Þjóðviljinn - 12.10.1977, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. október 1977.
MINNING
Q
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPITALINN
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og
SJÚKRALIÐAR
óskast til starfa á hinum ýmsu deildum
spitalans nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vinna hluta úr fullu starfi svo og einstakar
vaktir kemur til greina. Upplýsingar veit-
ir hjúkrunarforstjórinn simi 29000.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
Eirfksgötu 5 ■ Sími 29000
BLAÐBERAR
Heilsubót fyrir unga sem aldna. Eftirtalin
hverfi eru laus til umsóknar:
Neðri- Hverfisgata
Laufásvegur
Þórsgata
DJÚÐV/U/m
8 13 33
Sogamýri
Seltjarnarnes
Verið með í
blaðberahappdrættinu
frá byrjun.
Lífeyrissjóður
byggingamanna
Lánsumsóknir þurfa að hafa borist skrif-
stofu sjóðsins fyrir 18. október n.k.
Stjórn
Lifeyrissjóðs byggingamanna
V inningiir
Vinningur i merkjahappdrætti
berklavarnardagsins 1977
kom á miða númer
17989
S.Í.B.S.
Auglýsing
í Þjóðviljanum ber
ávöxt
Björn Ingi
r
Asgeirsson
I dagferframútförBjörns Inga
Asgeirssonar til heimilis að Rán-
argötu 13 hér i borg, en hann lést
að kvöldi 4. þessa mánaðar eftir
langa og stranga sjúkdómslegu
aðeins 43 ára að aldri. Björn var
fæddur i Reykjavfk 18. febrúar
1934 sonur hjónanna Ásgeirs V.
Björnssonar verslunarmanns og
konu hans Dagbjargar Þórarins-
dóttur og elstur fjögurra barna
þeirra hjóna.
Björn lauk prófifrá Samvinnu-
skólanum árið 1953 og starfaði
siðan að verslunar og skrifstofu-
störfum til dauðadags, fyrst hjá
G. Helgason & Melsteð, en síðar
er vinur hans og starfsfélagi Ein-
ar Farestveit stofnar sitt eigið
fyrirtæki, Einar Farestveit & Co,
réðst hann til hans og starfaði þar
allar götur siðan. Fleiri urðu
vinnustaðirnir ekki á lifsleiðinni
og lýsir það best helstu eiginleik-
um Björns , trúmennskunni og
trygglyndinu. Viljum við fjöl-
skylda Björns færa þeim feðgum
Einari og Arthúri Farestveit al-
úðar þakkir fyrir hve vel þeir
reyndust Birni i veikindum hans.
Björn hafði mikið yndi af ferða-
lögum og eru þeir áreiðanlega fá-
ir staðirnir hér á landi sem hann
hafði ekki séð jafnt i byggð sem
óbyggð. Þá starfaði hann mikið
áður fyrr i skátahreyfingunni og
hjálparsveit skáta og eignaðist
þar marga vini og kunningja.
1 foreldrahúsum var Björn þar
til hann var 39 ára gamall. Það
fór þvi ekki hjá þvi að hann
kynntist systkinabörnum sfnum
náið þegar þau voru að heim-
sækja ömmu og afa, enda var
hann barngóður með afbrigðum.
Nafnið Björn frændi var þvi alltaf
nefnt með stolti og aðdáun i
þeirra hópi. Þessir eiginleikar
áttu eftir að koma sér vel siðar
þvi fyrir tæpum 4 árum gengur
hann að eiga eftirlifandi konu
sina Jóhönnu Steindórsdóttur en
hún átti þrjú börn frá fyrra hjöna-
bandi. Reyndist hann uppeldis-
börnum sinum sannurfélagi og er
hans þar nú sárt saknað. 1 sinu
hamingjurika en alltof skamm-
vinna hjónabandi eignuðust þau
eina dóttur Ragnheiði Birnu sem
núer aðeins á þriðja ári. Jdhanna
ersjúkraliði að menntogkom það
sér vel i veikindum Björns en hún
hjúkraði manni sinum af miklu
hugrekki og ástúö þar til yfir
lauk.
Björn var handlaginn með af-
brigðum og lék allt i höndum
hans, enda var það eigi ósjaldan
sem móðir hans sagði stolt er
hann hafði lokið við að dytta að
einhverju, „hannBjörn minn get-
urallt”,og var þar ekki um neina
oftrú móður á syni að ræöa, hann
Björn gat allt. Og þegar kom að
þvi að hann stofnaði eigið heimili
komu þessir kostir i góðar þarfir.
Þau hjónin keyptu fokhelda ibúð
að Ránargötu 13 sem hann var
langt kominn með að innrétta
þegar kallið kom, kallið sem við
vitum öll að kemur einhverntima
en erum alltaf jafn óviðbúin að
mæta og kemur stundum svo allt-
of fljótt. Og nú er leiðir skiljast að
sinni vil ég þakka Birni mági
minum alla hjálpsemina, vinátt-
una og tryggðina þau sautján ár
sem við þekktumst.
Blessuð sé minning hans
Sigurður Guðmundsson
MINNING
Torfi Guðbjartsson
flugvirki
Fréttin um dauða Torfa kom
okkur félögum hans i Flugvirkja-
félaginu , mjög á óvart, þvi ekk-
ert fararsnið var á honum. Það
minnir okkur á þá staðreynd,
hvað lifið er hverfult. Það er
reynsluskóli og reynir þá á ýmsa
þætti I lifi hvers manns.
Einn af þeim þáttum er lifsstarf
viðkomandi. Torfi var útlærður
rafvirki þegar hann fékk áhuga á
flugvélum og tækjabúnaði þeirra,
en þær hafa heillað margan ung-
an manninn. Réðst hann þvi i að
læra flugvirkjun, þvi þá fékk
hann áþreifanlegt tækifæri til að
kynnast þvi tækniundri sem flug-
vélin er. Torfi reyndist mjög
áhugasamur við öll flugvirkja-
störf og átti auðvelt með að leysa
tæknileg vandamál. Þá var hann
strangur við sjálfan sig og aðra
bækur
Khrushchev
Remembers. Vol I.
Translated and edited by Strobc
Talbott with an Introduction,
Commentary and Notes by
Edward Crankshaw. Vol. II
—With a Foreword by Edward
Crankshaw and an Introduction
by Jerrold L. Schecter. Penguin
Books 1977.
við að fylgja hinum margvislegu
reglum varðandi öryggi flugsins.
Þegar þessi sundurlausa og
langa minningabók kom fyrst út i
Bandarikjunum, álitu margir að
um fölsun væri að ræða en fljótl.
þögnuðu þær raddir, sem efuðust
um að minningarnar væru i raun-
inni eftir höfundinn. t formála að
öðru bindi rekur Crankshaw
þessa sögu og segir frá tilorðn-
ingu bókarinnar. Höfundurinn
rekur sögu sina frá byltingatim-
unum og til þess að hann er kom-
inn á eftirlaun. Hann f jallar mikið
um utanrikispólitik þau ár sem
hann var við völd og um menn og
málefni.sem þá var viðaöglima.
Hann segir litið frá þeim atburð-
um sem urðu til þess aö hann
missti völdin, og hann gat þakk-
að sjálfum sér að hann hélt lifi.
Hann hafði fyrst þann hátt á, eftir
fall Beria, að þyrma lifi valda-
manna; Malenkov og Molotov
héldu lifi, þegar Krutsjoff hratt
þeim úr valdastólum. Þetta er
snakk-bók, að þvi leyti, aö höf-
undur segir söguna sem er jafn-
óðum tekin upp á segulbönd og
siðan unnin af þeim. Samanburð-
ur höf. við Bandarikin er áber-
andi, afhverju standa Rússar
ekki Bandarikjamönnum jafnfæt-
Var honum þvi sýnt verðugt
traust, er hann var skipaður yfir-
flugvirki Landhelgisgæslunnar. 1
því starfi, sem áður, reyndist
hann jákvæður og geðprúður
maður og þvi gott að vinna undir
hans stjórn. Sakna starfsfélag-
arnir hans þvi mjög og finnst
vandfundinn maður i hans stað.
I janúar 1966 gekk hann i Flug-
virkjafélag Islands og sýndi á-
vallt þann áhuga og þroska sem
er stéttarfélaginu svo mikils
virði. Við fráfall Torfa er horfinn,
langt fyrir aldur fram, einn af
góðum sonum þessa lands, en
minning hans mun lifa i hugum
okkar sem kynntumst honum.
Konu hans, Ingibjörgu Hall-
dórsdóttur og sonum, vottum við
okkar dýpstu samúð og biðjum
Guð um styrk þeim til handa i
sorg þeirra.
Flugvirkjafélag tslands.
Khrushcev
is i þessu og hinu, og svo eru
ástæðurnar raktar.
Kinamálin skipa talsvert rúm i
ævisögunni og Kinverjum er
kennt um hvernig samvinnan fór
út um þúfur. Stalin er önnur
höfuðpersóna bókarinnar og
áhrifa frá honum gætir einnig
eftir það, að höfundurinn afneitar
honum. Hann segist ekki óttast
það, að vera opinskár, því að
flokkurinn hafi viðurkennt
skekkjur sinar og muni ekki
endurtaka þær 1 bókarauka er
leyniræða Krutsjoffs birt frá 4.
júni 1956. En hún vakti heimsat-
hygli á sinum tima.