Þjóðviljinn - 23.10.1977, Síða 3
Sunnudagur 23. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Konur segja frá kynlífi sínu
hvernig það er,
og hvernig þœr
vildu að það vœri
Nú er verið að þýða víða
um lönd nýja bandaríska
kynlífsskýrslu sem mikla
athygli hefur vakið. Þar
svara 3019 bandarískar
konur löngum spurninga-
skrám um alla skapaða
hluti^allt f rá sjálfsf róun til
hugmynda þeirra um það
hvernig kynlífið ætti að
vera. Shere Hite hefur
skrifað þessa bók.
Tilgangurinn með bókinni er sá
að láta konur sjálfar um að skil-
greina kynlif sitt. Shere Hite telst
hafa aflifað margar lifseigar hug-
myndir um kynlif kvenna i bók
sinni.
Hún viðurkennir t.d. ekki þá út-
breiddu hugmynd að konur eigi
erfiðara en karlar með að fá full- (
nægingu. Hún telur þess i stað,
að það sé hin útbreidda skoðun að
kynlif sé hið sama og samfarir
sem verði að leiðrétta.
Allt snýst um karlinn
Flestar konur vita nefnilega
mjög veí hvernig þær eiga að fara
að þvi að fá fullnægingu. Af þeim
82% kvenna sem svöruðu tiltekn-
um spurningum á þá leið að vist
væru þær vanar að stunda sjálfs-
fróun, kunnu 95% að ná auðveldri
fullnægingu með þeim hætti.
Vandinn er sá að mikill fjöldi
kvenna virðist við samfarir ekki
fá þá ertingu snipsins sem þær
þurfa til að fá fullnægingu.
Þær konur sem biða óvirkar
eftir þvi að ,,fá” fullnægingu með
mönnum sinum, verða oft fyrir
vonbrigðum vegna þess að hinar
hefðbundnu samfarir með forleik,
innsetningu og útrás fyrir karlinn
fullnægja þeim ekki, heldur karl-
inum einum.
Shere Hite segir, að þessi
óvirka afstaða, þegar konan litur
á sig sem þjónustuapparat fyrir
karlinn hafi viðtækar afleið-
ingar i samfélaginu.
Shere Hite segir, að aukið kyn-
ferðislegt frelsi, bættar getnaðar-
varnir o.þl. hafi að sönnu opnað
vissa möguleika á byltingu i kyn-
ferðismálum, en enn sem komið
er hafi i raun harla litið gerst. í
ýmsum tilvikum táknar t.d. pill-
an aukið álag á konur: þær eiga
enn erfiðara með aðsegja neivið
samförum, sem hagað er eftir
þörfum karlsins fyrst og fremst.
Er þörf fyrir hann?
En þegar menn nú vita, að það
er auðveldara fyrir konur að ná
fullnægingu með sjálfsfróun en
með samförum — er þá nokkur
þörf fyrir karlmanninn nema til
barneigha?
Langflestar konur telja, að
reyndar sé fullnægingin afar
þýðingarmikill þáttur kynlifsins.
En hún ein spanni það ekki allt.
Það sé eins mikilvægt að upplifa
það að vera i snertingu við aðra
manneskju, hlýju, bliðu, eiga
djúpar tilfinningar með einhverj-
um sem þú lætur þér annt um.
>**
Nærvera, bliða, snerting...
kynlff er fleira en fullnæging.
Shere Hite lætur það lönd og
leið að reyna að búa til einhvern
nýjan mælikvarða til að miða við
i þessum málum. Tilfinningar
hverrar mannsekju verða að vera
sá mælikvarði sem er gildur fyrir
hana.
Nógu góð aðferð?
Shere Hite hefur lengi velt
þessum málum fyrir sér. Hún tók
þátt i umræðu kvennahreyfingar-
innar m.a. um kynlifsskýrslur
hjónanna Masters og Johnsons.
Fyrri tilraun hennar til að safna i
bók svörum við spurningalistum
misheppnaðist. En hir. seinni
hefur vakið mikla athygli. Alls
sendi hún út 100 þúsund
spurningalista — og hún fær 3%
svör. Hún kveðst vel vita af þvi,
að aðferð sin verði gagnrýnd fyrir
það, að hún sé ekki nógu visinda-
leg. Það sé fyrst og fremst viss
tegund kvenna sem svari, meðan
stórir hópar láta ekki til sin
heyra. En Shere Hite svarar þvi
til að svörin sjálf séu svo ótrúlega
margbreytileg og komi frá kon-
um úr allskonar umhverfi. Næstu
bók sina ætlar hún að skrifa um
karla.
Áður en þessu stutta kynn-
ingarspjalli lýkur, skal eitt tekið
fram. Þær konur sem ná fullnæg-
ingu með körlum sinum eru fyrst
og fremst þær sem hafa sjálfs-
traust og eru nógu þolinmóðar og
hreinskilnar að geta leiðbeint
þeim. Þvi karlar eru hinir mestu
klaufar, að þvi er svör kvenn-
anna herma: þær þrýsta á snip-
inn eins og hann sé lyftuhnappur,
segir þar
(Byggtá DN)
Shere Hite — næsta bókin verður um karla.
SIMCA 1508
Sigraði næturrallið
Enn einu sinni sigraði SIMCA i rall-akstri hér á landi. Bilnum var ekið
stanslaust i rúmar 20 klst. 950 km. leið eftir einhverjum verstu vegum og
vegleysum islands i næturralli Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavikur um
helgina 1. og 2. okt.
Hvað bilaði? Einn pústbarki. Annað? Ekkert.
SIMCA bilar frá CHRYSLER FRANCE hafa nú marg sannað ágæti sitt
hér á landi. Vandlátir bilakaupendur velja sér SIMCA 1307 eða 1508, sem
eru traustir og góðir fimmdyra, framhjóladrifnir og fimm manna fjöl-
skyldubilar. Talið við okkur strax
idagogtryggiðykkurSIMCA. \f ftkllH
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491