Þjóðviljinn - 23.10.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 23.10.1977, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. október 1977 Jón Reykdal: Náttúrumaður. Gunnlaugur St. Gislason: Bjart veöur Haustsýning 977 'Ólafur Kvaran skrifar um f ^m^mmmm^mm • • — — _ myndhsi Þessa dagana stendur yfir að Kjarvaisslöðum haustsýning Fé- lags islenskra myndlistarmanna. AIIs sýna þar 42 listamenn 124 verk. Heiðursgestur sýningarinn- ar er að þessu sinni Guðmundur Benediktsson my ndhöggvari. Sýninguntii lýkur i kvöld. Haustsýning — til hvers? Haustsýningar FÍM er að jafn- aði beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, þvi ef vel hefur tekist til með þátttöku og val verka má þar fá samandreginn allgóðan þver- skurð af þvi áhugaverðasta, sem unnið er af myndlist þessa stund- ina. Fyrir listáhugafólk er þetta þvi kærkominn vettvangur til yfirlits og samanburðar og fyrir félaga FÍM mætti álita að haust- sýningin væri af nokkru mikil- vægi, til að sýna styrkleika fé- lagsins sem heild og listræna reisn. En ef hugað er að þeirri staðreynd hve litið brot félags- manna FIM sér i rauninni ástæðu til að taka þátt i sýningunni, þá virðist sannarlega einhversstað- ar vera pottur brotinn Þetta áhugaleysi féiagsmanna á sér eflaust fleiri skýri.igar en hér gefst rúm til að tiunda, en ein veigamikil ástæða er eflaust sú, að á siðustu árum hafa orðið til sýningarhópar listamanna (bæði innan og utan FIM), sem sýna saman árlega. Má i þessu sam- bandi minna á Septem-hópinn, Grafikfélagið, Galleri Sólon Islandus og þá listamenn sem standa að Galleri Súm. Þessar nýju aðstæður hafa tvimælalaust breytt nokkuð gildi haustsýning- arinnar sem eftirsóknarverös og jafnframt nauðsynlegs vett- vangs. Staðreyndin er einfaldlega sú, að haustsýningin gefur á engan hátt þverskurð af þvi sem unnið er af áhugaverðri myndlist i land- inu, og það virðist vera gjörsam- lega tilviljunarkennt hverjir sjá ástæðu til að viðra verk sin þar. Til að mæta þessu áhugaleysi fyrir sýningunni er valinn sá kostur, til að halda henni við lýði, aö hengja upp til uppfyllingar alls konar föndurvinnu, sem á ekkert erindi á sýningu félags er lítur á sig sem heildarsamtök alvarlega starfandi myndlistarmanna. Ef til vill mætti hugsa sér það já- kvæða þróun ef fleiri sýningar- hópar listamanna yrðu stofnaðir og FIM efndi þess i stað á þriggja eða fjögurra ára fresti til stórrar yfirlitssýningar, þar sem reynt væri á ýtarlegan hátt að lýsa stöðunni i islenskri myndlist. Það er sannarlega brýn þörf fyrir slika sýningu. Enda þótt haustsýningin ’77 gefi i heild ekki ástæðu til mikill- ar umræðu né viðtækra ályktana þá getur engu að siður að lita nokkur athyglisverð verk eftir einstaka listamenn. Má nefna fin- gerðar og ljóðrænar grafikmynd- ir Þórðar Hall, og Jón Reykdal sýnir auk grafikverka voldugt oliumálverk, „Náttúrumaður”, þar sem hann sem oftar fjallar um sambýli manns og náttúru og gefur þvi efni óvænt gildi i tima og rúmi. Gunnlaugur Gislason velur sér fábrotin myndefnisbrot af húsagafli, maður eða gamlar skóflur undir vegg, sem hann af mikilli næmni gefur tærleika og hörku i raunsærri framsetningu sinni. Einar Þorláksson er lit- sterkari og frjálsari i byggingu verka sinna en áður og þau hafa á köflurp naiviskar áherslur. Hringur Jóhannesson, Leifur Breiðfjörð, Orn Þorsteinsson og Asgerður Búadóttir sýna hér öll athyglisverð verk i sjálfu sér, þó þau e.t.v. bæti ekki svo miklu við fyrri afrek sin. Heidursgesturinn Þegar á heildina er litið eru það höggmyndir heiðursgests sýning- arinnar, Guðmundar Benedikts- sonar, sem tvimælalaust vekja mesta athygli. Guðmundur Bene- Guðmundur Benediktsson. Skúlptúr. Guðmundur Benediktsson: Stuðlar diktsson (f. 1920) var á sinum tima nemandi Asmundar Sveins- sonar, en hefur fram til þessa ein- ungis haldiö eina einkasýningu á verkum sinum og má eflaust um kenna að „hann er hlédrægur og frábitinn þvi að halda nafni sinu á lofti”, svo vitnað sé til orða Hjör- leifs Sigurðssonar i inngangi sýn- ingarskrár. A sýningunni eru 10 verk eftir Guömund, öll unnin i eir á árabilinu 1976-77. Þessum verkum má raunar skipta form- rænt i tvö horn,og i báðum tilvik- um markar hann sér þröngan bás, sem hann kannar af mikilli hnitmiðun. Annars vegar glimir hann einkum við formrænt sam- býli lóðréttra formstuðla, sem hann þjappar saman af mismun- andi miklum hraða, stifir til eða mýkir. I annan stað er þessi lóð- rétti formstuðull lagður til hliðar og þess i stað mýkir hann alla formgerðina. Formin verða lif- ræni og þróttmiklar bylgjuhreyf- ingar i samsetningu bjúgforma setja megin mark. Að hafa dregið hér saman þetta úrtak úr list Guðmundar Benediktssonar var vel til fundið og sannarlega tima- bært.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.