Þjóðviljinn - 12.10.1977, Qupperneq 7
Miðvikudagur 12. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Sósialisminn á ekki aðeins erindi vid þá þjóðfélagshópa,
sem hafa lágar tekjur eða aðhyllast neysluvenjur
ólíkar þeim, sem almennastar eru.
Svanur Kristjáns-
son, lektor
Enn um menningar-
róttækni
Háfleyg gagnrýni
Þann 7. ágúst sl. ritaði höf-
undur þessa pistils grein í Þjóð-
viljann um menningarróttækni,
sem valdið hefur nokkrum deil-
um. Þeir hafa þó þagað, sem á
var deilt (hvað veldur?). Gest-
ur Guðmundsson gerði tilraun
til að útskýra fyrir lesendum
blaðsins hvernig barátta fyrir
breyttum neysluvenjum gæti
verið róttæk og varð i þvi sam-
bandi tiðrætt um kvennabarátt-
una. Röksemdafærsla hans
fannst mér heldur torskilin.
Hugtakið „neysla” fékk i með-
ferð Gests sömu merkingu og
hugtakið „endurframleiðsla”.
Hér er um einfalda brenglun
hugtaka að ræða. Fáum (nema
Gesti) dytti i hug að ræða um
kvennahreyfingu sem neyt-
endahreyfingu. Rauðsokkur eru
ekki sami félagsskapur og
Neytendasamtökin.
011 var greining Gests á þvi
fuglamáli, sem sumir Marxist-
ar virðast telja að hæfi best
þeirri kenningu, sem upphaf-
lega var ætlað að vera vinnandi
fólki vopn i stéttabaráttunni.
Ruglingsleg notkun hugtaka ber
oft vott um óskýra hugsun. Les-
endum Þjóðviljans skal eftirlát-
ið að skera úr um, hvort slikur
dómur á við um „skýringu”
Gests. Það er hins vegar ámæl-
isvert, að verðandi fræðimenn,
sem kenna sig við Marxisma,
skuli ganga fram fyrir skjöldu i
myndun tungumáls, sem engir
hafa skilning á nema (að eigin
sögn) þeir sjálfir.
Gagnstætt grein Gests kom
ýmislegt athyglisvert fram i
sunnudagspistli Árna Berg-
manns (25. septembersl.) undir
fyrirsögninni: „Sveinn, Anna og
Svanur.” Grein Ama virðist þó
skrifuð i nokkrum flýti. Fyrst
eru röksemdir minar raktar
stuttlega: siðan er sögð saga af
önnu og Sveini. Niðurstaðan af
lifsreynslusögunnierharla óljós
og ályktanir Arna heldur rýrar i
roðinu. Engu að siður mátti
þarna greina tvær vafasamar
röksemdir, sem hér verður
fjallað um.
Á sósialiskur flokkur
erindi við önnu og
Svein?
Arni segir um tengsl Alþýðu-
bandalagsins við önnu og
Svein: ,,Ég spurði lika sjálfan
mig að þvi stundum, hvað sósi-
aliskur flokkur hefði að bjóða
þessu fólki — einmitt i þessum
kjaramálum. Ég er hræddur
um, að það hefði verið andskoti
litið ... það var mjög hæpið að
eitthvað væri hægt að gera fyrir
Svein og önnu (og þau eru
reyndar i tekjum og viðhorfum
enginn smáhópur i þjóðfélag-
inu). Tiu prósent hækkun eða
tuttugu skipta ekki máli fyrir
þau. Ekki fyrir verkalýðsflokk
heldur.”
Slik viðhorf eru mjög var-
hugaverð fyrir sósialiskan
flokk. I rauninni er verið að af-
skrifa stuðning fjölmenns hóps
launafólkseingöngu vegna þess,
að hann hefur sæmilegar tekjur
og tekur þátt i lifsgæðakapp-
hlaupinu. Sósialisminn á ekki
aðeins erindi við þá þjóðfélags-
hópa, sem hafa lágar tekjur eða
aðhyllast neysluvenjur ólikar
þeim, sem almennastar eru.
Sósialiskur flokkur getur höfðað
til Sveins og önnu og það sem
meira er: hann á að gera það.
Auðvaldsskipulagið er ekki
þeim i hag. Þau eru óánægð og
þrælkuð ai vinnu. Þau taka þátt
i að byggja upp þjóðfélag sem er
ekki þeirra eigið. Samfélagið er
þeim framandi: þau flytja úr
landi.
Hlutverk Alþýðubandalagsins
er að skýra (á skiljanlegan hátt
að sjálfsögðu) i hverju vandi
Sveins og önnu er fólginn.
Hugsunarháttur þeirra endur-
speglar mótsagnir auðvalds-
þjóðfélagsins, þar sem menn
vinna eingöngu til að geta
keypt. Veikasti hlekkurinn i þvi
þjóðfélagi er fyrirkomulag
framleiðslunnar. SU staðreynd,
að fámenn stétt (kapitalistarn-
ir) á framleiðslutækin og arð-
rænir þá sem selja vinnuafl sitt,
skapar grundvöll fyrir sam-
stöðu alls launafólks — burtséð
frá krónutölu á launaseðli.
Ekki skal gert litið úr þeim
erfiðleikum sem eru á því að
afla sósialiskri stefnu fylgis
meðal fólks i sporum Sveins og
önnu: hafa sæmilegar tekjur og
geta sifellt keypt eitthvað nýtt.
En sósialiskir flokkar á Vestur-
löndum geta ekki lengur treyst
á efnahagslega örbirgð eina sér
tilframdráttar. Ekki dugir fyrir
verkalýðsflokk að hafna i fússi
þeirri stétt sem hann grundvall-
ast á, heldur ber að leggja meg-
ináherslu á sameiginlega hags-
munabaráttu alls launafólks
(þetta var inntakið i kenningu
Karls Marx — ekki satt?).
Flokkurinn er til vegna verka-
lýðsins og tilveruréttur hans er
háður þvi hversu dyggilega
hann berst fyrir nýju þjóðskipu-
lagi, sem er vinnandi fólki i hag.
Bókmenntir og listir
Arni Bergmann virðist bæði
misskilja og gera of litiðúrhlul-
verki sósialisks flokks. Það örl-
ar á þeirri skoðun, að hafa beri
sem mesta fjarlægð milli
flokksins annars vegar og önnu
og Sveins hins vegar. Að mati
Arna gegnir allt öðru máli um
menningarróttækni. Besta ráðið
til bjargar önnu ogSveini fælist
sem sé i þvi að kynnast menn-
ingarróttækni á unga aldri!
Þetta þykir mér heldur kynleg
speki. Slikur málflutningur er
samt sem áður i fullu samræmi
við sjónarmið margra, sem
skrifa í Þjóðviljann — einkum
sunnudagsblaðið. Ekki er hirt
um að færa rök fyrir staðhæf-
ingum um, að menningarstarf-
semi hafi einhver afgerandi
áhrif á skoðanir og lífsviðhorf
manna. Liklega ergertráð fyrir
einhvers konar óhjákvæmilegu
samræmi i hugmyndum
manna: til dæmis ef lesnar eru
bækur Guðbergs Bergssonar
aðhyllist menn sjálfkrafa gagn-
rýnin viðhorf til auðvaldsskipu-
lagsinsog temji sér „einfaldar”
neysluvenjur.
í raun er ekki um slika ein-
falda samsvörun að ræða milli
menningarneyslu og manngild-
is. Eitt dæmi ætti að nægja til
skýringar: margir foringjar
Gestapo voru „hámenntaðir”
menn, eins og sagt er: hlustuðu
á tónverk Beethovens og Wagn-
ers, lásu Goethe og Schiller
o.s.frv. Þessir sömu menn
frömdu einnig hin mestu nið-
ingsverk.
Listir og bókmenntir skipta að
sjálfsögðu miklu máli og ekki
skal hér gert litið úr viðleitni
mannsins til sköpunar menn-
ingarverðmæta. Hins vegar
verða menn að viðurkenna, að
tengslin á milli menningar-
neyslu og lifsskoðana eru oft
harla óljós. Þannig getur sá
boðskapur, sem höfundur lista-
verks eða bókar telur sig vera
að boða, verði algjörlega mis-
skilinn. Þær ályktanir, sem höf-
undur bókar dregur, þurfa alls
ekki að vera ályktanir neytand-
ans. Þetta á ekki sist við um lýs-
ingar i skáldsögum um verka-
fólk. Er ekki hægt t.d. að draga
þá ályktun af lýsingu Guðbergs
á önnu og Sveini að þau séu hin
verstu úrhrök og pakk, sem eigi
eftir mætti að útiloka frá öllum
áhrifum i þjóðfélaginu? Annað
vandamál felst i þvi, að það er
alls óvist, að neytandinn breyti
um lifsgildi til samræmis við
boðskap listaverks eða bókar,
jafnvel þótt boðskapurinn skili
sér óbrenglaður.
Spurningar um áhrif menn-
ingarstarfsemi ætti að ræða af
nokkurri kostgæfni áður er sett-
ar eru fram fullyrðingar um, að
helsta undankomuleið önnu og
Sveins frá auðvaldsþjóðfélaginu
geti verið sú að lesa góðar bæk-
ur. Er ekki of mikils krafist að
ætla bókum að lækna þau mein,
sem hrjá önnu og Svein? Hefði
það t.d. dugað að stofna leshring
meðal verkafólks þegar land-
flóttinn mikli varð á kreppuár-
um Viðreisnarstjórnarinnar?
Og þó svo Dagsbrúnarmenn
hefðu hætt við að fara til Svi-
þjóðar má enn spyrja: Hverju
hefði það breytt —’og fyrir
hvern?
Vi'ngarður „Marxiskra” hug-
mynda gerist stöðugt fjölskrúð-
ugri. Sovétrikin urðu — að sögn
sumra verkamanna þessa vin-
garðar — auðvaldsriki af þvi að
leiðtogar þeirra voru og eru
vondir menn. Verkalýðshreyf-
ingunni hefur hnignað stöðugt
sökum þess að kreppa rikir i
forystusveit hennar. Verkalýð-
urinn á Vesturlöndum á að verj-
ast auðvaldsskipulaginu með
bókalestri.... ?? Óneitanlega
eru þetta allt saman frumlegar
skoðanir — en eru þær eitthvað i
ætt við Marxisma?
NÝiu siómannasamningarnir á Vestfiörðum:
„Aldrei ánægður
með samninga”
Mest um vert að festa samninga, sagði Pétur
Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða
,/Ég tek undir það sem formaður sjómannasam-
Jón Sigurösson , fyrrum bandsins, sagði eitt sinn,
BORGARSTJÓRI:
Lóðaúthlutun í jan.
ef fjárveiting leyfir
Hvenær og hvar má vænta
næstu lóðaúthlutunar i
Reykjavik? spurði Alfreð Þor-
steinsson á fundi borgarstjórnar
sl. fimmtudag.
Borgarstjóri flutti fundinum
svar borgarverkfræðings, sem
segir að samkvæmt venju sé
stefnt að úthlutun ibúðarhúsnæðis
i janúarmánuði. Lóðaúthlutun —
sem háð verður fjármagni að
ákvörðun borgarstjórnar —
verður væntanlega þessi: allt að
580 ibuðir i blandaðri byggð i
Seljahverfi, allt að 110 ibúðir i
fjölbýli á Eiðsgranda og 13 ein-
býlishúsalóðir i Breiðholti III
austurdeild Unnið er að þvi að
gera landsvæði I Selási bygging-
arhæft og er þar gert ráð fyrir 280
ibúðum.
Iðnaðarlóðir eru fyrirhugaðar
sem hér segir: Krummahólar
12.600 fm, miðhverfi Seljahverfis
12.000 fm, og i nýja miðbænum og
á Artúnshöfða verða væntanlega
lóðir til úthlutunar á næsta ári.
—jás
,/ég er aldrei ánægður með
samninga", en það sem
mér finnst einna mest um
varðandi þessa nýju
sjómannasamninga á
Vestfjörðum, er að fá
samninga staðfesta, en
engir samningar hafa
verið í gildi síðan bráða-
birgðalögin voru sett á sjó-
menná sínum tíma", sagði
Pétur Sigurðsson, for-
maður Alþýðusambands
Vestf jarða er við spurðum
hann um nýgerða
samninga sjómanna á
Vestfjörðum, við út-
gerðarmenn.
Pétur sagði að þessir nýju
samningar væru fyrst og fremst
staðfesting á þeim munnlegu
samningum, sem komu útúr
Pétur Sigurðsson
verkfalli vestfirskra sjómanna i
fyrra og væru þeir eins og oftast
áður nokkuð frábrugðnir samn-
ingum þeim, sem Sjómannasam-
band Islands hafði gert. „Okkar
samningar hafa alltaf verið frá-
brugðnir þeim”, sagði Pétur.
Einn helstu munurinn er að
kauptryggingin fyrir vestan er
heldur hærri, eða 156 þúsund
krónur á mánuði i stað 139 þúsund
króna annarsstaðar. Þó benti
Pétur á að annarsstaðar væri það
þannig að þegar fiskast hefði uppi
hálfa tryggingu hækkaði hún um
6%, þannig að þegar allt kæmi til
alls væri munurinn sjálfsagt sára
litill.
Varðandi skiptaprósentuna,
sagði Pétur að i Vestfjarðasamn-
ingunum væri aðeins gert ráð
fyrir tveimur stærðarflokkum
skipa, undir og yfir 100 smálestir.
Framhald á 14. siðu
Framhalds-
stofnfundur
og stjórnar-
kjör
Á framhaidsstofnfundi Sain-
faka áhugafólks um áfengis-
vandamálið SAA, sem haldinn
var að Hótel Sögu sunnudaginn 9.
október, var Hilmar Helgason
'verslunarmaður kosinn formaður
samtakanna. Á fundinum var
kosin 36 manna aðalstjórn sem
siðan kaus fimm manna fram-
kvæmdastjórn. A fundinum voru
lög samtakanna samþykkt og
ákveðið var að halda áfram söfn-
un félaga og þeir sem gerast með-
limirfyrir 1. nóvember skulu telj-
ast stofnfélagar.
Sem fyrr segir var Hilmar
Helgason kjörinn formaður og
með honum eiga sæti i fram-
kvæmdastjórn þeir Hendrik
Berndsen, verslunarmaður, Ein-
ar Sverrisson verslunarmaður,
dohn Aikman sölumaður og
Björgólfur Guðmundsson for-
stjóri. Til vara var Ingibjörg
Björnsdóttir félagsfræðingur,
Eyjólfur Jónsson skrifstofustjóri
og Sveinsfna Tryggvadóttir hús-
móðir. Endurskoðendur voru
kosnir þeir Þorsteinn Guðlaugs-
son endurskoðandi og Gunnar
Jónsson framkvæmdastjóri. Til
vara Emil Ágústsson borgardóm-
ari og ögmundur Haukur Guð-
mundsson skrifstofumaður.