Þjóðviljinn - 23.10.1977, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. október 1977
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON:
ÁSTÆÐUR ÓFARANNA
AtburBarás síðustu vikna og
mánaða hefur varpað skýru ljósi
á hið ríkjandi stjórnleysi i mál-
efnum islensku þjóðarinnar.
Verkf all alþýðusamtakanna i vor,
opinberra starfsmanna undan-
farið og boðaðar aðgerðir banka-
starfsfólks i næsta mánuði sýna
að efnahags- og kjaramálum
þjóðarinar er nú svo komið að
þrisvar á einu ári getur fram-
ieiðslustarfsemin stöðvast vegna
nauðsynlegra aðgerða láglauna-
stéttanna senj knúnar eru til að
rétta sinn hlut með svo afdrifa-
rikum aðgerðum.
Þegar hin sfvaxandi harka
kjarabaráttunnar er tengd við
önnur einkenni efnahagslifsins —
svo sem gífurlega skuldsöfnun
gagnvart útlöndum, áframhald-
andi hraða óðaverðbógunnar,
stórfelld fjárfestingarumsvif sem
skila litlum eða engum arði og
skeröa aðra möguleika til fram-
leiðsluskapandi fjármagnsráðs-
tafana, varanlega rekstrarerfið-
leika rikissjóðs, skerta afla-
möguleika á næstu misserum —
þá er ljóst að i lok yfirstandandi
kjörtfmabils er efnahagsvandi
þjóðarinnar orðinn mun djúp-
stæðari, margþættari og torleyst-
ari en hann var við upphaf valda-
ferils rikisstjórnarinnar. Þessi
þróun hefur átt sér stað þrátt
fyrir hagstætt verðlag á út-
flutningsafurðum á siðustu árum
og mjög hægfara verðhækkanir á
innflutningsvörum. Hin ytri skil-
yrði hafa verið hagstæð. Það er
innri stjórn efnahagsmálanna
sem hefur brugðist.
Þegar slikar niðurstöður blasa
óumdeilanlega við er eðlilegt að
ýmsum finnist nokkuð torvelt að
skýra hvernig slikt geti gerst.
Tveir stærstu stjórnmálaflokkar
landsins, sem i siðustu kosning-
um höfðu 2/3 hluta kjósenda að
baki sér, tóku höndum saman og
mynduðu svokallaða „sterka”
stjórn til þess að leysa efnahags-
vanda þjóðarinnar. Við lok kjör-
timabilsins standa þeir uppi nán-
ast ráðalausir og vandinn er orð-
inn mun meiri en við upphaf ferö-
arinnar.
Skýringar á slikri atburöarás
eru margvislegar. í stuttri blaða-
grein verður aðeins drepið á fá-
einar þeirra. Tilgangur slikrar
umf jöllunar er fyrstog fremst að
stuöla að yfirvegaðri umræðu um
Röng stefna
Afleiöingar-nar af stéttarlegri sam-
setningu rikisstjórnarinnar hafa
orðið enn skýrari vegna afstöðu
hennar og aðgeröa I glimunni við
efnahagsvandann. I stað skipu-
skipulagsbundinna aöhaldsað-
gerða hefur rikisstjórnin einfald-
lega vikiö sér undan vandanum,
sleppt verðlaginu lausu og látið
verðbólguna um að breyta hinum
efnahagslegu hlutföllum launa-
fólki f óhag. Þegar erfiðleikarnir
hafa kreppt að á hinum einstöku
sviðum efnahagslifsins hefur
rikisstjórnin gugnað á að
framkvæma nauösynlegar kerfis-
breytingar sem tækju mið af or-
sökum vandans. Hún hefur hleypt
verðlaginu upp til að minnka um
stundarsakir þrýstinginn á við-
komandi sviðum. Þetta istöðu-
leysi stjórnarinnar gagnvart
verðbóguþrýstingnum hefur svo
verið mikilvægum hagsmunaaö-
ilum i stjórnarherbúðunum afar
þóknanlegt. Forystumenn
stjórnarinnar hafa ekki orðið
fyrir harðri gagnrýni f eigin her-
búðum. Andstaðan hefur komið
Kikisstjórn, sem ætlar sér að stjórna i trássi við samtök launafóiks, kveður einfaldlega upp sinn eigin dauðadóm.
hvað við þurfi að taka þegar upp-
gjöf núverandi ráðaafla veröur
endanlega staöfest.
Stéttarleg samsetning
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn mynda
rikisstjóm tengjast saman öfl-
ugustu máttarstólpar atvinnu-
rekenda i landinu. Itök launþega-
samtakanna i rikisvaldinu verða
litil sem engin. Stéttarlegar and-
stæður og ólikir hagsmunir at-
vinnurekenda og launafólks
magnast vegna flokksgerðar
rikisvaldsins. Rikisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins hefur eðlilega rika til-
hneigingu til að lúta fyrst og
fremst hagsmunum atvinnurek-
enda og stórfyrirtækja sem eru
meðal helstu burðarásanna i
valdakerfi flokkanna. Launþega-
hreyfingarnar verða að heyja
baráttu sina á tveimur vígstöðv-
um: gegn atvinnurekendum og
fjandsamlegu rikisvalúi. Stéttar-
leg samsetning núverandi rikis-
stjórnar hefur útilokað trúnaðar-
samvinnu launaþegahreyfingar
og ríkisvalds. Verkalýðshreyfing-
in og önnur samtök launafólks
hafa orðiö að sækja rétt sinn með
verkföllum og sámtakamætti á
hinum almenna vigvelli þjóð-
félagsbaráttunnar.
Reynsla siðustu ára sýnir ótvi-
rættað riflegur þingmeirihluti aö
baki ríkisstjórn skiptir frekar
litlu máli fyrir möguleika rikis-
stjórnar á að tryggja raunveru-
lega framkvæmd þeirra málefna
sem sett eru á oddinn. Hvort
meirihlutinn er einn þingmaður
Þrátt fyrir sterka óskhyggju mun
' auðöflunum ekki takast að snúa
þessari þróun við. Það er þvi
nauösynlegt aðöllum veröi ljós sá
afgerandi veruleiki að land-
inu verður ekki stjórnað nema i
pólitisku samstarfi við verkalýös-
hreyfinguna og önnur samtök
launafólks. Þaö er hægt að tala
háttog fagurlega um ágæti hinna
hefðbundnu vinnubragða þing-
ræðisins þar sem rikisstjórn
ráðskast með málefni þjóðar-
innar i krafti þingmeirihluta.
Slikt tal ber hins vegar ekki vott
um raunsæi. Stöðvunarvald
verkalýðshreyfingarinnar er
staðreynd. Stjórnkerfi landsins
verður aö laga sig að þeim veru-
leika.
Ferill rikisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks sýn-
ir að hún megnar ekki að skapa
þá breiðu félagslegu samstööu
sem þarf til að tryggja raunveru-
lega framkvæmd stjórnar-
ákvarðana. Atburöarás siðustu
ára, bæði á íslandi og viðar i
Evrópu, sýnir að án pólitiskra
itaka verkalýðshreyfingarinnar i
rikisvaldinu verður ekki með
árangri tekist á við rikjandi efna-
hagsvand? i þessum heimshluta.
eða tólf skiptir engu höfuðmáli.
Aðalatriðið er sá félagslegi stuðn-
ingur sem stjórnir njóta á hverj-
um tíma. Valdastaöa verkalýös-
hreyfingarinnar, BSRB og ann-
arra launþegasamtaka er orðin
slik, að með samtakamætti geta
þessar hreyfingar sett rikis-
stjórninni stólinn fyrir dyrnar.
Með samstöðu geta launastétt-
irnar i reynd ógnað ríkisvaldinu.
Rikisstjórn sem ætlar sér aö
stjórna i trássi við samtök launa-
fólks kveður einfaldlega upp sinn
eiginn dauðadóm. Annað hvort
gefst hún upp eða þjóðfélagið
mun titra af langvarandi og hat-
römmum stéttaátökum.
Þött ýmsum i herbúðum rikis-
stjórnarflokkanna kunni aö lika
þessi afgerandi valdaþróun
launastéttanna afar illa, þá er
hún óumflýjanleg staðreynd.
Snjóhjólbaróar á
tegundir fólksbifreiða UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
• ALFA ROMEO • ALLEGRO • AUDI • B.M.W • DATSUN •
• FIAT • FORD ESCORT • FORD CORTINA • GALANT •
• HONDA • LADA • LANCER • MAZDA • OPEL • PEUGEOT •
• RENAULT • SAAB • SKODA • SUBARU • SUNBEAM •
• TOYOTA • TRABANT • VAUXHALL • VOLKSWAGEN • VOLVO •
JÖFUR
HF
*U08ÍEKKU 44.K4 - KOPAVOGI - 5IMI42600
• GARÐABÆR: NÝBARÐI « KÓPAVOGUR: JÖFUR HF AUÐBREKKU 44 - 46.
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI KÓPAVOGS NÝBÝLAVEGI 2 • REYKJAVIK: BÍLDEKK HF.
BORGARTÚNI 24 . AKRANES: BILTÆKNI VALLHOLTI 1 • BORGARNES:
BIFREIÐAÞJÖNUSTAN BORGARNESI . STYKKISHÓL MUR: BÍLAVER HF •
HÓLMAVÍK: V.ÉLSMIÐJA JÖHANNS OG UNNARS • SKAGAFJÖRÐUR:
BÍLAVERKSTÆÐIÐ VARMI VARMAHLÍD • ÖLAFSFJÖRÐUR: BÍLAVERKSTÆÐI
ÖLAFSFJARÐAR • DALVIK: STEYPUSTÖÐ DALVÍKUR • AKUREYRI: SNIÐILL HF.
ÓSEYRI8 . HÚSAVÍK: HELGI JÖKULSSON VELSM. MÚLI •
EGILSSTAÐIR. VERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR . ESKIFJÖRÐUR:
VERSLUN ELÍSAR GUÐNASONAR • HORNAFJÖRÐUR: VERSLUN SIGURÐAR
SIGFÚSSONAR • HELLA: HJÖLBARÐAVERKSTÆÐI SIGVAROAR HARALDSSONAR
. SELFOSS: SOLUSKÁLINN ARNBERGI • VESTMANNAEYJAR: BÍLAVERKSTÆÐI
TÓMASAR SIGUROSSONAR .