Þjóðviljinn - 12.10.1977, Side 13

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Side 13
Miðvikudagur 12. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Ætla ad skutla físk í Sídumúlapollunum Þeir heita Bjarni og Viöar og voru i gærmorgun að brjóta skænið af pollunum i grunnin- um, sem verið er að grafa við hlið Þjóðviljahússins i Siðu- múla. Það eru stórir pollar og hafði hemað á þá alla um nótt- ina. Þcgar Ijósmyndari Þjóð- viljans smellti mynd af þeim höfðu þeir brotið isinn af öllum pollunum nema einum. — Ætlið þið ekki að leggja i pollinn sem eftir er? — Ertu alveg spinn, manni, — Af hverju skiljið þið hann eftir? — Við ætlum að biða þangað til isinn verður orðinn svona þykkur, sögðu strákarnir og sýndu með höndunum. Svo ætl- um við að bora gat á isinn og veiða fisk i gegnum holuna. Það verður kannski á morgun. — Eigiði færi? — Við ætlum ekkert að nota færi. Við ætlum að fá lánað spjótið hjá bróður minum, sagði annar strákurinn og stinga fisk- inn með þvl. Þá rak okkur minni til þess að nýverið var endursýndur i sjón- varpi þáttur um lif Eskimóa i Alaska, þar sem þeir meðal annars sátu á hækjum sinum á isnum og dorguðu sel. Strákun- um hefur ekki þótt Siðumúla- pollar selalegir, en frekar talið veiðivon i fiski. Skutulshug- myndin gæti verið komin úr sjónvarpsþáttum um veiðitæki Eskimóa. En mitt i slysaöldu er vert að minna alla krakka á að fara varlega i pollaleikjum. Af veiði- pollinum er það þvi miður að frétta að sólin og hrekkjusvinin voru i sameiningu búin að eyðileggja allt um hádegið. Þar verður þvi enginn fiskur skutl- aður i dag, nema að fryst hafi hressilega i nótt. —ekh Frá vetrarstarfi Samvinnuskólans Vetrarstarf Samvinnuskólans er nú hafið. Nokkrar breytingar verða á kennaraliði. Tveir kenn- arar láta af störfum og flytja til Reykjavikur, Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir, tungumálakenn- ari og Guðmundur Arnlaugsson, félagsmálakennari. I stað Þor- bjargar hefur Sveinn Rögnvalds- son BA verið ráðinn að skólanum Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) en Guðmundur Guömundsson tekur við félagsmálakennslunni, en hann er nýkominn frá tveggja ára námi I Sviþjóö, þar sem hann lagði stund á félagsstarf i skólum. Þá verður og bætt við kennara I verslunargreinum og er það Sig- uröur Sigfússon, sem lengi var verslunarráðunautur hjá Skipu- lags- og fræösludeild SIS en hcfur undanfarið starfaö hjá Innflutn- ingsdeild. I haust hefur 121 nemandi nám við Samvinnuskólann, i 6 bekkjardeildum. 40 nemendur eru i framhaldsdeild skólans i Reykjavik og 81 i Bifröst. Þar af eru 18 i 4.bekk, 22 i 3. bekk, 44 i 2. bekk og 37 i 1. bekk og voru þeir valdirúrhópi 196umsækjenda sJ. vor. Nú er 1. og 2. bekk iBifrösti fyrsta skipti skipt i 2 bekkjar- deildir hvorum,svo aö þær eru nú 4 i Bifröst. Meðal nýjunga aö Bifröst má nefna þaö,að nemendurbúa nú I 5 orlofshúsum starfsmanna á staðnum, auk heimavistar. I sumar hafa einnig verið settar nýjar innréttingar i' 18 íbúðarher- bergi nemenda, sem gjörbreyta þar allri aðstöðu til batnaðar. A námsefni i Bifröst verður gerð litilsháttar breyting, sem einkum miðar að þvi að leggja aukna áherslu á þær námsgrein- ar, sem varða verslun og búða- störf. Þá leggur skólinn einnig að vanda mikla áherslu á félags- málakennsluna og alhliða félags- lega uppbyggingu nemenda sinna. (Heimild: Sambandsfréttir) —inhg uíGTn w JL i9 JL Jw smáauglýsingahappdrætti Allir þeir sem birta smáauglýsingu í VÍSI átimabilinu 15-9 til 15-10 -’77 veróa sjálfkrafa þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS FRÁ FÁLKANUM fKEh IWOQD Ifffff g|gJ|ÖdB. V 8BBBBB cQd ®:| e « e <9 u e e tp Vinningurinn KENWOOD hljómtæki verður dreginn út 15-10-77 Smáauglýsingamóttaka I slma 86611 alla daga víkunnar kl.9-22 nema laugardaga kl. 10 12 og sunnudaga kl. 18 22 (6-10 e.h.) sími 86611 O Smáauglýsing i VÍSI er engin ma auglýsing Lóðaúthlutun í Garðabæ Auglýst er eftir umsóknum um nokkrar lóðir i Búðahverfi i Garðabæ fyrir einbýl- ishús, raðhús og iðnað. Þar sem iðnaðar- lóðirnar eru við ibúðasvæði kemur ein- vörðungu til greina atvinnustarfsemi (framleiðsla, skrifstofuaðstaða og söluað- staða fyrir framleiðsluvörurnar), sem ekki veldur ibúum nálægra svæða óþæg- indum. Gert er ráð fyrir þvi, að lóðirnar verði byggingarhæfar i júli 1978. Óskað er eftir umsóknum um lóðirnar fyr- ir 20. október 1977, og óskast eldri um- sóknir endurnýjaðar. Skipulagsuppdráttur af svæðinu liggur frammi á skrifstofu Garðabæjar, Sveina- tungu, sem veitir nánari upplýsingar (simi 42678/42698). Bæjarstjóri. ® Blikkiðjan t Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.