að gera Mobilization for Survival að alþjóðlegri hreyfingu. Hann segir: þegar menn ræða af- vopnunarmál þá eru þeir að ræða heimspólitik, en ekki aðeins bandariska pólitik. Ef að kjarna- vopn væru frá bæði bandarikja- mönnum og sovétmönnum tekin, ættu vesturevrópumenn kröfu á svari við þvi, hvort þeir ættu áfram að búa við öflugan „hefð- bundinn” sovéskan herafla um austanverða Evrópu. Við getum ekki búist við pólitiskum stuðn- ingi við hreyfingu okkar i Evrópu án þess að ræða staðreyndir eins og valdajafnvægi i heild. Úr tveím áttum Sidney Lens (höfundur bókar- innar „Daginn fyrir dómsdag” ) vonast til að hreyfingin geti yfir- stigið hina pólitisku erfiðleika bæði i Evrópu og Bandarikjunum. „Við teljum að atómvopn séu stærsta vandamál sem mannkyni mætir i dag, segir hann. Eftir átta ár i viðbót geta 40 lönd framleitt atómvopn. Sagan biður eftir þvi einu að strið og tækni eiga sam- leið”. Einn af andstæðingum kjarn- orkuvera á Nýja Englandi segir hinsvegar: „Ég tel að stöðvun kjarno'rkuveranna sé efst á dag- skrá. En ef við getum stöðvað þau, þá höfum við einnig stigiö stórt skref i þá átt að stöðva sprengjuframleiðsluna. Við get- um átt samleið um margt, en i ýmsum málum verður hver að halda sina leið”. áb byggði á Pacific News Service Blikkiðjan t Ásgarði 7/ Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur tiverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreilt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið nteð stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Slmi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu Þú verður að lita á hina jákvæðu hliö málsins: Kjarnorka gerir þjóðina óháða öðrum orkugjöfum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.