Þjóðviljinn - 23.10.1977, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. október 1977
ARNI BERGMANN
SKRIFAR
QQDTTlI fe@[kOuD@[TDDi]Öfl[?
Fyrir dága unglingaveikinnar
Gunnar Benediktsson: í flaumi
lifsins fljóta. Örn og örlygur
1977.
Hálfniræður sendir Gunnar
Benediktsson frá sér þriðju
endurminningabók sina. t hin-
um fyrri tveim fjallaði hann um
reynslu sem var um margt sér-
stæð: erindrekstur uppgjafa-
prests fyrir bolsévismann i
þeirri fyrstu, siðan var i næstu
bók horfið til námsára og þess
prestskapar sem þótti áður en
leið kominn óralangt frá réttum
átrúnaði. Enn skrifar Gunnar
sig aftur á bak i timanum og
lýsir nú bernsku- og æskuárum
sinum i Einholti á Mýrum
vestan Hornafjarðar.
Hið sérstæða og óvenjulega
þokar fyrir sam-islenskri
reynslu ef svo mætti að orði
kveða. Bernskuár i islenskri
sveit nálægt aldamótum eru
efni fjölda bóka, sem hljóta um
margt að verða hver annarri
likar. Hið þakkláta, nákvæma,
umburðarlynda og ögn hátið-
lega minni á bernsku daga lýsir
ætt og uppruna, húsakynnum,
þjóðtrú, búskaparháttum,
útsýni til allra átta, flórmokstri,
sauðburði, hestum og húslestr-
um. Svona bækur eru um margt
ágætar og elskulegar Og það eru
ekki elliglöp i penna Gunnars,
hann stilar margt vel og skyn-
samlega. í frásögnina sækja
einum of oft orðasambönd sem
setja helst tii drýgindalegan
bóklegan svip á stilinn, hlaða á
hann yfirvigt nokkurri. En þetta
er gömul og ný synd Gunnars
sem hann leysir sig undan með
ýmsum góðum kostum.
Vanda Gunnars, sem og ann-
arra sem fást við þennan stóra
samnefnara: bernsku i sveit i
hinni islensku eilifð sem alda-
mótaárin eru, er best að lýa
með einu orði: Þórbergur. Þvi
við komumst ekki langt frá
þeirri tilfinningu, að með
Suðursveitarbókum hans, sem
gerast á sama tima og á svip-
uðum slóðum og þessi bók
Gunnars Benediktssonar, hafi
með nokkrum hætti verið settur
púnktur aftan við þessa tegund
bókmennta. Að eitthvert sér-
stakt kraftaverk þurfi að gerast
til að bók um sama efni verði að
meiriháttar tiðindum. Ég nefni
Gunnar Benediktsson: Sama
lag i hljómkviðunni.
eitt dæmi: Gunnar skrifar
ágætan kafla um leiki og
skemmtanir barna og unglinga
þar austur á Mýrum. Og þótt
hann haldi lengur áfram upp
gelgjuskeið i lýsingu sinni en
Þórbergur (og getur t.d. um það
skemmtilega úrræði að ungt
fólk trallaði fyrir dansi) — samt
sem áður hlýtur kafli um þessa
hluti alltaf að eiga erfitt
uppdráttar i samanburði við
viddir, nákvæmni og kimni
Rökkuróperunnar.
Sé vikið að fróðleik, bókarinn-
ar finnst mér sérstök ástæða til
að minna á innvirðulega lýsingu
á flórmokstri, á mjög fjölbreyti-
legum heyskap og þó einkum á
hinni fullkomnu nýtingu allra
fanga sem hægt var að draga
saman til matar, fóðurs og eldi-
viðar. Þessi gjörnýting er
lesanda úr annarskonar
samfélagi furðu mögnuð og
vonandi holl reynsla. Þó er sá
kafli ótalinn, sem verður flest-
um lesendum drýgst viðbót við
það sem þeir áður kunna að
hafa blaðað í. En það er lýsingin
á sambýli fólksins við vötn sem
eru stærri og viðsjárverðari en
nokkurn Suðurnesjamann grun-
ar — jafnvel þótt hann aki
hringveginn fimm sinnum.
Stundum gerir ungur smali sér
litið fyrir og gengur i kafi eftir
botni ár eða kvislar — rennblaut
vaðmálsfötin koma i veg fyrir
að hann fljóti upp. Þau gætu lika
drekkt honum fyrir fullt og allt.
Undir lok bókarinnar segir
sem svo: ,,Ég man vel stundir,
er ég var gagntekinn af
tómleika og átti drauma um
það, að eitthvað gerðist, sem
kæmi verulegu róti á tilveruna.
En það voru aldrei annað en
einstakar stundir, sem hurfu á
svipstundu eins og ský frá
sólu.” Lengra en þetta gengur
Gunnar ekki i að lýsa þvi sem nú
er kallað unglingavandamál.
Það er einmitt eitt af þvi eftir-
tektarverða við þessa bók, hve
rækilega hún leggur áherslu á
samræmi i tilverunni, drengur,
fullorðnir, skepnur, fjöll og vötn
fylgja öll sama lagi i hljómkviðu
almættisins. Og við vitum ekki
vel hvað hér á rikastan hlut að
máli: náttúrubundnir lifshættir,
vinsamleg afstaða hins aldraða
til bernsku sinnar eða þá samis-
lensk eftirsjá eftir fyrri tið, sem
á sér ekki hvað sist forsendu i
öryggisleysi stökkbreytinga
siðustu áratuga. AB.
Hún ber af
Liv Ullmann: Umbreytingin.
Ólöf Eldjárn þýddi. Helgaiell
1977. 348 bls.
Mikill hluti af endurminningum
þessarar miklu lelkkonu er
byggður upp af hliðstæðum og
andstæðum. Atvik úr nútið og for-
tið, skiptast á með verulegum
hraða: sorgir og gleði bernsku-
áranna og heimsfrægð nútimans,
hin sæla nálægð við Noreg og
öryggisleysi Hollywoodsam-
keppninnar, farsælar fyrstu ástir
undjr grenitré heima og náttúru-
laust daður i Cannes. Hún segir
Þorlákur þreyttur
fyrir aldur fram
Hafliði Vilhelmsson: Leið 12,
Hlemmur—Fell. örn og örlygur
1977. 200 bls.
Þorlákur fer að búa i litlu
timburhúsi afa sins vestur i bæ
vegna þess að hann vill frelsi. Til
hvers? Til að geta komið fullur
heim, haldið parti, sofið hjá, án
bess áð heyra nöldrið i móður
sinni. Ef við freistumst til að lita
á strákinn Þorlák sem fulltrúa
kynslóðar, þá á hún þessa frels-
isþörf sameiginlega með öllum
öðrum. Allar kynslóðir þurfa að
brjötast undan foreldravaldi
svonefndu. En margar þeirra
freistast til að takast á við stærri
vanda enn þann, sem holdtekinn
er f viðhorfum pabba og mömmu
til ástamála og brennivins.
Þorlákur og vinir hans eru alveg
lausir við allt sIíkt. Þeir eru til á
mjög þröngu sviði. Þetta er vandi
Þorl áks o g um lei ð vandi bó kar og
höfundar.
Eins og liklegt er verður
Þorlákur fljótt þreyttur á hinu
auðvelda frelsi partia i miðri viku
og tilfallandi kvennafari. Hann
tekur saman við Asdisi sem vinn-
ur i sömu fabrikku og hann. Ásdis
er móðurvaldið i nýrri mynd :
hún vill reglusemi, tekjur, kaffi-
drykkju, ættingjatengsli, gardfn-
ur, mublur og húsakaup. Þorlák-
ur sættir sig við þetta um hriö.
Sfðan gerir hann smáuppreisn.
Honum finnst Asdis og hennar
fólk tala tóma vitleysu. Og vand-
inn er sá, að fyrri vinir úr frels-
inu, Gústi heitir fyrirliði þeirra,
þeir hafa ekkert til málanna að
leggja sem er mikið skárra. Að
minnsta kosti láist höfundi að
telja okkur trú um það. Þeir eru
Hafliði Vilhelmsson: Tvennskon-
ar dauði
að sinu leyti jafn galtdmir og
Asdis greytetrið.
Uppreisnin er þvifólgini þvi að
Þorlákur skrúfar sig upp i yfir-
máta rómantiska ást til Mariu,
sem hann hefur séð bregða fyrir
tvisvar. I þeim þætti reynir höf-
undur mjög rækilega á þolrif les-
andans : færþetta staðist? Þaðer
ekki gott að vita, hitt er svo m jög
sennilegt, að Þorlákur skreiðist
heim til Áskisar sinnar að stuttu
ævintýri loknu. Þau ætla að fara
að búa i alvöru. Byggja, bæta og
breyta.
Það gat farið á tvo vegu um
framtfð þessarar fyrstu sögu-
persónu ungs höfundar. Annað-
hvort dó hann inn i búsýslu i
Breiðholti, eð þá drukknaði i
brennivini i bóhemskum hjalli á
þeim
frá heimsfrægu sambandi við
Ingmar Bergman og sleppur lifa-
ndi frá þvi erfiða verki, þvi Liv
Ullaman hefur yfirburði til að
bera og góða greind. Hún segir
frá glimu sinni við hlutverk, ný og
klassisk.
Þvi miður er það algengt i
Vesturgötunni. Þriðji kosturinn
varekkitil : Þorlákur átti sér vist
aldrei lifs von.
Þetta er i sjálfu sér sannferð-
ugt. Það er helstur kostur bókar-
innar, að hún er vitnisburður frá
fyrstu hendi um kynsldð, sem
hefur enn ekki gefið sér mikinn
tima til að segja af sér sögur. Svo
langt sem hún nær. Og hún nær
ekki ýkja langt: sögusviðið er
þröngt. Höfundur hefur ekki yfir-
sýn yfir nema hluta af lifi kyn-
slóðar. Hann á i vandræðum með
sjónarhorn. Það er sem hann sé
staddur i ringulreiðinni miðri.
Ringulreið þessi tekur af honum
völdin yfir máli og stil. Talmál
timans, sem auðvitað á sinn rétt,
blandast á tilviljunarkenndan og
oft ankannalegan hátt saman við
glefsur úr hinum og þessum teg-
undum bóka og blaða. Það
vantar fyigni i frasögnina. Fyrr
en varir er horfið frá vissri
ræktarsemi við smáatriði, frá til-
raun til að fylla út i' mynd, yfir i
bláþráðótt ágrip af þvi sem ger-
ist.
Persónusafn er ekki fjólskrúð-
ugtog einatteins og saumað sam-
an með hvitum þræði. Ættingja-
hópurinn, vinkonur Ásdisar, eru
látnar freista lifsins á einum
farsadrætti hver um sig. Parti-
vinirnir eru óttalegir pappirsbúk-
ar. Vinurinn Gústi til dæmis, sem
er öðrum fyrirferöarmeiri, er og
verður óttalega loftkenndur. Við
getum hinsvegar tekið mark á
Þorláki svo langt eða skammt
sem hann nær. Og það má segja
höfundi til hróss, að hann hefur
ekki tiiburöi til að fegra þetta
sköpunarverk sitt eins og oft vill
verða, þegar ungur höfundur
fjallar um jafnaldra sinn og val-
kosti hans. Mest lif er þó meö
Asdisi, einni af þessum umsvifa-
miklu búsýslumanneskjum sem
eru án fyrirvara jábræður sam-
félagsins og ansa ekki neinni vit-
leysu. Þættir úr sambúð þeirra
Þorláks eru áþreifanlegastur ár-
angur viðleitni nýliða, sem hefur,
satt best að segja, margt að var-
ast. —AB
sjálfslýsingum liStafólks, ekki
sist hér á landi, að eftir bernsku-
lýsingar (sem oftast eru nokkuð
góðar) taki við hrá upptalning á
atvikum, persónum, verkefnum, i
bland við hégóma og sérhlifni
sem drepur mörgu þvi á dreif
sem máli skiptir. Frásögn Liv
Ullmann er kannski ekki laus við
kóketteri, en hún er miklu heiðar-
legri en það sem við eigum að
venjast. Hún forðast ekki það sem
erfitt er að tala um. Hún lýsir
sannferðuglega þeirri einmana-
kennd, sem er hennar förunautur
jafnt i uppvexti sem i frægð.
Þörfinni fyrir viðurkenningu,
uppörfun, hylli, fyrir skjól hjá
öðrum — sem svo miklu ræður
um lif hennar og Iist. Hún lyftir
þessum hlutum út fyrir svið hins
persónulega, einkamálanna. Hún
veit mjög vel af hættum lifs i
listum: „meðbræður minir urðu
mér hlutir sem ég gat hagnýtt
mér i starfi” segir hún á einum
stað.
Hún hefur ágætt auga fyrir
spaugilegum eða grátbroslegum
hliðum þeirrar ánauðar sem
fylgir frægð, auði, sviðsljósum.
Samanburður hennar á kvöldverð
með Nixon og Brézjnéf og frum-
sýningarparti i norsku leikhúsi
hefur þegar viða farið.
Mörgum mun sjálfsagt finnast
það merkilegast við þessa bók, að
hér eru mætt á sinn stað öll hin
helstu vandamál einstæðrar, úti-
vinnandi móður — eins og það
heitir. Fjárhagur Liv Ullmann er
að visu miku betri en langflestra
annarra i hennar sporum. En
vandi og bölvun hefðbundinnar
hlutverkaskiptingar i starfi,
heima, i þroska barna, reynast,
einsog bókin sýnir, lygilega
sterkir þættir einnig I lifi þeirrar
konu, sem flestir munu halda að
hafi sigrað heiminn.
ölöf Eldjárn hefur þýtt þessa
velkomnu bók á mál sem oftast
nær er gott og sjálfsagt og eðli-
legt. Má vera það heföi stundum
verið skynsamlegra að leita
annarra leiða I þýðingunni,
einkum þar sem umsagnir verða
fæstar i hraðri skeytingu frá-
sagnarinnar.
ÁB